Morgunblaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 48
ÍÞRÓTTIR
48 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
KÖRFUKNATTLEIKUR
Njarðvík – Keflavík 93:86
Íþróttamiðstöðin Njarðvík, úrvalsdeild
karla, Intersport-deildin, mánudaginn 27.
október 2003.
Gangur leiksins: 2:0, 2:4, 8:4, 11:7, 14:9,
14:12, 21:16, 24:18, 30:20, 35:22, 40:30, 44:34,
47:42, 49:42, 52:44, 52:49, 56:52, 63:57, 63:61,
65:61, 65:65, 68:70, 68:70, 73:70, 73:75, 78:75,
83:78, 83:80, 90:80, 93:84, 93:86.
Stig Njarðvíkur: Brandon Woudstra 32,
Brenton Birmingham 27, Páll Kristinsson
13, Guðmundur Jónsson 9, Friðrik Stefáns-
son 8, Halldór Karlsson 3, Ólafur A. Ingva-
son 1.
Fráköst: 27 í vörn – 10 í sókn.
Stig Keflavíkur: Derreck Allen 21, Falur
Harðarson 16, Nick Bradford 13, Gunnar
Einarsson 13, Magnús Gunnarsson 12, Dav-
íð Þór Jónsson 5, Sverrir Þ. Sverrisson 2,
Jón N. Hafsteinsson 2, Hjörtur Harðarson
2.
Fráköst: 19 í vörn – 19 í sókn.
Villur: Njarðvík 19 – Keflavík 22.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Erling-
ur S. Erlingsson.
Áhorfendur: Um 480.
KFÍ – KR 87:100
Ísafjörður:
Gangur leiksins: 7:5, 9:14, 15:23, 18:32,
25:41, 27:46, 30:50, 40:54, 46:58, 50:61, 58:61,
59:66, 61:73, 66:78, 75:88, 87:100.
Stig KFÍ: Adam Spanich 30, Pétur Sigurðs-
son 24, Jeb Ivey 22, Lúðvík Bjarnason 8,
Baldur Jónasson 3.
Fráköst: 19 í vörn – 9 í sókn.
Stig KR: Skarphéðinn Ingason 23, Ólafur
Ægisson 16, Ingvaldur Hafsteinsson 15,
Steinar Kaldal 15, Baldur Ólafsson 11,
Chris Woods 10, Helgi Guðmundsson 5,
Magnús Helgason 3, Hjalti Kristinsson 2.
Fráköst: 30 í vörn – 21 í sókn.
Villur: KFÍ 19 – KR 16.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og
Einar Þór Skarphéðinsson.
Áhorfendur: 170.
Staðan:
Grindavík 4 4 0 355:340 8
Snæfell 4 3 1 335:302 6
Haukar 4 3 1 329:314 6
Njarðvík 4 3 1 372:358 6
Keflavík 4 2 2 399:361 4
Tindastóll 4 2 2 376:351 4
KR 4 2 2 366:345 4
Þór Þorl. 4 2 2 372:385 4
Hamar 4 2 2 305:333 4
ÍR 4 1 3 368:405 2
KFÍ 4 0 4 369:403 0
Breiðablik 4 0 4 330:379 0
KNATTSPYRNA
Noregur
Molde – Viking............................................1:2
Staðan:
Rosenborg 25 19 4 2 68:27 61
Bodö/Glimt 25 13 5 7 41:28 44
Stabæk 25 11 9 5 50:32 42
Odd Grenland 25 11 5 9 44:39 38
Sogndal 25 9 8 8 41:43 35
Viking 25 8 10 7 43:33 34
Brann 25 9 7 9 42:46 34
Lilleström 25 9 7 9 30:35 34
Lyn 25 8 6 11 34:42 30
Vålerenga 25 6 10 9 29:30 28
Molde 25 8 4 13 29:39 28
Tromsö 25 7 5 13 29:52 26
Ålesund 25 6 7 12 28:43 25
Bryne 25 7 1 17 35:54 22
ÍSHOKKÍ
SA – SR....................................................... 7:5
Fyrsti leikur Íslandsmótsins, leikinn á Ak-
ureyri:
Mörk/stoðsendingar SA: Sigurður Sigurðs-
son 2/3, Jón Ingi Hallgrímsson 2/2, Rúnar
Rúnarsson 2/1, Arnþór Bjarnason 1/0.
