Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 11 ATLANTSSKIP mun í nóvember taka í notkun nýtt skip, M/V Rade- plein, en það tekur við Evrópusigl- ingum fyrirtækisins af BBC Swed- en. M/V Radeplein, sem leggst að hafnarbakka í Kópavogi í byrjun nóvember, er mun stærra skip en BBC Sweden. Í fréttatilkynningu frá Atlantsskipum segir að ákvörð- un um að taka í notkun stærra skip sé í takt við þá aukningu sem hefur verið í flutningum fyrirtækisins á undanförnum mánuðum. M/V Radeplein hefur áður verið í þjónustu Atlantsskipa þegar það var notað í Ameríkusiglingum fyr- irtækisins. Fram kemur í frétta- tilkynningu að góð reynslu hafi ver- ið af skipinu og einnig sé skipið stærra og kraftmeira til að standa af sér íslenska veturinn. Atlantsskip fær nýtt skip SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir að umræðan um það hvernig bregðast eigi við auknum ágangi ferðamanna sé vaxandi meðal þjóða á norðurslóðum. „Það er almennt áhyggjuefni, ekki bara meðal umhverfisráðherra, heldur meðal ýmissa aðila s.s. aðila í ferðaþjónustunni, hvernig hægt er að taka á móti auknum ferða- mannastraumi án þess að viðkvæm svæði hljóti skaða af,“ útskýrir hún. Bætir hún því við að náttúran sé viðkvæmari eftir því sem norðar dregur. „Þá er ljóst að ferðamenn vilja ekki skoða svæði sem eru ónýt eða eyðilögð vegna þess að búið er að traðka þau niður. Það þarf því að sýna fyrirhyggju í þessum mál- um.“ Hún segir hægt að vernda svæði með því t.d. að stýra fólki inn á ákveðna stíga eða leiðir eða með því takmarka aðgang að svæðum. „Á Svalbarða er aðgangur að svæði sem heitir Virgohöfn t.d. takmarkaður, en þar fá einungis tólf manns að fara í land í einu,“ segir hún. Ennfremur hefur svæðið Grafnes á Svalbarða verið afgirt, en þar er að sögn Sivjar viðkvæm- ur gróður og ýmsar minjar t.d. um gamla hvalveiðitímann. „Á Íslandi höfum við reynt að bregðast við auknum straumi ferðamanna á svæðum eins og við Geysi og Gullfoss og að hluta til á Mývatnssvæðinu og við Dimmu- borgir með því t.d. að bæta aðstöð- una,“ segir hún, „en markmiðið er að náttúran verði ekki fyrir skaða vegna ágangs ferðamanna.“ Bendir hún á í því sambandi að Geysi- svæðið sé eitt af þeim fjórtán svæðum sem hún vilji að verði frið- uð á næstu fimm árum, eins og fram kemur í drögum að náttúru- verndaráætlun. Vantar annan tekjustofn Siv segir að um 300 milljónum hafi á síðustu fjórum árum verið varið sérstaklega til þessara mála hér á landi, þ.e. til að bæta m.a. göngustíga, merkingar, bílastæði og salernisaðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum. „Þrátt fyrir það vantar okkur mun meira fjármagn til þessara mála. Það er mín skoðun að við þurfum að fá tekjur annars staðar til að geta tekið á móti erlendum og innlendum ferðamönnum á okk- ar fallegu og viðkvæmu svæðum án þess að þau bíði skaða af og verði fyrir of miklum átroðningi. Ég hef verið talsmaður þess að tekin verði upp svokölluð gistináttagjöld, en þau hafa verið tekin upp í mörgum ríkjum, s.s. Þýskalandi, Frakk- landi, víða á Spáni og í mörgum ríkjum Bandaríkjanna.“ Hugmynd- in um gistináttagjald gengur út á að gjald verði innheimt af hverri gistinótt. „Þetta er breiður tekju- stofn sem myndi leggjast jafnt á alla,“ útskýrir hún. Siv segir að einnig væri hægt að fara þá leið að innheimta aðgangs- eyri á svæðunum sjálfum. „Sú leið er líka fær en hún er þyngri í vöf- um og gæfi minna af sér.“ Siv segir að því fylgdi ákveðinn kostnaður að standa í slíkri innheimtu, auk þess gæti það þýtt að girða þyrfti ákveðin svæði af. Siv segir að síð- ustu að aðilar innan ferðaþjónust- unnar hafi ekki náð samstöðu um gistináttagjöldin. „En ég vona að menn nái sátt um þá leið í framtíð- inni, því hún yrði ferðaþjónustunni í hag að mínu mati.“ Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra Aukin umræða um ágang ferðamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.