Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 1

Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 303. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is VETRARSALA Laugardag 10.00 til 18.00 Sunnudag 13.00 til 17.00 Unnið inn í rými Ólafur Elíasson undirbýr sýningu í Hafnarhúsinu 11 Veröldin er forrit Hvernig ná íslenskar samtímabók- menntir alþýðuhylli? Lesbók 8 ÁSTRALSKUR karlmaður var úrskurðaður í gær í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness að kröfu lögreglunnar á Keflavík- urflugvelli vegna meintra brota á útlendingalöggjöfinni og gruns um þátttöku í man- sali. Hinn grunaði er rúmlega fertugur að aldri. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði manninn í Leifsstöð síðastlið- inn miðvikudag en hann var þá á leið til Boston ásamt tveimur kínverskum stúlkum. Við vegabréfaskoðun framvísaði maðurinn bresku vegabréfi sem við nánari rannsókn reyndist falsað. Stúlkurnar tvær voru með japönsk vega- bréf sem einnig voru fölsuð. Tekinn ásamt þremur stúlkum á leið til Íslands Málið virðist teygja anga sína út fyrir landsteinana. Í framhaldi af vísbendingu sem lögreglan á Keflavíkurflugvelli gaf lögreglunni í Svíþjóð var maður handtekinn þar í landi grunaður um þátttöku í man- sali, ásamt þremur meintum fórnarlömbum. Voru þau öll á leiðinni til Íslands. Í gærmorgun handtók finnska lögreglan svo mann ásamt tveimur meintum fórn- arlömbum. Í öllum þessum til- vikum er um ungar kínverskar stúlkur að ræða, sem höfðu fölsuð japönsk vegabréf í fór- um sínum. Eru sterkar líkur taldar á að þessi þrjú mál tengist. Gera má ráð fyrir að lögregluyfir- völd í löndunum þremur muni vinna náið saman að rannsókn þessara mála. Allt að átta ára fangelsi ligg- ur við broti á nýju ákvæði hegningarlaganna um mansal. Grunur um mansal Ástralskur karl- maður úrskurð- aður í tveggja vikna varðhald STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði í stefnuræðu sinni við upphaf landsfundar flokks- ins í Hveragerði í gær að Vinstri grænir höfnuðu hugmyndum um skólagjöld og settu fyrirvara við styttingu framhaldsskólanáms. Steingrímur sagði að VG yfirfæri nú áherslur sínar á sviði mennta- mála. „Þar tökumst við á við hug- myndir eins og þær hvort leggja eigi á skólagjöld í auknum mæli eða stytta framhaldsskólann. Hinu fyrra höfnum við og hinu síðara mætum við með afdráttarlausum fyrirvara um að við munum ekki ljá máls á neins konar gengisfellingu náms á framhaldsskólastigi,“ sagði hann. „Heildstæð og samræmd end- urskipulagning sem tæki til allra skólastiga er vænlegri nálgun að okkar dómi en það að bera ein- angrað niður í framhaldsskólann og stytta hann.“ Steingrímur lagði áherslu á það að Vinstri grænir væru velferðar- flokkur, sem teldi að menntakerfið og heilbrigðiskerfið ættu að vera rekin á samábyrgan hátt á opinber- um grunni. „Í aðalatriðum erum við sátt við þá verkaskiptingu sem þar ríkir í dag.“ Eini kostur vinstri manna Steingrímur sagði að Samfylking- in hefði tekið stórt skref til hægri á landsfundinum fyrir viku. „Það má segja að þróun Samfylkingarinnar inn að miðju, sem formaðurinn Öss- ur [Skarphéðinsson] taldi til helstu afreka sinna í blaðaviðtali fyrir um ári, hafi náð í nýjan næturstað með dekri Samfylkingarinnar við mark- aðslausnir í heilbrigðismálum og einnig því hvernig fjallað var, eða öllu heldur ekki fjallað, um um- hverfismál, utanríkismál og fleira.“ Hann sagði að víglínur í íslensk- um stjórnmálum væru stöðugt að skýrast og að nú væru Vinstri grænir eini kostur vinstri manna. „Vinstri hreyfingin – grænt fram- boð hefur stærra og veigameira hlutverki að gegna hvað snertir varðstöðuna um samábyrgt velferð- arkerfi í landinu í dag heldur en fyrir viku.