Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 37 ✝ Guðrún Þor-valdsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 30. maí 1921. Hún lést á Droplaugarstöðum 17. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Þorvaldur Ásgeir Kristjánsson, f. á Hjaltabakka í A- Hún. 10. október 1900, d. 9. mars 1976, og Björg Sigvalda- dóttir, f. í Dæli í Fljótum 2. september 1893, d. 20. janúar 1937. Tvíburabróðir Guðrúnar var Kristján, d. 11. ágúst 2003. Önnur systkini Guð- rúnar eru Óli Sverrir, f. 3. mars 1923, d. 13.3. 1992, hálfsystir sam- mæðra Björg Haf- steins, f. 6. ágúst 1928, og hálfsystir samfeðra Arndís, 23. mars 1924, d. 2003. Árið 1957 giftist Guðrún Hjálmari Jónssyni, f. 27.2. 1918, d. 22.8. 1971. Foreldrar hans voru Elín Sigfúsdóttir og Jón Hjálmarsson. Guðrún lærði fót- snyrtingu og hand- snyrtingu í Dan- mörku og starfaði við það mestan hluta ævinnar. Útför Guðrúnar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku systir, þakka þér samfylgd- ina og allar dýrmætar samveru- stundir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð blessi minningu þína. Þín systir Björg. Stundum er sagt að það séu óskýr- anleg tengsl milli systkina. Aðrir halda því fram að tvíburar myndi enn sterkari tengsl en gengur og gerist. Það liðu ekki nema rúmir tveir mán- uðir frá því að faðir okkar, Kristján B. Þorvaldsson, lést að tvíburasystir hans, Guðrún, kvaddi þennan heim. Gunna frænka fæddist ekki með silfurskeið í munni og ólst upp við kröpp kjör á sínum uppvaxtarárum. Hún giftist ung Hjálmari Jónssyni en varð fyrir þeirri stóru sorg að missa hann eftir stutt hjónaband. Upp frá því bjó hún ein alla sína tíð. Bróðir hennar, Óli Sverrir Þorvalds- son heitinn, bjó hjá henni síðustu æviár sín. Guðrún starfaði stærstan hluta af ævi sinni sem snyrtifræðingur. Hún átti marga viðskiptavini sem komu aftur og aftur til hennar með særðar neglur og aumar tær. Og meðan Gunna frænka „læknaði“ þær, var líf- ið krufið í sinni margbreytilegu mynd. Guðrún var fagurkeri og heimili hennar í Bogahlíð var hlýlegt og skreytt mörgum fallegum munum. Gunna frænka var kærkominn gestur í Sigluvoginum. Það blésu ávallt ferskir vindar með henni þegar hún kom. Hún hafði ákveðnar skoð- anir og stóð föst á sínu. Kímnigáfa hennar var auðug og hún kom okkur systkinunum oft til að hlæja. Jólin og Gunna frænka var eitt- hvað órjúfanlegt. Þau fáu jól í Siglu- voginum sem hún ekki gat verið með okkur voru öðruvísi jól. Það vantaði eitthvað sem alltaf hafði verið – það vantaði Gunnu frænku. Gunna frænka fylgdist vel með okkur systkinunum. Vildi ávallt vita hvað við værum að sýsla og síðar fylgdist hún vel með börnum okkar. Gunna frænka hefur eflaust verið hvíldinni fegin. Síðustu æviárin höfðu verið henni erfið. Veikindi gerðu það að verkum að hún var að mestu rúmliggjandi síðustu mánuði. Við kveðjum hér góða, umhyggju- sama og umfram allt skemmtilega frænku. Gunna sameinast nú bræðr- um sínum á góðum stað. Björg Hafsteins, vinir og vanda- menn – megi guð, í hverri mynd sem hann birtist, styrkja ykkur í sorginni. F.h. systkinanna úr Sigluvoginum, Hans Kristjánsson. Í dag kveð ég elskulega vinkonu mína, Guðrúnu Þorvaldsdóttur. Við andlát vinar leitar hugurinn til baka, óháð tíma og rúmi. Maður upplifir óteljandi myndir í áranna rás, minn- ingabrot sorgar og gleði, endurlifir orð og athafnir, hnyttin tilsvör og hlýja stroku á vanga. Bezta vinkona móðursystra minna, Haddýjar og Huldu, var Gunna Þorvalds. Hún kom fyrir 65 árum eins og stormsveipur inn í líf móðurfjölskyldunnar minnar, sem þá bjó á Brávallagötunni. Frá þeim tíma hefur hún sveipað okkur systkina- börnin umhyggju og væntumþykju og að sjálfsögðu siðað okkur til frá unga aldri. Ransý móðursystir mín bjó á Grenimelnum ásamt Tómasi og barnahópnum þeirra; Einari, Ragn- ari, Gunnari, Ransý yngri og Gurrý. En þar réð einnig Gunna Þorvalds ríkjum og lét fátt fram hjá sér fara. Hún hafði mjög fastmótaðar skoðan- ir hvað varðaði barnauppeldi og hvernig börn áttu að vera ,,pen“ og ,,prúð“ og þar þýddi sko ekkert múð- ur. Þegar ég var