Morgunblaðið - 08.11.2003, Síða 40
UMRÆÐAN
40 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
A
ð margra mati reis
sjálfstæðisbarátta
Jóns Sigurðssonar
forseta hæst þegar
hann stóð upp á Þjóð-
fundinum árið 1851 og mótmælti
yfirgangi danska konungsvaldsins.
Í kjölfar mótmæla Jóns risu
fulltrúar Íslands á fundinum einn-
ig á fætur og sögðu: „Vér mótmæl-
um allir.“ Í anddyri alþingishúss-
ins er að finna málverk af
fundarmönnum á Þjóðfundinum
sem létu Trampe greifa, fulltrúa
danska kon-
ungsvaldsins,
ekki kúga sig
til hlýðni.
Áratugum
saman hafa
skólabörn á Ís-
landi verið látin læra þessa sögu og
einhvern veginn gæti maður haldið
að það væri búið að innprenta það í
þjóðarsálina að það væri gott að
mótmæla og maður ætti ekki að
láta valdið kúga sig. En það er
öðru nær. Á Íslandi hafa þeir sem
mótmæla yfirleitt verið litnir horn-
auga. Menn hafa gert góðlátlegt
grín að mótmælendum og almennt
má segja að þorri fólks hafi talið
það vera frekar hallærislegt að
mótmæla. Mótmælendur hafa
gjarnan fengið þann dóm sög-
unnar að þeir hafi verið á móti
framförum, sem margir telja að
sýni vel hversu bjánalegt það er að
mótmæla. Dæmin er mörg. Sunn-
lenskir bændur mótmæltu síman-
um, en síminn kom og reyndist hið
mesta þarfaþing. Mótmæli risu
þegar Ísland gerðist aðili að EFTA
á sínum tíma, en ekkert bendir til
að aðildin hafi verið sá þjóðarvoði
sem mótmælendurnir vöruðu við.
Margir sáu ástæðu til að mótmæla
EES-samningnum, en öllum ber
saman um að hann hafi orðið þjóð-
inni til góðs og andstæðingar að-
ildar að Evrópusambandinu hanga
á honum eins og hundar á roði.
Margir mótmæltu líka byggingu
álvers í Straumsvík, sem hefur
malað gull og eflt íslenskt atvinnu-
og efnahagslíf. Og mótmæli her-
stöðvaandstæðinga hafa heldur
ekki fengið neitt sérstaklega góða
dóma hjá þorra þjóðarinnar.
Sá mótmælandi sem hefur þó
kannski fengið einna versta dóma
hjá þjóðinni er Helgi Hóseason;
maðurinn sem skvetti skyri yfir
þingmenn við setningu Alþingis.
En nú hefur Helgi fengið uppreisn
æru í heimildarmynd og það virð-
ist hreinlega að vera að komast í
tísku að mótmæla.
Ég hef aldrei verið duglegur við
að mótmæla. Ég fór að vísu niður í
dómsmálaráðuneyti haustið 1980
til að mótmæla því að Gervasoni
yrði vísað úr landi, en hann hafði
neitað að gegna herþjónustu í
Frakklandi. Ég vissi að vísu ekki
mikið um málið þegar ég lagði af
stað en nokkrir kunningjar mínir
sögðu mér að slást í hópinn og
sögðu að örlagaríkir atburðir væru
að gerast. Að sjálfsögðu skiluðu
þessi mótmæli engum árangri og
Gervasoni var sendur úr landi.
Kannski vegna þess hvað ég hef
verið óduglegur að mótmæla og
líka vegna þess að alls kyns mót-
mæli eru að komast í tísku vil ég
nú gera bragarbót og mótmæla
ýmsu sem fer í taugarnar á mér
þessa dagana.
Ég mótmæli því að ríkisstjórnin
ætli að breyta skattalögum sem
auka álögur á landsmenn þrátt fyr-
ir að stjórnarflokkarnir hafi lofað
því fyrir kosningar að lækka
skatta.
