Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 2
Ódýrari flutningur fjármuna milli landa FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Norð- urlandanna funduðu í Osló í gær í tengslum við þing Norðurlandaráðs og sótti Geir H. Haarde fjármálaráð- herra fundinn fyrir Íslands hönd. Meðal þess sem var til umfjöllunar var flutningur á fjármunum milli landa. Stefnt hefur verið að því að flutningurinn verði ódýrari og taki minni tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Sömuleiðis var ákveðið að stefna að því að bæta þjónustu við almenn- ing um mismunandi skattareglur á Norðurlöndunum, einkum á vefnum. Málefni Norræna fjárfestingar- bankans, NIB, vógu þungt á fund- inum en forsætisráðherrar Norður- landa fólu ráðherrum fjármála á fundi sínum í gær að ganga frá samningum við Eystrasaltslöndin um aðild þeirra að bankanum. Ísland verður í forsæti í Norður- landasamstarfinu á næsta ári. Geir H. Haarde gerði á fundinum í gær grein fyrir áherslum Íslands á verk- efnasviði ráðherranna. Í tilkynning- unni segir að lagt verði til að ráðast í sérstakt rannsóknarverkefni um samspil stjórnar peningamála og rík- isfjármála. FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ YFIRTEKUR KAUPÁS Norvik hf., sem rekur BYKO og ELKO, hefur samið við Landsbanka Íslands um kaup á rúmlega 70% hlutafjár í verslunarkeðjunni Kaupási, en bankinn hyggst nýta forkaupsrétt sinn til kaupa á 53,4% heildarhlutafjárins í samræmi við hluthafasamkomulag Landsbankans og Framtaks fjárfestingarbanka. Framtak hafði áður selt Áskaupum ehf. hlut sinn í Kaupási en þau kaup ganga með þessu til baka. Norvik átti ekkert fyrir í Kaupási en stefnt er að því að gera öðrum hluthöfum í Kaupási yfirtökutilboð í þeirra hluti. Uppsagnir á Vellinum Verkalýðsfélögunum á Suð- urnesjum og fleiri stéttarfélögum var tilkynnt í gærmorgun um upp- sagnir á 90 starfsmönnum Varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli um mánaðamótin. Eru þetta um 10% af heildarfjölda íslenskra starfsmanna á Vellinum. Af þessum 90 starfs- mönnum eru 69 búsettir á Suð- urnesjum og 21 á höfuðborgarsvæð- inu. Íslenska vinsæl erlendis Vaxandi áhugi er á nútíma- íslensku erlendis, en alls bjóða um 40 erlendir háskólar upp á nám í nú- tímaíslensku. Í þessu sambandi má nefna að Stofnun Sigurðar Nordals ásamt Hugvísindastofnun, íslensku- skor Háskóla Íslands, háskólanum í Madison, Wisconsin í Bandaríkj- unum og nokkrum háskólum í Evr- ópu er að vinna að kennsluefni á Netinu, „Icelandic Online“, sem stefnt er á að taka í notkun eftir næstu jól, en verkefnið verður kynnt sérstaklega á Hugvísindaþingi um næstu helgi. 40 farast í Bagdad Bílsprengjur sprungu við bæki- stöðvar Rauða krossins og þrjár lög- reglustöðvar í Bagdad í gær með þeim afleiðingum að yfir 40 manns fórust og rúmlega 200 slösuðust. Greinilegt þótti að um þaulskipulagt og samhæft hryðjuverk væri að ræða. Bandaríkjamenn telja að menn hliðhollir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta, beri ábyrð á til- ræðunum. Hlutabréfahrun í Rússlandi Mikil lækkun varð á gengi hluta- bréfa á markaði í Rússlandi í gær í kjölfar handtöku forstjóra rúss- neska olíufélagsins Yukos. Sérfræð- ingar í rússneskum stjórnmálum segja að Vladímír Pútín forseti hafi tekið mikla áhættu í málinu með því að snúast á sveif með klíku embætt- ismanna í Kreml er störfuðu áður fyrir rússnesku leyniþjónustuna og vilji nú koma forstjóranum, Míkhaíl Khodorovskí, á kné. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Úr verinu 12 Viðhorf 34 Viðskipti 14/16 Umræðan 34/36 Erlent 14/16 Minningar 36/40 Minn staður 18 Skák 41 Höfuðborgin 19 Bréf 42 Akureyri 20 Dagbók 44/45 Suðurnes 21 Íþróttir 46/49 Austurland 22 Fólk 50/53 Landið 23 Bíó 50/53 Daglegt líf 25 Ljósvakar 54 Listir 26/33 Veður 55 * * * LÁTIN er í Reykjavík Emilía Sjöfn Kristins- dóttir. Sjöfn var gift Birni Hallgrímssyni, forstjóra H. Benedikts- sonar hf., stjórnarfor- manni Skeljungs hf. og nokkurra annarra fyr- irtækja, og áttu þau fjögur börn. Sjöfn lést á Landa- kotsspítala, þar sem hún dvaldist síðustu misseri og naut um- hyggju og vinalegs við- móts þess góða fólks sem þar starf- ar. Sjöfn var fædd í Reykjavík hinn 12. ágúst 1927 og var dóttir Emilíu Bjargar Pétursdóttur húsfreyju og Kristins J. Markússon- ar, kaupmanns í Geysi hf., sem bjuggu á Stýri- mannastíg 12 í Reykja- vík. Sjöfn og Björn bjuggu mest af sinni hjúskapartíð á Fjólu- götu 1 í Reykjavík. Börn Sjafnar og Björns eru Áslaug, gift Gunn- ari Sch. Thorsteinssyni og eiga þau þrjú börn, Kristinn, kvæntur Sól- veigu Pétursdóttur og eiga þau þrjú börn, Emilía Björg, sem var gift Sigfúsi Haraldssyni og eiga þau þrjá syni, og Sjöfn Björns- dóttir, gift Sigurði Sigfússyni og eiga þau fjögur börn. Andlát EMILÍA SJÖFN KRISTINSDÓTTIR GREINILEG aukning hefur orðið á Norðurlönd- unum í heild á smittilfellum þar sem fjölónæmir sýklar (MÓSA) koma við sögu og eru samtök sýkla- fræðinga og smitsjúkdómalækna á Norðurlöndun- um á einu máli um að þarna sé um mjög alvarlega ógnun við heilbirgðiskerfið á Norðurlöndunum að ræða og að þegar þurfi að hefjast handa um aðgerð- ir til þess að hafa stjórn á ástandinu. Var skipaður vinnuhópur norrænna smitsjúkdómafræðinga á þingi samtakanna, sem haldið var um helgina, til þess að vinna að því að halda smitunum af völdum þessara sýkla innan við 1% á Norðurlöndunum, en víða í Evrópu eru sýkingar af völdum þessara sýkla orðnar mjög algengar. Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yf- irlæknir á sýklafræðideild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, sem var á þinginu sem haldið var í Óð- insvéum í Danmörku um helgina, sagði að um væri að ræða svonefnda klasakokka sem yllu spítalasýk- ingum og væru einnig orsök sýkinga í sárum. Þessir sýklar væru ónæmir fyrir venjulegum sýklalyfjum og næðu þessir sýklar fótfestu á sjúkrahúsum, eins og væri raunin víða í Evrópu þar sem hlutfall ónæmra stofna væri komið upp í 20–50%, þyrfti að breyta algerlega um sýklalyfjameðferð með ærnum tilkostnaði fyrir heilbrigðiskerfið og miklum óþæg- indum fyrir sjúklinga. Karl sagði að þessir ónæmu stofnar hefðu komið nokkrum sinnum til Íslands á undanförnum árum og meðal annars hefði þurft að loka nokkrum deild- um á Landakoti og víðar út af þessum sýkingum síðastliðinn vetur. Þessi tilvik hefðu orðið tíðari á síðustu árum, bæði hér og á hinum Norðurlönd- unum, en tekist hefði að halda þessum sýkingum niðri með markvissum aðgerðum sem miðuðu að því að einangra sjúklinga og starfsfólk og loka deildum ef með þyrfti, þar til tryggt væri að sýklinum hefði verið útrýmt. Nú væri hins vegar