Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 40
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
milli kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkj-
unnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12.
Léttur hádegisverður að lokinni bæna-
stund. Allir velkomnir. Starf 12 spora
hópa kl. 19 í neðri safnaðarsal.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris-
ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður
á sanngjörnu verði að helgistund lokinni.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borg-
ara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og
spjall.
Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla
morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Fé-
lagsvist mánudaga kl. 13, brids miðviku-
daga kl. 13. . Þátttaka tilkynnist til Þórdís-
ar í síma 511 5405.
Laugarneskirkja. TTT-starfið kl. 16.15.
(5.–7. bekkur). Umsjón Þorkell Sigur-
björnsson, Sigurbjörn Þorkelsson og
Andri Bjarnason. Fullorðinsfræðsla Laug-
arneskirkju kl. 19.30. Í kvöld mun Bjarni
Karlsson sóknarprestur fjalla um bréf
Páls til Efesusmanna í heild sinni. Gengið
inn um dyr bakatil á austurgafli kirkjunnar.
Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 20.30. Þor-
valdur Halldórsson leiðir lofgjörðina við
undirleik Gunnars Gunnarssonar á flygil-
inn og Hannesar Guðrúnarsonar sem leik-
ur á klassískan gítar. Gengið er inn um að-
aldyr kirkju, eða komið beint inn úr
Fullorðinsfræðslunni. Kl. 21 fyrirbæna-
þjónusta við altarið í umsjá bænahóps
kirkjunnar.
Neskirkja: Fermingarfræðsla kl. 15. Vetr-
arnámskeið. Litli kórinn –kór eldri borgara
kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. All-
ir velkomnir. Alfa-námskeið kl. 19. Söng-
mót í Neskirkju í dag, þriðjudaginn 28.
október, kl. 17.30. Þar koma saman Gafl-
ara kórinn og Litli kórinn úr Neskirkju. Allir
eru velkomnir. Aðgangur er ókeypis.
Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl.
10–12. Kirkjuprakkarar kl. 16. Starf fyrir
10–12 ára kl. 17.30.
Árbæjarkirkja. Kl. 10 foreldramorgnar í
safnaðarheimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf
með tíu til tólf ára börnum í safnaðarheim-
ilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf
ára börnum í Ártúnsskóla.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 19.30. Bænaefnum
má koma til sóknarprests í viðtalstímum
hans.
Digraneskirkja: Kirkjustarf aldraðra. Leik-
fimi ÍAK kl. 11.15. Léttur málsverður,
helgistund sem sr. Guðmundur Karl Brynj-
arsson annast. Samverustund og kaffi.
Unglingakór Digraneskirkju kl. 17–19.
KFUM&K fyrir 10–12 ára börn kl. 17–
18.15. Húsið opnað kl. 16.30. Alfa-nám-
skeið kl. 19. Hvað með handleiðslu
guðs? Fræðslu annast Halldór Konráðs-
son (sjá nánar www.digraneskirkja.is).
Fella- og Hólakirkja. Strákastarf fyrir
stráka í 3.–7. bekk kl. 16.30.
Grafarvogskirkja. Eldri borgarar. Opið hús
kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil
og spjall. Kaffiveitingar, alltaf eitthvað
gott með kaffinu. Kirkjukrakkar með börn
á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30.
Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 9. og 10.
bekk í Grafarvogskirkju kl. 20.
Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur prestar
kl. 9.15 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyj-
ólfssonar. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18.
Kópavogskirkja. Foreldramorgnar í safn-
aðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Sam-
verustund kl. 14.30–16.30. Fræðandi
innlegg í hverri samveru. Lagið tekið undir
stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Kaffi og
stutt helgistund. Allir hjartanlega vel-
komnir. Starf með 8–9 ára börnum í borg-
um kl. 17–18 í umsjón Dóru Guðrúnar og
Bóasar. Starf með 10–12 ára börnum á
sama stað kl. 18–19 í umsjón Dóru Guð-
rúnar og Bóasar.
Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgnar í
safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum
3, kl. 10–12.
Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12.
SELA yngri deild kl. 20–22.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8–9 ára í
dag kl. 15.30–16.30. Dagskrá fyrir 10–
12 ára (TTT) í dag kl. 17–18. Skemmti-
legar stundir fyrir hressa krakka. Æsku-
lýðsfélagið (Megas) heldur vikulegan fund
kl. 19.30–21 í kvöld. Umsjón með starfi
þessara hópa hafa Anna Hulda Einars-
dóttir og Sigríður Rún Tryggvadóttir.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 16.30–18 er
opið hús fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 20–22
er opið hús fyrir unglinga 13–15 ára.
Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16. Spil-
að og spjallað. Nanna Guðrún mætt aftur
eftir frí, galvösk að vanda.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl.
18.30–19.
Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15
kirkjuprakkarar, 6–8 ára krakkar í kirkj-
unni. Hin gríðarlega vinsæla grettukeppni
var í síðasta tíma, hvað verður nú? Bæt-
um einni bæn á bænasnúruna. Einnig
verða söngur, leikir og ný biblíumynd. Sr.
Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Kl. 16
Litlir lærisveinar Landakirkju. Kóræfing
hjá yngri hóp 1.–4. bekkur. Þátttaka
ókeypis. Kórstjóri Joanna Wlaszcsyk, um-
sjónarmaður Sigurlína Guðjónsdóttir.
Þess má geta að yngri hópurinn kom fram
í barnaguðsþjónustu síðasta sunnudag
og stóð sig frábærlega. Kl. 17. Litlir læri-
sveinar Landakirkju. Kóræfing eldri hóps,
5. bekkur og eldri. Þátttaka ókeypis. Kór
stjóri Joanna Wlaszcsyk, umsjónarmaður
Sigurlína Guðjónsdóttir. Styttast fer í að
eldri hópurinn syngi við guðsþjónustu í
Landakirkju. Kl. 20.30 kyrrðarstund í
Landakirkju. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og
organisti Guðmundur H. Guðjónsson.
Góður vettvangur frá erli hversdagsins.
Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur opinn kl.
10-12 og 13-16 með aðgengi í kirkjuna og
Kapellu vonarinnar eins og virka daga vik-
unnar. Starfsfólk verður á sama tíma í
Kirkjulundi. Heimsókn frá Afríku og söfn-
un Hjálparstarfs kirkjunnar 4. nóv. Kl.
15:10 Myllubakkaskóli og Heiðarskóli Kl.
16. Holtaskóli. Við bjóðum velkomin til
okkar Irene Doomo og Madanyang Salom-
on. Bjarmi, samtök um sorg og sorgarferli
boðar til sorgarhóps í Kirkjulundi sem
mun hittast á þriðjudagskvöldum 5. vikur í
röð kl. 20. Annað skipti. Áföll og sorg, eftir
skyndilegan missi við slys eða sjálfsvíg.
Umsjón Björn Sveinn og Ólafur Oddur.
Nærhópurinn er ætlaður fólki í sorg.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30. í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund kl. 20.30. Nánari upp-
lýsingar á www.kefas.is
AD KFUK, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl.
20. Heimsókn í Vinagarð, leikskóla KFUM
og KFUK. Kynning, hugvekja og kaffi. Allar
konur velkomnar.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Fermingarfræðsla kl. 15. Hópur 1 (Odd-
eyrarskóli og 8. C, Brekkuskóla).
Glerárkirkja. Kyrrðarstundir á þriðjudög-
um kl. 18.
Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 17.30
Mannakorn fyrir 6. og 7. bekk.
Safnaðarstarf
MINNINGAR
40 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigrún Péturs-dóttir fæddist í
Reykjavík 26. janúar
1912. Hún lést á Dval-
arheimilinu Ási í
Hveragerði 17. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Jódís Tómas-
dóttir, f. á Leirum á
Rangárvöllum 12. júlí
1886, d. 17. október
1934, og Pétur Pét-
ursson verkamaður
og afgreiðslumaður í
Reykjavík, f. í Bergvík í Leiru á
Suðurnesjum 11. febrúar 1884, d.
17. apríl 1963. Sigrún var næstelst
sex systkina, elstur var Ragnar, þá
Sigrún, Anna Lovísa, Guðrún Berg-
heiður, Ingibjörg og yngst Elsa og
lifir hún systkini sín.
Sigrún giftist 24. júní 1939 Sig-
urði Árnasyni frá Stóra-Hrauni, f.
15. júní 1904, d. 19. október 1978.
Hann var sonur hjónanna Önnu
Maríu Elísabetar Sigurðardóttur
og Árna Þórarinssonar prófasts á
Stóra-Hrauni Snæfellsnesi.
Sigrún og Sigurður eignuðust
ágúst 1968, kvæntur Arndísi Ein-
arsdóttur. Þau eiga eina dóttur,
Arndís á son frá fyrri sambúð.
Seinni maður Jódísar er Eysteinn
Óskar Jónasson framhaldsskóla-
kennari, f. í Reykjavík 10. júní 1947.
Börn þeirra eru Sigurður Jónas
nemi í HÍ, f. 7. maí 1974, sambýlis-
maður Kristján Hannesson. Arnrún
Ósk nemi í HÍ, f. 8. júlí 1976, sam-
býlismaður Halldór Snær Bjarna-
son og eiga þau einn son.