Ég mótmæli því að forseti Ís-
lands skuli ekki hafa auga fyrir því
sem er að gerast í heiminum og
telja sjálfsagt að ferðast um hálfan
hnöttinn í boði rússnesks auðkýf-
ings sem grunaður er um að hafa
flutt gríðarlega fjármuni frá þjóð
sinni til að geta leikið sér með þá á
Bretlandseyjum.
Ég mótmæli því að íslensk
stjórnvöld skuli ekki hafa haft þá
staðfestu að standa í lappirnar
þegar þrýst var á þau að styðja
hernaðaraðgerðir í Írak.
Ég mótmæli því að þurfa að
borga meira fyrir heita vatnið sem
ég kaupi af Orkuveitu Reykjavíkur
vegna þess að það er svo heitt í
veðri.
Ég mótmæli því hvernig sveit-
arfélögin á höfuðborgarsvæðinu
standa að ákvarðanatöku í mál-
efnum sem varða borgarbúa.
Stjórnendur Reykjavíkurborg,
sem gefa sig út fyrir að stunda lýð-
ræðisleg vinnubrögð, ákveða að
rífa Austurbæjarbíó áður en málið
er borið undir borgarbúa. Meiri-
hluti bæjarstjórnar Seltjarnarness
ákveður að sameina skólana í bæn-
um áður en tillögur um málið eru
kynntar bæjarbúum. Ráðamenn í
Kópavogi láta ekki svo lítið að
mæta á fund sem bæjarbúar boða
þar sem fjallað er um háhýsa-
byggð í Fossvogsdal.
Ég mótmæli því að stjórn-
arflokkarnir skuli stunda þau
vinnubrögð að blekkja kjósendur
til fylgis við sig með því að lofa
Héðinsfjarðargöngum og hætta
svo við framkvæmdir strax að
loknum kosningum.
Ég mótmæli því að vaxtabóta-
kerfinu skuli breytt ár eftir ár og
þannig sé þeim forsendum sem
fasteignakaupendur lögðu upp
með við kaupin breytt.
Ég mótmæli því að skattpen-
ingar mínir sé notaðir í að stofna
gagnslaus embætti eins og um-
boðsmanns íslenska hestsins.
Hvers vegna geta hestaeigendur
ekki sjálfir greitt fyrir markaðs-
sókn í útlöndum ef það er rétt sem
haldið er fram að möguleikar
hestsins þar séu svo miklir?
Ég mótmæli því að þingmenn
skuli eyða tíma sínum í að ræða
jafnómerkilegt og gagnslaust mál
og friðun rjúpunnar.
Ég mótmæli háum bifreiða-
tryggingum á Íslandi og að Fjár-
málaeftirlitið skuli ekki krefjast
þess að tryggingafélögin hætti að
halda áfram að stækka bótasjóði
sína.
Ég
mótmæli
Sá mótmælandi sem hefur þó kannski
fengið einna versta dóma hjá þjóðinni
er Helgi Hóseason; maðurinn sem
skvetti skyri yfir þingmenn við setningu
Alþingis. En nú hefur Helgi fengið
uppreisn æru í heimildarmynd og
það virðist hreinlega að vera
að komast í tísku að mótmæla.
VIÐHORF
Eftir Egil
Ólafsson
egol@mbl.is
Það er alkunna að föst orða-sambönd geta verið vand-meðfarin og á það jafntvið um búning þeirra sem
merkingu. Hvort tveggja getur að
vísu breyst en breytingar af þeim
toga verða að öðlast almenna við-
urkenningu málnotenda, fyrr eru
þær ekki um garð gengnar né geta
talist góðar og gildar.
Ég hef veitt því athygli að orða-
sambandið verma bekkinn, einkum
þó afbrigðið verma efsta sætið, er
oft notað með öðrum hætti en ég á
að venjast. Þannig heyrði ég nýlega
sagt í útvarpi: ?Þjóðverjar verma
efsta sætið í riðlinum með sex stig
(20.8.2003) og las í íþróttadálki:
?Þróttur vermdi efsta sæti deild-
arinnar er Íslandsmótið var hálfn-
að (1.8.2003). Orðasambandið á
rætur sínar í dönsku (værme
bænken) og er það kunnugt í ís-
lensku frá fyrri hluta síðustu aldar.
