Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 37 S á stöðugleiki sem nú ríkir í Evrópu er nú til dags talinn sjálfsagður. Kyn- slóðir fæddar eftir seinni heimsstyrjöldina þekkja ekki afleiðingar styrjaldar af eigin raun. Þó hefur Ísland ekki farið var- hluta af þeim hörmungum sem fylgdu stríði í Evrópu. Mikið mann- tjón varð á Íslandi í báðum heims- styrjöldunum, siglingaleiðir og samskipti voru rofin og ekki má gleyma því að Ísland var hernumið í seinni heimsstyrjöldinni. Lega landsins skipti ekki minna máli í kalda stríðinu og hugmynda- fræðileg átök gegnsýrðu íslenskt þjóðfélag. Mikil tilfinningaleg sár- indi fylgdu í kjölfar þessara tíma. Af og til erum við minnt harka- lega á þessa skelfilegu fortíð. Átök- in í fyrrum Júgóslavíu og hörmuleg- ar afleiðingar þeirra vekja ekki aðeins upp minningar um þessa for- tíð heldur eru beinlínis rakin til hennar. Þar sem Evrópa hafði gert upp blokkamyndanir fortíðarinar var í það skiptið hægt að koma í veg fyrir að ófriðurinn breiddist út til annarra Evrópuríkja. Hvað sem líður afstöðu manna til Evrópusambandsins er erfitt að mæla því í mót að samrunaþróunin í Evrópu hefur aukið skilning þjóða í millum og rennt styrkari stoðum undir varanlegan frið í álfunni. Stækkun Evrópusambandsins til sjö ríkja sem áður voru ríki eða landsvæði austan járntjaldsins er því afar kærkomið og verður án efa til að tryggja frið og stöðugleika í Evrópu. EFTA-ríkin taka þátt í fyrr- greindum samrunaferli í Evrópu á eigin forsendum með þátttöku í EES-samningnum. Skuggar fortíð- arinnar komu þó í ljós innan EFTA- fjölskyldunnar við undirritun samn- ings um stækkun hins Evrópska efnahagssvæðis, á ráðherrafundi EES-ríkjanna í Lúxemborg 13. október sl. Liechtenstein neitaði á lokastundu að skrifa undir samn- inginn nema Tékkaland og Slóvakía lýstu því yfir að Liechtenstein hefði um langt skeið verið fullvalda ríki, sem hefði frá upphafi fyrri heims- styrjaldarinnar fram að lokum þeirrar síðari verið hlutlaust í ófriðnum í álfunni. Þessu höfnuðu fulltrúar Tékklands og Slóvakíu al- farið. Ríkin gætu viðurkennt Liechtenstein frá því er þau voru stofnuð árið 1993 en ekki fyrr. Þessa kröfu Liechtenstein má rekja allt aftur til fyrri heimsstyrj- aldarinnar en sérstaklega þeirrar síðari þegar stjórnvöld í Tékkóslóv- akíu ráku brott samkvæmt Benes- úrskurðunum fólk sem var af svo- kölluðum óvinveittum uppruna. Í kjölfarið voru eigur þess gerðar upptækar. Fjölskylda furstans af Liechtenstein var ein áhrifamesta fjölskylda Habsborgaraveldisins og eignir hennar voru meðal þeirra sem gerðar voru upptækar. Sam- skipti milli Tékklands og Slóvakíu, sem áður hét Tékkóslóvakía, og Liechtenstein hafa ekki verið með eðlilegum hætti síðan. Mál þetta er tilfinningahlaðið á báða bóga og því grafalvarlegt. Í Tékklandi og Slóvakíu er þetta hluti af mun stærri mynd og uppgjöri við íbúa annarra þjóða, sem gæti ógnað efnahagslegu sjálfstæði ríkjanna. Því gat þetta mál ekki aðeins tafið heldur hreinlega komið í veg fyrir stækkun EES-svæðisins. Til lengri tíma litið gæti það stórskaðað EES- samninginn, því stækkun EES- samningsins getur ekki orðið að veruleika nema öll aðildarríki hans þ.á m. Tékkland, Slóvakía og Liechtenstein undirriti hann. Lítið er um það deilt nú að EES- samningurinn er hornsteinn þeirrar velferðar sem við Íslendingar búum við í dag. Hér er því um stórpólitískt mál að ræða og kallaði á náið sam- ráð og fundi utanríkisráðherra EFTA-ríkjanna innbyrðis og við að- ila innan Evrópusambandsins, eink- um utanríkisráðherra Slóvakíu, Tékklands, ítölsku formennsk- unnar, svo og fulltrúa fram- kvæmdastjórnarinnar. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra hefur sagt að málið sé eitt hið viðkvæm- asta sem hann hafi fengist við á póli- tískum ferli sínum, en eins og títt er um slík mál, fer sjaldnast mikið fyr- ir þeim á yfirborðinu en bak við tjöldin er unnið hörðum höndum að því að ná sam- komulagi sem allir geta unað við. Nú er lausnin fundin og samningurinn um EES verður undirritaður af ut- anríkisráðherrum EES- EFTA-ríkjanna í Vaduz nk. þriðjudag. Ráðherr- arnir geta þá fyrst varpað öndinni léttar eitt augna- blik. Það verður þó vart lengi, því samningurinn öðlast ekki gildi fyrr en hann hefur verið fullgiltur af öllum aðildarríkjum ESB. Því hefur verið lögð á það áhersla frá upphafi að stækkunarsamningur EES færi fyrir þjóðþingin samhliða stækk- unarsamningi ESB til að tryggja að EES-svæðið stækkaði 1. maí á næsta ári um leið og stækkun ESB verður að veruleika. Hætta er talin á því, að séu þessi ferli aðskilin gæti fullgilding EES-stækkunarsamn- ingsins dregist á langinn. Undir þeim kringumstæðum gæti sú staða komið upp að fríverslun við þessi ríki falli tímabundið niður þar til samningurinn hefði verið fullgiltur af öllum þjóðþingum aðildarríkja ESB, enda hvílir sú skylda á nýju aðildarríkjunum samkvæmt aðild- arsamningum þeirra, að segja upp þeirra eigin fríverslunarsamningum við þriðju ríki, þ.á m. Ísland. Dráttur á undirskrift er því áhyggjuefni. Á næstunni bíður það verkefni utanríkisþjónustunnar að sjá til þess að fríverslun haldist enda skipta viðskipti okkur við um- sóknarríkin sífellt meira máli. Má nefna að tollfrjáls aðgangur fyrir síldarsamflök sem ákveðið var að veita Íslandi spara útflytjendum út- gjöld vegna tolla um rúmlega 300 milljónir á ári. Allt þetta ferli sýnir, svo ekki verður um villst, hversu mikilvæg utanríkisþjónusta er okk- ur Íslendingum þar sem atburðir og staða á alþjóðavettvangi skipta okk- ur æ meira máli og breytingar í þeim efnum geta ráðið miklu um viðskiptahagsmuni þjóðarinnar til langrar framtíðar. Stækkunar- ferli EES- samningsins loks í höfn Eftir Björn Inga Hrafnsson ’ Mál þetta er tilfinn-ingahlaðið á báða bóga og því grafalvarlegt. Í Tékk- landi og Slóvakíu er þetta hluti af mun stærri mynd og uppgjöri við íbúa annarra þjóða, sem gæti ógnað efnahagslegu sjálfstæði ríkjanna. ‘ Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra Þar kemur fram að frumvarp til rir árið 2004, sem nú er til með- þingi, feli í sér töluvert aukið að- fjármálum miðað við árið sem nú g áréttað að mikilvægt sé að þetta i sér óskert, sem auðvitað felur í un til Alþingis um að auka ekki út- ns frá því sem frumvarpið gerir Kemur þessi viðvörun auðvitað til nslu fyrri ára, enda hefur þingið igingu til að auka útgjöld rík- talsvert í ferlinu frá því frum- agt fram og þar til það er end- mþykkt sem lög frá Alþingi. Þetta áminning til okkar þingmanna, þessa dagana fjölda erinda frá fnunum og hagsmunahópum, sem auknum framlögum úr ríkissjóði til margvíslegra verkefna sem yfirleitt eru bæði vel rökstudd og þörf. Seðlabankinn leggur einnig áherslu á auk- ið aðhald í ríkisfjármálum á næstu árum og bendir á að við endurmat á langtímaáætlun í ríkisfjármálum megi ekki slaka á aðhaldinu þegar þrýstingurinn á hagkerfið verði mest- ur vegna stóriðjuframkvæmdanna. Þetta eru að sjálfsögðu mikilvægar ábendingar. Ríkisstjórn og Alþingi verða að gæta þess að hamla gegn þenslunni með aðgerðum sínum og er því afar mikilvægt að finna leiðir til að sporna við sívaxandi útgjöldum í ríkisrekstr- inum og jafnframt að fara gætilega í fram- kvæmdum á vegum ríkissjóðs. Hlutfall sam- neyslu, þ.e. útgjalda ríkis og sveitarfélaga, af vergri landsframleiðslu hefur farið vaxandi á undanförnum árum og er mikilvægt að þeirri þróun verði snúið við. Lang- tímaáætlun í ríkisfjármálum gerir ráð fyrir að árlegur vöxtur samneyslunnar verði ekki meiri en 2% á næstu árum og ef það gengur eftir mun samneyslan vaxa umtalsvert minna en hagvöxturinn. Afar mikilvægt er að þetta markmið náist. Um það verður að nást samstaða, bæði hjá ríki og sveit- arfélögum, enda má ekki gleyma því að sveitarfélögin bera sína ábyrgð í þessu sam- bandi. Aðhaldssemi í búskap hins opinbera á næstu árum er nauðsynlegt sem liður í hag- stjórn eins og Seðlabankinn bendir á í skýrslu sinni. Aðhald í ríkisfjármálum er einnig nauðsynlegt til þess að tryggja skil- yrði fyrir þeim verulegu skattalækkunum, sem ríkisstjórnin hefur boðað á kjör- tímabilinu. Í stefnumörkun ríkisstjórn- arinnar er gert ráð fyrir verulegri lækkun skatta á almenning þegar líður á kjör- tímabilið. Munar þar mest um lækkun á tekjuskatti