Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UMBOÐSMAÐUR Alþingis segir í nýrri ársskýrslu sinni að viðbrögð stjórnvalda við erindum sínum beri stundum vott um ónógan skilning á nauðsyn þess að færa starfshætti stjórnvalda til samræmis við stjórn- sýslulög. Stjórnvöld telji þá ekki til- efni til að aðhafast og breyta fram- kvæmdinni þannig að hún samrýmist gildandi lögum heldur telji rétt að bíða þess að úrslit fáist um nýja eða breytta lagasetningu. „Ég hef ítrekað bent á að það er skylda stjórnvalda að haga meðferð mála og afgreiðslu í samræmi við gild- andi lög. Stjórnvöld geta þannig ekki látið hjá líða að afgreiða erindi vegna þess eins að þau telja rétt að bíða nýrra laga,“ segir umboðsmaður m.a. í ársskýrslunni. Í skýrslunni segir ennfremur að það leiði af hlutverki umboðsmanns Alþingis að það komi gjarnan í hlut hans að gera athugasemdir við starfs- hætti stjórnvalda þegar ákvæðum stjórnsýslulaga hafi ekki verið fylgt. Stundum heyrist þau viðbrögð hjá stjórnvöldum að umboðsmaður sé að finna að smáatriðum þótt því sé í sjálfu sér ekki andmælt að starfs- hættirnir hafi ekki verið í samræmi við lög. Umboðsmaður segir að í starfi sínu hafi hann reynt að gera sér far um að hvetja stjórnvöld til að bæta úr því sem miður hefur farið í vinnu- brögðum þeirra. Síðan segir í árs- skýrslunni: „Mér er hins vegar vandi á höndum þegar mér berst kvörtun frá aðila sem telur að meðferð stjórnvalda á máli hans hafi ekki verið í samræmi við lög og athugun mín á málinu stað- festir að svo hafi verið þótt um minni háttar frávik frá lögum hafi verið að ræða sem ekki er líklegt að hafi áhrif á gildi þeirrar ákvörðunar sem stjórn- valdið tók og kvörtunin beinist að. Á ég að fella málið niður eða reyna með einhverju móti að koma á framfæri við stjórnvaldið ábendingu um það at- riði sem ekki hefur verið í samræmi við lög og þá með það í huga að gerðar verði ráðstafanir til þess að slíkt end- urtaki sig ekki? Ég hef stundum farið síðari leiðina og þá annaðhvort haft tal af fyrirsvarsmanni viðkomandi stjórnvalda eða skrifað bréf þar sem slíkri ábendingu er komið á framfæri. Viðbrögð stjórnvalda í þessum tilvik- um eru mismunandi. Ég tel mig þó yf- irleitt fá jákvæð viðbrögð og merkja að stjórnvöld líti á þetta sem lið í því sameiginlega verkefni að bæta stjórn- sýsluna. Í nokkrum tilvikum hafa mér hins vegar þótt viðbrögð stjórnvalda ekki bera vott um nægjanlegan skilning á nauðsyn þess að færa starfshætti stjórnvalda til samræmis við stjórn- sýslulög. Á þetta einkum við þegar ég kem ábendingu á framfæri við ráðu- neyti sem æðra stjórnvald með það í huga að það komi efni hennar á fram- færi við undirstofnun eða stofnanir.“ Bréfaskipti við fjármálaráðuneytið Tekur umboðsmaður svo, þessu máli sínu til stuðnings, dæmi af bréfa- skiptum sínum við fjármálaráðuneyt- ið vegna úrskurðar þess um stimp- ilgjald af afsali skips sem kvartað var yfir. Í svarbréfi ráðuneytisins til um- boðsmanns er upplýst að ekki hafi verið gripið til neinna almennra ráð- stafana í kjölfar fyrri bréfaskipta við umboðsmann í tengslum við stimpil- gjaldið. Innan ráðuneytisins hafi um nokkurn tíma staðið yfir vinna að frumvarpi til nýrra laga um þessi gjöld og í tengslum við þá vinnu hafi ráðuneytið tekið erindi umboðsmanns til skoðunar. Segir umboðsmaður að í þessu svari ráðuneytisins komi fram viðhorf sem hann verði í nokkrum mæli var við hjá stjórnvöldum. Af hálfu stjórn- valdsins sé í sjálfu sér ekki dregið í efa eða gerðar athugasemdir við að ákveðin framkvæmd þeirra hafi ekki verið í samræmi við gildandi lög. Stjórnvaldið telji hins vegar ekki til- efni til að aðhafast eða breyta fram- kvæmd heldur bíða nýrra laga, eins og fram kemur í upphafi fréttarinnar. Umboðsmaður Alþingis um starfshætti stjórnvalda Ekki alltaf í samræmi við stjórnsýslulög ÚR VERINU HAFRANNSÓKNASTOFNUN