Morgunblaðið - 08.11.2003, Síða 43
kl. 11. Umsjón hafa Edda, Hera og Örn.
Góð og uppbyggileg stund fyrir alla fjöl-
skylduna. Kvöldvaka við kertaljós kl. 20.
Umfjöllunarefnið að þessu sinni er spurn-
ingin: Hverju trúa kristnir menn? Örn Arn-
arson leiðir tónlist og söng ásamt hljóm-
sveit og kór kirkjunnar. Kaffi í safnaðar-
heimili að lokinni guðsþjónustu.
ÁSTJARNARSÓKN í samkomusal Hauka í
Hafnarfirði: Barna- og fjölskyldumessur á
sunnudögum kl. 11-12. Djús, kex, kaffi og
hlýtt samfélag eftir athöfn að vanda.
Ponzý. Unglingastarf ætlað krökkum fædd-
um 1990 og eldri á mánudögum kl. 20-22.
KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í Stóru-
Vogaskóla laugardaga kl. 11.15-12.
Messa í Kálfatjarnarkirkju sunnudaginn
9. nóvember kl. 14. Kaffi, djús og meðlæti
í þjónustuhúsinu eftir athöfn.
VÍDALÍNSKIRKJA: Kristniboðsdagurinn.
Messa kl. 11. Kirkjukórinn leiðir sönginn
undir stjórn Hrannar Helgadóttur org-
anista. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Sunnu-
dagaskólinn, yngri og eldri hópur, mætir á
sama tíma. Tekið verður á móti framlögum
til kristniboðs við lok messunnar. Allir vel-
komnir! Helgistund verður í Hjúkr-
unarheimilinu Holtsbúð kl. 12.40. Prest-
arnir.
BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskóli kl.
11 í sal Álftanesskóla. Kristjana og Ásgeir
Páll leiða frábært starf fyrir börnin. Foreldr-
arnir velkomnir með. Prestarnir.
BESSASTAÐAKIRKJA: Kristniboðsdag-
urinn. Guðsþjónusta kl. 14. Eingöngu
verða sungnir negrasálmar að þessu
sinni, en Álftaneskórinn undir stjórn org-
anistans, Hrannar Helgadóttur, sér um
tónlistina. Tekið verður á móti framlögum
til kristniboðs við lok guðsþjónustunnar.
Sr. Friðrik J. Hjartar og Gréta djákni þjóna.
Þeir sem óska eftir akstri geta haft sam-
band við Linda eða Auði í síma 565 0952.
Allir velkomnir. Prestarnir.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Txt: Jóh. 4.34-42.
Aðrir hafa erfiðað. Barnastarfið kl. 11.
Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Létt gospel-
sveifla með hljómsveit og kór. Organisti
Örn Falkner. Kór Grindavíkurkirkju. Prestur
sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Sókn-
arnefndin.
ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 11. Ferming-
arbörn lesa ritningartexta. Munuð bæna-
stundir þriðjudaga kl. 09 og fimmtudaga
kl. 09.30. Foreldramorgnar á fimmtudög-
um 10-12 og Bibíupælingar á mánudögum
kl. 20. Sóknarprestur.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga-
skóli sunnudaginn 9. nóvember kl. 11.
Umsjón Ástríður Helga Sigurðardóttir, Ingi-
björg Erlendsdóttir og Tone Solbakk.
NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík):
Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu
sunnudaginn 9. nóvember kl. 11 í umsjá
Arngerðar Maríu Árnadóttur organista,
Kötlu Ólafsdóttur og Petrínu Sigurð-
ardóttur.
KIRKJUVOGSKIRKJA (Höfnum): Sunnu-
dagaskóli sunnudaginn 9. nóvember kl.
13. Umsjón hafa Margrét H. Halldórsdóttir
og Einar Guðmundsson sem leikur á gítar.
Baldur Rafn Sigurðsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Aldursskiptur
sunnudagaskóli kl. 11 árd. Elín Njálsdóttir
umsjónarmaður eldri barna, Margrét H.
Halldórsdóttir umsjónarmaður yngri barna.
