Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 23 TVE IR MÁNUÐ IR Á VERÐ I E INS EKKERT STOFNGJALD Allir þeir sem gerast áskrifendur að SKJÁTVEIMUR fyrir 1. nóvember fá myndlykil og 2 mánuði í áskrift fyrir aðeins 2.995 kr. eða 2.495 kr. með áskriftarpökkum Símans. www.skjar2.is Tryggðu þér áskrift í síma 800 7474 eða í verslunum Símans. Búðardal | Framtíðarfólk Dalabyggðar lætur ekki bága stöðu landbúnaðar á sig fá, brosir sínu blíðasta og bregður á leik fyrir fréttaritara. Veðrið líka verið með þeim hætti í haust að ekki er annað hægt en vera í góðu skapi. Þetta eru börn á leikskólanum Vinabæ í Búð- ardal. Þar ríkir glaðværð og fegurð. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsd. Framtíð Dalabyggðar „Uppi á grænum, grænum himinháum …“ Hellu | Lundur, hjúkrunar- og dval- arheimili aldraðra á Hellu hefur um langt árabil notið velvilja fjölmargra einstaklinga og félaga. Nýlega var haldið samsæti þar sem formlega var tekin í notkun ný stétt og ýmsar framkvæmdir á lóðinni umhverfis Lund. Þar færði stjórn Minningar- sjóðs Ólafs Björnssonar Lundi hálfa milljón króna að gjöf sem kemur sér vel til að greiða stóran hluta af kostn- aði við þessar framkvæmdir. Við þetta tækifæri sagði Drífa Hjartar- dóttir, formaður stjórnar Lundar, frá því að nýlega hefði Þórunn Jónsdóttir frá Lækjarbotnum, sem lést fyrr á árinu, arfleitt Lund að 6 milljónum króna og hluta af fasteign sem hún átti með öðrum. Aðstandendur Jó- hönnu Runólfsdóttur, sem var heim- ilismaður á Lundi, gáfu gosbrunn til minningar um hana sem komið var fyrir á lóðinni. Fjöldi gjafa hafa bor- ist Lundi gegnum árin frá einstak- lingum og félögum á starfssvæði Lundar. Hefur margsinnis styrkt Lund Minningarsjóður Ólafs Björnsson- ar var stofnaður árið 1970 af nokkr- um kvenfélögum í Hellulæknishér- aði, en það náði yfir Rangárvallasýslu vestan Eystri Rangár. Ólafur Björnsson var fyrsti læknir í Hellu- læknishéraði sem stofnað var árið 1956 og þjónaði því til dauðadags árið 1968. Hann var frumkvöðull á mörg- um sviðum, meðal annars vann hann að rannsóknum vegna heymæði sem þá var lítt þekktur sjúkdómur en hrjáði marga bændur og hann hvatti konur til þess að fara í hópferð til krabbameinsskoðunar sem þá var að- eins mögulegt í Reykjavík. Hann var elskaður og virtur af öllum og sjóð- urinn var stofnaður í minningu hans. Ólafssjóður hefur allt frá byggingu Lundar staðið veglega að stuðningi við stofnunina. Má til dæmis nefna að við opnun hjúkrunardeildar árið 1994 gaf sjóðurinn öll sjúkrarúmin í bygg- inguna. Fjölmargar aðrar gjafir í formi tækja eða peninga til kaupa á búnaði eða til framkvæmda við Lund hafa verið gefnar af Minningarsjóði Ólafs Björnssonar í gegnum árin. Sjóðurinn hefur einnig styrkt ýmsa aðra aðila, svo sem þá sem eiga um sárt að binda vegna áfalla. Fjáröflunarleiðir sjóðsins hafa að- allega verið styrkir frá kvenfélögun- um, sala jólakorta á vegum þeirra og sala minningarkorta á vegum sjóðs- ins sem Guðríður Bjarnadóttir á Hellu hefur haft veg og vanda af. Sjóðsstjórnin er nú skipuð eftirtöld- um konum: Ragnheiður Skúladóttir, formaður, Jóna Valdimarsdóttir, gjaldkeri, Bjarnveig Jónsdóttir, rit- ari. Meðstjórnendur eru Hlín Magn- úsdóttir, Svanborg Jónsdóttir og Guðrún Jónsdóttir. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Styrkur: Forráðamenn Lundar á Hellu taka við hálfrar milljónar króna ávísun frá stjórn minningarsjóðs um Ólaf Björnsson lækni. Minningarsjóð- ur Ólafs styrkir aldraða á Hellu Nafn óskast | Fyrir nokkru er ljóst að ekki gengur að kalla gamla mjólkurbúshúsið á Reykhólum því nafni lengur og ekki heldur sam- komuhús, því stefnt er að því að leggja allt húsið undir sýningahald. Eftirfarandi nöfn hafa borist hreppsnefnd Reykhólahrepps: Barmaland, Barmalundur, Eyja- borg, Hólabúð, Reykjavör, Svana- hlíð, Traðarbakki, Traðarborg og Æðarklettur. Nöfnin hafa verið kynnt hreppsnefnd og sveitarstjórn falið að auglýsa eftir fleiri tillögum. Færri fjós | Rúmlega 300 fjós eru í notkun í sýslunum þremur á Suður- landi. Þau voru um 400 fyrir fimm árum, að því er fram kom í máli Runólfs Sig- ursveinssonar á haustfundi Nautgriparækt- arfélags Hruna- manna. Á þess- um árum hefur greiðslumarkið í Hrunamannahreppi aukist um 16% og er nú um 4,3 milljónir lítra. Þá hefur bústærð aukist úr 97 þúsund lítrum upp í 134 þúsund lítra með- albúið eða um 37%.    „ÞAÐ er hreint með ólíkindum að tóf- an skuli leggjast á lömb og ekki velja sér þau smæstu sem fórnar dýr,“ segir Keran Ólason, bóndi í Breiðu- vík í Vesturbyggð, sem mátti horfa upp á þegar tófa gerði margítrekaðar tilraunir til að drepa lamb rétt hjá bænum. Keran segir það ótrúlegt að tófan skuli leggjast á lömb miðað við hversu margar tófur hann hafi fellt á þessu ári, en þær eru að nálgast 200 með yrðlingum síðan í vor. „Menn geta spurt sig hversu hart tófan gengi nálægt dýraríkinu ef hún fengi að fjölga sér óhindrað, þetta er þriðja lambið sem tófan ræðst á nú í haust og hefur hún hagað sér eins við öll lömbin, ég hef orðið að fella þau misilla útleikin. Það hafa liðið um tvær vikur á milli lamba og hef ég náð að fella hverja tófu fyrir sig þannig að um er að ræða þrjár tófur,“ segir Keran að lokum.    Morgunblaðið/Birna Mjöll Tófa ræðst ítrekað á lömb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.