unglingur flutti Gunna Þorvalds til okkar með Hjálmari sínum á Hverfisgötuna, þar sem mamma bjó með mér og Einari bróður mínum. Mjög erfitt var á þessum árum að fá leiguhúsnæði. Fyrirhuguð þriggja mánaða búseta hjónakornanna varð að þremur ár- um. Ég tók alveg dýfur af kvíða, þeg- ar stórskútan Gunna Þorvalds sigldi inn í unglingstilveru mína fyrir full- um seglum. Mamma hafði gefið mér mjög frjálst og sjálfstætt uppeldi en nú var sem sagt kominn annar skip- stjóri á skútuna og nú átti sko aldeilis að ala mig upp! Sjóorrusturnar á heimilinu byrjuðu ekki hægt, heldur hratt og stígandi og urðu á tímum eins konar sjóræningjaorrustur uns friður var saminn. Við nöfnurnar felldum seglin og bundumst tryggða- böndum. Það var yfirleitt aldrei nein logn- molla hjá okkur á Hverfisgötunni eða í kringum Gunnu Þorvalds. Maður- inn hennar, sem kallaður var ,,Hjálmar hennar Gunnu“ var ein- staklega léttur í lund og mikill hug- sjóna- og bjartsýnismaður. Hann fékkst við alls kyns innflutning og var einn af fáum sem fluttu inn vörur frá austanjárntjaldslöndunum. Hann nældi sér í umboð fyrir pólska vodk- að og í einni Póllandsferðinni hefði hann rekist á bragðgott súkku- laðikex sem hann lét sneiða niður í hentugar stærðir, pakka inn í gull- pappír og nefndi Prins Póló. Hann ,,Hjálmar hennar Gunnu“ sem kenndi Íslendingum að borða Prins Póló tók gjarnan danssporin með Gunnu sinni heima í stofu. Hann setti Louis Armstrong í botn á grammó- fóninum og tók tjúttaðar sveiflur með Gunnu sína í fanginu og kallaði: ,,Sjáið þið – finnið þið – hún svífur um í Chanel #5,“ og þessi framandi ilm- vatnslykt sem fékkst bara í útlönd- um, sveif um hýbýlin heima eins og boðberi nýrra tíma. Í minningunni sé ég þau fyrir mér dansa eftir söngn- um hans Louis – ,,Hallo Dolly“ – með engum smátilþrifum. Enga konu þekkti ég sem átti jafn- marga fallega skartgripi, jafnmörg ilmvötn, naglalökk og flotta hatta, enda var hún lærð snyrtidama frá kóngsins Kaupmannahöfn. Og hún var svo sannarlega dama og klassa- kona. Gunna var alltaf jafnfín með túberað hár á háhæluðum skóm og rauðlakkaðar neglur. Síðar, þegar þau fluttu á Smiðjustíginn í húsið hjá Helgu frænku, Láru og Tryggva, saknaði ég þeirra manna mest. Gunna Þorvalds var mikil stemn- ingsmanneskja og fagurkeri. Það var ekkert betra en góðra vina fundur á Smiðjustígnum. Á góðra vina fundi er glóði vín á skál naut hún augna- bliksins og návistar vina sinna. Gunna Þorvalds átti góða vini og fjölskyldu. Bræður hennar, Kristján og Óli, eru báðir látnir en eftir lifir Björg systir hennar, sem var henni lífsakkeri og styrkur. Þegar mann- eskjan er svipt getunni til sjálfs- bjargar verður lífið dapurt. Síðustu árin var gleðin og hamingjan að mestu horfin hjá vinkonu minni. Ég var svo lánsöm að eiga með henni góða stund kvöldið áður en hún dó. Ég sagði henni fréttir af fjöl- skyldunni og hvað mér þætti vænt um hana. Ég þakka henni samfylgd- ina, elskuna hennar alla og fyrir það að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig. Ég sendi fjölskyldu og vinum Guðrúnar Þorvaldsdóttur samúðar- kveðjur, þá sérstaklega Björgu syst- ur hennar, sem var henni bezt. Ég kveð vinkonu mína með ljóð- línum séra Sigurbjörns Einarssonar: Þannig varstu vinur mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. Guðrún Sverrisdóttir. Við andlát Gunnu minnar leitar hugurinn nær sextíu ár aftur í tím- ann. Ég var enn í móðurkviði þegar hún fluttist inn á heimili foreldra minna, upphaflega til að aðstoða við heimilisstörfin og gæslu bræðra minna. Ég var svo lánsöm í æsku og alla tíð síðan að alast ekki eingöngu upp við ástríki foreldra, heldur naut ég líka umhyggju og elsku hennar Gunnu minnar. Ég naut einnig þeirra forréttinda sem barn að geta valið, þegar eitthvað stóð til, hvort ég vildi fara með Gunnu eða foreldrunum. Og mér er sagt að oftar en ekki hafi ég svarað því til að ég vildi fara með Gunnu, „því hún þekkti allar leiðir“. Í endurminningunni er Gunna órjúfanlegur hluti af stórfjölskyldu minni, á gleði- og sorgarstundum, því hún var bæði traust, skemmtileg