Morgunblaðið - 29.08.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 29.08.2003, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 11 HELGI Sveinsson, kylfingur hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, náði þeim glæsilega árangri að lenda í þriðja sæti á Evrópumóti fatlaðra kylfinga sem fram fór í Hjörring í Danmörku 14.-16. ágúst sl. en alls tóku um 90 kylfingar frá Evrópu þátt í mótinu. Keppt var í tveimur flokkum, A og B, sem keppendur röðuðust í eftir því hve lága forgjöf þeir höfðu. Helgi og Júlíus Steinþórsson, sem tók einnig þátt í mótinu fyrir Íslands hönd, tóku báðir þátt í B-flokki en Júlíus hafnaði í áttunda sæti. Kylfingar frá Svíþjóð lentu í fyrsta og öðru sæti í A-flokki og Svíar áttu annað sæti í B-flokki á eftir finnsk- um kylfingi. Stefnir á þátttöku í evrópskri mótaröð á næsta ári Helgi missti vinstri fótinn fyrir neðan hné fyrir rúmlega þremur ár- um en fram að því hafði hann ekki spilað golf að ráði. Hann segist hafa byrjað að leika golf fljótlega eftir að hann fatlaðist og nýtti sér þá þjón- ustu og þjálfun sem Golfsamband fatlaðra hefur boðið upp á undanfar- in ár en Helgi sækir enn námskeið á vegum samtakanna. Hann stefnir á að taka þátt í fleiri mótum í fram- haldinu. „Ég hefði mikinn áhuga á að taka þátt í evrópskri mótaröð sem hefst í ágúst á næsta ári í Lyon í Frakklandi.“ Að sögn Helga voru stærstu hóp- arnir á mótinu frá Svíþjóð og Þýska- landi, en um tuttugu kylfingar komu frá hvoru landi. „Svíarnir leggja mikinn metnað í golf fatlaðra, styrkja sína þátttak- endur til fulls og halda úrtökumót heima fyrir þar sem 60-70 kylfingar keppa um sæti í liðinu,“ segir Helgi. Þátttakendum á mótinu var ekki skipt í hópa eftir fötlun og kylfingar með ólík skaðaeinkenni kepptu því í sama hópnum, bæði keppendur sem voru í hjólastól eða höfðu misst út- limi og einn keppandinn á mótinu var blindur. „Það var ótrúlegt að sjá hvernig sumir þarna gátu athafnað sig þrátt fyrir mikla fötlun. Einn þátttakand- inn hafði misst báða handleggina. Hann gat notað stúfana til að halda kylfunni, hallaði sér langt fram og sló eina 200 metra enda náði hann góðum snúningi í líkamanum.“ Helgi segir að þótt aðstaða fatl- aðra til golfiðkunar sé allgóð mætti taka meiri tillit til fatlaðra kylfinga hér á landi. „Ég sjálfur hef fengið þægilegt viðmót hvert sem ég hef farið en það er ekki algilt. Ýmsir hafa fundið fyrir því að lítill áhugi er á að gera eitthvað fyrir fatlaða kylfinga af þeirri ástæðu að þeir muni hvort eð er aldrei verða góðir. Það er leið- inlegt að heyra þetta, því þetta snýst auðvitað ekki um að vinna til verð- launa heldur að vera með og hafa gaman,“ segir Helgi. Þriðja sæti á Evrópu- móti fatlaðra í golfi Hópur Íslands á Evrópumóti fatlaðra kylfinga. Aftari röð frá vinstri: Hörð- ur Barðdal, Óli Sigurjón Barðdal og Guðmundur Blöndal. Fremri röð frá vinstri: Júlíus Steinþórsson, Helgi Sveinsson og Sigurbjörn Theodórsson. Ljósmynd/Hörður Barðdal Keld Schmager t.v. frá danska golfsambandinu afhendir Helga Sveinssyni verðlaun fyrir þriðja sæti á Evrópumóti fatlaðra kylfinga í Danmörku. GOLFSAMTÖK fatlaðra á Íslandi voru stofnuð í nóvember árið 2001. Fram að þeim tíma hafði verið starf- andi nefnd á vegum Golfsambands Ís- lands og Íþróttasambands fatlaðra frá 1995 sem skipulagði árlega golf- mót fyrir fatlaða. Golfsamtök fatlaðra hafa und- anfarin ár staðið fyrir námskeiðum fyrir fatlaða sem vilja spila golf og í vikunni hófst nýjasta námskeiðið á velli golfklúbbsins Odds í Garðabæ. Magnús Birgisson þroskaþjálfi og John Garner, fyrrum landsliðsþjálfari Íslendinga í golfi, hafa séð um þjálfun en Garner hefur tvisvar sinnum verið í úrvalsliði Evrópumanna í Rydercup. Hörður Barðdal, formaður Golf- samtaka fatlaðra, segir að nám- skeiðin hafi mælst vel fyrir. „Við höf- um fengið allt upp í tuttugu þátttakendur á