Morgunblaðið - 28.10.2003, Page 6

Morgunblaðið - 28.10.2003, Page 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA ríkið hafnaði tillögu Mannréttinda- dómstóls Evrópu að sáttum í máli sem fyrrverandi sjómaður hefur vísað þangað vegna lífeyrisréttar. Nú er beðið ákvörðunar dómstólsins um það hvort málflutningur verður munnlegur eða skriflegur og hvenær hann fer fram. Sjómaðurinn slasaðist alvarlega á fæti um borð í togara síðla árs 1978 og varð að hætta sjómennsku eftir það. Var hann metinn með 100% örorku til sjómannsstarfa og 25% varanlega almenna ör- orku. Naut hann örorkubóta og barnalífeyris úr Lífeyrissjóði sjómanna frá árinu 1979 og fram á mitt ár 1997. Vegna breytinga á lögum sjóðsins sem voru tilkomnar vegna erfiðleika í rekstri hans, féllu greiðslur til mannsins alfarið niður þar sem meðal breytinganna var að almenn örorka yrði að vera 35% eða meiri til að sjóðfélagi ætti rétt á lífeyri. Sjómaðurinn fyrrverandi sætti sig ekki við þetta og höfðaði mál á hendur Lífeyrissjóði sjó- manna og ríkinu. Taldi hann að með lagabreyting- unum hefði verið brotið gegn eignarréttarákvæð- um og jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmálans. Jafnframt taldi hann að áunninn lífeyrisréttur nyti verndar 72. greinar stjórnarskrárinnar. Hann tapaði málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti og leitaði eftir það, í maí árið 2000, til Mannréttindadóm- stóls Evrópu í Strassborg. Ríkið vill fá rökstuddan efnislegan dóm Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu snemma á þessu ári að málið væri tækt til efnis- legrar meðferðar, taldi að skoða ætti hvort brot hefði átt sér stað á 1. grein 1. viðauka við mann- réttindasáttmála Evrópu varðandi eignarrétt og 14. grein sáttmálans um mismunun. Snemma í vor óskaði dómstóllinn eftir afstöðu sjómannsins og ríkisins til sáttaleiðar og voru báðir aðilar sam- mála því að hún yrði reynd. Lögmaður sjómanns- ins fyrrverandi skilaði inn kröfugerð í samræmi við fyrirmæli dómstólsins en ríkið hafnaði sáttum á þeim grundvelli sem Mannréttindadómstóllinn lagði fyrir fulltrúa þess. Björg Thorarensen, um- boðsmaður ríkisins fyrir Mannréttindadómstóln- um, segir að málið snúist um heimildir löggjafans til að skipa lífeyrismálum og fulltrúar ríkisins telji mikilvægt að fá rökstuddan efnislegan dóm í því. Segir Björg að ríkið hafi skilað greinargerð um málið til Mannréttindadómstólsins í sumar og hafi verið óskað eftir munnlegum málflutningi. Ekki hafi borist svör við því. Lilja Jónasdóttir hrl., lög- maður sjómannsins, segist hafa óskað eftir því að fá greinargerð ríkisins til umsagnar. Vonast hún til að á næstunni verði ákveðið hvort málflutn- ingur verði munnlegur eða skriflegur og hvenær hann fari fram. Hefur öryrkjadómur áhrif? Í Lögum og rétti sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag nefnir Páll Þórhallsson lög- fræðingur mál sjómannsins í tengslum við umfjöll- un um nýfallinn dóm Hæstaréttar í öryrkjamálinu og segir að mismunandi meðhöndlun Hæstaréttar á þessum málum veki athygli. Hæstiréttur hafi fjórum árum áður en hann felldi síðari öryrkja- dóminn talið skerðingu örorkulífeyris standast gagnvart eignarréttarákvæði stjórnarskrár þótt hún væri afturvirk í þeim skilningi að réttindi voru afnumin. Lilja Jónasdóttir telur að dómsniður- staða Hæstaréttar í öryrkjamálinu styrki málstað umbjóðanda hennar. Björg Thorarensen álítur að þetta séu ósam- bærileg mál. Ekki hafi verið um það deilt í sjó- mannsmálinu að verið væri að skerða eignarrétt. Málið snúist um það hvort breytingin hafi verið nógu almenn og hlutlæg til þess að hún stæðist. Í seinna öryrkjamálinu hafi verið vafi um hvort það hafi stofnast eignarréttindi yfirleitt við fyrri dóm- inn. Þá hafi orðið til kröfuréttindi sem Hæstirétt- ur hafi talið að öryrkjar hafi verið sviptir. Beðið eftir ákvörðun um hvenær málflutningur um lífeyrisréttindi fyrrverandi sjómanns fer fram fyrir Mannréttindadómstól Evrópu Ríkið hafnaði sátta- tillögu dómstólsins ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sagði í bréfi til Anfinn Kallsbergs, lög- manns Færeyja, um miðjan sept- ember sl. að danska ríkisstjórnin væri hlynnt styrkari stöðu Fær- eyinga og