Mörk/stoðsendingar SR: Helgi Páll Þóris-
son 2/0, Gauti Þormóðsson 1/1, Guðmundur
Björgvinsson 1/0, Richard Tahtinen, 1/0,
Jason Selkirk 0/1, Úlfar Andrésson 0/1,
Hallur Árnason 0/1.
HANDKNATTLEIKUR
Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suð-
urriðill:
Ásvellir: Haukar - ÍBV .........................19.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Kennaraháskóli: ÍS - ÍR .......................19.30
Í KVÖLD
FYRRUM landsliðsmaður Belgíu, Franky Van der
Elst, hefur tekið við sem þjálfari belgíska knatt-
spyrnuliðsins Lokeren en Paul Put var sagt upp
störfum í dag. Put tók við sem þjálfari Lokeren í
júní árið 2001 en hann þarf að taka afleiðingum
lélegs gengis liðsins í fyrstu tíu umferðum deild-
arkeppninnar en þar hefur Lokeren aðeins náð í
sex stig og er í þriðja neðsta sæti.
Á síðustu leiktíð varð Lokeren í þriðja sæti og
höfðu forráðamenn liðsins sagt að liðið þyrfti fullt
hús úr tveimur síðustu leikjum liðsins en Lokeren
náði aðeins í fjögur stig af sex mögulegum.
Hinn 42 ára gamli Van der Elst, var fyrirliði
belgíska landsliðsins í 86 leikjum og tók þátt í fjór-
um heimsmeistarakeppnum, auk þess sem hann
var knattspyrnumaður ársins í Evrópu árið 1996.
Hann var þjálfari Germinal Beerschot í fjögur
ár en hætti þar störfum í júní á þessu ári.
Fjóri íslenskir leikmenn eru í herbúðum Loker-
en. Arnar Grétarsson, Arnar Viðarsson, Rúnar
Kristinsson og Marel Baldvinsson.
Van der Elst tek-
ur við Lokeren
FORRÁÐAMENN NBA-liðsins Dallas Mavericks hafa til-
kynnt þá 14 leikmenn sem skipa munu leikmannahóp liðsins í
upphafi leiktíðar og er íslenski landsliðsmaðurinn Jón Arnór
Stefánsson í þeim hópi. Liðið getur haft 15 leikmenn á samn-
ingi í vetur en eigandi liðsins, Marc Cuban, segir að ekki sé
þörf á fleiri leikmönnum að svo stöddu. Eins og áður hefur
komið fram gerði Jón Arnór fimm ára samning við Dallas
með þeim formerkjum að hann yrði fyrst að komast í leik-
mannahóp liðsins.
Fyrsti leikur Dallas-liðsins er aðfaranótt miðvikudags á
útivelli gegn Los Angeles Lakers og daginn eftir leikur liðið
gegn Golden State Warriors í San Francisco. Dagblaðið Star
Telegram heldur því fram að Jón Arnór Stefánsson og
Frakkinn Tariq Abdul-Wahad verði ekki í 12 manna hópi
liðsins gegn Lakers.
Samkvæmt því sem Morgunblaðið kemst næst fær Jón
Arnór rúmlega 25 millj. kr. í laun á þessu keppnistímabili en
launin verða mun hærri er líða tekur á samningstímann og
skiptast þá þannig:
2004–2005: 47,1 millj. kr.; 2005–2006: 57,1 millj. kr.; 2006–
2007: 63,3 millj. kr.; 2007–2008: 69,5 millj. kr.
