Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 27

Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 27 Húsavík | Í Safnahúsinu á Húsavík stendur nú yfir mjög athyglisverð sýning á svart- hvítum ljósmyndum Jóns Ásgeirs Hreins- sonar sem hann tók í Aðaldal og nágrenni á árunum 2000 og 2001. Jón Ásgeir býr nú í Hollandi ásamt fjölskyldu sinni eftir að hafa búið í Aðaldal sl. átta ár og átti ekki heim- angengt til að vera viðstaddur opnun sýning- arinnar þótt feginn vildi. Myndirnar á sýning- unni má einnig finna í nýútkominni bók Jóns Ásgeirs sem ber nafnið „Beðið eftir framtíð“ sem jafnframt er heiti sýningarinnar. Spurður um tilurð þessara ljósmynda segist Jón Ásgeir alla tíð verið með ólæknandi ljós- myndadellu. „Ég hef hrifist af ljósmyndinni sem frásagnarmáta, ein mynd getur sagt heila sögu, sanna, ýkta eða sviðsetta. Ég byrjaði að taka svarthvítar myndir af nágrönnum mínum og umhverfi þeirra í Aðaldal veturinn 1999 og setti mér það markmið að fanga augnablikið ósviðsett, nákvæmlega eins og ég sá það, nota ekki flass, ekki þrífót, skera myndina í myndavélinni, og nota eingöngu svarthvíta filmu, svona smá dogma. Filmurnar voru svo framkallaðar í eldhúsinu heima í Staðarhrauni og svo stækkaði ég og framkallaði myndirnar á pappír upp á gamla mátann í austur- herberginu á Staðarhrauni. Fjölskyldan flutti síðan til Hollands sumarið 2002 þegar Guðrún Lilja, konan mín settist á skólabekk og ég gerðist húsmóðir. Þegar hér var komið átti ég dágóðan bunka af myndum í pappakassa og fór að skoða þær sem heild. Ég raðaði þeim eftir árstíðum frá vetrinum 2000 til síðsumars 2001 og fyrir myndirnar sem ekki er hægt að fanga notaði ég prósa sem ég átti og skrifaði á sama tímabili og myndirnar voru teknar, þannig, sem heild talaði þessi „pakki“ ákaf- lega sterkt til mín og mig langaði að gera úr þessu bók. JPV útgáfa vildi strax gefa hana út, það var svo Sigfús Bjartmarsson, vinur minn og stórskáld, frá Sandi sem kom með tit- ilinn á bókina „Beðið eftir framtíð“ eftir að hann skoðaði hana á framleiðslustigi. Og fyrst fædd var bók langaði mig að setja saman sýn- ingu með þessum myndum. Safnahúsið á Húsavík kom fyrst upp í hugann, nær komst ég ekki Aðaldal með sýningarrými sem hent- aði. Ég hafði samband við Guðna Halldórsson, forstöðumann safnsins, sem sló til eftir að hafa skoðað myndirnar í tölvupósti. Nú jókst kjarkurinn og ég fór og sýndi sýningarnefnd nýlistasafnsins „De Nederlandsche Cacao- fabriek“ í Hollandi myndirnar. Þeir urðu mjög hrifnir og vildu fá þær á sýningu í febrúar, þeirri sýningu mun líka fylgja áþreifanlegur Aðaldalur; hraun og torfusnepill frá Hjarð- arbóli í Aðaldal og hálfur lítri af Skjálfanda- fljóti í mjólkurflösku, symbolískir hlutir sem verða í öndvegi í miðjum sýningarsalnum, torfuna mun ég svo gróðursetja í garðinum hérna í Scheerderhof, Skjálfandfljóti helli ég í Rín og mölinni verður dreift um Holland, Belgíu, Þýskaland og Frakkland, svona upp á grín.