Sigurður Árnason eignaðist dótt-
ur, Huldu Maríu, f. 30 sept. 1930
með Kristínu Hólmfríði Markús-
dóttur frá Ystu-Görðum Snæfells-
nesi, d. 11. apríl 1933. Maður Huldu
er Björgvin Salómonsson, f. að Ket-
ilsstöðum í Mýrdal 17. janúar 1934.
Þau eiga fjóra syni, Hall Sigurjón,
Jón Braga, Hilmar og Gunnar
Kristinn.
Sigrún ólst upp við Laugaveginn
í Reykjavík. Hún tók ung við heim-
ilisstörfum og uppeldi yngri systra
sinna í erfiðum veikindum og eftir
andlát móður þeirra, allt þar til hún
giftist. Sigrún og Sigurður bjuggu í
Reykjavík allan sinn búskap, lengst
af í Stórholti 32. Sigurður vann
nánast alla sína starfsævi hjá Raf-
magnsveitum Reykjavíkur og síðar
Landsvirkjun.
Útför Sigrúnar verður gerð frá
Háteigskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
fjögur börn, þau eru: 1)
Drengur, f. 24. október
1940, látinn sama dag.
2) Anna María Elísabet
kennari, f. 1. júlí 1942.
Fyrri maður hennar var
Ólafur S. Ottósson, f. á
Fáskrúðsfirði 11. mars
1938, d. 24. apríl 1984.
Börn þeirra eru: Sigrún
myndlistarkona, búsett í
Þýskalandi, á einn son.
Ottó Valur, viðskipta-
fræðingur, nemandi í
Bifröst í Borgarfirði f.
20 nóv. 1964, kvæntur Steinunni Evu
Björnsdóttur og eiga þau þrjú börn.
Guðlaug Elísabet, leikkona, nemi í
Bifröst, f. 21. október 1969, á einn
son. Seinni eiginmaður Elísabetar er
Gunnþór Gíslason umsjónarmaður
skóla, f. á Selfossi 8. maí 1947. Hann
á tvö börn frá fyrra hjónabandi, Örn
og Ernu Dísi. 3) Dóttir, f. 12. des.
1944, látinn sama dag. 4) Jódís Arn-
rún, matráður og leiðsögumaður, f.
18. maí 1949. Fyrri maður hennar
var Jón Kristinn Cortez, f. 6. febrúar
1947. Sonur þeirra er Axel Örn,
ljósamaður hjá Þjóðleikhúsinu, f. 29.
Nú er tengdamóðir mín hefur yf-
irgefið okkar jarðneska líf hrannast
minningabrotin upp um einstaka
manneskju sem gaf samferðamönn-
um sínum svo margt á langri ævi.
Eflaust hefur hörð æska, þar sem
berklar herjuðu á marga landsmenn
og þar með móður hennar, þroskað
hana til muna. Og þar sem hún var
elst fimm systra þurfti hún 18 ára að
taka við móðurhlutverki á sínu stóra
heimili þar sem móðir hennar Jódís
kom vart heim frá Vífilsstöðum eftir
að hún átt yngstu dótturina. Eini
bróðirinn, rúmu ári eldri en hún, að-
stoðaði föðurinn við að draga björg í
bú. Síðar lentu Sigrún og eiginmaður
hennar í þeirri ógæfu að missa dreng
við fæðingu 1940 og síðar stúlku 1944.
Er ég kom inn í fjölskylduna í Stór-
holti 32 árið 1972 kynntist ég óvenju
ástríkri fjölskyldu þar sem stór hjörtu
rúmuðu alla þrátt fyrir þröngt hús-
næði. Tengdaforeldrar mínir voru
duglegir að heimsækja dætur sínar
tvær eftir að þær fluttu af höfuðborg-
arsvæðinu sín í hvora áttina og Stór-
holtið varð hótelið þeirra og fjöl-
skyldnanna þegar farið var til
höfuðborgarinnar. Þar var oft margt
um manninn og ávallt glatt á hjalla.
Einstakir hæfileikar Sigrúnar til
þess að hlusta, hugga og gefa góð ráð
gerðu hana að trúnaðarvini ungra
sem aldinna. Víðsýni hennar, umburð-
arlyndi og lífsskilningi var við brugðið
og var aðdáununarvert að sjá sam-
band hennar við barnabörnin sem
alltaf gátu snúið sér til ömmu ef erf-
iðleika bar að höndum og hjá henni
fengu þau ráðin sem dugðu. Aldrei sá
ég hana skipta skapi í okkar 30 ára
samskiptum, en ávallt var stutt í
glettnina.
