Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM ÞÓRUNN Valdimarsdóttir sagn- fræðingur skrifaði nú nýverið athygl- isverða grein um kirkju og kristni í Morgunblaðið. Hún segir í upphafi grein- arinnar stuttlega frá starfi sínu. Hún sé um þessar mundir á styrk frá Kristnihá- tíðarsjóði við að skrifa um þjóð- skáldið Matthías Jochums-son og hafi á sínum tíma tekið þátt í samningu Kristnisögu Íslands. þar skrifaði hún um tímabilið 1830 til 1910 sem hafi verið „ótrúlega róttækt“. Róttæknin virðist fyrst og fremst hafa falist í því að landinn hafi gengið frjálslyndu guðfræðinni á hönd. Gáfufólk á þess- um tíma hafi átt erfitt með að kyngja gömlu kirkju-kreddunum og skar því það „utan af kristninni sem stríddi gegn skynseminni“. það vildi ekki tala um það sem fólki fannst „óþægi- legt og óvísinda-legt að heyra. „Hinir dýrðlegu tímar sem þá fóru í hönd einkenndust af spíritisma. Hægt var að ná „ótrúlegum hæðum“ gegnum sköpunarverkið eitt og sér svo engin þörf var á Kristi og þeim krafta- verkum sem hann er sagður hafa ástundað. Þórunn hefur mikinn áhuga á trúarheilastöðvum okkar sem stað- settar eru í „gagnaugum okkar“ og virðist vera algildur mælikvarði á trúararfinn að hennar mati. Þjóð- kirkjan virkjar þó ekki þessar heila- stöðvar sem skyldi. „Maður situr í kirkju kominn í góða vímu“ og þá allt í einu er presturinn farinn að tala um upprisu holdsins. Kirkjuferðin er ónýt eftir þetta, „trúarglitið“ hrunið af Þórunni, þó svo að sálmur eftir Matta gamla hafi bætt þar aðeins úr skák. Hér höfum við athyglisverðar pæl- ingar manneskju sem virðist ekki vera vön hinu trúarlega hjali prest- anna. En þetta var nú aðeins inn- gangurinn. Aðalerindi Þórunnar er að leggja sitt af mörkum í um- ræðunni um samband ríkis og kirkju. Sú umræða hefur upp á síðkastið ein- kennst af ósk manna um að skilja á milli ríki og kirkju og afnema forrétt- indi þjóðkirkjunnar. En Þórunn er á allt öðru máli. Hún vill sem mest tengsl kirkju og þjóðar. Þjóðkirkjan er kirkja þjóðarinnar allrar. Hún fel- ur í sér allar trúarhugmyndir lands- manna sem einkennist af fjölhyggju, „draugatrú, rúnaspá, andatrú, anda- lækn[um], stjörnuspeki“ og öllu því öðru sem hjálpar fólki „við að lifa.“ Hún telur því að lögin frá árinu 1997 um aðskilnað ríkis og kirkju séu af hinu illa. Að vísu telur hún kaþólsku kirkjuna eiga tilkall til allra þeirra jarðeigna sem lúterska kirkjan telur sig eiga - og harmar það mjög að við séum ekki lengur kaþólsk. Kaþólska kirkjan eigi auðvitað að fá allar jarðir þjóðkirkjunnar og þar með fengjum við að „tilbiðja móður Guðs í miklu stærra húsi og á fögrum jörðum.“ Þórunn virðist ennfremur vera föst í tíma aldamótanna fyrir hundrað ár- um. Fyrir henni er hið kirkju-lega samfélag í dag of danskt. Hún nefnir sem dæmi tal kirkjunnar um upprisu holdsins. Ef mig misminnir ekki þá stóð Sigurbjörn Einarsson biskup fyrir því, einhvern tímann á seinni hluta tuttugustu aldar, að breyta þýð- ingu postullegu trúar-játningarinnar. Í stað þess að tala um upprisu holds- ins er nú talað um upprisu mannsins - og því játar hver kristinn rómur í kirkjum landsins í dag. Þórunn gleymir þessu í ákafa sín- um að koma höggi á KFUM- og K fólk og fullyrðir að kirkjan í dag sé stjórnuð af þessum öflum. Yfirstjórn kirkjunnar boði trú sem þjóðin ekki skilur. Trú þjóðarinnar einkennist hins vegar af „andatrú, bollaspá, draugatrú, stjörnuspeki, rúnaspil[i], fuglaspá[m]“, andalækningum og öðru nýaldarkukli. Hin ævaforna „sefjun“ kirkjunnar „á Krist sem guð en ekki á manninn Jesú með Guð í sér“ valdi kirkjufælni fólks í dag. fiessi forni boðskapur kirkjunnar sé í hróplegu ósamræmi við uppgötvanir nútíma vísinda, þ.e. „nýfundnar heila- stöðvar trúarinnar í gagnaugum okk- ar“. Niðurstaða vísinda nútímans sé sú að við höfum „líffræðilega þörf fyr- ir að eiga góð trúarbrögð.