“ Jón Ásgeir Hreinsson fæddist árið 1957 í Reykjavík og hefur unnið sem grafískur hönn- uður í mörg ár og eftir hann liggur ýmiss kon- ar grafík. Í stuttu máli segir Jón Ásgeir um bókina og sýninguna sem mun standa yfir í Safnahúsinu til 16. nóvember nk.: „þarna birt- ist það sem ég elska mest og hefur haldið í mér lífinu og líka það sem ég óttast mest, hata og gerði næstum út af við mig“. Ljósmyndirnar og orðin eru full söknuðar til fólksins sem býr þarna, umhverfisins og til veðráttunnar sem var bæði himnesk og djöf- ulleg. Í gegnum myndirnar og orðin má greina að lífið í strjálbýlinu er oft kyrrstaða en það er líka öruggt. Hér togast á eftirvænt- ingin eftir einhverju nýju og óttinn við hvern- ig hin óða framtíð muni fara með hversdaginn. Jón Ásgeir bíður framtíðar Morgunblaðið/Hafþór Áhugaverðar myndir í svarthvítu: Aðdælingarnir Sigurður Ólafsson á Sandi og séra Þor- grímur Daníelsson á Grenjaðarstað rýna í myndir Jóns Ásgeirs í Safnahúsinu á Húsavík. Svarthvítar ljósmyndir úr Aðaldal komnar á bók og eru til sýnis í Safnahúsinu á Húsavík Húsavík | Þessa dagana eru iðnaðar- menn að vinna á fullu við að gera klárt fyrir vinnslu á grænlensku hreindýrakjöti í húsnæði því sem áð- ur hýsti ostagerð MSKÞ á Húsavík en er nú í eigu Norðurmjólkur. Það er fyrirtækið Viðbót ehf. sem hyggur á þessa starfsemi, en bræðurnir Gunnar Óli og Örn Logi Hákonar- synir frá Árbót í Aðaldal standa að því ásamt Stefáni Hrafni Magnús- syni, hreindýrabónda á Grænlandi. Að sögn Arnar Loga eru komnir um tólf hundruð hreindýraskrokkar til landsins og gerir hann ráð fyrir að vinnsla geti hafist í síðustu viku nóv- embermánaðar. Forsaga þessara samvinnu bræðr- anna við Stefán Hrafn er sú að Gunn- ar Óli fór fyrst í veiðiferð til Græn- lands 1994 og kynntist þá Stefáni Hrafni og hefur verið þar öll sumur síðan við veiðar. Í framhaldinu fluttu þeir bræður fyrst kjöt hingað 2001 og seldu hér innanlands. Örn Logi segir þessa vinnslu setta upp til að vinna það hreindýrakjöt sem Stefán Hrafn framleiðir á búi sínu á Græn- landi. „Við eigendur Viðbótar erum einnig að leita fleiri verkefna en í fyrstu ætlum við að vinna þessi fimm tonn af hreindýrakjötinu græn- lenska sem við höfum leyfi fyrir að selja á innanlandsmarkaði. Okkur var úthlutaður þessi fimm tonna toll- kvóti og reiknum við með að það skapi fjögur störf fyrst um sinn. Þessi tollkvóti er ákveðinn af land- búnaðarráðuneytinu og gefur eins og áður segir okkur leyfi til þess að selja fimm tonn af hreindýrakjöti innan- lands í ár. Innan ESB-landa eru toll- ar en engir magnkvótar og hefur Stefán selt sitt kjöt til Skandinavíu til þessa. Það kjöt sem við vinnum umfram tollkvótann fer því fullunnið á þann markað áfram,“ segir Örn Logi. Fyrr á þessu ári var umsókn þeirra um tollkvóta hafnað á þeirri forsendu að umsóknin hafi borist of seint, en hvernig skyldi undirbúning- ur að þessari starfsemi hafa gengið? Það er búið að vera upp og ofan segja þeir bræður. „Guðni Ágústs- son, landbúnaðarráðherra, hefur haft á þessu máli skilning og sýnt því áhuga að efla atvinnu á landsbyggð- inni. Tryggvi Finnsson hjá At- vinnuþróunarfélagi Þingeyinga hef- ur verið okkur innan handar með ráðgjöf og aðstoð við áætlanagerð og fleira, sérstaklega í byrjun. Við höf- um komist að ágætu samkomulagi við Norðurmjólk