og ekki síst góður vinur okkar allra. Við söknum hennar. Síðustu árin hafa verið henni Gunnu minni erfið vegna sjúkleika, en nú hefur hún fengið hvíldina. Að leiðarlokum biðjum við fjöl- skyldan þess að þú hvílir í Guðs friði elsku Gunna mín. Þín Ragnheiður (Ransý litla). Hún Gunna Þorvalds, vinkona hennar mömmu, var alltaf böðuð æv- intýraljóma. Hún var heimskona, tengd einhverjum alþjóðlegum straumum sem voru ekki algengir á Íslandi á uppvaxtarárum okkar. Við munum eftir henni í grænbláum sat- ínkjól með óvenjulega skartgripi sem báru merki um fegurðarskyn henn- ar. Fyrstu minningar okkar um Gunnu eru frá Smiðjustígnum þar sem hún bjó með Hjálmari, eigin- manni sínum. Þau bjuggu rétt hjá Kardemommubænum sjálfum eins og við kölluðum Þjóðleikhúsið á þess- um árum. Í næstu íbúð bjó Guðrún saumakona sem var eins og klippt út úr svarthvítri bíómynd þar sem hún töfraði fram glæsilega árshátíðar- kjóla úr siffoni og tafti með títu- prjóna á hauslausum gínum. Í næstu götu rak Gunna snyrtistofu þar sem hún tók á móti mömmu með okkur í eftirdragi. Barnsaugun drukku í sig örugg handtök snyrtifræðingsins, en dag einn breyttist aðdáunin í undrun þegar þar sat þjóðfrægt karlskáld í fótabaði með svartan lit á augnbrún- um og hárum. Svona undur gátu bara gerst í nálægð Gunnu. Hún þekkti alls konar fólk, listamenn og presta og við dáðumst að kynnum hennar af þessum furðufuglum. Þær Gunna og móðir okkar, Hjör- dís, höfðu verið vinkonur frá unga aldri og því var sjálfsagt að Gunna væri með á öllum hátíðarstundum. Þegar faðir okkar dó og við uxum úr grasi umgengust þær vinkonurnar meira en áður. Gunna kom alltaf fær- andi hendi, bæði með gjafir en líka með skemmtilegri og gefandi návist sinni. Hún var einstaklega góð við syni okkar og þeir voru vissir um að hún væri náfrænka okkar. Þeim, eins og okkur, fannst Gunna skemmtileg og pöntuðu sérstaklega að henni væri boðið með þegar hist var heima hjá ömmu. Þær vinkonurnar gátu hlegið að gömlum minningum, sér- staklega að neyðarlegum atvikum sem þær þóttust hafa lent í á árum áður, þegar tilveran var fersk. Núna, þegar Gunna er farin, er enn einn hluti af landslagi bernsku okkar horfinn. Við minnumst hennar með þakklæti og hlýju. Björgu syst- ur hennar og öðrum ættingjum vott- um við dýpstu samúð okkar. Sigríður, Ágústa Ísafold og Erla Sigurðardætur. GUÐRÚN ÞORVALDSDÓTTIR Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Ástkær faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi, vinur og bróðir, SIGURÐUR K. GUÐMUNDSSON sjómaður, Vatnsholti 1, Villingaholtshreppi, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 23. október. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. október kl. 15.00. Sigurður Ingi Sigurðsson, Gerður Hreiðarsdóttir, Kristín Rögnvaldsdóttir, Jón Þór Einarsson, Jón Ottó Rögnvaldsson, Andrea Baldursdóttir, Margrét Rögnvaldsdóttir, Kristján Einarsson, Pálína Einarsdóttir og systkini hins látna. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, amma og fyrrverandi eiginkona, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Heiðarlundi 3G, Akureyri, lést á heimili sínu sunnudaginn 26. október. Jón Kristinn Sveinmarsson, Linda Björk Sigurðardóttir, Hólmfríður Sveinmarsdóttir, Sigurður Pálsson, Sigurður Rúnar Sveinmarsson, Anna Sólmundsdóttir, Fjóla Sveinmarsdóttir, Ingvar Ívarsson, Sóley Sveinmarsdóttir, Pétur Már Björgvinsson, Sigrún Gunnarsdóttir, ömmubörn og Sveinmar Gunnþórsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, JÓSEF EINAR MARKÚSSON frá Görðum, Aðalvík, Þverbrekku 4, Kópavogi, sem lést þriðjudaginn 21. október, verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg fimmtudaginn 30. október kl. 15.00. Arnar Jósefsson, Margrét Tómasdóttir, Hrafnhildur R. Jósefsdóttir, Þorleifur Finnsson, Helga Jóhanna Jósefsdóttir, Guðni M. Guðmundsson, Jósef Smári Jósefsson, Elin Jeppesen, Arndís Sveina Jósefsdóttir, Sverrir Geirmundsson, Markús Betúel Jósefsson, Aðalheiður L. Úlfarsdóttir, Arndís Björg Smáradóttir, Gísli Georgsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.