Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 30

Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 30
nútímanum vegna þess að ástin lætur alltaf í minni pokann gagn- vart valdagrimmd og – græðgi. Boðskap þessum er komið ágæt- lega til skila. Sýningin var sterk og áhrifamikil í heild sinni með und- irtóni lífsþorsta en hann birtist einkum í firna sterkum og glæsi- legum hópsenum á í stílhreinni leikmyndinni á hinu litla sviði Tjarnarbíós. Þorleifur hefur greinilega mjög gott auga fyrir sviðslausnum og augljóst að hér er listamaður með köllun á ferð. Hins vegar má alltaf spyrja hvort rétt sé að leikstjóri stýri eigin leikgerð eða hvort ekki sé rétt að aðstoðarleikstjóri komi inn með ferska sýn en hér var meðhöfundurinn Arndís einnig að- stoðarleikstjóri. Sýningar mega al- veg vera langar en mig grunar að nokkur atriði, eins og ástarsenur, pyntingar og yfirheyrslur, hefðu orðið markvissari og áhrifaríkari ef þriðja augað hefði komið að mótuninni. Góð leikstjórnin kom einkum fram í hópsenunum þar sem heila- þvegnir flokksmeðlimir hrópuðu slagorð til heiðurs flokknum og ,,stóra bróður. Þarna kom líka í ljós kraftur leikaranna og auðvelt að hrífast með geislandi baráttu- anda æskunnar á sviðinu þó svo að málstaðurinn sé miður geðslegur. Einstakir leikarar voru misjafnir eins og eðlilegt er í tuttugu og tveggja manna hópi þar sem leik- reynslan er lítil. Hinrik Þór Svav- arsson lék aðalpersónuna Winston Smith, sem rís gegn flokknum, fullur af fallegum réttlætisanda. Hinrik lék vel og ekki við hann að sakast þótt persónan væri einsleit að því leyti að sjálfsvor- kunn og píslarvætti einkenndi hana. Stúlkuna Júlíu, kærustu Smiths, lék annaðhvort Melkorka Óskarsdóttir eða Lára Jónsdóttir en þær eru báðar skrifaðar fyrir hlutverkinu í leikskrá. Það var synd að fá ekki upplýsingar um hvor þeirra lék á frumsýningu þar sem leikkonan hvíldi áberandi best í hlutverki sínu. Mér segir svo hugur að hún geti leikið hvaða hlutverk sem er af jafnmiklu ör- yggi og stillingu. Öll umgjörð verksins var vel unnin; lýsing, leikmynd og bún- ingar ásamt söngvunum sem færðu áhorfendur óhugnanlega nálægt ís- lenskum nútíma. Upplýsingar og fróðleikur í leikskrá eru til fyr- irmyndar. Í leikverkinu 1984 er mikið af þeim kraftmikla anda sem hefur fylgt Stúdentaleikhúsinu en upp úr stendur gott byrjendaverk leik- stjóra framtíðarinnar, Þorleifs Arnar Arnarssonar. ÞAÐ liggur í loftinu, nú á tímum yfirgengilegrar velferðarneyslu og fjölmiðlavædds eftirlitssamfélags, að breyta til í leikhúsinu. Eftir nokkurra ára ofuráherslu á söng- leiki, ævintýraleiki, gleði, rokk og ról velja æ fleiri leikhópar drama- tísk raunsæisverk með boðskap. Á þetta sérstaklega við um yngri kynslóð þeirra sem iðka leiklist. Stúdentaleikhúsið flytur okkur nú boðskap og skelfilega sýn George Orwells, í skáldsögunni 1984. Leikstjórinn Þorleifur og meðhöfundur hans Arndís velja ástarsöguna í sögu Orwells sem rauðan þráð leiksins og heppnast það ágætlega. Í leikgerðinni kemur skýrt fram sú myrka sýn að ást og tilfinningar eigi ekki heima í pólitísku alræði