Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 31

Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 31 EINTAL Guðmundar Ólafssonar um hinn reglufasta strætisvagna- stjóra er hefðbundinn afhjúpunar- texti, varnarræða þar sem persónan útlistar lífsgildi sín og skreytir dæm- um úr lífi sínu. Fljótlega er samt ljóst að líf hans er grámyglan ein, bundið í klafa vana og samskiptin við fjölskylduna drepin af heimilisharð- stjórn hans. Strætisvagnaakstur er alveg ógalin líking um það undarlega ferðalag sem lífið er, og persónan hefur fallið í þá gryfju að reyna með öllum ráðum að halda undarlegheit- unum í algeru lágmarki. Tónninn í eintalinu er að mörgu leyti skyldur öðrum einleik Guð- mundar, Tenórnum, sama afhjúp- andi tækni, þar sem hinn sjálfum- glaði Tenór stendur að lokum uppi með allt niðrum sig ef svo mætti segja. Bæð verkin eru lipurlega skrifuð og skemmtileg. Reyndar þykir mér sem spennan slakni nokk- uð um miðbikið á því verki sem hér er til umfjöllunar, það bætist lítið við af efni um þennan kall fyrr en í lokin, og þá næst spennan upp aftur, í upp- gjörinu við eiginkonuna og ræðunni um mikilvægi strætisvagnabílstjóra og heilagt hlutverk þeirra í sið- og regluvæðingu þjóðfélagsins alls. Það sem Ýtið tímanlega á stansrofa hefur framyfir Tenórinn er þessi tákn- mynd strætisvagnsins fyrir lífið, og sem betur fer stillir Guðmundur sig um að nudda áheyrandanum upp úr henni, en leyfir henni að tala sjálfri. Val á leikara á trúlega sinn þátt í þessu spennufalli sem fyrr var nefnt. Erlingur Gíslason gerir bílstjórann frá upphafi að afar sérkennilegu og óaðlaðandi mannkerti með sinni ísmeygilegu raddbeitingu. En með því að mála bílstjórann svona sterk- um litum missum við svolítið tengsl- in við hann, og fáránlegar hugmynd- ir hans um lífið og tilveruna og fráleit viðbrögð við aðstæðum sem upp koma ná ekki að vekja neina undrun. Sú ákvörðun að fela Erlingi hlutverkið er trúlega stærsta túlk- unaratriðið í uppfærslunni og ég er ekki frá því að það hefði orðið sterk- ara með hófstilltari túlkun og hvers- dagslegri rödd. Þá hefði lífsskoðun bílstjórans fyrst virkað sem nokkurn veginn eðlileg, en smám saman af- hjúpast sem óþolandi stjórnlyndi gagnvart lífinu. Kannski var það tengingin við Tenórinn en ég heyrði rödd Guðmundar sjálfs fyrir mér. En vitaskuld gerir Erlingur þetta fantavel með sínu lagi, nær að gera bílstjórann verulega skemmtilega andstyggilegan í sinni vanmáttugu tilraun til að reglubinda lífið. Hljóð- vinnsla gaf á hófstilltan og vel heppnaðan hátt tilfinningu fyrir akstrinum án þess að stela athygl- inni. Ýtið tímanlega á stansrofa var ágæt skemmtun á að hlýða. Leiðarkerfi gegnum lífið LEIKLIST Útvarpsleikhúsið Höfundur: Guðmundur Ólafsson, leikari: Erlingur Gíslason, leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir, hljóðvinnsla: Hjörtur Svav- arsson. Frumflutt 2. nóvember 2003. ÝTIÐ TÍMANLEGA Á STANSROFA Þorgeir Tryggvason TVÆR einkasýningar verða opnaðar í Galleríi Skugga, Hverfisgötu 39, í dag, laugardag, kl. 17. Á jarðhæð sýnir Ágústa Oddsdóttir verkið „365 sinnum“ sem vísar til umgengni við jörðina en í kjallaranum sýnir Margrét O. Leópoldsdóttir innsetninguna „Sjógangur“ þar sem brugðið er upp sjónarhorni á hafið. Um verk sitt segir Ágústa m.a.: Verkið „365 sinnum“ er unnið úr efni sem ég hef handleikið og annast um oft áður við ýmiss konar heim- ilisstörf. Verkið er allt frá innsta kjarna gert úr fötum sem fjölskyldan hefur klæðst og öðru fata- kyns sem fallið hefur til í heimilishaldinu, til dæmis gluggatjöldum, sængurfatnaði, hand- klæðum, og er of slitið til þess að nýta frekar eða fara til dæmis með á flóamarkað. Segja má að í verkinu fái hlutir, sem kalla mætti gamla og ónýta, nýjan tilgang, nýtt líf. Verkið tengist m.a. þeirri hugsun að jörðin sé einskonar heimili, sameiginlegur bústaður allra.“ Í kjallara gallerísins hefur Margrét unnið inn- setningu úr ljósmyndum, glærum, flúorperum, vír og tré, sem felur í sér eins konar sýnishorn af hugsunum listamannsins um sjó en verkið ber titilinn „Sjógangur“. Á sýningunni kannar Mar- grét hafið í fjölbreytileika sínum; eiginleika þess, lit, áferð, hreyfingu og dáleiðandi áhrif. Margrét rekur heimagalleríið Heima er best, menningarstarfsemi Margrétar á heimili sínu á Vatnsstíg 9. Sýningarnar standa til 23. nóvember. Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 13–17. Jörðin og hafið viðfangsefni tveggja listamanna í Skugga Eitt verka Ágústu Oddsdóttur í Skugga. Höll minninganna, skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, er komin út í kilju. Sagan segir af Íslendingi sem hvarf að heiman um dimma nótt frá fjölskyldu sinni og vinum og endaði sem einkaþjónn hjá bandaríska auð- kýfingnum William Randolph Hearst eftir fyrri heimsstyrjöld. Hvers vegna yfirgaf hann konu sína og börn, blóm- legt fyrirtæki og trausta stöðu í Reykjavík? Hvernig lenti hann í höll Hearsts blaðakóngs við Kyrrahafið? Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 324 síður og prentuð í Danmörku. Kápu hannaði Ragnar Helgi Ólafsson. Verð: 1.599 kr. Kilja ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.