Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 51 Nýr og betri Sýnd kl. 6, 8 og 10  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ www .regnboginn.is Hverfisgötu  551 9000 BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN! Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 11. B.i. 16. „Frábær mynd“ Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 12. OPEN RANGE Stórkostlegur vestri frá Kevin Costner leikstjóra DANSAR VIÐ ÚLFA Sýnd kl. 8 og 10.  ÞÞ FBL Yfir 15000 gestir TOPP MYNDINÁ ÍSLANDI! Ein magnaðasta heimildarmynd seinni ára! ÞÞ FBL  HK DV  HK. DV SKONROKK 90.9  Kvikmyndir.isi i .i  SV MBL . www.laugarasbio.is 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 6. Bara sýnd um helgarSýnd kl. 8. Sýnd kl. 6. Með ísl tali Miða verð kr. 50 0 TOPP MYNDINÁ ÍSLANDI!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára. „Frábær mynd“ BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 12. Stórkostlegur vestri frá Kevin Costner leikstjóra DANSAR VIÐ ÚLFA OPEN RANGE  ÞÞ FBL Yfir 15000 gestir eftir Kristínu Ómarsdóttur sýn. fim. 30. okt Lokasýning Örfá sæti Sýningin hefst klukkan 20. „Fólk hættir ekki að hugsa um þetta leikrit eftir að ljósin kvikna....;“ Ármann Jakobsson á murinn.is Miðasala í 555 2222 eða á theater@vortex.is Mink leikhús Tónlist Lúðarokk Sebadoh Tónleikar Grand Rokk Bandaríska nýbylgjusveitin Sebadoh á Grand Rokk. DJ Zúri þeytti skífum og Skakkamanage hitaði upp. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Loewenstein og Barlow á sviði. Barlow og Jason Loewenstein, sem ekki hafa spilað saman í þrjú ár. Þeir voru að skemmta sér fyrst og fremst og renna sér í gegnum uppáhalds Sebadoh-lögin sín. Þessar forsendur hefðu átt að vera til dýrðar en svo varð ekki því miður. Ég held að áhorfendur hafi hins vegar verið komnir vegna „hugmyndarinnar um Sebadoh“ enda ákveðinn dýrðar- ljómi í kringum slíka þungavigtar- sveit. Viðvaningssnilld þessa „lo-fi“ keisara lét hins vegar ekki á sér kræla þetta kvöldið. Annars var stemningin dægilega afslöppuð – a.m.k. framan af. Dúett- inn fór vel af stað og virtist einbeitt- ur þó að lögin sjálf væru ekkert sér- lega spennandi, enda flest eldgömul; línulegar stuttar stemmur af fyrstu plötunum. Barlow lék á gítar, Loe- wenstein á bassa og á milli þeirra var verkfæri „lo-fi“ listamannsins númer eitt, fjögurra rása kassettutæki. Um miðbikið fór að kræla á „slög- urum“ eins og „On Fire“ og Loewen- stein söng nokkur lög líka. Í smá- stund náðu þeir ágætasta flugi. Um líkt leyti fór blaðrið á milli laga að aukast samfara meiri viskídrykkju; sem var stundum skondið en stund- um alls ekki. Sérstaklega var aula- legt þegar Barlow útmálaði sig sem dæmigerðan heimskan kana („Eru kettir á Íslandi?“). Þetta var fyndið fyrst en útnáragrínið var orðið ansi þreytandi undir rest. Kannski voru þeir bara óöruggir. Ókunnugir menn í ókunnugu landi. Síðasta korterið var – ég verð að segja það – frekar leiðinlegt og loka- hnykkurinn ætlaði engan enda að taka. Vinur minn hvíslaði því að mér að tónleikarnir hefðu verið eins og plöt- urnar þeirra, svona upp og niður. Og það voru vissulega sprettir þarna. En ég efast um að margir þarna inni hafi hlaupið út í búð dag- inn eftir, leitandi að Sebado-plötum, eitthvað sem þeir ættu samt hiklaust að gera. Fullmikill lúðaháttur og kæruleysi meðlima skemmdi nefnilega fyrir Sebadoh-upplifuninni, eins þver- sagnarkennt og það hljómar. GRAND Rokk var pakkað og vel það á miðvikudagskvöldið. Greini- legt að áhrif Sebadoh, einnar mik- ilvægustu