þar sem ,,stóri bróðir kemst að öllu með hjálp tækninnar. Með því að velja ástarsöguna er ennfremur aðveldara að tengja skáldverkið Skelfileg sýn LEIKLIST Stúdentaleikhúsið Leikgerð eftir skáldsögu George Orwells: Þorleifur Örn Arnarsson og Arndís Þórarinsdóttir; leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarsson; leikmyndarhönnun: Hlynur Páll Pálsson; ljósahönnun: Declan O’Driscoll; tónlistarstjóri: Jóhannes Ævar Grímsson, kórstjóri Gunnar Ben. Frum- sýning í Tjarnarbíói, 24. október, 2003. 1984, ÁSTARSAGA LISTIR 30 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhuga- manna heldur tónleika í Seltjarn- arneskirkju kl. 17 á morgun, sunnudag. Leikinn verður Brandenborgarkonsert nr. 3 eftir Johann Sebastian Bach, fagott- konsert í C-dúr eftir Vivaldi og Sinfónía nr. 35 (KV 385), Haffner- sinfónían, eftir Mozart. Stjórnandi á tónleikunum er Ingvar Jónasson og einleikari á fagott er Sigríður Kristjánsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Bach, Vivaldi og Mozart í Seltjarnarneskirkju STUTTVERKAHÁTÍÐ Bandalags ís- lenskra leikfélaga í Borgarleikhúsinu tókst með eindæmum vel og ef það er einhver haldbær viðmiðun þá gekk hún svo vel og snurðulaust fyrir sig að atvinnumenn mættu vera fullsæmd- ir af; hvert verkið tók við af öðru, kynningar einfaldar, sviðsetningar markvissar og lýsing nægileg til að engin saknaði þess að sjá ekki leikendur nægilega vel. Þetta eitt og sér er um- talsverður árangur þar sem leikhlutverk losuðu 6. tuginn (leikendur nokkru færri) að ónefndum leikstjórum og öðrum meðhjálpurum. Ekki veitti af þar sem 21 verk var á dagskrá og stóð hátíðin frá kl 17 og til klukkan langt gengin ell- efu og var þó engan bilbug að finna á þátttak- endum sem skelltu sér í hálftíma langar um- ræður um hátíðina áður en lauk. Ekki er hægt að fjalla um hvert og eitt þeirra 21 verka sem flutt voru. Meginlínur voru nokkuð skýrar efnislega. Dramatískir þættir í raunsæisstíl, þar sem textinn var í fyr- irrúmi, persónur kunnuglegar og aðstæður hversdagslegar. Stuttlegar lýsingar á lífi hversdagsfólks. Athygli vakti hversu lítið höfundar spreyttu sig á tímahugtakinu innan leiksins, rauntími stuttleiksins og innri tími hans fóru iðulega saman. Í því liggur hið yfirborðskennda raunsæi; að krefja áhorfandann um þann átrúnað að það sem gerist sé að gerast ná- kvæmlega núna og hvorki fyrr né síðar. Þetta reynir verulega á samband flytjenda og áhorf- anda og dregur úr frásagnarmöguleikum leik- hússins sem höfundinum standa annars til boða. Má leiða að því líkum að þarna liggi næsta skref fyrir höfundana sem annars sýna ágæta kunnáttu í að skrifa samtöl og eintöl. Er sannarlega einnig ástæða til að hrósa höfund- um fyrir að taka hlutverk sitt alvarlega og nýta stuttleiksformið til að koma alvarlegum þönkum um samfélagið á framfæri. Þórunn Guðmundsdóttir er athyglisverður höfundur og átti fjóra leiki á hátíðinni. Tvö ein- töl, Ein lítil jólasaga og Árshátíð, einn þáttur í bundnu máli, Afturelding, og einn samtals- þáttur Sambekkingar. Sá síðastnefndi sístur þeirra fjögurra og Ein lítil