Það vísar til þess er konu er ekki
boðið upp í dans, hún þarf því að
sitja og ‘verma bekkinn’. Upp-
runaleg merking er því neikvæð og
einnig óbeina merkingin eftir því
sem ég best veit. Venjulegt er því
að tala um að tiltekinn leikmaður
þurfi að verma varamannabekkinn
eða að ákveðið knattspyrnulið
vermi botnssætið. Elstu dæmi um
breytinguna eru vart eldri en tíu
ára en hana má rekja til þess að sú
líking sem að baki liggur er trúlega
ekki augljós auk þess sem sögnin
verma er jákvæðrar merkingar.
Þrátt fyrir það kann ég breyting-
unni illa.
Nafnorðið vítahringur er þýðing
(afar fögur að mínu mati) á enska
orðinu vicious circle (‘röð atburða
þar sem viðbrögð við einu atriði
skapa ný vandamál eða auka hið
upprunalega vandamál’). Elstu
dæmi í fórum Orðabókar Háskól-
ans um vítahring eru frá fyrri hluta
síðustu aldar. Nafnorðið víti er hins
vegar hundgamalt í íslensku og
getur það m.a. merkt ‘böl’, sbr.
orðasambandið láta sér annars víti
að varnaði (verða) (Njáls saga) og
Hávamál: sjaldan verður víti
vörum. Algengt er að nota forsetn-
ingarliðinn út úr vítahringnum ein-
an sér og þar virðist undanskilin
sögnin brjótast eða komast eða
önnur merkingarskyld sögn. Enn
fremur er oft talað um að rjúfa víta-
hringinn en ekki kann ég við notk-
unina ?brjóta verður vítahring of-
beldisins (e. break the vicious circle
of violence).
Í þáttum þessum hefur verið vik-
ið að því sem kalla má samslátt:
tveimur orðasamböndum slær
saman, þeim er ruglað saman. Oft-
ast má rekja þetta til þess að merk-
ing orðasambandanna er svipuð en
einnig getur áþekkur búningur eða
mynd valdið slíkum ruglingi. Skulu
nú nefnd dæmi um hvort tveggja.
Í vor komu upp grunsemdir um
fjárdrátt hjá fyrirtæki í Reykjavík
og í dagblaði gat að líta eftirfarandi
setningu: ?Við nánari eftir-
grennslan innan fyrirtækisins
beindust böndin að einum starfs-
manni (25.5.2003). Hér er vænt-
anlega átt við að
grunur hafi
beinst að starfs-
manninum en í
svipaðri merk-
ingu er kunnugt
orðatiltækið
böndin berast að e-m. Í orða-
sambandinu e-ð (athygli, grunur…)
beinist að e-m er merkingin bein en
hins vegar óbein eða yfirfærð í
orðatiltækinu böndin berast að e-m
(‘grunur fellur á e-n, allt bendir til
að e-r sé sekur’). Uppruni orða-
tiltækisins er ekki ljós en elstu
dæmi um nútímamyndina er frá 18.
öld. Talsvert eldri er hins vegar
myndin bera bönd að sér. Hún er
m.a. kunn úr fornum rímum
(Bjarkarímum) í merkingunni
‘koma upp um sig’ og kann líkingin
að vísa til þess er maður fellir á sig
grun er leiðir til handtöku hans
(bönd eru lögð á hann). Halldór
Halldórsson taldi að líkingin vísaði
til þess er dýr eru handsömuð með
reipum. Fyrri tilgátan kann að hafa
það fram yfir þá síðari að í öllum
dæmum sem kunn eru um þetta
orðafar er vísað til manna.
