Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Af bók þinni má ráða að Samein- uðu þjóðirnar áttu aldrei að verða eitthvert útópískt draumaverk- efni, heldur ætluðust stofnend- urnir til þess að SÞ fengi raun- veruleg völd. Hvað myndu þeir segja um Sameinuðu þjóðirnar eins og þær eru í dag? Stofnendurnir myndu telja að Sameinuðu þjóðirnar gegndu í dag mun viðameira hlutverki í alþjóða- málum en þeir gerðu sér nokkurn tímann í hugarlund að samtökin myndu gegna, sérstaklega að því er varðar málefni er snerta samfélags- vandamál hjá þjóðum heimsins; svo sem sjúkdóma, fátækt og þróun- armál. Þegar viðhorf núverandi ráða- manna í Washington til SÞ eru höfð í huga er það ef til vill svolít- ið kaldhæðnislegt að samtökin voru fyrst og síðast hugarfóstur Bandaríkjamanna. Hvernig er hægt að útskýra þessa stað- reynd? Ríkisstjórn Bandaríkjanna kemst í uppnám þegar hún fær ekki öllu sínu framgengt á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Truman forseti áttaði sig hins vegar á því að Bandaríkin myndu ekki alltaf fá sitt fram. Hann sagði í ávarpi sínu á stofnfundinum í San Francisco árið 1945: „Við verðum að átta okkur á því – sama hver styrkur okkar er – að við munum þurfa að neita sjálfum okkur um leyfi til að gera alltaf eins og okkur fýsir. Það er það gjald sem hver þjóð mun þurfa að greiða fyrir heimsfrið.“ Sameinuðu þjóðirnar hafa veikst vegna þess hvernig Íraksstríðið bar að. Munu þær ná sér á strik á ný? Sameinuðu þjóðirnar hafa lent í ýmsum skakkaföll- um í gegnum tíðina og alltaf náð sér aftur á strik. Hvers vegna? Vegna þess að það er enginn valkostur við þessi merkilegu alþjóðasamtök að því er varðar öryggi og frið. Jafnvel Bandaríkin hafa nú snúið sér aftur að Sam- einuðu þjóðunum þrátt fyrir einhliða hernaðarárás þeirra á Írak. Hversu mikilvægt er að gera um- bætur á skipan öryggisráðsins? Það er mjög mikilvægt að fjölga þjóðum sem sæti eiga í örygg- isráðinu þannig að skipan ráðsins endurspegli núverandi valdahlutföll í heiminum. En ég efast um að ríkin fimm sem hafa neitunarvald muni nokkurn tíma gefa eftir sérstök for- réttindi sín, sama hvaða umbóta- tillögur koma fram. Hvers konar umbætur sérðu fyrir þér að geti átt sér stað? Í besta falli þá verður örygg- isráðið stækkað þannig að tuttugu og ein þjóð eigi þar sæti í stað fimm- tán. Einnig er hugsanlegt að gerð verði tilraun til að mynda hraðvirkt herlið sem gert yrði út af örkinni undir fána Sameinuðu þjóðanna. Margir áhrifamenn í Bandaríkj- unum hafa gagnrýnt áhrif og völd smáþjóða sem litlu skipta en sem á einum tíma eða öðrum eiga sæti í öryggisráðinu. M.a. voru menn ósáttir við það í aðdrag- anda Íraksstríðsins að slíkar þjóð- ir gætu sett Bandaríkjunum stól- inn fyrir dyrnar. Ráða smáþjóðir of miklu hjá Sameinuðu þjóðunum? Í raun og veru er það þannig að smáþjóðir ráða litlu í öryggisráðinu vegna þess að þær hafa ekki neit- unarvald. Það eru fyrst og fremst fastafulltrúarnir, sem hafa neitunarvald, sem geta sett Bandaríkjunum stól- inn fyrir dyrnar – og þannig reitt ráðamenn í Wash- ington til reiði. Hvað getur þjóð eins og Ísland – sem sækist eftir sæti í öryggisráðinu 2009–2010 – mögulega haft fram að færa á þeim vettvangi? Smáþjóð eins og Ísland getur lagt áherslu á mikil- vægi Sameinuðu þjóðanna – sem sá vettvangur þar sem litlar þjóðir geta varist ásælni og yfirgangi stærri þjóða. Spurt og svarað | Stephen Schlesinger Það kemur ekkert í staðinn fyrir SÞ Stephen Schlesinger er framkvæmdastjóri rannsóknastofnunarinnar World Policy Institute í New York. Hann hefur stundað blaða- og fræði- mennsku um árabil og nýverið kom út bók hans Act of Creation: The Untold Story of the Founding of the United Nations en þar rekur hann tilurð Sameinuðu þjóðanna árið 1945. Schlesinger svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. Stephen Schlesinger ’ Það er mjögmikilvægt að fjölga þjóðum