öllum aldri á nám- skeiðin hjá okkur. Nýjasta nám- skeiðið verður á hverju miðvikudags- kvöldi næstu fjórar til fimm vikurnar, aðgangur er ókeypis og skráning fer fram á staðnum,“ segir Hörður sem leggur sérstaka áherslu á að fötluð börn komi og taki þátt. Hann segir að fyrirhugað sé að gera kennslu- myndbönd fyrir fatlaða kylfinga, sem taki fyrir hverja tegund fötlunar og fari í gegnum þær aðferðir sem fatl- aðir beita við golfiðkun. „Við vonumst til þess að mynd- böndin verði til þess að fleiri fái áhuga og taki þátt en í vetur verður boðið upp á námskeið í Sporthúsinu,“ segir Hörður sem hvetur alla fatlaða til að mæta og tekur fram að það sé auðvelt fyrir fatlaða að ná tökum á íþróttinni. „Það kom til mín fötluð stúlka um daginn sem hafði aldrei leikið golf áð- ur. Ég sagði henni að byrja að slá og eftir smástund var hún farin að geta slegið kúluna. Þetta er auðveldara en margir halda,“ segir Hörður. Golfsamtök fatlaðra bjóða upp á námskeið VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MEÐ ÞVÍ að nota tölvur í samskipt- um sjúklings og læknis má ná fram sparnaði í heilbrigðisþjónustu sam- kvæmt erlendum rannsóknum og draga úr innlögnum sjúklinga. Á að- alfundi Læknafélags Íslands sem haldin var um síðustu helgi var sam- þykkt að fela stjórn félagsins að mynda starfshóp sem móta á tillögur um hvernig nýta megi tölvusamband og símtöl á sem hagkvæmastan og öruggastan máta í samskiptum lækna og sjúklinga. Í greinargerð sem fylgdi tillög- unni kemur fram að rannsóknir er- lendis hafi m.a. sýnt að tölvusam- band milli læknis og sjúklinga með langvinna sjúkdóma hafi dregið úr innlögum á sjúkrahús. Þá sýndi önn- ur rannsókn að kostnaður við heil- brigðisþjónustu lækkaði um tæpa fjóra dollara á mánuði á hvern sjúk- ling og að læknar og sjúklingar voru ánægðir með þetta samskiptaform. Í greinargerðinni kemur fram að þrátt fyrir augljósa kosti tölvutækn- innar og netsamskipta, t.d. að báðir aðilar þurfi ekki að hafa lausa stund á sama tíma dagsins, hafi lítil um- ræða farið fram innan læknastéttar- innar um hvort. Víða erlendis er komin reynsla á þetta samskipta- form milli lækna og sjúklinga og í mars 2003 gaf American College of Physicians út stefnuyfirlýsingu varðandi notkun tölvutækni í utan- spítalaþjónustu við sjúklinga og hvernig ætti að greiða þóknun fyrir slíka þjónustu. „Þörf fyrir formleg netsamskipti við sjúklinga er þeim mun brýnni á Íslandi í ljósi þess bið- tíma eftir viðtali við lækni sem víða er í heilsugæslunni og hjá öðrum sérfræðilæknum á stofum eða göngudeildum.“ Móta á tillögur um tölvusamskipti milli sjúklinga og lækna Getur sparað fjármuni í heilbrigðiskerfinu TAP varð af rekstri Norðurljósa sam- skiptafélags hf. og dótturfélaga á fyrri hluta ársins sem nam 398 millj- ónum króna en á sama tímabili í fyrra varð hagnaður af rekstrinum sem nam ríflega 145 milljónum. Skamm- tímaskuldir samstæðunnar voru rúm- lega 1,7 milljörðum króna umfram veltufjármuni í lok júní sl. Hagnaður varð af rekstri Norður- ljósasamstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) og nam hann 181 milljón á fyrstu sex mán- uðunum í ár en var 202 milljónir á sama tímabili í fyrra. Tap fyrir skatta nam 465 milljónum króna samanborið við 206 milljóna króna hagnað í fyrra. Afkoman fyrir skatta versnar því um 670 milljónir og skýrist það að stærstum hluta af fjár- munaliðum samstæðunnar. Tekjur lækka um 5% og gjöld um 4,5% Dótturfélög Norðurljósa eru þrjú: Skífan ehf., Sýn ehf. og Íslenska út- varpsfélagið ehf., sem rekur m.a. Stöð 2 og Bylgjuna. Auk þess er Stjörnu- bíó ehf., dótturfélag Skífunnar, í sam- stæðu Norðurljósa. Rekstrartekjur samstæðunnar námu tæpum 2,4 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins og drógust sam- an um 5% frá fyrra ári. Þar af námu áskriftartekjur rúmum milljarði, lækkuðu um 7%, en auglýsingatekjur voru 