Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 26
SUÐURNES
26 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Njarðvík | „Það var ekki á áætlun að
selja núna en segja má að þessi
möguleiki hafi dottið inn á borðið,“
segir Jón Norðfjörð, framkvæmda-
stjóri Skipaafgreiðslu Suðurnesja
ehf., um sölu á fyrirtækinu til Eim-
skips. Hann segir að breytingar
verði gerðar á flutningastarfseminni
en fyrirtækið þó áfram rekið í svip-
aðri mynd.
Skipaafgreiðsla Suðurnesja (SAS)
eru fjörutíu ára gamalt fyrirtæki.
Það var upphaflega aðallega í eigu
sjávarútvegsfyrirtækjanna á svæð-
inu og annaðist landandir og af-
greiðslu skipa. Það hefur breyst
mjög á seinni árum með samdrætti í
útgerð. Jón Norðfjörð, sem verið
hefur framkvæmdastjóri í rúm tutt-
ugu ár, eignaðist meirihluta hluta-
fjár fyrir fáeinum árum og vöru-
flutningar urðu aðalverkefni þess.
SAS er með afgreiðslu og skrifstofur
í Njarðvík.
Jón getur þess að fyrirtækið hafi
haft umboð fyrir Eimskip frá 1984
og séð um alla flutninga fyrir Flytj-
anda á svæðinu frá árinu 2000. Mikil
viðskiptatengsl hafi því verið milli
fyrirtækjanna. Hann segir að Eim-
skip sé með hugmyndir um að gera
breytingar á vöru- og gámaflutn-
ingum og nýta þá betur tæki og
mannskap á Suðurnesjum. Þá hafi
komið upp sú hugmynd að Eimskip
keypti fyrirtækið og samningar
náðst um það. Eigendaskiptin mið-
ast við komandi áramót. Vonast Jón
til að við breytingar á flutninga-
starfseminni muni þjónusta við við-
skiptamenn á Suðurnesjum aukast.
SAS er með ýmsa aðra starfsemi
og er að vinna fyrir ólíka aðila. Þess
má geta að það annast afgreiðslu
skipa Atlantsskipa í Njarðvíkurhöfn
og vonast Jón til að það verði áfram,
þrátt fyrir breytingar á eignaraðild.
Þá er fyrirtækið nýlega búið að opna
verslun fyrir ESSO sem nefnist
ESSO Aðföng.
Var ekki á áætlun að selja núna
Eigendaskipti staðfest: Höskuldur H. Ólafsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Erlendur Hjaltason, framkvæmda-
stjóri Eimskips, og Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Skipaafgreiðslu Suðurnesja, við undirritun samninga.
Norræna bókasafnavikan | Haf-
ið og norðrið er yfirskrift Norrænu
bókasafnavikunnar í ár. Vikan hefst
mánudaginn 10. nóvember og lýkur
hinn 16. sem jafnframt er dagur ís-
lenskrar tungu. Bókasafn Reykja-
nesbæjar, menningarfulltrúi bæj-
arins og Suðurnesjadeild Norræna
félagsins ætla í sameiningu að halda
upp á vikuna og verður setninga-
rathöfnin í sýningarsal Listasafns
Reykjanesbæjar í Duushúsum í
Keflavík næstkomandi mánudag,
klukkan 18.
Dagskráin hefst með því að lesinn
verður inngangskaflinn í skáldsögu
Alexanders Kielland, Garman og
Worse, þar sem fjallað er um hafið.
Síðan tekur við fjölbreytt dagskrá í
tali og tónum, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.
Meðal annars verða ungum skáld-
um í Reykjanesbæ veittar við-
urkenningar, en Bókasafn Reykja-
nesbæjar ákvað að verðlauna
sérstaklega þau börn sem sendu inn
ljóð í ljóðasamkeppnina Ljóð unga
fólksins og komust áfram í úrslit á
landsvísu.
Barn fyrir bíl | Lögreglan fékk til-
kynningu um umferðarslys á Faxa-
braut í Keflavík síðdegis á fimmtu-
dag. Barn hafði orðið fyrir bíl. Var
barnið flutt á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja en meiðsli reyndust
minniháttar, það hafði hruflast á fót-
um.
Íbúðir til sýnis| Íbúðir fyrir aldr-
aða sem Gerðahreppur hefur byggt í
nágrenni hjúkrunarheimilisins
Garðvangs verða afhentar við athöfn
sem fram fer í dag. Af því tilefni
verða íbúðirnar til sýnis í dag, milli
kl. 13 og 17.
Stefnt að af-
hendingu lóð-
ar í febrúar
Helguvík | Nú er stefnt að því að
framkvæmdir við lóð fyrirhugaðrar
stálröraverksmiðju við Helguvík
verði tilbúin í febrúar og að þá þegar
hefjist framkvæmdir við byggingu
verksmiðjuhúss fyrirtækisins.