“ Já, mikill er máttur nútíma vísinda. Samt verð ég að viðurkenna að ég kannast ekki við þær vísindakenn- ingar sem Þórunn er að boða. Kannski er þær einhvers konar stjörnuspeki enda er hægt, að mati hennar, að vera góður stjörnuspek- ingur og jafnframt elska sinn trú- ararf. Hluti af þessum trúararfi sé að leita til andalækna í nauð. Ég vil þó að lokum taka undir með fiórunni um að það sé erfitt að vera sagnfræðingur, einkum ef hann er með flensu. Þá er hætt við að maður „blandi“ saman of miklu, geri t.d. Guð að mannlegri óskhyggju. Munum að- eins eitt sem haft er eftir honum: „Mínir vegir eru ekki yðar vegir, mín- ar hugsanir eru ekki yðar hugsanir.“ Hin langþráða umræða Eftir Torfa K. Stefánsson Hjaltalín Höfundur er guðfræðingur. AFTUR hefur Hæstiréttur fellt dóm í máli, sem öryrkjar hafa höfðað gegn ríkisvaldinu og aftur hefur Hæstiréttur úrskurðað að lög sem sett voru til að skerða greiðslur til öryrkja voru ekki í samræmi við stjórnarskrá og dæmt ríkið til að endurgreiða öryrkjum það sem ranglega var af þeim tekið, en ekki nema að hluta til því allt sem eldra var en fjögurra ára var fyrnt. Ríkið sleppur við að endurgreiða mikið af vanreiknuðum bótum. Þessi dómur nær að sjálfsögðu til ellilífeyrisþega a.m.k. hluta þeirra því skv. lögum verður öryrki ellilíf- eyrisþegi við 67 ára aldur. Dómur þessi fjallaði um skerðingar á bótagreiðslum vegna tekna maka og var sá hluti laganna sem fjallaði um afturvirkni þeirra talinn stangast á við stjórnarskrána. Öryrkjar og aldraðir hafa um árabil barist fyrir og krafist að rétt- mætar greiðslur til þeirra frá Almannatryggingum komi til þeirra óskertar, því þetta eru trygginar og þeir sem eiga rétt á bótum úr tryggingunum eiga að fá þær óskertar. Það er hróplegt óréttlæti að einstaklingur, skuli tapa sínum réttmætu bótum frá Tryggingastofnun, hvort sem hann er öryrki eða ellilífeyrisþegi, vegna tekna maka. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum ríkisstjórnar og alþingismanna við niðurstöðu dómsins. Stjórn og stjórnarsinnar tala um að nú þurfi að greiða hundruð milljóna eða á annan milljarð króna til hátekjumanna og er ekki annað að heyra en að þeir telji að allir örykjar eða aldraðir eigi ekki annað en hátekjufólk fyrir maka. Það er greinilegt að þetta fólk sem þannig talar hefur ekki hugmynd um hvað þorri aldraðra og öryrkja þarf að búa við, þetta fólk þekkir ekki hvað mikill aukakostnaður fylgir því að vera öryrki eða aldraður, kostnaður vegna lækna- og lyfja o.fl. Ríkisstjórn og stjórnarliðum svíður það að geta ekki að eigin geð- þótta skert laun til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna launa maka og virðast ekki skilja að öryrkjar og ellilíeyrisþegar eiga fullan rétt á óskertum bótum og benda má á að ellilífeyrisþegar eru búnir að greiða í þessar eftirlaunatryggingar sínar hjá almannatryggingum allt sitt líf og eiga því þessa peninga inni og öryrkjar eiga sama rétt til fram- færslu. Allt tal stjórnarliða um að þessar endurgreiðslur til öryrkja séu til hátekjufólks er eintómt rugl því mikill fjöldi þeirra er með laun um og rétt yfir sultarlaunum. Þeir sem ekkert fá eru ennþá neðar í tekju- skalanum. Stjórnarliðar segjast bera hag hinna lægst launuðu fyrir brjósti og þess vegna séu þeir andvígir þessum greiðslum, sem nú þarf að skila, því þeir vilji jöfnuð, en ekki er það neitt í samræmi við mál- flutning þeirra í sambandi við fjálög, en þar boða þeir lækkun og nið- urfellingu hátekjuskatts, en aðrir skattar eru ekki í umræðunni um lækkun, aftur á móti er boðuð hækkun á bensínskatti, sem kemur sér illa fyrir öryrkja og aldraða, sem margir verða að hafa bíl til að kom- ast á milli staða. Það er ekki umhyggja fyrir öldruðum og öryrkjum sem ræður hjá stjórnarliðum því ef svo væri þyrfti ekki aftur og aftur að reka mál fyrir dómstólum vegna brota á mannréttindum þessara hópa. Öryrkjar og aldraðir eftir dóminn Eftir Karl Gústaf Ásgrímsson Höfundur er form. Félags eldri borgara í Kópavogi.  Steypusögun  Vegg- og gólfsögun  Múrbrot  Vikursögun  Malbikssögun  Kjarnaborun  Loftræsi- og lagnagöt  Hreinlæti og snyrtimennska í umgengni BT-sögun Sími 567 7544 Gsm 892 7544
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.