Jón Arnór líklega
ekki með Lakers
Keflvíkingar reyndu strax að náupp hröðum leik enda oft gefist
vel að þreyta mótherja sína. Það gekk
ekki því Njarðvíking-
ar tóku sér tíma í
sókninni og voru síð-
an mjög grimmir í
vörninni, náðu að
halda stóru mönnunum í Keflavík
niðri án þess að safna mikið af villum.
Fyrir vikið áttu Keflvíkingar erfitt
uppdráttar undir körfunni en þó að
Njarðvíkingum væru ekki síður mis-
lagðar hendur í sínum sóknum tókst
þeim þó vel upp með þriggja stiga
skotin, sem dugðu til að halda forystu.
Í lok þriðja leikhluta tókst gestunum
úr Keflavík þó að ná forystu en í stað
þess að leika af skynsemi og bæta
hægt og bítandi við forskotið bægsl-
uðust þeir áfram á meðan Njarðvík-
ingar voru yfirvegaðir, Brandon fékk
næði til að skora þrjár þriggja stiga
körfur og úrslit voru ráðin.
„Við ætluðum að vinna, það var
eina áætlunin því það eru alltaf
hörkuleikir þegar Njarðvík og Kefla-
vík mætast og þá veltur allt á því
hvort liðið langar meira til að vinna,
hverjir standa sig betur í vörninni – í
dag vorum það við,“ sagði Brenton
Birmingham, sem átti stórleik fyrir
Njarðvík, hitti vel og var grimmur í
vörninni. „Við vitum að Keflvíkingar
eru með sterka leikmenn, sem vilja
spila fast og kljást í teignum en við
ætluðum að mæta þeim í því og spila
af alveg jafnmikilli hörku. Ég veit
ekki á hverju Keflvíkingar áttu von á
en við ætluðum að gera hvert skot
þeirra erfitt. Við ætluðum svo að sjá
hverju það skilar okkur og þegar við
vorum komnir á skrið var ekki hægt
að stöðva okkur. Þeir gerðu líka mis-
tök að fara í svæðisvörn því við erum
með góðar skyttur og þegar Brandon
hittir úr nokkrum er ekki hægt að
stöðva hann. Keflvíkingar lærðu af
þessu í kvöld og ég efast um að þeir
prófi þetta aftur á móti okkur. Lið
eiga alltaf góða spretti og þegar þeir
áttu sína reyndum við að halda ró
okkar, einbeita okkur að leiknum og
halda áfram að gera það sem við ætl-
uðum okkur. Við gerðum það og kom-
umst síðan sjálfir á skrið auk þess að
Brandon átti mörg góð skot hjá okkur
og það reyndist þeim erfitt að eiga
við,“ bætti Brenton við og hyggst taka
sér göngutúr í dag. „Það er líka alltaf
gaman að vinna Keflavík og rölta síð-
an um bæinn, ég hugsa að ég taki góð-
an göngutúr á morgun.“ Sem fyrr
segir voru Brenton og Brandon at-
kvæðamiklir hjá Njarðvík. Friðrik
Stefánsson með 4 varin skot og Páll
Kristinsson 12 fráköst gekk sæmilega
í sókninni en voru þeim mun betri í
vörn.