Fyrirtækið áformaði að hefja fram-
kvæmdir á lóðinni í haust og síðan var
talað um áramót. Árni Sigfússon,
bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að
magnaukning hafi orðið á sprenging-
um í Helguvík og samið um lengri
verktíma við verktakann. Segir hann
stefnt að því að það fari saman að
Reykjaneshöfn geti afhent lóðina í
febrúar og International Pipe and
Tube geti þá þegar hafið fram-
kvæmdir. Segir Árni að IPT vinni
áfram að sínum undirbúningi. Aðal-
verktaki við byggingu verksmiðjunn-
ar og starfsmannaaðstöðu er Daewoo
International í Suður-Kóreu og segist
Árni hafa upplýsingar um það að
Daewoo hafi lokið samningum við
vélaframleiðendur. Þá sé allri hönn-
unarvinnu lokið og muni það stytta
byggingartímann um fjóra mánuði.
Grindavík | Skipt verður um þurrkara í fiskimjölsverk-
smiðju Samherja hf. í Grindavík á næstunni. Nýi þurrk-
arinn er tvöfalt stærri en sá sem nú er og verður unnt að
auka afkastagetu verksmiðjunnar verulega með frekari
breytingum.
Talsverðar endurbætur hafa verið gerðar á fiskimjöls-
verksmiðjunni á undanförnum árum. „Með því að skipta út
þurrkaranum er verið að halda áfram á þeirri braut,“ segir
Óskar Ævarsson, rekstrarstjóri Samherja í Grindavík.
Hann segir að ráðist sé í þessar fjárfestingar með hliðsjón
af áætlunum hafnaryfirvalda um að endurbæta aðstöðu
fyrir loðnuskipin í Grindavíkurhöfn. Þá sé framkvæmdin
liður í hagræðingu í fiskimjölsiðnaðinum.
Nýi þurrkarinn er kominn til Grindavíkur og er verið að
undirbúa uppsetningu hans þar. Hann var áður í nýlegri
verksmiðju Skeggeyjar á Höfn í Hornafirði. Óskar segir
að hann hafi verið of stór fyrir þá starfsemi sem var í
Hornafirði og verksmiðjan þar hafi í staðinn fengið minni
þurrkara sem losnaði við lokun fiskimjölsverksmiðjunnar í
Sandgerði. Eignatengsl eru milli fyrirtækjanna sem eiga
þessar þrjár verksmiðjur. Þess má geta að mjölflutninga-
skip var notað til að flytja þurrkarana á milli. Flutninga-
skipið byrjaði á því að taka þurrkarann á Höfn, flutti hann
til Grindavíkur og lestaði þar fiskimjöl, tók síðan þurrk-
arann í Sandgerði og flutti hann til Hornafjarðar, lestaði
loks mjöl í Neskaupstað og flutti mjölfarminn til útlanda.
Minna hráefni í ár
Verksmiðjunni verður lokað frá miðjum nóvember í
hálfan annan mánuð á meðan þurrkaranum og tilheyrandi
tækjum verður komið fyrir.
Afkastageta verksmiðjunnar er nú 1.000 til 1.100 tonn á
sólarhring. Nýi loftþurrkarinn getur afkastað 1.400 til
1.500 tonnum. Óskar tekur fram að gera þurfi fleiri lagfær-
ingar í verksmiðjunni og fá nauðsynleg leyfi áður en af-
köstin verði aukin.
Búið er að vinna úr um 93 þúsund tonnum af hráefni í
verksmiðjunni í Grindavík í ár og ljóst að lítið bætist við
vegna fyrirhugaðrar lokunar. Er það talsvert minna en
metið sem þar var sett á síðasta ári þegar brætt var úr 111
þúsund tonnum. Óskar segir að loðnukvótinn hafi minnkað
verulega auk þess sem hann hafi verið nánast uppurinn
þegar loðnan kom vestur með landinu. Þá hafi gengið verr
að veiða kolmunna seinnihluta árs og því hafi minna verið
landað í Grindavík en í fyrra.
Unnt að auka afkastagetu fiskimjölsverksmiðju Samherja
Tvöfalt stærri loft-
þurrkari settur upp
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Uppsetning undirbúin: Iðnaðarmenn ganga frá nýja
þurrkaranum áður en hann er hífður inn í verksmiðju.
Veita stöðuleyfi | Skipulags- og
byggingarnefnd Vatnsleysustrand-
arhrepps hefur fyrir sitt leyti sam-
þykkt umsókn Vélsmiðjunnar
Norma um stöðuleyfi fyrir skemmu
á lóð fyrirtækisins á iðnaðarsvæðinu
við Vogaveg. Nefndin hafði krafist
niðurrifs skemmunnar sem reist var
á bak við verksmiðjuhús fyrirtæk-
isins, án þess að sótt væri um leyfi.
Sótt var um stöðuleyfi til tveggja ára
en nefndin veitti leyfi til sex mánaða.