jólasaga afgerandi best, þar sem húmor og hryllingur hélst hönd í hönd í frábærum flutningi Huldu B. Hákonar- dóttur. Afturelding skar sig úr öðrum verkum á há- tíðinni að því leyti að allur textinn var í bundnu máli. Öðruvísi ástarsaga þar sem húmor höf- undarins í orðaleikjum og rímgríni naut sín vel. Sævar Sigurgeirsson og Hrefna Friðriks- dóttir fóru á kostum. Hrefna sýndi einnig mik- ið öryggi í flutningi Árshátíðar. Athygli vekur að höfundar eru óhræddir við að leggja leik- endum erfið verkefni á herðar; einleikir eru aldrei auðveldir og fyrir óvanan áhugamann hlýtur það að vera með verri martröðum að standa einn á sviðinu og flytja allt að 15 mín- útna langt eintal. Það er til marks um hversu vel áhugaleiklistin í landinu stendur og hversu margir þjálfaðir kraftar eru þar í flokki að í engu tilfelli vakti viðvaningsbragur athygli. Vissulega var leikur misgóður og hæfileikar misjafnir en kunnáttuleysi og vandræðalegur viðvaningsháttur kom hvergi við sögu. Leikstjórn þáttanna var eins og gengur mis- jafnlega athyglisverð. Þar sem raunsæið réð ríkjum lét leikstjórnin lítið yfir sér. Má kannski segja að í heildina hafi það vakið um- hugsun hversu lítið leikstjórarnir létu gamm- inn geisa; hugmyndir fáar og smáar í sniðum. Fæstir þáttanna voru sniðnir fyrir augað, en þar á móti kemur að fyrirkomulag dagskrár- innar gerði þá kröfu að sviðsetning hvers þátt- ar væri sem einföldust. Tveir þættir skáru sig úr að þessu leyti, Óþekkt kona og Konan frá Nam Xuang, þar sem sviðsetning leiksins var hluti af frásagnaraðferðinni, leikstjórar beggja þáttanna lögðu þeim til myndrænan leikstíl sem lyfti efninu upp fyrir meðalmennskuna. Þessir þættir eru enda þeir einu sem skilja eft- ir sterka myndræna minningu. Í heildina fróðlegur og skemmtilegur dagur í leikhúsinu sem sýnir svo ekki verður um villst að í áhugaleikhúsinu er að koma fram kynslóð höfunda og flytjenda sem telja sig eiga annað og brýnna erindi við áhorfendur en margir aðrir sem fyrr hafa sprottið úr þeim jarðvegi. … gerir eitt stórtLEIKLISTStuttleikjahátíð Bandalags íslenskraleikfélaga í Borgarleikhúsinu Höfundar, flytjendur, leikstjórar úr Leikfélagi Hafnarfjarðar, Freyvangsleikhúsinu, Hugleik, Leik- félagi Mosfellssveitar, Leikfélagi Kópavogs, Leikfélagi Dalvíkur, Leikfélagi Fljótsdalshéraðs, Leikhópnum Veru, Leikfélaginu Sýnir í Borgarleik- húsinu laugardaginn 25. október. MARGT SMÁTT Hávar Sigurjónsson Hrund Ólafsdóttir Ó Jesú gef þinn anda mér, allt svo verði til dýrðar þér uppteiknað, sungið sagt og téð, síðan þess aðrir njóti með. Í þessum ljóðlínum Hallgríms Pét- urssonar um Passíusálmana felst einnig tilgangur Smára Ólasonar tón- listarmanns með nýjum útsetningum á gömlum íslenskum sálmalögum, mörgum við Passíusálma Hallgríms. Smári hefur um árabil sinnt rann- sóknum á íslenskum sálamalögum og nýr geisladiskur þar sem Magnea Tómadóttir og Guðmundur Sigurðs- son flytja útsetningar Smára því af- rakstur mikillar vinnu og grúsks. Eins og með margt annað sem áður var talið gott og gilt í íslenskri menn- ingu áttu íslensku sálmalögin undir högg að