Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 41 A-SVEIT Taflfélagsins Hellis er efst á Íslandsmóti skákfélaga þegar fyrri hluta keppninnar, fjórum um- ferðum af sjö, er lokið. Forystan í Flugfélagsdeildinni gæti þó ekki verið naumari og munar einungis hálfum vinningi á Helli og A-sveit Skákfélagsins Hróksins sem er í öðru sæti. Allt stefndi í góða forystu Hellis eftir stóra sigra í fyrstu þrem- ur umferðunum, en í fjórðu umferð mættu þeir Eyjamönnum sem settu heldur betur strik í reikninginn hjá Hellismönnum með því að ná jafn- tefli, 4-4. Þetta gerði síðan Taflfélagi Reykjavíkur kleift að blanda sér í baráttuna um sigur á mótinu með því að leggja B-sveit Hellis 7-1 í sömu umferð. TR er því aðeins ein- um vinningi á eftir Hróknum, en Hellir, TR og Hrókurinn eru einu fé- lögin sem eiga raunhæfa möguleika á sigri á mótinu. Þetta er vel af sér vikið hjá TR-ingum, sem eru ekki með neinn erlendan skákmann í liði sínu, auk þess sem þeirra stigahæsti skákmaður, Margeir Pétursson, tefldi ekki með þeim. Það er langt síðan staðan á Íslandsmótinu hefur verið jafnspennandi að loknum fyrri hlutanum. Staðan í Flugfélagsdeildinni: 1. Taflfélagið Hellir-A 24 v. 2. Hrókurinn-A 23½ v. 3. TR-A 22½ v. 4. Skákf. Akureyrar-A 15½ v. 5. TR-B 12 v. 6. Taflf. Vestmannaeyja-A 11 v. 7. Taflfélagið Hellir-B 10 v. 6. Skákf. Akureyrar-B 9½ v. Í annarri deild var fyrirfram búist við sigri C-liðs Hróksins og virðist það ætla að ganga eftir. Staðan í annarri deild: 1. Hrókurinn-C 16½ v. 2. Taflfélag Akraness 14 v. 3. Taflf. Garðabæjar-A 13 v. 4. Taflf. Bolungarvíkur 12 v. 5. TR-C 11 v. 6. Skákf. Selfoss og nágr. 10½ v. 7. Taflfélag Kópavogs 10 v. 8. Skákf. Reykjanesb.-A 9 v. Í þriðju deildinni standa íþrótta- félögin best að vígi, en Haukar hafa á skömmum tíma byggt upp öflugt skákstarf. KR-ingar eiga sér hins vegar lengri sögu í skákinni. Staðan í þriðju deild: 1. Skákdeild Hauka-A 17½ v. 2. Skákeild KR 15½ v. 3. Taflfélag Seltjarness 13½ v. 4.–5. Taflf. Dalv. og Skáks. Austurl. 12 v. 6. Taflfélagið Hellir-C 9½ v. 7. Skákf. Akureyrar-C 8½ v. 8. TR-D 7½ v. Í fjórðu deild tefldu 24 lið. Eins og venjulega var deildin blanda af reyndari skákmönnum, liðum sem tefla þarna sér til skemmtunar, barnasveitum og svo auðvitað sveit- um sem hafa það að markmiði að vinna sig upp í efri deildir keppn- innar. Staða efstu liða í fjórðu deild: 1. Hrókurinn-D 19½ v. 2. Taflf. Garðabæjar-B 19 v. 3. Ungmennaf. Laugdæla 16½ v. 4. Skákf. Selfoss og nágr. 16 v. 5.–6. Skákf. Snæfellsb. og Skákf. Akureyr- ar-D 14½ v. (6 stig) 7. Skákdeild Hauka-B 14½ v. (5 stig) 8. Taflf. Vestmannaeyja 14 v. (6 stig) 9. Skákfélag Sauðárkróks 14 v. (5 stig) 10. TR-F 13½ v. o.s.frv. TR fjölmennast á mótinu Taflfélag Reykjavíkur er að jafn- aði með flestar keppnissveitir á Ís- landsmótinu í skák og svo var einnig að þessu sinni. Félagið var með tvær sveitir í fyrstu deild, eina í annarri deild, eina í þriðju deild og fjórar sveitir í fjórðu deild, eða alls átta sveitir. Alls sátu því 50 manns frá TR að tafli í hverri umferð. Hrók- urinn tefldi fram sjö sveitum og Tafl- félagið Hellir sex sveitum. Upphlaup vegna útlendinga Íslandsmót skákfélaga fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum um helgina og þá aðallega vegna þess að Hrókur- inn tefldi endurtekið fram fleiri er- lendum skákmönnum í A-liði sínu en lög Skáksambands Íslands leyfa. Nú er liðið u.þ.b. hálft ár síðan þessi lög voru samþykkt á aðalfundi Skák- sambandsins. Nóg hefur verið fjallað um þessa deilu, en lítið hefur komið fram um það að strangari tak- markanir tíðkast í fjölmörgum lönd- um Evrópu, þ.á m. hjá öllum Norð- urlandaþjóðunum. Þannig leyfa Færeyingar, Finnar og Danir ein- ungis einn erlendan skákmann í hverju liði, en Svíar og Norðmenn leyfa tvo. Hér á landi má allt að helmingur liðsmanna vera erlendir ríkisborgarar. Miðað við þátttökuna á mótinu hefði því mátt tefla fram yf- ir 150 erlendum skákmönnum í keppninni. Heimsmeistaramót ungmenna Björn Ívar Karlsson (2.195) og Helgi Brynjarsson (1.505) gerðu báðir jafntefli í viðureignum sínum í fjórðu umferð heimsmeistaramóts ungmenna. Björn Ívar, sem teflir í flokki 18 ára og yngri, gerði jafntefli við slóvenska FIDE-meistarann Tadej Sakelsek (2.339) og Helgi, sem teflir í flokki 12 ára og yngri, hélt jöfnu gegn rússneska skákmanninn Anar Orudzhov (2.135). Helgi hefur staðið sig afar vel gegn stigaháum andstæðinum á mótinu. Vinninga- fjöldi íslensku skákmannana: Hjörvar Steinn Grétarsson (1.355), Dagur Arngrímsson (2.213), Helgi og Björn Ívar hafa 2 vinninga. Guðmundur Kjartansson (2.159) hefur 1½ vinning. Elsa María Þorfinnsdóttir, Hall- gerður Helga Þorsteinsdóttir (1.265) og Svanberg Már Pálsson (1.515) hafa 1 vinning. Mótið fer fram í Halkidiki í Grikk- landi og lýkur 2. nóvember. Farar- stjórar eru Helgi Ólafsson, stór- meistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, Páll Sigurðsson og Lenka Ptácníková stórmeistari kvenna. Taflfélagið Hellir með nauma forystu á Íslandsmótinu SKÁK Menntaskólinn við Hamrahlíð ÍSLANDSMÓT SKÁKFÉLAGA 24.–26. okt. 2003 Daði Örn Jónsson dadi@vks.is ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Skjól, hjúkrunarheimili, Kleppsvegi 64, 104 Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á morg- un- og kvöldvöktum, starfshlutfall samkomu- lag. Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara Starfsmann vantar í 80% starf til afleysingar um óákveðinn tíma. Skjól er hjúkrunarheimili aldraðra þar sem hjúkrun er veitt í hlýlegu umhverfi. Góð starfsaðstaða. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 522 5600. Sjá einnig www.skjol.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð, nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur Landsmálafélagsins Fram verður haldinn þriðjudaginn 4. nóvember kl. 20.00 í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu í Hafnar- firði. Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf.  Önnur mál. Kaffi og kleinur. Mætum öll. Landsmálafélagið Fram. KENNSLA Námskeið og próf til réttinda leigumiðlunar Námskeið til réttinda leigumiðlunar verður haldið 3., 4. og 5. nóvember, kl. 16:00-18:00 og próf 12. nóvember nk. Námskeiðið er haldið samkvæmt húsaleigulögum nr. 36/1994 og reglugerð um leigumiðlun nr. 675/1994. Þátttöku ber að tilkynna til Endurmenntunar Háskóla Íslands, sími 525 4444, fyrir 31. október nk. Fyrirvari er gerður um næga þátttöku. Prófnefnd leigumiðlara. TILKYNNINGAR Euro Info skrifstofan á Íslandi, Evrópuréttar- stofnun Háskólans í Reykjavík og Fastanefnd Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gagnvart Íslandi boða til ráðstefnu um stækkun ESB „Evrópusambandið - framtíð, stækkun og ný stjórnarskrá“ Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 29. október kl. 11:00— 15:00. Ráðstefnan fer fram á ensku 11:00 Opnun. Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir, framkvæmda- stjóri, Euro Info skrifstofan á Íslandi. 11:10 Á döfinni hjá Evrópusambandinu. Dr. Gerhard Sabathil, sendiherra fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi. 11:15 Stækkun Evrópusambandsins og EES. Mr. David Johns, yfirmaður málefna stækkunar í Ráðherraráði ESB. 11:45 Áhrif stækkunar Evrópusambandsins, EES og hugsanleg áhrif á Ísland séð frá sjónar- hóli ungversks sérfræðings. Mr. Tamás Biacs, viðskiptafulltrúi, Sendiráð Ungverjalands. 12:30 Hádegisverður. 13:15 Framtíðarráðstefna ESB og drögin að hinum nýja stjórnarskrársáttmála. Dr. Peter Altmaier, þingmaður CDU í þýska þjóðþinginu (Bundestag), fulltrúi á Framtíðar- ráðstefnu ESB 2002/2003 og fulltrúi í gerð réttindaskrár ESB 1999/2000. 14:00 Norðurslóðaáætlanir Evrópusambandsins: Dr. Domienico Pecoraro, hagfræðiráðgjafi fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi. 14:30 Umræður. 15:00 Samantekt. Einar Páll Tamimi, framkvæmdastjóri, Evrópu- réttarstofnun Háskólans í Reykjavík. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis en vegna takmarkaðs sætafjölda er skráning nauðsynleg í síma 510 6200 eða með tölvupósti, inda@ru.is . SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA  www.nudd.is FÉLAGSLÍF I.O.O.F. Rb. 1  15310288-9.0.*  FJÖLNIR 6003102819 I  HLÍN 6003102819 IV/V Samkoma kl. 20. Gunnar Þor- steinsson predikar. Miðvikud. Bænastund kl. 20. Fimmtud. Unglingarnir kl. 20. Laugard. Samkoma í Hvíta- sunnukirkjunni á Akureyri kl. 20. www.krossinn.is Ferðaþjónusta Öflugt ferðaþjónustufyrirtæki í afþreyingarferð- um óskar eftir að ráða starfskraft á skrifstofu. Starfið felur í sér sölu og tilboðsgerð ásamt skipulagningu ferða. Reynsla af ferðaþjónustu- störfum og góð málakunnátta skilyrði. Umsóknir sendist fyrirtækinu á eftirfarandi netfang fyrir 5. nóvember 2003. Fjallamenn ehf., Síðumúla 8, 108 Reykjavík, sími 581 3800. www.mountaineers.is ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.