neðanjarðarsveitar Bandaríkjanna eru varanleg en sveitin á sér um fimmtán ára sögu. Lou Barlow er lifandi goðsögn, hvort sem honum líkar það betur eða verr. Skakkamanage er aukasjálf Svav- ars Péturs Eysteinssonar, sem líkt og Sebadoh hefur lengi verið viðloð- andi nýrokkið. Svavar tróð upp með kjöltutölvu og gítar og má segja að hann hafi smollið ágætlega inn í stemningu kvöldsins (reyndar hafa Sebadoh verið kallaðir „lo-fi“ sveit vegna handbragða og tækjakosts sem beitt er í tónlistinni. Mætti kannski segja að Svavar hafi leikið „medium-fi“ tónlist vegna kjöltutölvunnar?). Svavar stóð sig vel; hugmyndir góð- ar og lagasmíðar með skemmtileg- um, undurfurðulegum vinklum. Hann var kannski pínu óöruggur en það slípast væntanlega af með tím- anum. Skakkamanage lofar góðu (þess má geta að Skakkamanage gaf nýlega út hljómplötu sem fáanleg er í 12 tónum). Lou Barlow hefur verið þakkað fyrir það að tugþúsundir óframfær- inna gleraugnagláma í ástarsorg þorðu loks að ota sínum tota og hófu að klambra saman tónlist í herberg- inu sínu, studdir kassettutæki, raf- magnsgítar og trommuheila. Lúð- arokk, „lo-fi“, herbergisrokk, hangsararokk hefur þetta verið kall- að m.a. Sem bassaleikari í Dinosaur Jr og í gegnum Sebadoh hefur Bar- low reynst mikill áhrifavaldur hvað þróun neðanjarðarrokks varðar. En að tónleikunum sjálfum. Hvað vorum við að sjá? Jú, tvo félaga, Lou Arnar Eggert Thoroddsen RAFTÓNLISTARMAÐURINN Biogen hefur verið lengi að og gef- ið út grúa af diskum. Hann fer æv- inlega eigin leiðir, gerir sem honum sýnist, og dreifir á heimabrenndum diskum eftir því sem andinn blæs honum í brjóst. Fyrir vikið ertu diskar hans mis- jafnir, stundum heppnast allt og úr verður góður gripur, og stund- um fer eitthvað úrskeiðis eða að áheyrendur ná ekki að fylgja hon- um á fluginu og sitja eftir með sárt ennið. Sá diskur sem hér er til um- fjöllunar, og heitir líklega Stab Stab / b.w.c.u., upplýsingar á um- slagi eru nánast engar, er með þeim skemmtilegri sem ég hef heyrt með Biogen í nokkurn tíma. Inngangur að plötunni, fyrsta lagið, er ósköp meinlaust sveim sem endar heldur bratt, eins og höfundur hafi orðið leiður á því. Í öðru laginu erum við aftur á móti komin í alvöruna, góð samsetning með súrum grunni, grófum hljóðum og skemmtilegri stígandi sem magnar spennuna þar til lagið fjar- ar ljúflega út og rennur inn í það næsta sem er ekki síðra; fjölslungið lag með skemmtilegum fléttum. Sérstaklega eru raddir notaðar vel í laginu, brotnar og skældar, bæld- ar og kæfðar eins og hugsun sem er rétt utan skynjunarinnar en maður nær ekki að festa hendur á. Takturinn í laginu er líka góður. Eftir stutta taktsyrpu, rétt til að hreinsa bragðlaukana áður en kom- ið er að næsta aðalrétti, er hlust- andinn kominn á framandlegar slóðir, lag sem er ekki lag, eða rétt- ara sagt lag sem er uppkast að mörgum lögum sem slást og bítast um að ná að brjótast upp á yf- irborðið. Næsta lag er áþekkt en enn naumhyggjulegra, minna um vegvísa og merkingar fyrir ferða- langinn, týndur í óhljóðafrumskógi. Svo kemur síðasta lagið, lengsta lagið og eitt það besta, hefst með hægfara suði sem ummyndast í klifkennda hljóðbylgju, kemur og fer. Smám saman tínast inn hljóm- ar og taktar og úr verður besta skemmtun. Ekki eins gott lag og númer tvö og þrjú, en mjög gott engu að síður. Eins og getið er í upphafi eru upplýsingar um þenna disk Bio- gens mjög af skornum skammti, ekkert að sjá á umslagi annað en Stab Stab / b.w.c.u., en þar fyrir neðan stendur: Stabstab / Big World Corporation