sækja, þegar danskra áhrifa fór að gæta hér í æ ríkari mæli á 19. öld. Með orgelinu komu nótur og ný lög, – þýskir og danskir sálmar héldu innreið sína í landið, og þeir gömlu létu undan nýju tískunni. Gömlu sálmalögin sem áður voru sungin með ritningarlestri við hús- lestur á kvöldvökum hurfu smám saman. Undir lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. var þó farið að safna þess- um lögum saman á nýjan leik, og skrá, af munni eldra fólks sem hafði alist upp við þau og mundi þau enn. Bjarni Þorsteinsson prestur og þjóð- lagasafnari á Siglufirði skráði mörg þessara laga, – einnig fleiri. Í Passíusálmunum vísaði Hallgrím- ur sjálfur í þá lagboða sem syngja skyldi við sálmana, – það er, þau lög sem pössuðu við textana, – og voru lögin ýmist ættuð úr Hólabók eða Grallaranum. Það eru þessir lagboðar sem Smári hefur verið að rannsaka og tengsl þeirra innbyrðis og uppruni. En hér er það annars konar rannsóknarnið- urstaða sem er til umfjöllunar; – út- setningarnar á Passíusálmunum og öðrum sálmum. Smára hefur tekist ákaflega vel upp að setja gömlu sálmalögin í bún- ing sem fer þeim vel. Orgelið er hvergi yfirþyrmandi, heldur umfram allt látlaus hljómrænn stuðningur við melódíuna, sem að þeirra tíma sið er oftar en ekki módal, – það er, í gömlu kirkjutóntegundunum. Guðmundur Sigurðsson útfærir orgelleikinn með dempuðum röddum – en þó nógu fjölbreyttum til að gefa hverju lagi sinn karakter og lit. Söngur Magneu Tómasdóttur er að sama skapi látlaus og hæfir lögunum ákaflega vel; – hvorki of tilþrifamikill né of hógvær. Það er erfitt að ímynda sér hvernig þessi lög voru almennt sungin á sínum tíma. Einhverjar hljóðritanir á gömlum sálmasöng hafa varðveist frá upphafi síðustu aldar, en þær yngri eru frá því eftir miðja öld- ina. Magnea syngur lögin eins vel og má ímynda sér að góður forsöngvari hafi gert, og skreytir og flúrar af sömu látlausu smekkvísinni og einkennir all- an flutning þeirra Guðmundar. Það er erfitt að tíunda eitt öðru fremur sem vel er gert, – þó er 6. sálmurinn, Um iðrun Péturs, mjög áhrifamikill og inni- legur í flutningi þeirra og styrkleika- breytingar fallega notaðar til að árétta boðskap textans. Þarna eru lög sem enn eru sungin, – eins og Jesú, mín morgunstjarna, og Krossferli að fylgja þínum, – Um afneitun Péturs; en einn- ig ótal fallegar perlur sem ánægjulegt er að kynnast. Stærsti gallinn á diskinum er upp- takan. Magnea er of fjarlæg í hljómn- um, of langt frá hljóðnemanum, eða of mikill hljómur á upptökunni, – þannig að textar eru engan veginn nógu skýr- ir. Á móti kemur að laglínan fær fyrir vikið aukið vægi – þótt á kostnað text- ans sé, – og ósköp indælt að njóta tón- listarinnar svona einnar og sér og forna tærleikans í kirkjutóntegundun- um, þótt vissulega gjaldi guðs orðið fyrir það. Með andans innileik TÓNLIST Geislaplötur Magnea Tómasdóttir sópransöngkona og Guðmundur Sigurðsson organisti flytja gömul íslensk sálmalög í útsetn- ingum Smára Ólasonar. Smekkleysa gefur út. PASSÍUSÁLMAR OG AÐRIR SÁLMAR Bergþóra Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.