472 milljónir, lækkuðu um tæp 6%.Rekstrargjöld samstæðunnar námu alls tæpum 2,2 milljörðum króna og lækkuðu um 4,5% frá sama tímabili í fyrra. Þar af lækkaði beinn útsendingarkostnaður um tæplega 7% og nam 991 milljónum. Töluverð umskipti urðu á fjár- munaliðum samstæðunnar. Fjár- magnsgjöld nema nú 294 milljónum miðað við fjármunatekjur upp á 390 milljónir í fyrra. Veltufé samstæðunnar var nei- kvætt á fyrri hluta ársins um 125 milljónir króna en var jákvætt um 13 milljónir á sama tímabili í fyrra. Kröfur lækkað um 20% frá áramótum Eignir Norðurljósa námu rúmum 8,8 milljörðum króna 30. júní sl. og höfðu dregist saman um rúm 6% frá áramótum. Þar af lækkuðu útistand- andi skammtímakröfur í eigu sam- stæðunnar um 20% frá áramótum en kröfurnar voru skrifaðar niður um 56 milljónir sem er svipuð upphæð og á sama tíma í fyrra. Skuldir Norðurljósa námu samtals rúmum 8,6 milljörðum króna í lok júní og lækkuðu um rúm 2% frá áramót- um. Þar af nema skammtímaskuldir rúmlega 3,2 milljörðum króna og hafa dregist saman um 4,5% frá áramót- um. Eigið fé samstæðunnar var 193 milljónir í júnílok og hefur lækkað um 392 milljónir frá áramótum eða sem nemur tapi Norðurljósa á tímabilinu. Þess má geta að eigið fé dótturfélags- ins, Íslenska útvarpsfélagsins, var neikvætt um 380 milljónir í júnílok, eins og kom fram í frétt um afkomu félagsins í Morgunblaðinu í gær. Einnig kom fram að samanlagt eigið fé ÍÚ og Sýnar hafi verið neikvætt um 461 milljón króna, tap félaganna hafi samtals numið 205 milljónum og sam- anlagðar tekjur þeirra hefðu verið alls 1.550 milljónir króna. Norðurljós tapa 400 milljónum HLUTABRÉF Fjárfestingarfé- lagsins Straums hækkuðu um 6% í gær í rúmlega 113 milljón króna viðskiptum í Kauphöll Íslands. Mest viðskipti voru með bréf Eim- skipafélags Íslands eða fyrir 447 milljónir króna og hækkuðu þau um 3,8%. 294 milljóna króna við- skipti voru með bréf Landsbank- ans en lokaverð þeirra stóð í stað. Á miðvikudag var tilkynnt um að Landsbanki Íslands og eignar- haldsfélagið Samson, sem er stærsti hluthafinn í Landsbankan- um, ættu 33,82% hlut í Fjárfesting- arfélaginu Straumi. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær þá eiga Landsbank- inn og Straumur samanlagt 21,37% hlut í Eimskipafélagi Íslands, 29,9% hlut í SH en félögin eiga einnig samanlagt 10,4% hlut í Ís- landsbanka eins og sést í meðfylgj- andi töflum. Í töflunum er einungis getið um hluta þeirra eigna sem eru eigu félaganna tveggja. Innan Eimskipafélagssamstæðunnar eru þrjár stoðir: Brim, sem er sjáv- arútvegshluti félagsins, Burðarás, sem er fjárfestingarhlutinn og Eimskip, sem er flutningahluti Eimskipafélags Íslands. Hlutafé Landsbankans aukið Í gær staðfesti bankaráð Lands- banka Íslands hækkun hlutafjár bankans um 344.518.275 krónur vegna kaupa bankans á hlutafé í Fjárfestingarfélaginu Straumi á miðvikudag. Sölugengi bréfa Landsbankans var 4,8 í þeim við- skiptum. Jafnframt hefur bankaráð Landsbankans ákveðið að hækka hlutafé bankans um 309.778.103 krónur. Hefur Afl fjárfestingar- félag hf., sem Landsvaki ehf. sér um daglegan rekstur á og Lands- bankinn um vörslu eigna, keypt hlutaféð á genginu 5,10. Eftir kaupin er eignarhlutur Afls í Landsbankanum 5,25%. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands kemur fram að samhliða kaupum Afls var gengið frá samn- ingi um 30 daga kauprétt Lands- bankans á hlutafénu á genginu 5,15. Verði kauprétturinn nýttur mun Landsbankinn miðla viðkom- andi hlutabréfum á almennum hlutabréfamarkaði. Er hlutafé Landsbankans 7,5 milljarður króna að nafnverði eftir breytingarnar, eigið fé rúmir 20 milljarðar og CAD eiginfjárhlutfall ríflega 10%. Straumur hækkar um 6%                                  !"#  $ %& ' (                              )   ! +  ,  -       $ .  /%           

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.