hef- ur, ásamt tæknifyrirtækinu Stjörnu-Odda, tekist að koma merki í lifandi karfa á allt að 500 metra dýpi. Þetta er í fyrsta sinn, svo vitað sé, sem fiskur er merktur á svo miklu dýpi. Leiðangri Hafrannsóknastofn- unarinnar með neðansjávarmerk- ingarbúnað fyrir karfa er nú nýlok- ið. Tilgangur verkefnisins var að merkja karfa með það í huga að varpa ljósi á óvissu þá sem verið hefur um tengsl karfastofna á Ís- landsmiðum og nálægum haf- svæðum á Reykjaneshrygg. Karfi er ein þeirra tegunda sem ekki hef- ur verið unnt að merkja með hefð- bundum fiskimerkjum þar sem ekki hefur, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir, tekist að halda honum á lífi eftir að hann er dreginn upp undir yfirborð sjávar. Allar tilraunir til merkingar á karfa hafa hingað til miðast að því að merkja ofansjávar og hafa þær allar mistekist. Hafrannsóknastofnunin hefur á undanförunum árum unnið í nánu samstarfi við Stjörnu-Odda um þró- un og byggingu búnaðar sem gerir mönnum kleift að merkja karfa neðansjávar. Búnaðurinn hefur verið prófaður á undanförnum ár- um í fjölda leiðangra á skipum Haf- rannsóknastofnunarinnar. Nú er búnaðurinn tilbúinn til merkinga á karfa og í leiðangrinum í síðustu viku var djúpkarfi merkt- ur í Skerjadýpi. Alls voru merktir nær 200 karfar á rúmlega 500 metra dýpi og er þetta í fyrsta skipti í heiminum, svo vitað sé, sem- fiskur er merktur þetta djúpt. Mun þetta reyndar vera í fyrsta skipti í heiminum sem karfi er merktur, ef undan eru skildar merkingar við bryggjusporða, nálægt yfirborði. Sjómenn fylgist með Merkingarfyrirkomulagið er með þeim hætti að búnaðinum er komið fyrir í aftasta hluta veiðarfærisins, botn- eða flotvörpu, og fiskur sem veiðist fer aftur í búnaðinn þar sem hann er merktur. Merkjunum er komið fyrir í kviðarholi fisksins og gul slanga stendur út úr kviðarhol- inu, yfirleitt í námunda við eyrugga fisksins. Að lokinni merkingu er fiskinum sleppt afur úr veiðarfær- inu sem notað er. Til að fylgjast með og stýra merkingunni eru fjór- ar myndavélar á búnaðinum og er búnaðinum sem merkir fiskinn stýrt í gegnum tölvu sem er um borð í skipinu. Hafrannsóknastofnunin hvetur sjómenn til að fylgjast vel með því hvort merktur djúpkarfi veiðist. Gerist það er mjög mikilvægt að merkinu, ásamt fiskinum sem merkið fannst í, auk upplýsinga um veiðistað og dýpi sé skilað sem fyrst til Hafrannsóknastofnunarinnar. Merkingarbúnaðurinn um borð í rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Á myndinni eru frá vinstri Þorsteinn Sigurðsson leiðangursstjóri, Leifur Gúst- afsson, Atli Sigurðsson og Sigmar Guðbjörnsson, allir frá Stjörnu-Odda. Karfar merktir á 500 metra dýpi VIGFÚS Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Stofnfisks og formað- ur Landssambands fiskeldisstöðva, undrast ummæli Orra Vigfússonar, formanns Verndarsjóðs villtra laxa- stofna, í Morgunblaðinu á sunnudag. Vigfús dregur í efa að Orri sé með ummælum sínum að vernda hags- muni íslenskra stangveiðimanna. Í Morgunblaðinu á sunnudag gagnrýndi Orri harðlega uppbygg- ingu laxeldis hér á landi sem að hans mati er ófagleg. Vigfús segir að þvert á móti hafi verið unnið faglega að uppbyggingu laxeldis, hvort held- ur sem er hér á landi eða annars staðar við Norður-Atlantshaf. „Orri heldur því fram að eldis- framleiðendur hafi ekki farið að sett- um reglum. Það er beinlínis rangt, Landssamband fiskeldisstöðva hefur í einu og öllu farið að reglum og í raun gengið lengra en svo. Ég þekki sjálfur hvernig samskiptum stjórn- valda og veiðiréttareigenda hefur verið háttað víða um heim. Ég full- yrði að þau eru hvergi á sömu nótum og hér á Íslandi, hér er nánast um að ræða helför gegn laxeldi. Það rýrir mjög málstað Orra Vigfússonar að NASCO, sem eru laxaverndunar- samtök fyrir Norður-Atlantshaf, eru í góðu samstarfi við Alþjóðasamband laxaframleiðenda þar sem unnið er að því að setja reglur um laxeldi. Þessir aðilar hafa náð samkomulagi um að laxeldi og uppbygging á villt- um stofnum eigi ágæta samleið. NASCO óskaði meira að segja eftir því við laxaframleiðendur að þeir legðu til vísindalega þekkingu, meðal annars varðandi erfðafræðilega stjórnun veiða í ferskvatni.