Sigrún var einkar víðlesin og fróð-
leiksfús kona. Landafræðin var henni
ofarlega í huga og hafði hún yndi af
ferðalögum. Ættfræðin lá vel fyrir
henni enda eitt af aðaláhugamálum
eiginmannsins. Ef boðið var upp á
stóra tónlistarviðburði þá máttu þeir
ekki fram hjá henni fara. Þarna kippti
henni í kynið þar sem Pétur faðir
hennar var einkar fróðleiksfús og
mikill tónlistarunnandi.
Hún var falleg- og einstök heims-
kona og þrátt fyrir að oft væri þröngt í
búi hélt hún einstaklega fallegt heimili
og var ávallt glæsileg til fara. Ég
þakka almættinu fyrir að hafa fengið
að kynnast jafn góðri konu og tengda-
móðir mín var.
Eysteinn Ó. Jónasson.
Amma Rúna varð einhvern veginn
amma allra barna sem henni kynnt-
ust. Ég átti stundum ótrúlega bágt
með það því hún var amma mín. En
þannig var hún. Svo hlý og yndisleg
og laðaði alla að sér. Svo var hún líka
svo skemmtileg og með húmorinn í
lagi allt fram að síðustu stundu. Hún
var svo opin og fordómalaus og hún
var fyrirmynd mín.
Ég er svo hamingjusöm yfir því
hversu lengi við fengum að njóta þess
að hafa hana hjá okkur. Enda var hún
hlýðin kona. Í hvert sinn og hún dirfð-
ist að láta það út úr sér að nú væri
kannski kominn tími til að afi kæmi að
sækja hana var litið á hana með þjósti
og henni það harðbannað. „Nei. Það
eru tvö langömmubörn á leiðinni og
þú ferð sko ekkert án þess að sjá þau.“
eða „Nei. Við erum að fara til útlanda
og þú bara skemmir fyrir okkur fríið
ef þú ferð að hrökkva upp af á með-
an.“ eða „Nei. Hún Sigrún er nýfarin
og þú verður bara að bíða þar til hún
kemur aftur um jólin.“ Og svo mætti
lengi telja. Og alltaf sagði amma „Ha,
já auðvitað. Allt í lagi, kannski ekki al-
veg strax.“ Núna eru yngstu lang-
ömmubörnin á sjötta ári, allir búnir að
ferðast til útlanda og aftur heim
mörgum sinnum og Sigrún búin að
koma og fara, líka mörgum sinnum.
Loksins núna sá hún sér færi til að
smeygja sér hljóðlega í burtu, en
passaði sig þó á að vera ekki með
neinn dónaskap og leyfði okkur sem
elskum hana mest að kveðja hana.
Fyrir það er ég þakklát.
Ég á auðvitað ótal minningar um
hana ömmu mína og allar góðar. Sem
barn á ættaróðalinu að Stórholti 32 að
leika í búðarleik með náttborðið henn-
ar ömmu sem búðarborð, í mömmó
með stytturnar hennar ömmu, svo í
Danmörku þar sem við deildum her-
bergi í hálft ár og á Selfossi þar sem
við einnig deildum herbergi í nokkra
mánuði. En besta minningin er samt
úr eldhúsinu í Stórholtinu borðandi
jólakökuna hennar ömmu með kaldri
mjólk. Enn þann dag í dag er það ráð-
gáta hvernig henni tókst að gera kök-
una svona himneska. Sama hvað við
reynum. …
Elsku amma mín. Þú varst best af
öllum (og í þetta skiptið færðu ekki
tækifæri til að snúa út úr með ein-
hverjum vísum). Loksins fékk afi leyfi
til að koma og sækja þig og ég veit að
þú ert hamingjusöm og líður vel. En
þú verður bara að vera svolítið um-
burðarlynd yfir söknuði og sorg okkar,
því þú varst Drottningin. Höfðinginn.
Og þegar höfðinginn fellur frá verðum
við sem eftir erum svolítið ráðvillt og
aum. Ég þakka þér fyrir allt, allt, allt.
Mundu hverju þú lofaðir mér.
Þín
Arnrún.
Drottningin hans Sigga, hlýi hlust-
andinn og sögukonan, hefur nú kvatt
okkur.