sem er eigandi hús- næðisins, en hins vegar er það engin spurning að Sigríður Ingvarsdóttir, sem þá sat á Alþingi, kom þessu á koppinn. Hún barðist fyrir því að hreindýrakjötið, sem þá var í tolla- flokki með öðru hjartarkjöti, var sett í sérflokk og gerði þar af leiðandi þessa hugmynd okkar um vinnslu á kjötinu hér raunhæfa,“ segja þeir bræður. Þeir benda jafn-framt á að þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert á Ís- landi, þ.e.a.s. kjöt flutt inn til vinnslu og pökkunar fyrir neytendamarkað innanlands sem utan. Aðspurðir hvort þeir bræður telji hreindýrakjötið komi víða í stað rjúpunnar á jólaborðum landsmanna segjast þeir ekki efast um það, mjög margir hafi nú þegar komið að máli við þá og falast eftir kjöti fyrir hátíð- irnar. „Það er meiri eftirspurn en við bjuggumst við og greinilegt að það er fólk sem er að leita eftir villibráð í staðinn fyrir rjúpuna sem verður ekki á boðstólum í ár,“ segja þeir bræður frá Árbót að lokum. Bræður frá Árbót standa að kjötvinnslunni Viðbót Vinnsla kjöts af 1.200 grænlenskum hreindýraskrokkum að hefjast á Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Dugleg hjón: Meðal veiðifélaga Gunnars Óla á Grænlandi er kona hans, Þórdís Dögg Gunnarsdóttir, og hér eru þau með góðan feng.Egilsstöðum | „Er heilsu haldið tilhaga? Líkami - heilsa - íþróttir“ er yfirskrift Norræna skjaladagsins sem haldinn verður hátíðlegur í skjalasöfnum landsins í dag. Hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga er opið hús frá kl. 14.30 til 18 og margt fróðlegt á boðstólum. M.a. verður opnuð sýning á dagbókum Þórarins Sveinssonar og ýmsum skjölum frá starfi ungmenna- og íþróttafélaga. Má þar meðal gripa nefna yfir hundrað ára gömul listi- lega handskrifuð félagsblöð.Vil- hjálmur Einarsson segir frá kynn- um sínum af Þórarni. Lesið verður valið austfirskt efni sem tengist íþróttum og líkamsrækt í gegnum tíðina og sýndar myndir frá íþrótta- viðburðum með skjávarpa. Dag- skráin verður aðeins flutt í þetta eina sinn en sýning á dagbókum og skjölum tengdum íþróttum verður uppi fram til mánaðamóta. Á Héraðsskjalasafni Austurlands er varðveitt töluvert af gögnum sem tengjast íþróttum, líkamsrækt og heilsu. Annars vegar eru skjala- söfn félagasamtaka sem störfuðu sérstaklega að þessum málum og hins vegar er í einkaskjalasöfnum ýmislegt sem tengist fyrrgreindum viðfangsefnum. Norræni skjaladagurinn á Egilsstöðum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Á Norrænum skjaladegi: Minjasafn Austurlands sýnir m.a. gömul skjöl íþróttafélaga. Hér má sjá skjal frá íþróttafélaginu Þór í Eiðaþinghá, sem stofnað var árið 1909. Er heils- unni haldið til haga? Öræfum | Umhverfisstofnun hélt námskeið sem menntar fólk til að verða landverðir. Að þessu sinni voru þátttakendurnir 11. Er þetta mest bóklegt nám en samt um ein- hverjar vettvangsferðir að ræða. Á myndinni er hópurinn, ásamt kennurunum Sigþrúði Stellu Jó- hannsdóttur og Glóeyju Finnsdótt- ur, sem dvaldi í Skaftafelli í nokkra daga.Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Landvarða- námskeið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.