Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA ríkið hafnaði tillögu Mannréttinda- dómstóls Evrópu að sáttum í máli sem fyrrverandi sjómaður hefur vísað þangað vegna lífeyrisréttar. Nú er beðið ákvörðunar dómstólsins um það hvort málflutningur verður munnlegur eða skriflegur og hvenær hann fer fram. Sjómaðurinn slasaðist alvarlega á fæti um borð í togara síðla árs 1978 og varð að hætta sjómennsku eftir það. Var hann metinn með 100% örorku til sjómannsstarfa og 25% varanlega almenna ör- orku. Naut hann örorkubóta og barnalífeyris úr Lífeyrissjóði sjómanna frá árinu 1979 og fram á mitt ár 1997. Vegna breytinga á lögum sjóðsins sem voru tilkomnar vegna erfiðleika í rekstri hans, féllu greiðslur til mannsins alfarið niður þar sem meðal breytinganna var að almenn örorka yrði að vera 35% eða meiri til að sjóðfélagi ætti rétt á lífeyri. Sjómaðurinn fyrrverandi sætti sig ekki við þetta og höfðaði mál á hendur Lífeyrissjóði sjó- manna og ríkinu. Taldi hann að með lagabreyting- unum hefði verið brotið gegn eignarréttarákvæð- um og jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmálans. Jafnframt taldi hann að áunninn lífeyrisréttur nyti verndar 72. greinar stjórnarskrárinnar. Hann tapaði málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti og leitaði eftir það, í maí árið 2000, til Mannréttindadóm- stóls Evrópu í Strassborg. Ríkið vill fá rökstuddan efnislegan dóm Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu snemma á þessu ári að málið væri tækt til efnis- legrar meðferðar, taldi að skoða ætti hvort brot hefði átt sér stað á 1. grein 1. viðauka við mann- réttindasáttmála Evrópu varðandi eignarrétt og 14. grein sáttmálans um mismunun. Snemma í vor óskaði dómstóllinn eftir afstöðu sjómannsins og ríkisins til sáttaleiðar og voru báðir aðilar sam- mála því að hún yrði reynd. Lögmaður sjómanns- ins fyrrverandi skilaði inn kröfugerð í samræmi við fyrirmæli dómstólsins en ríkið hafnaði sáttum á þeim grundvelli sem Mannréttindadómstóllinn lagði fyrir fulltrúa þess. Björg Thorarensen, um- boðsmaður ríkisins fyrir Mannréttindadómstóln- um, segir að málið snúist um heimildir löggjafans til að skipa lífeyrismálum og fulltrúar ríkisins telji mikilvægt að fá rökstuddan efnislegan dóm í því. Segir Björg að ríkið hafi skilað greinargerð um málið til Mannréttindadómstólsins í sumar og hafi verið óskað eftir munnlegum málflutningi. Ekki hafi borist svör við því. Lilja Jónasdóttir hrl., lög- maður sjómannsins, segist hafa óskað eftir því að fá greinargerð ríkisins til umsagnar. Vonast hún til að á næstunni verði ákveðið hvort málflutn- ingur verði munnlegur eða skriflegur og hvenær hann fari fram. Hefur öryrkjadómur áhrif? Í Lögum og rétti sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag nefnir Páll Þórhallsson lög- fræðingur mál sjómannsins í tengslum við umfjöll- un um nýfallinn dóm Hæstaréttar í öryrkjamálinu og segir að mismunandi meðhöndlun Hæstaréttar á þessum málum veki athygli. Hæstiréttur hafi fjórum árum áður en hann felldi síðari öryrkja- dóminn talið skerðingu örorkulífeyris standast gagnvart eignarréttarákvæði stjórnarskrár þótt hún væri afturvirk í þeim skilningi að réttindi voru afnumin. Lilja Jónasdóttir telur að dómsniður- staða Hæstaréttar í öryrkjamálinu styrki málstað umbjóðanda hennar. Björg Thorarensen álítur að þetta séu ósam- bærileg mál. Ekki hafi verið um það deilt í sjó- mannsmálinu að verið væri að skerða eignarrétt. Málið snúist um það hvort breytingin hafi verið nógu almenn og hlutlæg til þess að hún stæðist. Í seinna öryrkjamálinu hafi verið vafi um hvort það hafi stofnast eignarréttindi yfirleitt við fyrri dóm- inn. Þá hafi orðið til kröfuréttindi sem Hæstirétt- ur hafi talið að öryrkjar hafi verið sviptir. Beðið eftir ákvörðun um hvenær málflutningur um lífeyrisréttindi fyrrverandi sjómanns fer fram fyrir Mannréttindadómstól Evrópu Ríkið hafnaði sátta- tillögu dómstólsins ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sagði í bréfi til Anfinn Kallsbergs, lög- manns Færeyja, um miðjan sept- ember sl. að danska ríkisstjórnin væri hlynnt styrkari stöðu Fær- eyinga og Grænlendinga á alþjóð- legum