Morgunblaðið - 28.10.2003, Side 23
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 23
TVE IR MÁNUÐ IR Á VERÐ I E INS
EKKERT STOFNGJALD
Allir þeir sem gerast áskrifendur
að SKJÁTVEIMUR fyrir 1. nóvember
fá myndlykil og 2 mánuði í áskrift
fyrir aðeins 2.995 kr.
eða 2.495 kr.
með áskriftarpökkum Símans.
www.skjar2.is
Tryggðu þér áskrift í síma 800 7474
eða í verslunum Símans.
Búðardal | Framtíðarfólk Dalabyggðar lætur ekki bága
stöðu landbúnaðar á sig fá, brosir sínu blíðasta og
bregður á leik fyrir fréttaritara. Veðrið líka verið með
þeim hætti í haust að ekki er annað hægt en vera í góðu
skapi. Þetta eru börn á leikskólanum Vinabæ í Búð-
ardal. Þar ríkir glaðværð og fegurð.
Morgunblaðið/Helga H. Ágústsd.
Framtíð Dalabyggðar
„Uppi á grænum, grænum himinháum …“
Hellu | Lundur, hjúkrunar- og dval-
arheimili aldraðra á Hellu hefur um
langt árabil notið velvilja fjölmargra
einstaklinga og félaga. Nýlega var
haldið samsæti þar sem formlega var
tekin í notkun ný stétt og ýmsar
framkvæmdir á lóðinni umhverfis
Lund. Þar færði stjórn Minningar-
sjóðs Ólafs Björnssonar Lundi hálfa
milljón króna að gjöf sem kemur sér
vel til að greiða stóran hluta af kostn-
aði við þessar framkvæmdir. Við
þetta tækifæri sagði Drífa Hjartar-
dóttir, formaður stjórnar Lundar, frá
því að nýlega hefði Þórunn Jónsdóttir
frá Lækjarbotnum, sem lést fyrr á
árinu, arfleitt Lund að 6 milljónum
króna og hluta af fasteign sem hún
átti með öðrum. Aðstandendur Jó-
hönnu Runólfsdóttur, sem var heim-
ilismaður á Lundi, gáfu gosbrunn til
minningar um hana sem komið var
fyrir á lóðinni. Fjöldi gjafa hafa bor-
ist Lundi gegnum árin frá einstak-
lingum og félögum á starfssvæði
Lundar.
Hefur margsinnis styrkt Lund
Minningarsjóður Ólafs Björnsson-
ar var stofnaður árið 1970 af nokkr-
um kvenfélögum í Hellulæknishér-
aði, en það náði yfir Rangárvallasýslu
vestan Eystri Rangár. Ólafur
Björnsson var fyrsti læknir í Hellu-
læknishéraði sem stofnað var árið
1956 og þjónaði því til dauðadags árið
1968. Hann var frumkvöðull á mörg-
um sviðum, meðal annars vann hann
að rannsóknum vegna heymæði sem
þá var lítt þekktur sjúkdómur en
hrjáði marga bændur og hann hvatti
konur til þess að fara í hópferð til
krabbameinsskoðunar sem þá var að-
eins mögulegt í Reykjavík. Hann var
elskaður og virtur af öllum og sjóð-
urinn var stofnaður í minningu hans.
Ólafssjóður hefur allt frá byggingu
Lundar staðið veglega að stuðningi
við stofnunina. Má til dæmis nefna að
við opnun hjúkrunardeildar árið 1994
gaf sjóðurinn öll sjúkrarúmin í bygg-
inguna. Fjölmargar aðrar gjafir í
formi tækja eða peninga til kaupa á
búnaði eða til framkvæmda við Lund
hafa verið gefnar af Minningarsjóði
Ólafs Björnssonar í gegnum árin.
Sjóðurinn hefur einnig styrkt ýmsa
aðra aðila, svo sem þá sem eiga um
sárt að binda vegna áfalla.
Fjáröflunarleiðir sjóðsins hafa að-
allega verið styrkir frá kvenfélögun-
um, sala jólakorta á vegum þeirra og
sala minningarkorta á vegum sjóðs-
ins sem Guðríður Bjarnadóttir á
Hellu hefur haft veg og vanda af.
Sjóðsstjórnin er nú skipuð eftirtöld-
um konum: Ragnheiður Skúladóttir,
formaður, Jóna Valdimarsdóttir,
gjaldkeri, Bjarnveig Jónsdóttir, rit-
ari. Meðstjórnendur eru Hlín Magn-
úsdóttir, Svanborg Jónsdóttir og
Guðrún Jónsdóttir.
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Styrkur: Forráðamenn Lundar á Hellu taka við hálfrar milljónar króna
ávísun frá stjórn minningarsjóðs um Ólaf Björnsson lækni.
Minningarsjóð-
ur Ólafs styrkir
aldraða á Hellu
Nafn óskast | Fyrir nokkru er
ljóst að ekki gengur að kalla gamla
mjólkurbúshúsið á Reykhólum því
nafni lengur og ekki heldur sam-
komuhús, því stefnt er að því að
leggja allt húsið undir sýningahald.
Eftirfarandi nöfn hafa borist
hreppsnefnd Reykhólahrepps:
Barmaland, Barmalundur, Eyja-
borg, Hólabúð, Reykjavör, Svana-
hlíð, Traðarbakki, Traðarborg og
Æðarklettur. Nöfnin hafa verið
kynnt hreppsnefnd og sveitarstjórn
falið að auglýsa eftir fleiri tillögum.
Færri fjós | Rúmlega 300 fjós eru í
notkun í sýslunum þremur á Suður-
landi. Þau voru um 400 fyrir fimm
árum, að því er
fram kom í máli
Runólfs Sig-
ursveinssonar á
haustfundi
Nautgriparækt-
arfélags Hruna-
manna. Á þess-
um árum hefur greiðslumarkið í
Hrunamannahreppi aukist um 16%
og er nú um 4,3 milljónir lítra. Þá
hefur bústærð aukist úr 97 þúsund
lítrum upp í 134 þúsund lítra með-
albúið eða um 37%.
„ÞAÐ er hreint með ólíkindum að tóf-
an skuli leggjast á lömb og ekki velja
sér þau smæstu sem fórnar dýr,“
segir Keran Ólason, bóndi í Breiðu-
vík í Vesturbyggð, sem mátti horfa
upp á þegar tófa gerði margítrekaðar
tilraunir til að drepa lamb rétt hjá
bænum. Keran segir það ótrúlegt að
tófan skuli leggjast á lömb miðað við
hversu margar tófur hann hafi fellt á
þessu ári, en þær eru að nálgast 200
með yrðlingum síðan í vor.
„Menn geta spurt sig hversu hart
tófan gengi nálægt dýraríkinu ef hún
fengi að fjölga sér óhindrað, þetta er
þriðja lambið sem tófan ræðst á nú í
haust og hefur hún hagað sér eins við
öll lömbin, ég hef orðið að fella þau
misilla útleikin.
Það hafa liðið um tvær vikur á milli
lamba og hef ég náð að fella hverja
tófu fyrir sig þannig að um er að
ræða þrjár tófur,“ segir Keran að
lokum.
Morgunblaðið/Birna Mjöll
Tófa ræðst
ítrekað á lömb