álagið á sjúkrahúsum að aukast bæði hér og á hinum Norðurlöndunum vegna fjölgunar sýkinga af völdum þessara fjöl- ónæmu sýkla, auk þess sem dæmi væru um smit- anir af völdum þessara sýkla utan sjúkrahúsa. Þó væri ekki um það að ræða hér á landi en bæði í Dan- mörku og í Noregi til dæmis. Á þinginu hefðu komið fram áhyggjur smitsjúkdómalækna af því að nægur skilningur væri ekki á meðal sjúkrahússtjórna og stjórnmálamanna á þörfinni fyrir að grípa til jafn- róttækra aðgerða og að loka deildum og elta uppi þessa ónæmu stofna til þess að uppræta þá. Fer vaxandi frekar en hitt „Þar sem þetta kemur til með að fara vaxandi frekar en hitt núna á næstunni lýstu þátttakendur á þinginu yfir áhyggjum sínum vegna þessa og köll- uðu eftir skilningi heilbrigðisyfirvalda og stjórn- málamanna á þörfinni fyrir að halda þessum sýk- ingum niðri. Hinn valkosturinn að leyfa þessum sýklum að breiðast út, eins og hefur gerst til dæmis í Bretlandi, er miklu verri. Það er bæði dýrara og mun lakari kostur fyrir sjúklingana þegar upp er staðið,“ sagði Karl. Hann sagði að hlutfall þessara sýkinga í blóðsýk- ingum bæði hér og á Norðurlöndunum væri enn innan við 1% á sama tíma og algengasta hlutfallið væri 20–40% á stóru sjúkrahúsunum í Evrópu. Áhyggjur á Norðurlöndum af fjölgun smitana af völdum fjölónæmra sýkla Vinnuhópur skipaður til að halda smitunum innan við 1% Alvarleg ógnun við heilbrigðiskerfið á Norðurlöndum NOKKUÐ er um það að hvalfriðunarsinnar eyðileggi veggspjöld sem Flugleiðir hafa látið setja upp á lest- arstöðvum í Lundúnum þar sem ferðir til Íslands eru auglýstar. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að um víðtæka auglýsingaherferð sé að ræða sem hafi hafist um miðjan september og standi yfir fram í miðja nóvember. Um sé að ræða nokkrar mismunandi útgáfur af veggspjöldum sem komið sé upp á 700 stöð- um í öllum neðanjarðarlestastövunum í Lundúnum. Herferðin hafi gengið mjög vel og Flugleiðir hafi feng- ið mikil og góð viðbrögð við henni. Hins vegar hafi verið nokkur dæmi þess að hvalfrið- unarsinnar hafi skemmt eitthvað af vegspjöldum. Það sé aftur á móti erfitt að fá yfirsýn yfir hvað það sé mik- ið um þetta, þar sem að veggspjöldin séu hreinsuð og skipt út af starfsfólki lestarstöðvanna jafnóðum og þetta gerist. „Við þekkjum allnokkur dæmi um að hvalfrið- unarsinnar hafi verið að koma svona skilaboðum á framfæri, en það er ekki hægt að hafa yfirsýn yfir það hvað það er mikið,“ sagði Guðjón. Hann sagði að andstæðingar hvalveiða væru mjög áberandi í Bretlandi og notuðu flest tækifæri sem gæf- ust til þess að koma málstaðnum á framfæri. Þeir yrðu áþreifanlega varir við það í sínu markaðsstarfi. Skrif- stofur þeirra í Bretlandi og víðar fengju mikið af orð- sendingum og tölvupósti þessa efnis. Þá væri mikið fjallað um hvaðveiðarnar í bandarískum fjölmiðlum. Þannig væri hann með undir höndum þykka möppu með úrklippum úr bandarískum blöðum þar sem um- fjöllunarefnið væri hvalveiðar Íslendinga. Aðspurður hvort þeir teldu hættu á að hvalveiðarnar sköðuðu íslenska ferðaþjónustu sagði Guðjón að þeir hefðu áhyggjur af þeim áhrifum sem hvalveiðarnar hefðu í þeim efnum. Hvalfriðunar- sinnar skemma veggspjöld í Lundúnum Mikið fjallað um hvalveiðar Íslendinga í Bandaríkjunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.