“ Vísa hugmyndum um skólagjöld á bug Fyrirvari settur við styttingu fram- haldsskólanáms  Flokkurinn eini/10 Morgunblaðið/Sverrir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, setti landsfund flokksins í gær. ÁRNI Þór Sigurðsson, borg- arfulltrúi Reykjavíkurlistans og forseti borgarstjórnar Reykjavík- ur, lýsti því yfir við stjórnmála- umræður á landsþingi Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í gærkvöldi að VG ættu að bjóða fram í eigin nafni sinn eigin lista sem allra víðast í næstkomandi sveitarstjórnarkosningum 2006. Aðspurður hvort hann væri að mæla með því að VG byði fram und- ir eigin nafni í borgarstjórnarkosn- ingunum 2006, svaraði Árni: „Við eigum að stefna að sjálfstæðu fram- boði í eigin nafni sem allra, allra víðast, en auðvitað í samstarfi við aðra þar sem aðstæður eru hag- stæðari til þess. Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um annað í Reykjavík en að standa að þessu samstarfi innan Reykjavíkurlistans út þetta kjörtímabil, en það verður auðvitað sjálfstæð ákvörðun Reykjavíkurfélagsins hvað það ger- ir fyrir næstu borgarstjórnarkosn- ingar.“ VG bjóði fram í eigin nafni sem víðast STJÓRN Tyrk- lands tilkynnti í gær að hún hefði hætt við að senda hermenn til frið- argæslu í Írak vegna andstöðu íraska fram- kvæmdaráðsins í Bagdad. Sex bandarískir her- menn létu lífið í gær þegar herþyrla hrapaði á hólma í Tígris-fljóti og talið var líklegt að andstæðingar hernáms- ins hefðu skotið hana niður. Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði að tyrkneskir her- menn yrðu ekki sendir til Íraks og fregnir hermdu að sú ákvörðun hefði verið tekin í samráði við Bandaríkja- stjórn. Hún hafði beitt sér fyrir því að Tyrkir legðu til um 10.000 hermenn en er sögð hafa fallið frá því vegna andstöðunnar innan íraska fram- kvæmdaráðsins, einkum meðal Kúrda, og komist að þeirri niður- stöðu að þátttaka Tyrkja í friðargæsl- unni gæti aukið spennuna í Írak. Þessi niðurstaða er áfall fyrir Bandaríkjastjórn sem hefur lagt kapp á að fá fleiri ríki til að taka þátt í friðargæslunni. Yfir 80% Tyrkja eru andvíg því að tyrkneskir hermenn verði sendir til Íraks. Telja að þyrlan hafi verið skotin niður Bandaríkjaher sagði að ekki væri vitað um orsök þess að herþyrla af gerðinni Black Hawk hrapaði nálægt Tikrit, heimaborg Saddams Huss- eins, fyrrverandi forseta Íraks. Heimildarmenn AP, sem vildu ekki láta nafns síns getið, sögðust telja að þyrlan hefði verið skotin niður. Sjón- arvottar sögðust hafa heyrt spreng- ingu skömmu áður en hún hrapaði og fullyrtu að hún hefði orðið fyrir árás. Alls hafa 32 bandarískir hermenn beðið bana í Írak síðustu sjö daga og er það mesta manntjón sem banda- ríska hernámsliðið hefur orðið fyrir á einni viku frá 1. maí þegar því var lýst yfir að meiriháttar átökum væri lokið í landinu. The New York Times skýrði frá því í gær að Bandaríkjaher hefði komið á fót leynilegri skyndiárása- sveit sem ætti að leita að Saddam Hussein og hryðjuverkaforingjum, m.a. Osama bin Laden. Gert væri ráð fyrir því að hægt yrði að beita sér- sveitunum hvar sem væri í Mið-Aust- urlöndum og Afganistan ef upplýs- ingar bærust um dvalarstaði þeirra sem Bandaríkjamenn leggja mesta áherslu á að ná. Tyrkir hætta við að senda herlið til Íraks Sex bandarískir hermenn láta lífið er þyrla hrapar Abdullah Gul Ankara, Tikrit. AP, AFP.  Stöðugleiki/20 EVRÓPSKI seðlabankinn kann að þurfa að gefa út milljónir nýrra evruseðla vegna þess að Miðjarð- arhafseyjarnar Kýpur og Möltu vantar á Evrópukortið sem skreytir seðlana. Hefur þetta valdið óánægju með- al ráðamanna á eyjunum. „Kýpur hefði auðvitað alltaf átt að vera á kortinu, en nú þegar við erum að fá aðild að Evrópusambandinu hljót- um við að komast á það,“ sagði Marcos Kyprianou, fjármálaráð- herra stjórnar Kýpur-Grikkja. Í fyrstu tillögunni að útliti seðl- anna vantaði Ísland en eftir að Evr- ópusamtökin á Íslandi bentu á það var landinu bætt við á kortið. Vilja Kýpur og Möltu á Evrópukortið Bratz leysir af Barbie og þykir hæpin fyrirmynd Daglegt líf 1 Deilt um dúkkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.