USA. Það eina sem gefur til kynna að diskurinn sé eftir Biogen er stílfærð ljósmynd af honum innan á umslagi. Nema diskurinn sé honum til heiðurs, hann á það svo sem skilið. Tónlist Í óhljóða- frumskógi Biogen Stab Stab / b.w.c.u. Biogen Stab Stab / b.w.c.u. sem er líklega með tónlistarmanninum Sigurbirni Þorgríms- syni sem kallar sig Biogen. Hann virðist gefa diskinn út sjálfur. Árni Matthíasson UM ÞAÐ BIL fjórir áratugir eru liðnir síðan Helgi Hóseasson komst í fréttirnar er hann mótmælti á minnisstæðan hátt skírn sinni og fermingu. Slíkt hátterni vakti óskipta athygli í þjóðfélaginu og þótti fáheyrð ósvinna á þeim tíma, ef ég man rétt. Í kjölfarið fylgdi runa mótmælaaðgerða mannsins sem tók að sletta skyri, síðar tjöru á æðstu stofnanir og embættis- menn landsins. Með þessu móti var hann að beina athygli samborg- aranna að þeim órétti sem hann taldi sig beittan af geistlegum og veraldlegum yfirvöldum. Þóra Fjeldsted og Jón Karl Helgason hafa nú lokið við heimild- armynd um þennan mótmælanda Íslands, sem nú er orðinn grá- skeggjaður öldungur en baráttu- hugurinn hefur ekki fölnað með ár- unum, fjarri því. Nánast á hverjum degi stendur hann vöku sína á horni Langholtsvegar og Holtaveg- ar, vopnaður spjöldum með slag- orðum gegn yfirvöldum og almætt- inu. Kvikmyndagerðarfólkið tók hús á Helga og fylgdist með þessum einarða hrópanda á árunum 2002– 2003. Prjónað við viðtölin fréttir af sögufrægum aðgerðum hans fyrr á árum úr útvarpi og sjónvarpi og vikið er að persónulegri harmsögu viðmælandans sem missir og treg- ar konu sína fársjúka á þessu tíma- bili. Úr verður einkar sérstæð og heiðarleg mynd um einstakling sem þræðir ótroðnar slóðir, sem einhverjir kalla vafalítið villigötur heiðingjans því Helgi er andkrist- inn í meira lagi; Kallar Biblíuna ævisögu drauga og annað eftir því. Þá er hann á öndverðum meiði við stjórnvöld sem hann telur hand- bendi Bandaríkjamanna með sína blóði drifnu samvisku og löggæslu- menn ríkisins eru „þrælar“. Stjórnmála- og trúarskoðanir mótmælanda Íslands eru því skýr- ar og glöggar líkt og handverkið á mótmælaspjöldunum. Hann segir þau vopn hans samkvæmt lögmáli frumskógarins – sem sé það eina sem hann hafi í höndunum í þjóð- félagi þar sem lögfræðingar, dóm- arar, ráðherrar og alþingismenn skelli skollaeyrum við málflutningi hans. Helgi gefst ekki upp og nú hefur hann með hjálp myndarinn- ar, ýtt við samvisku þjóðarinnar með sínu hófstillta og þögula and- ófi. Á ekki að fara að stjórnar- skrárlögum, hvar er trúfrelsið og tjáningarfrelsið þegar Helgi Hó- seasson á í hlut? Gamall og hnípinn en óbugaður segir hann viðskipti sín við hið opinbera og niðurstöður þeirra, marklaus plögg. Hann á samúð manns óskipta og kvik- myndagerðarfólkið á þakkir skildar að festa með fullri hreinskilni á filmu lífssýn umdeilanlegs manns með ákveðnar og öðruvísi skoðanir. Það kemur til skila svipmynd af goðsögn sem hefur að áhorfi loknu, fengið allt aðra og jákvæðari mynd í huga áhorfandans og við blasir að það var tími til kominn. Helgi Hóseasson er kunnastur í hugum landsmanna fyrir að vera sá sem sletti skyrinu. Hrópandinn á holtinu KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjórn: Þóra Fjeldsted og Jón Karl Helgason. Handrit: Þóra Fjeldsted. Kvik- myndatökustjóri og klipping: Jón Karl Helgason. Tónlist: Sigurjón Kjartansson. Íslensk heimildarmynd. Framleiðendur: Böðvar Bjarki Pétursson, Þóra Fjeldsted og Jón Karl Helgason. 20 geitur. Ísland 2003. MÓTMÆLANDI ÍSLANDS  Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.