Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 2
EF MIÐAÐ er við hverthámark húsbréfalánsvar árið 1989 þegar hús-bréfakerfið var tekið í
notkun má færa rök fyrir því að
hámarkslán Íbúðalánasjóðs ætti að
vera 13,5 til 17,5 milljónir króna í
dag. Hámark húsbréfalána Íbúða-
lánasjóðs vegna notaðra íbúða er í
dag 8 milljónir króna en vegna
nýrra íbúða 9 milljónir króna.
Hins vegar ber að hafa í huga að
þeir sem eiga rétt á viðbótarlánum
fá oft á tíðum mun hærri lán sem
þá eru samsett af húsbréfaláni og
viðbótarláni, enda getur láns-
fjárhæð þessa hóps orðið 90% af
kaupverði íbúðar.
Átta milljónir 1989
Húsbréfakerfið var tekið í notk-
un árið 1989. Hámarkslán var þá 8
milljónir króna. Upprunaleg hugs-
un kerfisins var að landsmönnum
væri gefinn kostur á aðgengi að
sem hagkvæmastri lánsfjármögnun
til öflunar íbúðahúsnæðis og við-
mið voru á þeim tíma sett að há-
markslán dygði til kaupa á 4–5
herbergja fasteign eða í raun að
meirihluti landsmanna hefði að-
gang að ódýrasta lánsfénu til hús-
næðiskaupa.
Athugun leiðir í ljós að há-
markslán Íbúðalánasjóðs væri í
dag 13,5 milljónir ef það hefði fylgt
lánskjaravísitölu, 14,9 milljónir ef
það hefði fylgt byggingavísitölu,
16,9 milljónir ef það hefði fylgt
verðhækkunum nafnverðs kaup-
samninga á fermetra og 17,5 millj-
ónir ef það hefði fylgt launavísitöl-
unni. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs
og forvera hans hafa því á raun-
verði verið að lækka nær stöðugt
frá upphafi kerfisins og núverandi
lán duga vart nema til kaupa á
tveggja herbergja íbúð.
Fasteignaverð fylgir launaþróun
en ekki þróun hámarkslána Íbúða-
lánasjóðs. Við athugun á þróun
nafnverðs kaupsamninga á fer-
metra frá 1989, eða frá stofnun
húsbréfakerfisins, kemur í ljós að
yfir lengri tíma litið fylgir fer-
metraverðið þróun launavísitölu.
Ekki er hægt að sjá sama sam-
ræmi við skoðun á þróun hámarks-
lána Íbúðalánasjóðs og fast-
eignaverðs. Raunar má ganga svo
langt að álykta að lítil sem engin
fylgni sé þar enda ljóst að aðgang-
ur heimilanna að lánsfé er á fleiri
stöðum, t.d. lífeyrissjóðum og öðr-
um fjármálastofnunum.
Ætti hámarkslán Íbúðalánasjóðs
að vera 13,5–17,5 milljónir í dag?
Markaðurinn
eftir Hall Magnússon,
sérfræðing stefnumótunar og
markaðsmála Íbúðalánasjóðs/
hallur@ils.is
Innbyrðis þróun fasteignaverðs, hámarkslána og launavísitölu 1989—2003.
2 C MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir
Grandavegur - Bílskúr
Vantar allar gerðir eigna á söluskrá
Guðmundur Björn Steinþórsson, löggiltur fasteignasali.
Síðumúla 24, 108 Rvík,
564 6464
hof@hofid.is - www.hofid.is
Glæsileg 116 fm íbúð á efstu hæð í nýl.
fjöleignarhúsi. Íb. er að hluta til á tveimur
hæðum. Rúmgóð stofa og borðstofa, eld-
hús með útskotsglugga, stórt baðherb.,
stórt svefnherb. og þvottahús. Á efri palli
er alrými með herb. innaf. Vandaðar inn-
réttingar og gólfefni. Áhv. byggsj. 5,8
millj. og lífsj. 4,6 millj. Verð 17,9 millj.
Vesturberg - Laus
Vel skipulögð 2ja herb. íbúð á 3. hæð í
4ra hæða fjöleignarhúsi. Rúmgóð stofa
með eikarparketi, vestursvalir með góðu
útsýni, þvottahús innaf eldhúsi. Áhv. 7,4
millj. 5,4 millj. og 2,0 millj. viðbótarlán.
Verð 8,9 millj.
Hólar - Laus
Góð 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í nýlega
klæddu lyftuhúsi. Tvö rúmgóð svefnher-
bergi. Björt stofa með yfirbyggðum vest-
ursvölum. Sameiginlegur frystiklefi og
þvottahús með tækjum. Kjörin íbúð fyrir
aðlila sem á kost á 90% láni. Verð 9,8
millj.
Engihjalli - Útsýni
3ja herbergja 90 fm íbúð á 3. hæð í lyftu-
húsi. Vel skipulögð stór stofa og gott
sjónvarpshol, tvennar svalir, frábært út-
sýni. Þvottahús á hæðinni fyrir 3 íbúðir.
Áhv. húsbréf 4,2 millj. Verð 10,8 millj.
Laus 1. október nk.
Gvendargeisli 2-12
Glæsilegar 2-4ra herbergja íbúðir, 90-118
fm, með sérinngangi ásamt stæði í bíla-
geymslu. Skilast tilbúnar til innréttinga
eða fullbúnar án gólfefna. Verðlauna-
hönnum. Íbúðirnar eru til afhendingar í
janúar nk.
Gvendargeisli
Sérstaklega vel skipulagt einbýlishús á
einni hæð ásamt innbyggðum bílskúr, alls
206 fm. Húsið afhendist fullbúið að utan
með tyrfðri lóð, fokhelt að innan. Fjögur
svefnherbergi. Stutt í afhendingu. Verð
18,2 millj.
Penthouse
- 201 Kópavogur
„Penthouse“ -
201 Kópavogur
Stórglæsileg 190 fm íbúð á efstu hæð í
lyftuhúsi ásamt tveimur stæðum í bíla-
geymslu. Stórar og góðar stofur, þrjú
sérstaklega stór svefnherbergi, glæsilegt
baðherbergi með sturtuklefa og hornkari.
Aðeins tvær íbúðir á hæðinni. Vandaðar
innréttingar og gólfefni. Frábært útsýni.
Áhv. húsbréf 9 millj.
Efnisyfirlit
Ásbyrgi ........................................... 9
Berg .............................................. 33
Bifröst ............................................ 8
Borgir ......................................... 6—7
Búmenn ........................................ 34
Eignaborg ..................................... 14
Eignalistinn ................................. 15
Eignamiðlun .......................... 12—13
Eignaval .................................... 4—5
Fasteign.is .......................... 28—29
Fasteignamarkaðurinn ....... 10—11
Fasteignamiðlunin ...................... 11
Fasteignamiðstöðin ................... 14
Fasteignasala Mosfellsbæjar .. 16
Fasteignasala Íslands .............. 29
Fasteignastofan ........................... 3
Fasteignaþing ............................. 32
Fjárfesting .................................. 34
Fold ............................................... 47
Foss .............................................. 46
Garður ........................................... 41
Garðatorg .................................... 39
Gimli ............................................. 35
Heimili .......................................... 20
Híbýli ............................................ 38
Hof ................................................... 2
Hóll ....................................... 22—23
Hraunhamar ....................... 24—25
Húsakaup ...................................... 31
Húsavík ........................................ 36
Húsið ............................................ 30
Höfði ....................................... 18—19
Kjöreign ....................................... 37
Lundur ................................. 44—45
Lyngvík ........................................ 48
Miðborg ................................ 40—41
Remax ........................................... 21
Skeifan .......................................... 17
Smárinn ....................................... 30
Stakfell ........................................ 27
Valhöll .................................. 42—43
Xhús ................................................ 9
Kópavogur — Hjá Lyngvík er nú til
sölu gott íbúðarhús í Holtagerði 62 í
Kópavogi. Um er að ræða 280 ferm.
hús sem skiptist niður í 141,5 ferm.
sérhæð ásamt um 60 ferm. ósam-
þykktri 2ja–3ja herb. íbúð og sam-
þykktri um 60 ferm. 3ja herb. íbúð. Í
íbúðunum er allt sér.
A aðalhæð er komið inn í flísalagða
forstofu með fatahengi, lítilli geymslu
og gestasalerni, en síðan tekur við
parketlagt hol og parketlögð stofa
með útgengi á vesturverönd.
Svefnherbergin eru tvö og parket-
lögð, en þar var áður borðstofa og
auðvelt að opna á ný og gera aftur að
borðstofu. Eldhúsið er dúklagt og
með borðkrók, en þvottahús er inn af
eldhúsi.
Frá holi eru sjö tröppur upp á
svefnhergisgang, en þar eru tvö dúk-
lögð svefnherbergi með fataskápum,
dúklagt baðherbergi með kari og flís-
um á veggjum. Hjónaherbergi er
dúklagt og með fataskáp. Ásett verð
á þessa íbúð er 14,9 millj. kr.
Önnur samþykkt íbúð er í húsinu
samkv. framansögðu. Komið er inn í
flísalagða forstofu. Hol og stofa eru
parketlögð. Svefnherbergin eru tvö
og parketlögð og annað með fata-
skáp. Baðherbergi er flísalagt og með
innréttingu og inn af er flísalagt
þvottaherbergi með sturtuaðstöðu.
Ásett verð á þessa íbúð er 7,9 millj.
kr.
Þriðja íbúðin er ósamþykkt. Komið
er inn í flísalagða forstofu. Baðher-
bergið er rúmgott og flísalagt með
sturtuklefa og þvottaaðstöðu inn af.
Hol er teppalagt og með fatahengi.
Einnig er góð geymsla, rúmgott
gluggalaust herbergi, teppalögð
stofa, dúklagt gott eldhús með borð-
krók og dúklagt svefnherbergi með
fataskáp. Ásett verð á þessa íbúð er 6
millj. kr. en samtals er ásett verð fyr-
ir allt húsið 28,8 millj. kr.
Um er að ræða 280 ferm. hús, sem skiptist niður í 141,5 ferm. sérhæð ásamt um 60 ferm. ósamþykktri 2ja—3ja herb.
íbúð og samþykktri um 60 ferm. 3ja herb. íbúð. Í íbúðunum er allt sér. Íbúðirnar seljast ýmist hver fyrir sig eða allt húsið í
einu lagi og þá er ásett verð 28,8 millj. kr.
Holtagerði 62