vettvangi. Hún mætti þó ekki brjóta í bága við dönsku stjórnarskrána. Bréf Rasmussens er svar við ósk Færeyinga um að þeir fái fullgilda aðild að Norður- landaráði og Norrænu ráðherra- nefndinni. Í svarbréfi sínu segir Rasmussen að danska ríkisstjórnin muni styðja ósk Færeyinga um að „styrkja stöðu Færeyja í hinu norræna samstarfi,“ eins og það er orðað. Færeyjar geti á hinn bóginn ekki gerst aðilar að Helsingfors-sátt- málanum, stofnsáttmála Norður- landaráðs, vegna þess að það brjóti í bága við dönsku stjórnarskrána. Hafna tillögum Rasmussens Rasmussen segist þó hafa góða lausn á þessu máli. Hún felist í því að Norðurlöndin fimm, sem eiga fullgilda aðilda að ráðinu, undirriti pólitískan sáttmála, ásamt Færey- ingum og Grænlendingum, óski þeir þess, um bætta stöðu Fær- eyinga og Grænlendinga í norrænu samstarfi. Færeyingar hafa svarað dönsku ríkisstjórninni og hafnað þessum tillögum Rasmussens. Umsókn Færeyinga um fullgilda aðild að Norðurlandaráði verður m.a. rædd á fundi samstarfsráðherra Norður- landanna á morgun. Anders Fogh Rasmussen um fullgilda aðild Færeyinga Segir fulla aðild brjóta í bága við stjórnarskrána DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, deildu á íslensku á þingi Norðurlandaráðs í gær, eft- ir að Davíð hafði lokið við að kynna formennskuáætlun Íslendinga. Gagnrýndi Steingrímur Davíð fyrir að hafa ekki minnst á ósk Fær- eyinga um fullgilda aðild að ráðinu í ræðu sinni. Frá þessu er greint á heimasíðu Norðurlandaráðs. „Við bjóðum Eystrasaltsríkjun- um aðild að Norræna fjárfestinga- bankanum og því ættum við að taka tillit til óska Færeyinga um að fá fulla aðild að Norðurlandaráði,“ sagði Steingrímur. Davíð svaraði því til að sér fyndist ekki viðeig- andi að þingmenn skömmuðu hver annan á móðurmáli sínu við opnun Norðurlandaráðsþings. Þá sagði hann að umrædd umsókn Færeyja væri innanríkismál í Danmörku. Hún stríddi gegn dönsku stjórn- arskránni. Inge Lønning, forseti Norður- landaráðs, sagði eftir þessa snerru að ef menn ætluðu að rífast ættu þeir að gera það á eigin tungumáli. „Ef einhverjir í Norðurlandaráði óttuðust að Vestur-Norðurlönd fengju ekki athygli á þessu þingi er alveg öruggt að þeir geta andað léttar eftir þessi orðaskipti,“ sagði hann. Deildu um umsókn Færeyinga Í ANNAÐ sinn er nú hafin borun eftir jarðgufu á Þeistareykjum. Það eru Jarðboranir hf. sem annast verkið með bornum Sleipni en verkkaupi er Þeista- reykir ehf. Í fyrra var boruð fyrsta gufuholan á svæð- inu og eru afköst hennar góð, svo sem vænst var. Nýja holan er boruð um 1 km frá hinni fyrri og er vestan undir Bæjarfjalli. Sleipnir var kominn á um 260 m dýpi á sunnudag- inn og var verið að undirbúa að steypa í leka sem komið hafði fram í holunni. Mikilvægt er að vel takist að þétta efstu berglög vegna hugsanlegs yfirþrýst- ings. Yfirþrýstingur kom í holuna sem boruð var í fyrra í efstu berglögum og hafa menn því allan vara á sér nú. Gert er ráð fyrir að holan verði 2000 metra djúp. Gangi allt að vonum verður borun lokið seint í nóvember. Morgunblaðið/BFH Borun á Þeistareykjum Mývatnssveit. Morgunblaðið. GJALDSKRÁR opinberra hita- veitna í landinu eru háðar staðfest- ingu iðnaðarráðuneytisins. Þetta kemur fram á vef Orkustofnunar og þar er bent á, í tilefni fjölmiðlaum- ræðu undanfarið um húshitunar- kostnað íslenskra heimila, að gjald- skrár Hitaveitu Ólafsfjarðar og Hitaveitu Reykjahlíðar hafi ekki verið staðfestar af ráðuneytinu. Þar segir að samkvæmt staðfestri gjaldskrá væri árlegur húshitunar- kostnaður á Ólafsfirði tæplega 47 þúsund krónur í stað rúmlega 65 þúsund króna, eins og útreikningar Orkustofnunar sýna miðað við gjald- skrá veitnanna og hitunarþörf dæmi- gerðs íbúðarhúss. Þetta myndi þýða 18 þúsund króna lækkun fyrir hvern íbúðareiganda á Ólafsfirði á ári. Orkustofnun segir ennfremur að gjaldskráin hjá Hitaveitu Reykja- hlíðar myndi breytast, væri hún staðfest. Hún myndi hins vegar hækka um 19 þúsund krónur á ári, er nú um 60 þúsund en færi í um 79 þús- und krónur. Tvær hitaveitur ekki með staðfesta gjaldskrá TENGLAR ..................................................... www.os.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.