sem sæti eiga í öryggis- ráðinu. ‘ Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is SKÓGARELDARNIR í Kaliforníu geisuðu stjórnlaust í gær á 10 stöð- um og höfðu þá orðið 13 manns að bana og hrakið tugþúsundir manna frá heimilum sínum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjórum sýslum. Skraufþurrt land og sterkir vind- ar kyntu undir eldunum, sem í gær höfðu eyðilagt um 132.000 hektara lands og brennt að minnsta kosti 825 hús. Mesta eldhafið, sem geisar á um 46.000 hektara svæði, samein- aðist í gær öðru og var þá farið að ógna úthverfum San Diego-borgar en þar búa 1,2 milljónir manna. „Eldarnir eru óviðráðanlegir,“ sagði Susan Knauss, talsmaður lög- reglustjórans í borginni. „Hættan, sem af þeim stafar, er meiri en orð fá lýst.“ Ekkert skólahald var í borginni í gær, engir kappleikir eða aðrir slík- ir viðburðir enda lá reykjarmökk- urinn frá eldunum yfir henni allri. Hefur mikil röskun orðið á flug- samgöngum þar og annars staðar. Hremmdi bíla fólks á flótta Ellefu dauðsfallanna áttu sér stað við San Diego en tvær mann- eskjur brunnu til bana í bílum sín- um er þær reyndu að flýja burt. Eldurinn, knúinn áfram af svoköll- uðum Santa Ana-vindum, hremmdi þær samt. Þá fengu tvær aldraðar manneskjur hjartaáfall í San Bern- ardino-sýslu er þær horfðu á eldinn gleypa heimili sín. Vitað er, að brennuvargar hafa komið sumum eldanna af stað. Eins og fyrr segir er landið mjög þurrt, vindurinn nær allt að 80 km hraða á klukkustund og auki er óvanalega heitt miðað við árstíma. Ekki er búist við, að nein breyting verði á fyrr en um miðja næstu viku. Stjórnlausir skógareldar í Kaliforníu Hundruð húsa brunnin, 13 látnir og eldar farnir að ógna San Diego AP Slökkviliðsmenn í Ventura horfa á eldhafið nálgast. Ofsalegur hitinn frá eldunum framkallar skýstrók og logatungu, sem nær hátt í loft upp.      5  05 6 7 -  %  /0 %" ! " - $   $ 24  %"  1" 8(( !& ! " 1%  $+ # *   !        " !             +  !     +            ,%%%%  5  %       ! !"# $%%  5+ (  - ./0 ' 1 & Los Angeles. AFP. JÓHANN Karl Spánarkonungur vígði í gær safn til minningar um Pablo Picasso. Er það í Malaga, heimaborg listmálarans, en hann hafði óskað þess sjálfur, að slíku safni yrði komið þar á fót. Kjarni safngripanna er 204 verk, málverk, teikningar, höggmyndir, leirmunir og ristur, sem barnabarn Picassos, Bernard Ruiz-Picasso, og tengdadóttir hans, Christine, hafa gefið en auk þess verða þar til sýnis í nokkurn tíma 43 önnur verk. Er safnið til húsa í Buenavista-höllinni, sem er frá 16. öld og hefur verið endurnýjuð mikið. Picasso fæddist í Malaga 1881 en settist að í París 1904. Hét hann því á sínum tíma að snúa ekki aftur til heimalandsins svo lengi sem Franc- isco Franco hershöfðingi og ein- ræðisherra á Spáni væri að lífi. Pic- asso lést 1973 en Franco tveimur árum síðar. Christine var gift Paul, syni Pic- assos, en hann er nú látinn. Sagði hún við vígsluna í gær, að hann hefði þegar á sjötta áratug síðustu aldar farið til Malaga til að koma þar upp safni en Franco-stjórnin, sem leit á Picasso sem úrkynjaðan listamann, hefði komið í veg fyrir það. Fræg verk frá ýmsum tíma Malaga-safnið stendur vissulega að baki Picasso-söfnunum í París og Antibes í Frakklandi, í Barce- lona á Spáni og í New York en á móti kemur, að það er skammt frá húsinu þar sem listmálarinn fædd- ist. Þar er einnig Picasso-stofnunin til húsa. Verk listmálarans í Malaga- safninu eru frá ýmsum tíma og meðal þeirra kunn og fræg verk eins og „Olga Kokhlova með Man- tilla“ (1917), „Jacqueline situr“ (1954) og „Maður, kona og barn“, sem Picasso lauk við ári áður en hann lést. Spænska dagblaðið El Pais sagði, að Sothebys-uppboðs- fyrirtækið hefði metið verkin í safninu á hátt í 16 milljarða ísl. kr. Safn til minningar um Picasso opnað í Malaga Madrid. AP. Listmálarinn Pablo Picasso.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.