„Við vorum nokkrum sinnum
komnir með leikinn í okkar hendur en
tókum þá oft slæmar ákvarðanir og
töpuðum boltanum á örlagastund svo
að í heild gerðum við ekki það sem
lagt var upp með en við ætluðum líka
að halda aftur af Brenton og Brandon
en það tókst engan veginn,“ sagði
Falur Harðarson, leikmaður og annar
þjálfara Keflavíkur. „Við ætluðum
líka að halda uppi hraðanum. Við spil-
um á tíu mönnum og þeir á sjö eða
átta en við náum samt ekki að nýta
okkur það. Við virðumst aldrei græða
á því fyrr en kemur í úrslitakeppni
þegar stutt er á milli leikja. Við spil-
um ekki venjuleg svæðisvörn, þetta
má frekar kalla maður á mann svæð-
isvörn og þá hefur leikmaður alltaf
ábyrgð á einhverjum mótherja.“ Kefl-
víkingar taka þátt í Evrópukeppni í
byrjun nóvember og staðan í deildinni
tæplega gott veganesti. „Staðan átti
sannarlega ekki að vera svona og
þetta voru dýr stig, við ætluðum að
vera með fjóra unna leiki þegar við
förum í Evrópukeppni. Það verður
því aukin pressa á mannskapnum og
verðum að fara yfir okkar leik til að
sjá hvað verður að gera betur. Það
þarf greinilega.“ Derreck Allen var
bestur hjá Keflavík en brást hittnin
inni í teig, 8 af 21 skot fór ofan í körf-
una en hann tók 7 fráköst, eins og Jón
N. Hafsteinsson.
Nýliðarnir enn án stiga
Nýliðar KFÍ verða bíða enn umsinn eftir sínum fyrstu stigum í
Intersportdeildinni í vetur en liðið
beið sinn fjórða ósig-
ur í jafnmörgum
leikjum þegar leik-
menn KR sigruðu þá
í fjörugum en frekar
ójöfnum leik á Ísafirði í gærkvöldi.
Þetta var þriðja viðureign þessara
liða á stuttum tíma en þau mættust í
tveimur viðureignum í Fyrirtækja-
keppni KKÍ fyrir stuttu og þá höfðu
KR-ingar betur líkt og í þessum leik.
Lokatölur leiksins urðu 87:100 en
gestirnir náðu mest 20 stiga forystu
30:50 í fyrri hálfleik gegn gloppóttri
vörn heimamanna.
Líkt og í öðrum leikjum í haust
byrjuðu leikmenn KFÍ leikinn afleit-
lega og áttu gestirnir úr Vesturbæn-
um ekki í miklum vandræðum með að
finna leiðina að körfu heimamanna
auk þess sem þeir hittu vel úr þeim
galopnu þriggja stiga skotum sem
þeim hvað eftir annað. Þegar fyrsta
leikhluta lauk var munurinn 13 stig
18:32.
KR-ingar hertu tök sín á leiknum í
öðrum leikhluta og náðu mest 20 stiga
forskoti þegar skammt var eftir til
hálleiks og munaði þar mest um sókn-
arfráköstin sem þeir hirtu úr höndum
heimamanna hvert af fætur öðru.
Adam Spanich hrökk í gang og skor-
aði tíu stig í röð og sá til þess að mun-
urinn var einungis 14 stig í hálfleik
40:54.
Heimamenn vöknuðu af værum
blundi í upphafi þriðja leikhluta og
fóru loks að berjast eins og soltnir ís-
birnir í vörninni með þeim árangri að
forskot þeirra röndóttu hrökk niður í
þrjú stig 58:61 og ef ekki hefði verið
fyrir nokkur klaufaleg mistök í sókn-
arleiknum í lok leikhlutans hefði mun-
urinn getað orðið enn minni. En KR-
ingar áttu síðasta orðið í leikhlutanum
og leiddu með 7 stigum 59:66.
Í fjórða leikhluta var aldrei spurn-
ing hvorum megin sigurinn myndi
lenda því gestirnir héldu forskoti sínu
í 10 til 15 stigum leikhlutann á enda.
Þrátt fyrir heiðarlega baráttu heima-
manna til þess að brúa bilið með að
leika ágæta pressuvörn, tókst þeim
aldrei að komast inn í leikinn í lokin
og voru það því leikmenn KR sem
stukka af velli sigri hrósandi 87:100.
Hjá jöfnu liði KR í þessu leik voru
það helst Skarphéðinn Ingason og
Ólafur Ægisson sem áttu skemmti-
lega spretti. Hjá heimamönnum var
það Jeb Ivey sem bar af öðrum en var
þó fulleigingjarn á boltann á köflum.