einstaklinga, sem samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður allt að 4%, en einnig endurskoðun á virðisaukaskatti, sem á eftir að útfæra nánar, en víðtæk samstaða er um að eigi að bæta kjör heimilanna. Aukin umsvif í hagkerfinu á næstu árum munu skila ríkissjóði umtalsverðum tekju- auka. Við slíkar aðstæður freistast stjórn- málamenn oft til að auka útgjöldin að sama skapi. Afar mikilvægt er að núverandi rík- isstjórn og þingmenn standist þær freist- ingar. Með því að stemma stigu við auknum útgjöldum ríkisins nást tvö mikilvæg mark- mið; annars vegar að hamla á móti ofþenslu og hins vegar að skapa svigrúm til skatta- lækkana. Hvort tveggja er til þess fallið að bæta afkomu landsmanna allra. ðhald í ríkisrekstri hald í ríkisfjármálum nig nauðsynlegt til að tryggja skilyrði þeim verulegu alækkunum, sem rík- rnin hefur boðað á mabilinu. ‘ Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. ð r pt rf ir - l- i tt r, l- r- S jálfstæðismenn sem sér- staklega hafa beitt sér í umræðu um heilbrigðismál fagna stefnubreytingu Samfylkingarinnar í mála- flokknum og vænta stuðnings þing- manna flokksins um nauðsynlegar skipulagsbreytingar í heilbrigðiskerf- inu. Á síðustu árum hef ég ritað fjöl- margar greinar og pistla um heilbrigð- ismál og vanda íslenska heilbrigð- iskerfisins. Kjarni þessara skrifa hefur nú ratað inn í stefnuyfirlýsingu landsfundar Samfylkingarinnar. Ég hef bent á að vandi íslenskrar heil- brigðisþjónustu sé fyrst og fremst skipulagslegs eðlis. Meðal annars er stærri hluti heilbrigðisþjónustu á Ís- landi í ríkisrekstri en í nokkru öðru landi sem við berum okkur saman við. Á undanförnum árum hafa til dæmis frændur okkar á Norðurlöndum, sem hafa staðið frammi fyrir sams konar vanda, farið þá leið að auka samstarf ríkis og einkaaðila um rekstrarþátt þjónustunnar. Þar hafa stjórnvöld í auknum mæli nýtt sér markaðsöflin og gert samninga við einkaaðila um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd umbjóðenda sinna, þ.e. almennings. Þessar hugmyndir fela í sér að ríkið ber, hér eftir sem hingað til, ábyrgð á fjármögnun þjónustunnar og tryggir að allir hafi aðgang að henni óháð efnahag. Jafnframt setja heilbrigðisyf- irvöld staðla um þjónustuna og hafa eftirlit með gæðum hennar. Ýmsir þingmenn annarra flokka, þar á meðal Samfylkingarinnar, hafa úthrópað þessar hugmyndir og ítrekað reynt að gera þær tortryggilegar og afgreitt þær sem öfgahugmyndir. Nú hefur Samfylkingin hins vegar tekið þessar hugmyndir upp á sína arma og gert þær að sínum. Össur Skarphéðinsson getur ekki snúið sig út úr því að landsfundur flokksins hef- ur samþykkt að móta stefnu sem byggir á hugmyndum sjálfstæð- ismanna og þar á meðal Heimdallar í heilbrigðismálum. Hann getur ekki með góðri samvisku sagt að sín stefna þýði aukinn einkarekstur, en stefna Sjálfstæðisflokksins þýði einkavæð- ingu. Þegar talað er um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu er jafnan átt við að bæði rekstur og fjármögnun heil- brigðisþjónustunnar fari úr höndum ríkisins og almannatryggingar verði lagðar niður. Þessu hafa sjálfstæð- ismenn hafnað eins og fram kemur í síðustu landsfundarályktun flokksins. Þar segir m.a. eftirfarandi um heil- brigðismál: „Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda almannatryggingum og að greitt sé úr sameiginlegum sjóðum fyrir heilbrigð- isþjónustu … Landsfundurinn hvetur til aukins samstarfs opinberra aðila og einkaaðila um rekstur einstakra þátta í heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að hagkvæmni og kostir einkarekstrar fái notið sín sem víðast.“ Nú spyr ég Össur. Hvað af stefnu Sjálfstæðisflokksins í heilbrigð- ismálum hefur Samfylkingin ekki tek- ið upp? „Ég hef bent á að vandi íslenskrar heilbrigðisþjónustu sé fyrst og fremst skipulagslegs eðlis. M.a. er stærri hluti heil- brigðisþjónustu á Íslandi í ríkisrekstri en í nokkru öðru landi sem við berum okkur saman við,“ segir greinarhöfundur. Nú spyr ég Össur Eftir Ástu Möller Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið/Sverrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.