Grænlendinga á alþjóð- legum vettvangi. Hún mætti þó ekki brjóta í bága við dönsku stjórnarskrána. Bréf Rasmussens er svar við ósk Færeyinga um að þeir fái fullgilda aðild að Norður- landaráði og Norrænu ráðherra- nefndinni. Í svarbréfi sínu segir Rasmussen að danska ríkisstjórnin muni styðja ósk Færeyinga um að „styrkja stöðu Færeyja í hinu norræna samstarfi,“ eins og það er orðað. Færeyjar geti á hinn bóginn ekki gerst aðilar að Helsingfors-sátt- málanum, stofnsáttmála Norður- landaráðs, vegna þess að það brjóti í bága við dönsku stjórnarskrána. Hafna tillögum Rasmussens Rasmussen segist þó hafa góða lausn á þessu máli. Hún felist í því að Norðurlöndin fimm, sem eiga fullgilda aðilda að ráðinu, undirriti pólitískan sáttmála, ásamt Færey- ingum og Grænlendingum, óski þeir þess, um bætta stöðu Fær- eyinga og Grænlendinga í norrænu samstarfi. Færeyingar hafa svarað dönsku ríkisstjórninni og hafnað þessum tillögum Rasmussens. Umsókn Færeyinga um fullgilda aðild að Norðurlandaráði verður m.a. rædd á fundi samstarfsráðherra Norður- landanna á morgun. Anders Fogh Rasmussen um fullgilda aðild Færeyinga Segir fulla aðild brjóta í bága við stjórnarskrána DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, deildu á íslensku á þingi Norðurlandaráðs í gær, eft- ir að Davíð hafði lokið við að kynna formennskuáætlun Íslendinga. Gagnrýndi Steingrímur Davíð fyrir að hafa ekki minnst á ósk Fær- eyinga um fullgilda aðild að ráðinu í ræðu sinni. Frá þessu er greint á heimasíðu Norðurlandaráðs. „Við bjóðum Eystrasaltsríkjun- um aðild að Norræna fjárfestinga- bankanum og því ættum við að taka tillit til óska Færeyinga um að fá fulla aðild að Norðurlandaráði,“ sagði Steingrímur. Davíð svaraði því til að sér fyndist ekki viðeig- andi að þingmenn skömmuðu hver annan á móðurmáli sínu við opnun Norðurlandaráðsþings. Þá sagði hann að umrædd umsókn Færeyja væri innanríkismál í Danmörku. Hún stríddi gegn dönsku stjórn- arskránni. Inge Lønning, forseti Norður- landaráðs, sagði eftir þessa snerru að ef menn ætluðu að rífast ættu þeir að gera það á eigin tungumáli. „Ef einhverjir í Norðurlandaráði óttuðust að Vestur-Norðurlönd fengju ekki athygli á þessu þingi er alveg öruggt að þeir geta andað léttar eftir þessi orðaskipti,“ sagði hann. Deildu um umsókn Færeyinga Í ANNAÐ sinn er nú hafin borun eftir jarðgufu á Þeistareykjum. Það eru Jarðboranir hf. sem annast verkið með bornum Sleipni en verkkaupi er Þeista- reykir ehf. Í fyrra var boruð fyrsta gufuholan á svæð- inu og eru afköst hennar góð, svo sem vænst var. Nýja holan er boruð um 1 km frá hinni fyrri og er vestan undir Bæjarfjalli. Sleipnir var kominn á um 260 m dýpi á sunnudag- inn og var verið að undirbúa að steypa í leka sem komið hafði fram í holunni. Mikilvægt er að vel takist að þétta efstu berglög vegna hugsanlegs yfirþrýst- ings. Yfirþrýstingur kom í holuna sem boruð var í fyrra í efstu berglögum og hafa menn því allan vara á sér nú. Gert er ráð fyrir að holan verði 2000 metra djúp. Gangi allt að vonum verður borun lokið seint í nóvember. Morgunblaðið/BFH Borun á Þeistareykjum Mývatnssveit. Morgunblaðið. GJALDSKRÁR opinberra hita- veitna í landinu eru háðar staðfest- ingu iðnaðarráðuneytisins. Þetta kemur fram á vef Orkustofnunar og þar er bent á, í tilefni fjölmiðlaum- ræðu undanfarið um húshitunar- kostnað íslenskra heimila, að gjald- skrár Hitaveitu Ólafsfjarðar og Hitaveitu Reykjahlíðar hafi ekki verið staðfestar af ráðuneytinu. Þar segir að samkvæmt staðfestri gjaldskrá væri árlegur húshitunar- kostnaður á Ólafsfirði tæplega 47 þúsund krónur í stað rúmlega 65 þúsund króna, eins og útreikningar Orkustofnunar sýna miðað við gjald- skrá veitnanna og hitunarþörf dæmi- gerðs íbúðarhúss. Þetta myndi þýða 18 þúsund króna lækkun fyrir hvern íbúðareiganda á Ólafsfirði á ári. Orkustofnun segir ennfremur að gjaldskráin hjá Hitaveitu Reykja- hlíðar myndi breytast, væri hún staðfest. Hún myndi hins vegar hækka um 19 þúsund krónur á ári, er nú um 60 þúsund en færi í um 79 þús- und krónur. Tvær hitaveitur ekki með staðfesta gjaldskrá TENGLAR ..................................................... www.os.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.