Flestir munu gera skarpan mun
á orðunum fylkja (liði) og fylkja sér
annars vegar og flykkjast hins veg-
ar. Myndirnar er að nokkru leyti
svipaðar en vísanin er gjörólík. Í
fyrra tilvikinu er vísað til þess er
mönnum er raðað eða skipað í her-
fylkingu fyrir bardaga eða átök (liði
er fylkt) en að baki síðara dæminu
er flokkur, menn flykkjast (‘hóp-
ast’) á tiltekinn stað. Þrátt fyrir
þennan skýra mun hef ég oft heyrt
og séð þessu ruglað saman. Tvö ný-
leg dæmi (lítils háttar breytt): ?þeir
sem flykktu sér á bak við Samfylk-
inguna (14.5.2003) [ þ.e. fylktu sér
að baki Samfylkingunni] og ?Ráða-
menn um heim allan flykktu sér að
baki ákalli Kofi Annans (19.5.2003).
Fjölnismaðurinn alkunni, Konráð
Gíslason, lét sér annt um tunguna.
Honum var misboðið er henni var
misþyrmt. Um þetta sagði hann:
‘Það er eins og hrækt sé framan í
mig þegar ég sé eða heyri annað
eins.’ Umsjónarmanni þykja þetta
kjarnmikil ummæli en vafalaust
mun mörgum þykja slík viðbrögð of
harkaleg.
Úr handraðanum
Orðasambandið fara hjá sér
merkir ‘verða feiminn, vandræða-
legur’, t.d.: Stúlkan roðnaði og fór
(öll) hjá sér þegar ókunni maðurinn
ávarpaði hana; íþróttakappinn fór
hjá sér af öllu hrósinu. – Svipað
orðafar er að finna í Eyrbyggja
sögu (35. kafla) en í nokkuð annarri
merkingu: hann fór hjá sér [les-
brigði: mjög einn samt] og talaði
við sjálfan sig ‘fara einförum, vera
einn’. Sá sem fer einförum (fer einn
samt/saman) blandar ekki geði við
aðra og kann að virðast einrænn
eða feiminn. Merkingarþróunin
‘fara einförum/einn’ > ‘verða skrýt-
inn’ > ‘verða feiminn/vandræða-
legur’ er því augljós. Nútímamerk-
ingin er kunn frá fyrri hluta 16.
aldar: hann fór sem hjá sér fyrir
þeirra orðtak.
„Það er eins og
hrækt sé fram-
an í mig þegar
ég sé eða heyri
annað eins.“
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson
14. þáttur
NÚ þegar hinu frábæra Orku-
átaki er að ljúka er upplagt að hugsa
svolítið um framhaldið og hvetja
börnin okkar til að
hugsa áfram um
heilsuna, ekki aðeins
í þennan eina mánuð
sem átakið var. Ís-
lensk börn hafa ver-
ið að þyngjast og
fitna undanfarin ár.
Þetta er kannski ekki skrýtið því
þjóðfélagið er orðið þannig að það
beinlínis ýtir undir hreyfingarleysi.
Börn sitja meira fyrir framan sjón-
varp og eru meira í tölvuleikjum en
áður. Hreyfing fer fram á skipulagð-
an hátt í afmörkuðu rými á meðan
frjáls leikur barna er sjaldséð sjón í
stærri bæjarfélögum. Börn eru
meira keyrð og flutt á milli staða en
áður fyrr og þau komast snemma
upp á lagið með að biðja mömmu eða
pabba um að skutla sér hingað og
þangað. Krakkar í dag læra snemma
að nota símann og hringja þá gjarn-
an til að spyrja eftir vinum sínum í
stað þess að hlaupa milli húsa. Sjón-
varpsáhorfi fylgir gjarnan nart og
þau börn sem horfa mest á sjónvarp
eru líkleg til að borða meira sælgæti.
Hreyfingarleysi og offita meðal
barna er alvarlegt heilbrigðisvanda-
mál á Íslandi í dag, en hvernig
vinnum við gegn þessari þróun?
Fjölskyldan
Fyrst og fremst er það ábyrgð
foreldra/aðstandenda að sýna for-
dæmi og standa fyrir hollum lifn-
aðarháttum innan fjölskyldunnar.
Takið til hliðar tíma fyrir göngutúr
eða hjólreiðatúr fjölskyldunnar.