“ Í hópi öfgasamtaka? Vigfús segir að vissulega séu ým- iskonar öfgasamtök víðsvegar um heiminn sem vinni gegn hvers konar fiskeldi, samtök af þeim toga sem Ís- lendingar hafi þurft að glíma við varðandi nýtingu á náttúrulegum auðlindum við Ísland. „Ég hafði ekki reiknað með að Orri og samtök hans tilheyrðu þeim hópi. En kannski er það svo og þá veltir maður því fyrir sér hvernig hans samtök eru fjár- mögnuð. Gæti hugsast að Orri sé málsvari örfárra erlendra auðkýf- inga sem vilja eignast íslenskar lax- veiðiár? Ég fullyrði að hann er ekki að halda á lofti sjónarmiðum ís- lenskra stangveiðimanna sem eiga sjálfir í erfiðleikum með að nýta þessa auðlind og það verður erfiðara með hverju árinu sem líður. Ég dreg því í efa þau sjónarmið sem reka Orra til að halda fram fullyrðingum um laxeldi á Íslandi,“ segir Vigfús. Helför gegn laxeldi Vigfús Jóhannsson segir eldisfram- leiðendur hafa farið að settum reglum SMÁFLUGVÉL frá Ítalíu hafði viðdvöl í Reykjavík um helgina og hélt í gær áleiðis á vit nýrra eig- enda í Bandaríkjunum. Vélin er af gerðinni Piacchi Avanti P180 og er þeirrar náttúru að tveir hreyflar hennar snúa aftur. Vélin er mjög öflug, kemst í um 260 til 270 hnúta hraða eða yfir 500 km á klukku- stund sem er nokkru hraðar en Fokker-vélarnar. Þá getur hún flogið í um 41 þúsund feta hæð sem þýðir hagkvæmari eldsneyt- isnotkun. Flugdrægið er um þrjú þúsund km og hún er yfirleitt 7 manna en hægt er að útbúa hana með fleiri sætum. Vélin er sem fyrr segir smíðuð á Ítalíu, nánar tiltekið í Genúa, og er framleidd um það bil ein vél á mánuði. Ítölsk smávél í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn STÆRÐFRÆÐI með aðstoð tölvu- forrita er viðfangsefni Ellerts Ólafssonar í kennslubókinni Stærð- fræðinám með nútímatækni en að sögn hans getur notkun tölvu- forrita gert stærðfræðinám mun árangursríkara. „Ég tek fyrir grunnskólaalgebru, sígilda fram- haldsskólastærðfræði og svolítið af háskólastærðfræðinni,“ segir Ell- ert. Að hans sögn eru 10 ár síðan hann fór að taka eftir stærðfræði- forritum en að þau hafi mest megnis verið notuð fyrir sérfræð- inga til að leysa flókna útreikn- inga. „Síðastliðin fjögur ár hef ég gert tilraunir með að kenna fram- haldsskóla- og háskólastærðfræði með þessari aðferð og hef tekið eftir því að þetta passar alveg prýðilega,“ segir Ellert en hann hefur jafnframt gert tilraunir með kennsluefnið hjá grunnskólabörn- um með góðum árangri. Myndræn framsetning hjálpar Ellert bendir á að það taki mun styttri tíma að kynna hlutina þegar það er hægt að sýna þá á mynd- rænan hátt. „Það sem hindrar svo marga í framhaldsskólanáminu er að hafa ekki vald á þeirri umrit- unartækni sem er nauðsynleg; að kunna að setja dæmin upp á al- gebrulegt form og einangra stærð- ir. Forritin sýna þetta alveg eins og þetta er skrifað með hönd- unum,“ segir Ellert og bætir við að svo geti nemendur og kennari rannsakað ferlið í sameiningu og nemendur þannig öðlast skilning á þessum undraheimum stærðfræð- innar. Hann fullyrðir jafnframt að stærðfræðiforrit létti mikið undir með kennaranum og að með tækni sem þessari geti nemandinn sjálfur farið að grúska í hlutunum án mik- illar aðstoðar. „Þessi kynslóð sem nú er komin er tölvukynslóðin. Ég held að þetta glæði áhuga ung- linga á stærðfræðinni og að þau séu fljótari að læra. Ég vonast til að það verði hægt að gera til- raunir með þetta námsefni innan íslenska skólakerfisins.“ Stærðfræðinám með aðstoð tölvuforrita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.