Darco Ristic, leikmaður KFÍ, sem
spilaði sinn fyrsta leik á móti Grinda-
vík sl. föstudagskvöld lék ekki með
KFÍ vegna meiðsla sem hann varð
fyrir í þeim leik. Samkvæmt heimild-
um er hann brákaður á handlegg og
mun verða frá í einhvern tíma sem
kemur sér afar illa fyrir lið KFÍ sem
vantar tilfinnanlega meiri breidd og
hæð í leikmannahópinn.
Hrafn Kristjánsson, þjálfari KFÍ,
var þungur á brún eftir leikinn en
sagði það ljóst vera að við rammann
reip væri að draga fyrir sitt lið undir
körfunni á meðan flestir hærri leik-
menn liðsins væru meiddir. Þó var
enga uppgjöf að finna hjá Hrafni sem
kvaðst bjartsýnn á komandi verkefni.
Woudstra skaut
Keflavík í kaf
NÓG var af sviptingum í nágrannaslag á Suðurnesjum í gærkvöldi
þegar Njarðvíkingar fengu Keflvíkinga í heimsókn. Lengst af voru
Njarðvíkingar skrefinu á undan en þegar gestirnir náðu forystu í lok
þriðja leikhluta tókst þeim ekki að halda haus, það gerðu Njarðvík-
ingar og unnu 93:86. Mikið munaði um öfluga vörn Njarðvíkinga og
að á meðan Keflvíkingar reyndu afbrigði af svæðisvörn skoruðu
Njarðvíkingar 15 þriggja stiga körfur, þar af 8 frá Brandon Woudstra.
Ísfirðingar eru enn án stiga eftir 100:87 tap fyrir KR á Ísafirði.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Magnús
Gíslason
skrifar
ÓSKAR Elvar Óskarsson skoraði 6
mörk og var markahæstur hjá Lyss
sem sigraði West Handball Club,
36:24, í svissnesku 2. deildinni í hand-
knattleik á sunnudaginn. Lyss er í
öðru sæti í sínum riðli deildarinnar
með 12 stig eftir 7 leiki, jafnmörg og
efsta liðið, Leimental. Óskar Elvar,
sem var fyrirliði HK um árabil, er
leikstjórnandi liðsins og fjórði marka-
hæsti leikmaður þess á tímabilinu.
BJARNI Þorsteinsson var í byrj-
unarliði Molde sem lék á heimavelli
gegn Viking í norsku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu í gær, og höfðu gest-
irnir betur, 2:1. Hannes Þ. Sigurðs-
son kom inn á sem varamaður í liði
Viking á 66. mínútu í stöðunni 2:1, en
Ólafur Stígsson var á varamanna-
bekk Molde.
STEVEN Howard sem leikur með
körfuknattleiksliði Skallagríms í 1.
deild verður frá keppni í allt að tvo
mánuði vegna kjálkabrots. Howard
er frá Bandaríkjunum og hefur skor-
að að meðaltali 34 stig í þeim tveimur
leikjum sem hann hefur leikið til
þessa. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins varð Howard fyrir lík-
amsárás í Borgarnesi sl. laugardag
þar sem hann kjálkabrotnaði, auk
þess sem að þrjár tennur brotnuðu.
HOWARD fór í aðgerð í Reykjavík
vegna brotsins en Ólafur Helgason,
formaður körfuknattleiksdeildarinn-
ar, segir að Howard verði um kyrrt
hjá félaginu, fái tíma til þess að jafna
sig eftir atvikið og ekki verður nýr
leikmaður fenginn í hans stað.
EGILL Steinar Fjeldsted hefur
verið ráðinn þjálfari unglingaflokks
karla hjá Breiðabliki í stað banda-
ríska leikmannsins Kyrem Massey
sem hélt heim á leið í síðustu viku.
FÓLK
ENSKA knattspyrnufélagið Totten-
ham Hotspur tilkynnti í gær að það
hefði verið rekið með 7 milljóna
punda tapi, um 900 milljóna króna,
á síðasta fjárhagsári.
Daniel Levy stjórnarformaður
sagði að slakari árangur en vænst
var eftir á síðasta tímabili hefði átt
stóran þátt í að svona fór.
Taprekstur
hjá Spurs