Þetta er fín leið fyrir fjölskyldu til að
eyða tíma saman, rabba og leika sér,
skoða umhverfið sitt, sjá hvað nátt-
úran breytist eftir árstíðum. Í
göngutúra er hægt að spinna ýmsar
þrautir og æfingar til að auka styrk
og samhæfingu hreyfinga. Sem
dæmi væri hægt að ganga á ójöfnu
undirlagi, trjádrumbum eða gang-
stéttarbrúnum, ganga á gang-
stéttum án þess að snerta línurnar,
ganga hliðar-saman-hliðar eða aft-
urábak eins og Lína Langsokkur.
Ganga eða hlaupa upp og niður hóla,
eða rúlla sér niður/fara kollhnísa,
hoppa jafnfætis yfir strik eða trjá-
greinar á gangstígnum, valhoppa,
klifra upp á stóra steina og stökkva
niður. Fara svo í lengri og erfiðari
göngu um helgi. Fara í sund og
djöflast svolítið í lauginni með
krökkunum í stað þess að liggja
bara í pottinum. Allt eftir því á
hvaða aldri börnin eru og í hvaða
ástandi fullorðna fólkið er. Það er
ýmislegt hægt að gera inni í stofu
fyrir þau yngstu, sem þjálfar sam-
hæfingu hreyfinga, fín- og gróf-
hreyfingar. Kanna hvort þau geta
hoppað jafnfætis eða á öðrum fæti,
skriðið undir stól og yfir, gengið eft-
ir striki, haldið jafnvægi á öðrum
fæti og þá hversu lengi o.m.fl. Segja
„abrakadabra“ og breyta þeim í
grænan, slímugan, frosk (froska-
hopp) eða hvítan, fallegan stork
(sem stendur á öðrum fæti), eða
hvaða dýr sem er. Galdurinn er að
hafa gaman að og hvetja þau, það
þarf bara stutta stund í senn. Einnig
er mikilvægt er að gefa sér tíma og
leyfa þeim litlu að gera það sem þau
geta í athöfnum daglegs lífs, eins og
að príla sjálf inn í bílinn og úr honum
ef hægt er, ekki halda á barninu
milli bíls og húss o.s.frv. og svo er
upplagt að nýta sér tíma í krakka-
leikfimi þar sem hún er í boði. Börn
verða að alast upp við það að hreyfa
sig til þess að það verði þeim eig-
inlegt.
Skipulagt íþróttastarf
Íþrótta- og tómstundastarf bæja
og skóla verður að vera fjölbreytt
þannig að það uppfylli þarfir sem
flestra. Barna- og unglingastarf
íþróttafélaganna hefur oft þótt of
árangurs tengt og jafnvel orðið til
þess að krakkar hafa hætt í íþrótt-
um vegna þessa. Gleði og ánægja
verður að fylgja íþróttastarfinu og
ekki bara fyrir þá sem skora flest
mörk eða hlaupa hraðast. Hér ættu
aðstandendur barna vissulega að
koma að máli og móta áherslur í því
íþrótta- og tómstundastarfi sem
börnin okkar hafa kost á að sækja.
Það er okkar að komast að því hvaða
hreyfingu börnin hafa mesta ánægju
af því að stunda, hvetja þau og leyfa
þeim að finna að við erum tilbúin til
að styðja þau. Það er okkar að sýna
krökkunum að við tökum eftir því
hversu hart þau leggja að sér og
hrósa þeim. Það er okkar að sýna
þeim í verki að hreyfing er nauðsyn-
legur hluti heilbrigðs lífernis, ekki
síður en hollt mataræði. Hreyfing er
fyrir alla og verður að vera viss hluti
af okkar lífi til að við getum átt heil-
brigða framtíð. Slagorð íþróttaálfs-
ins og Latabæjargengisins á vel við
hér, því „vilji er allt sem þarf“.
Hugleiðing um hreyfingu
Eftir Kristínu Briem
Höfundur er sjúkraþjálfari og
móðir tveggja orkubolta.