Snemma á fimmta áratugnum fluttu
hjónin Sigrún Pétursdóttir og Sigurð-
ur Árnason í nýbyggðan verka-
mannabústað í Stórholti 32. Hún
Reykvíkingur, hann prestssonur af
Snæfellsnesinu. Íbúðina fyrir ofan
eignuðust önfirsk hjón á svipuðum
aldri. Börnunum fjölgaði og um tíma
bjuggu afar og ömmur á báðum hæð-
um. Fjölskyldurnar tvær voru undir
sama þaki í hálfa öld. Samskiptin urðu
dýrmætt veganesti út í lífið fyrir börn-
in á báðum hæðum. Fólkið praktiser-
aði vináttu og kærleika upp á hvern
dag, sú umhyggja var menningin sem
fyrir börnunum var höfð. Húsbóndinn
á neðri hæðinni var trúaður sjálfstæð-
ismaður. Uppi á lofti sat í öndvegi
sannfærður sósíalisti. Sjálfsagt var að
lána Moggann upp á loft og Þjóðvilj-
ann niður, daglega. Aldrei man ég að
hvessti á milli hæða sökum stjórnmála,
né annarra málefna sem auðvelt hefði
verið að æsa sig yfir. Það var hollt að
læra með reynslunni að besta fólkið í
heiminum gat verið bæði í Sjálfstæð-
isflokknum og Alþýðubandalaginu.
Mæðurnar á báðum hæðum gegndu
fullu starfi húsmóður á gestrisnum
heimilum. Snæfellingar, Önfirðingar
ásamt vinum og ættingjum af mölinni
komu í spjall. Eða gistingu. Alltaf til
með kaffinu. Stórþvottar fyrir tíma
þvottavélanna í sameiginlegu þvotta-
húsi, balar og tau í þurrkherberginu.
Allt í ljúfri löð. Heitur matur í hádegi
og að kvöldi. Sláturgerð í kjallaranum,
mörinn skorinn, krakkar haldandi í
ristla og frænkur með í atinu. Siggi í
kjallaratröppunum að svíða lappir eða
að gera að sel undan Jökli. Yndisleg
sveitamennskan í Holtunum í Reykja-
vík og bæjarstúlkan Rúna eins og fisk-
ur í vatni. Stórveisla hjá fjölskyldunni
á loftinu, borð dekkuð í stofunum á
neðri hæðinni fyrir matargesti efri
hæðarinnar. Eldhúsið hennar Rúnu
lagt undir veitingarnar. Eftir matinn
streyma tugir veislugesta upp á loft og
fjölskyldurnar tvær halda veislunni
áfram.
Snæfellingamót, félagsvist og dans
og hjónin á neðri hæðinni taka ná-
grannahjónin og stelpurnar uppi og
niðri, varla á fermingaraldri, með.
Rúna smart, stundum í kjólum sem
maður sá bara í fataskápnum hennar
og í tískublöðunum.
Allar sögurnar hennar Rúnu!
Stundum krassandi. Alltaf skemmti-
legar og spennandi. Hlátur og húmor
og svo þessi hlýja. Frábært þegar
Anna mágkona var í heimsókn. Sú
kunni nú að segja sögurnar og fyrir
engan mun mátti missa af kaffispjall-
inu þeirra Rúnu. Gerði samning við Jó-
dísi, jafnöldruna á neðri hæðinni, að ná
alltaf í mig þegar Anna kæmi.
Rúna kunni líka allra manna best að
hlusta. Uppeldisfræðingar nútímans
kalla það virka hlustun. Er meðal þess
besta sem fullorðnir geta gefið börn-
um og unglingum. Hlustað með áhuga,
hlýju og skilningi, án hneykslunar eða
umvandana.
Níræð á elliheimili. Hélt þétt í hend-
ur. Hlýjan og áhuginn streymdu frá
henni eins og alltaf áður.
Með djúpri þökk kveð ég Rúnu
mína. Það gera bræður mínir líka. Hún
kveður síðust þess góða fólks sem mót-
aði okkur í Stórholtinu.
Kristín Á. Ólafsdóttir.
SIGRÚN
PÉTURSDÓTTIR
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
ÞORBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR
frá Neðribæ,
Flatey á Skjálfanda,
síðast til heimilis
á dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarhlíðar og Reynihlíðar á dvalar-
heimilinu Hlíð.
Róslín Erla Tómasdóttir, Sævar Sigurpálsson,
Baldur Snævarr Tómasson, Lilja Sigríður Guðmundsdóttir,
Heimir Eyfjörð Tómasson,
Rósa María Tómasdóttir, Ingvi Óðinsson,
Jóhanna Kristín Tómasdóttir,
Tómas Bjarni Tómasson, María Friðriksdóttir,
Kristján Helgi Tómasson, Ingigerður Bjarnadóttir,
Ásgeir Elfar Tómasson, Ágústa Karlsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur.