Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist gera sér vonir um að það skýrist í dag eða á morgun hvort samkomulag náist í deilu um stækkun Evrópska efnahagssvæðisins, en kröfur sem Liechtenstein hefur sett fram á hendur Tékkum og Slóvökum hafa komið í veg fyrir að EFTA-ríkin og Evrópusambandið hafa getað skrifað undir samninga um stækkun EES-svæðins. „Það getur ekki dregist lengur að finna lausn á þessu máli. Tíminn er í reynd runninn frá okkur,“ sagði Hall- dór í samtali við Morgunblaðið í gær. Halldór sagðist hafa átt samtöl við utanríkisráðherra Noregs og Liech- tenstein í gær um þetta mál. Menn væru að leita að lausn en hún væri ekki enn fundin. Halldór sagði að Ítalir, sem nú fara með formennsku í Evrópusamband- inu, og fram- kvæmdastjórn ESB væru einnig að reyna að leysa málið. Hann sagðist vonast eftir að þessi vinna skilaði ár- angri og deilan leystist. Norskir fjölmiðlar hafa talsvert fjallað um þetta mál og segja að mik- illar óþolinmæði gæti hjá Íslandi og Noregi. Ýjað er að þeirri lausn að Ís- lendingar og Norðmenn skrifi undir stækkun EES-samningsins og skilji Liechtenstein eftir. Halldór Ásgríms- son sagði við Morgunblaðið í gær að þetta væri engin lausn. EFTA-ríkin yrðu að ná samkomulagi til að hægt væri að stækka EES með sama hætti og ríkin sem mynda Evrópusamband- ið yrðu einnig að ná samkomulagi um stækkun. Halldór mun í dag ræða þessi mál áfram við Jan Petersen, utanríkisráð- herra Noregs, á þingi Norðurlanda- ráðs. Halldór sagðist vonast eftir lausn í dag eða á morgun. Utanríkisráðherra um stækkun EES Getur ekki dregist lengur að finna lausn Halldór Ásgrímsson KENNARASAMBAND Íslands og Félag fram- haldsskólakennara sendu Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra í gær sameiginlega umsögn um tillögur verkefnisstjórnar ráðherra um stytt- ingu námstíma til stúdentsprófs. Er ráðherra hvattur til að falla frá tillögunum en ráðast fremur í gerð langtímaáætlunar í menntamálum með tímasettum áföngum. Forráðamenn samtakanna telja að skoða verði skólakerfið í heild þegar stytt- ing er til umræðu. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, og Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Fé- lags framhaldsskólakennara, skrifa undir bréf til ráðherra. Fylgja því tillögur samtakanna um að- gerðaáætlun í grunnskólum og framhaldsskólum og um kennaramenntun og fjármál. Eiríkur segir kennara vilja taka þátt í þessari breytingu en ekki á þann hátt sem menntamálaráðherra hafi kynnt og fremur eigi að líta til allra skólastiga en ekki aðeins huga að styttingu framhaldsskólanáms. Elna Katrín Jónsdóttir segir félögin ekki hafna umræðu um hugsanlegar breytingar, ekki sé úti- lokað að þær geti verið hagkvæmar, en hún telji aðferðir ráðherra dálítið forpokaðar og gam- aldags. Þau telja að víðtæk samstaða sé um þessa afstöðu meðal kennara á öllum skólastigum, leik- skóla, grunnskóla og framhaldsskóla og undir það tóku Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjóra- félags Íslands og Sesselja G. Sigurðardóttir, vara- formaður Félags grunnskólakennara, sem einnig voru á fundinum. Segja málið ekki þurfa að tefjast Elna Katrín segir samtökin ekki telja það vera til hagsbóta að leggja til niðurskurð náms á fram- haldsskólastigi. Hún segir ákveðnar tillögur lagð- ar fram varðandi endurskoðun og samræmingu á námsmarkmiðum 9. og 10. bekkjar grunnskóla og í framhaldsskóla og að taka þurfi á stærri vanda í skólakerfinu sem sé fall á samræmdum prófum 10. bekkjar grunnskóla og brottfall nemenda á fyrstu stigum framhaldsskólanáms. Sú áætlun þurfi ekki að tefja málið og breytingin geti komið til framkvæmda 2007, á sama tíma og tillaga ráð- herra geri ráð fyrir. Meginniðurstaða samtaka kennara er að í stað skýrslu og tillögu um einhliða niðurskurð í námi í framhaldsskóla beri að leggja til grundvallar í umfjöllun um málið heildarskýrslu um samanburð á námi milli Íslands og valinna samanburð- arlanda. Nauðsynlegt sé að setja fram heildstæða áætlun um hvernig þörfum nemendahópsins frá unglingastigi grunnskóla og til loka framhalds- skóla verði best þjónað. „Í því skyni þarf að mati kennarasamtakanna m.a. að setja fram ákveðnar tillögur um endurskoðun á innra starfi, gera ráð- stafanir til að draga úr brottfalli og sérstaka áætl- un um að fjölga til muna þeim sem standast próf við lok 10. bekkjar grunnskóla og þeim sem út- skrifast með lokapróf úr framhaldsskóla,“ segir einnig í bréfinu til menntamálaráðherra. Þá minna samtökin á markmið skólastefnu frá árinu 1998, „Þeirra réttur okkar skylda“ og segja sárafá markmið hennar hafa komist til fram- kvæmda, m.a. þau er miði að því að sporna við brottfalli með markvissum aðgerðum og efla fjöl- breytni í námi. Meðal tillagna kennarasamtakanna varðandi grunnskólann er að endurskoða námsmat í efstu bekkjunum og að útgönguleiðum verði fjölgað til að gera nemendum í 9. bekk sem hafa til þess for- sendur kleift að hefja fyrr nám í framhaldsskóla. Þá er lagt til að efld verði námsefnisgerð í fag- greinum efstu bekkja grunnskóla sem taki mið af meiri tilfærslum til náms milli skólastiga og ald- urshópa og náms- og starfsráðgjöf verði efld. Fjölgað verði skilgreindum námsleiðum í fram- haldsskólum, námsmat endurskoðað og að náms- efnisgerð verði efld sem taki mið af aukinni sér- hæfingu í námi og fjölbreyttari námsleiðum. Samtök kennara ósátt við styttingu framhaldsskólanáms Skoða ber skólakerfið í heild Morgunblaðið/Jim Smart Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Eríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, kynntu tillögur samtaka kennara sem sendar voru menntamálaráðherra í gær. BÚIÐ er að kyrrsetja kjöt- birgðir fyrirtækisins Ferskra afurða á Hvammstanga. Bún- aðarbankinn fór fram á kyrr- setningu og féllst sýslumaður á Blönduósi á beiðnina. Í gær var unnið að því að telja kjötbirgðir fyrirtækisins á Hvammstanga og Búðardal. Niðurstaða lá hins vegar ekki fyrir í gærkvöldi. Héraðsdómur Norðurlands vestra hafnaði í síðustu viku beiðni Ferskra afurða um áframhaldandi greiðslustöðv- un. Í framhaldi af því fór Bún- aðarbankinn fram á gjaldþrot fyrirtækisins. Afurðir kyrrsettar ÁRANGURSLAUSUM sáttafundi í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Tækniþjónustunnar á Keflavíkur- flugvelli ehf. lauk í fyrrinótt með því að Þórir Einarsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu. Að til- mælum hans frestuðu deiluaðilar boðuðu verkfalli sem átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi til mánudags- ins 10. nóvember kl. 24. Kristján Kristinsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki geta upplýst um efni miðlunartillögunn- ar. Hann sagðist vera sáttur við inni- hald hennar og myndi leggja til við félaga sína að samþykkja hana þeg- ar hún yrði kynnt. Var Kristján bjartsýnn á að tillagan yrði sam- þykkt í atkvæðagreiðslu. „Ég hef frá upphafi sagt að ég væri bjartsýnn á að þessi deila leystist,“ sagði Krist- ján. Að sögn Þóris Einarssonar ríkis- sáttasemjara hafði staðan í kjara- deilunni verið mjög erfið um skeið og stíf fundahöld verið alla helgina. Vonaðist hann til að miðlunartillag- an yrði til að leysa deiluna. Póstatkvæðagreiðsla um tillögu sáttasemjara Atkvæði um miðlunartillöguna verða greidd með leynilegri al- mennri póstatkvæðagreiðslu sem á að vera lokið kl. 17 fimmtudaginn 6. nóvember. Verða atkvæði þá talin á skrifstofu ríkissáttasemjara. 128 flugvirkjar eru á kjörskrá í atkvæða- greiðslunni. Formaður samninga- nefndar flugvirkja um miðlunartillöguna Bjartsýnn á að tillag- an verði samþykkt HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum í fyrra, og allt aftur til ársins 1997 gegn einni þeirra sem er dótturdóttur ákærða. Stúlkurnar voru á aldrinum 7 til 13 ára þegar brotin áttu sér stað. Brot ákærða gegn dótturdóttur hans voru að mati dómsins alvarleg og beindust gegn veigamiklum hags- munum. Með þeim braut ákærði freklega gegn friðhelgi stúlkunnar allt frá barnsaldri. Þá voru flest brotin framin inni á heimili stúlkunn- ar eða á heimili ákærða þegar stúlk- an dvaldi í skjóli hans. Með því brást hann trausti hennar og móður henn- ar. Ákærði átti sér engar málsbætur og var hæfileg refsing ákveðin tvö ár óskilorðsbundið. Ákærði neitaði sakargiftum að því er varðaði tvær stúlknanna en neit- aði ekki sök afdráttarlaust hvað dótturdóttur sína varðaði. Auk fangelsisrefsingarinnar var ákærði dæmdur til að greiða stúlk- unum 950 þúsund krónur í skaða- bætur, þar af dótturdóttur sinni 600 þúsund krónur. Málið var dæmt af Ragnheiði Thorlacius settum héraðsdómara og dómsformanni, Ingveldi Einarsdótt- ur settum dómstjóra og Valtý Sig- urðssyni héraðsdómara. Verjandi ákærða var Sigurður Sveinsson hdl. Málið sótti Ragnheiður Harðardótt- ir, saksóknari hjá ríkissaksóknara. 2 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum JEPPABIFREIÐ með hestakerru sem var á ferðinni í fyrrakvöld við bæinn Beinakeldu í Austur-Húna- vatnssýslu, fékk á sig sviptivind með þeim afleiðingum að kerran fauk á hliðina og folald sem í henni var drapst. Litlar skemmdir urðu á bílnum en kerran er illa farin. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar á Blönduósi var vitlaust veður í fyrrakvöld nán- ast um leið og komið var upp úr Blönduósbæ á leið vestur. Þá gaf vegkantur sig undan flutn- ingabíl í Norðurárdal í Borgarfirði í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að slinkur kom á bílinn og tengivagn valt. Verið var að flytja liðlega fimm þúsund kjúklinga í sláturhús og fór hluti búranna út af vagni og bíl og drápust nokkrir kjúklingar. Folald drapst þegar kerra fauk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.