Aðrir starfsmenn sunnudagaskólans eru
Arnhildur H. Arnbjörnsdóttir, Einar Guð-
mundsson og Sigríður Helga Karlsdóttir.
Barnakór Keflavíkurkirkju fer í heimsókn í
Fella- og Hólasókn í Reykjavík. Þau syngja
þar undir stjórn Hákons Leifssonar og
Bylgju Dísar Gunnarsdóttur. Guðsþjónusta
kl. 14. Börn verða borin til skínar. B
Sl.30.1-6, Fil 4.8-1, Jóh. 9. 1-11. Prestur
Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju
syngur. Organisti Hákon Leifsson. Með-
hjálpari Leifur Ísaksson. Sóknarnefnd býð-
ur til kaffidrykkju eftir messu. Sjá nánar í
Vefriti Keflavíkurkirkju
keflavikurkirkja.is
HVALSNESKIRKJA: Laugardagur 8. nóv-
ember. Safnaðarheimilið í Sandgerði.
Kirkjuskólinn kl. 11. Allir velkomnir.
Sunnudagur 9. nóvember. Safnaðarheim-
ilið í Sandgerði. 21. sunnudagur eftir
Þrenningarhátíð. Guðsþjónusta kl.14.
Hjálmar Árnason alþingismaður prédikar.
Kór Hvalsneskirkju syngur. Organisti Stein-
ar Guðmundsson. Sunnudagur 9. nóv-
ember. Safnaðarheimilið í Sandgerði.
Gospel-messa kl. 20.30. Ferming-
arnámskeið er laugardag 8. nóvember
milli kl. 9.30-12 í grunnskólanum í Garði.
NTT-starfið er í safnaðarheimilinu á mánu-
dögum kl. 16.30.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Laugardagur 8. nóv-
ember. Safnaðarheimilið Sæborg. Kirkju-
skólinn kl. 14. Allir velkomnir. Sunnudagur
9. nóvember. 21. sunnudagur eftir Þrenn-
ingarhátíð. Guðsþjónusta kl.16.30. Hjálm-
ar Árnason alþingismaður prédikar. Kór Út-
skálakirkju syngur. Organisti Steinar
Guðmundsson. Garðvangur. Helgistund
kl. 15.30. Fermingarnámskeið er laug-
ardag 8. nóvember milli kl. 9.30-12 í
grunnskólanum í Garði. NTT-starfið: Níu til
tólf ára starfið er í safnaðarheimilinu Sæ-
borg á fimmtudögum kl.16.30. Sókn-
arprestur Björn Sveinn Björnsson.
HNÍFSDALSKAPELLA: Sunnudagaskóli kl.
13.
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa og kirkju-
skóli kl. 11. Fermdir verða tveir drengir:
Björn Jóhannes Hjálmarsson, Pólgötu 8,
og Fannar Freyr Þorbergsson, Smiðjugötu
10. Kór Ísafjarðarkirkju syngur. Organisti
er Hulda Bragadóttir. Sóknarprestur.
LAUGALANDSPRESTAKALL: Af óviðráð-
anlegum ástæðum verður ekki messað í
Saurbæjarkirkju sunnudaginn 9. nóv-
ember heldur verður æskulýðsmessa
þann dag í Kaupangskirkju kl. 13.30.
Væntanleg fermingarbörn munu sjá um
tónlistaratriði og lestur. Sama dag er
messa í Kristnesi kl. 15.
HRÍSEYJARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11. Messa kl. 14.
MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Guðsþjón-
usta fyrir allt prestakallið verður í Möðru-
vallakirkju sunnudaginn 9. nóv. kl. 14.
Ragnar Gunnarsson kristniboði prédikar.
Messukaffi á prestssetrinu á eftir. Allir
hjartanlega velkomnir. Sóknarprestur.
AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór
Akureyrarkirkju syngja. Organisti Björn
Steinar Sólbergsson. Ragnar Gunnarsson
skólaprestur prédikar. Sunnudagaskóli kl.
11. Fyrst í kirkju, síðan í safnaðarheimili.
ÆFAK kl. 20.
GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera í kirkjunni
kl. 11, sameiginlegt upphaf með guðs-
þjónustunni, tvískipt starf fyrir eldri og
yngri börn. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arn-
aldur Bárðarson þjónar. Organisti Hjörtur
Steinbergsson. Félagar í kór Glerárkirkju
syngja. Fermingarbörn ásamt foreldrum
hvött til að koma. Fundur með foreldrum
fermingarbarna úr Glerárskóla sunnudags-
kvöldið 9. nóvember kl. 20.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu-
dagur: Kl. 11 sunnudagaskóli. Kl. 17 al-
menn samkoma. Rannveig Óskarsdóttir
talar.
HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri:
KFUM og K, Sunnuhlíð, Akureyri. Laug-
ardagur 8. nóvember: Kristniboðs-
samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Ragnar
Gunnarsson kristniboði. Sunnudagur 9.
nóvember: Kristniboðsdagurinn. Kaffisala
Kristniboðsfélags kvenna kl. 15 til 17 í
Sunnuhlíð. Kristniboðssamkoma kl.
20.30. Ræðumaður Ragnar Gunnarsson
kristniboði. Allir velkomnir.
LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja:
Guðsþjónusta sunnudaginn 9. nóv. kl. 14.
Kristniboðsdagurinn. Börnin úr kirkjuskól-
anum í Valsárskóla syngja nokkur lög.
Grenivíkurkirkja: Kyrrðarstund sunnu-
dagskvöldið 9. nóv. kl. 20.
ÁSSÓKN Í FELLUM: Sunnudagaskóli í
Kirkjuseli kl. 11. Guðsþjónusta í Áskirkju í
Fellum kl. 14. Sóknarpresturinn, sr. Lára
G. Oddsdóttir, prédikar og þjónar fyrir alt-
ari, fermingarbörn lesa ritningartexta. Kór
Ássóknar syngur undir stjórn organistans
Kristjáns Gissurarsonar. Foreldrarmorgnar
- mömmumorgnar eru í Kirkjuseli í Fellabæ
alla þriðjudaga kl. 10-12. Foreldrarmorgn-
arnir eru samstarfsverkefni prestakall-
anna þriggja á Héraði; Eiða-, Vallaness- og
Valþjófsstaðarprestakalls og eru foreldrar
og/eða afar og ömmur sem gæta lítilla
barna hjartanlega velkomin. Kaffi og safi í
eldhúsinu og dótakassinn góði á sínum
stað.
SKEIÐFLATARKIRKJA í Mýrdal: Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 14. Organisti Kristín
Björnsdóttir. Söngur Kirkjukór Skeiðflat-
arkirkju. Fermingarbörn og forráðamenn
hvött til að mæta.
VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa: Messa nk.
sunnudag kl. 13.30. Vænst er þátttöku
fermingarbarna og aðstandenda þeirra.
Nýr organisti boðinn velkominn. Kristinn
Ág. Friðfinnsson.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður
sunnudag 9. nóvember kl. 11. Sókn-
arprestur.
HAUKADALSKIRKJA: Guðsþjónusta verð-
ur sunnudag 9. nóvember kl. 14. Sókn-
arprestur.
SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl.
11. Kirkjukór Hvanneyrarsóknar í Borg-
arfirði kemur í heimsókn. Síra Flóki Krist-
insson, sóknarpretur á Hvanneyri, prédik-
ar. Munið barnastarfið á sama tíma í
safnaðarheimilinu. Foreldrar, afar og
ömmur hvött til þess að koma með börn
sín. Léttur hádegisverður eftir athöfnina í
safnaðarsalnum. Morgunbænir þriðjudaga
til föstudaga kl. 10, kaffisopi á eftir. For-
eldrasamvera miðvikudaga kl. 11. Kirkju-
skóli í Vallaskóla í útistofu nr. 6 fimmtudag
kl. 14-14.50. Æskulýðsfélag Selfosskirkju
heldur fund miðvikudaginn 5. nóvember kl.
20 uppi í safnaðarheimilinu. Sr. Gunnar
Björnsson.
STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta sunnudag kl. 11. Sóknarprestur.
HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11. Orgelstund kl. 17. Jörg E. Sonder-
mann leikur orgeltónlist í anda kirkjuárs-
ins. Orgelstundir í Hveragerðiskirkju eru að
jafnaði annan sunnudag hvers mánaðar.
Orgeltónverk frá ýmsum tímum eru leikin
af organista kirkjunnar og einnig er flutt
stutt hugleiðing og bæjargjörð. Org-
elstundir eru gott tækifæri til trúarlegrar
íhugunar í hléi við amstur hversdagsleik-
ans og til að njóta friðsældar og uppbygg-
ingar við útleggingar tónskáldanna á boð-
skap ritningarinnar. Foreldramorgnar eru
alla þriðjudagsmorgna kl. 10 í safn-
aðarheimili kirkjunnar. Jón Ragnarsson.
KIRKJUBÆJARKLAUSTURSPRESTA-
KALL: Grafarkirkja: Guðsþjónusta kl.
11:00. Klausturhólar: Helgistund kl.
15:00. Samkórinn syngur við báðar at-
hafnir og organisti er Brian Bacon. Sr.
Bryndís Malla Elídóttir
MESSUR Á MORGUN/KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 43
Kristniboðsdagur
í Seljakirkju
Á MORGUN sunnudaginn 9. nóv-
ember er kristniboðsdagurinn.
Seljakirkja byrjar á því að bjóða
fólk velkomið í barnaguðsþjónustu
kl. 11. Almenn guðsþjónusta verður
kl. 14 og þar munu Afríkubúarnir
Irene og Salómon segja frá kristni-
boði ásamt Leifi Sigurðssyni
kristniboða.
Eftir guðsþjónustu gefst fólki
tækifæri til þess að skoða muni frá
Afríku, sem staðsettir eru í anddyri
kirkjunnar. Verið velkomin í Selja-
kirkju.
Ómar Ragnarsson
í Hallgrímskirkju
KRISTNIBOÐSDAGURINN verður
haldinn hátíðlegur í Hallgríms-
kirkju sunnudaginn 9. nóvember.
Messa og barnastarf verður kl.
11.00. Sr. María Ágústsdóttir pré-
dikar og þjónar fyrir altari ásamt
sr. Jóni D. Hróbjartssyni og sr. Lár-
usi Halldórssyni. Hörður Áskelsson
kantor stýrir söng félaga úr Mót-
ettukór Hallgrímskirkju og leikur á
orgel kirkjunnar. Magnea Sverr-
isdóttir djákni hefur umsjón með
barnastarfinu. Tekið verður á móti
gjöfum til kristniboðsins.
Eftir messu um kl. 12.30 mun
Ómar Ragnarsson fréttamaður
halda fyrirlestur er hann nefnir:
Sem engill af himnum. Hann mun
fjalla um kristniboð og hjálp-
arstarf, en hann fór og heimsótti
Helga Hróbjartsson, sem starfar í
Eþíópíu og kynnti sér starf hans
þar.
Fjölskylduhátíð
Hafnarfjarðarkirkju
HAFNARFJARÐARKIRKJA býður
til fjölskylduhátíðar sunnudaginn 9.
nóvember. Slíkar hátíðir eru haldn-
ar reglulega einu sinni í mánuði yf-
ir vetrartímann. Hátíðin hefst kl.
11.00.
Báðir sunnudagaskólar kirkj-
unnar sameinast en þeir eru haldn-
ir í safnaðarheimilinu og Hvaleyr-
arskóla. Allir leiðtogarnir mynda
hljómsveit og spila undir hressileg-
um söng. Unglingakórinn kemur í
heimsókn og syngur undir stjórn
Helgu Loftsdóttur. Og ekki má
gleyma Afríkuleiknum sem sr. Þór-
hallur stjórnar.
Eftir hátíðina í kirkjunni er boðið
upp á nammiveislu í safnaðarheim-
ilinu. Kirkjurútan ekur eins og
venjulega. Auk þess fer strætisvagn
frá Hvaleyrarskóla kl. 10.55 og
heim aftur rúmlega 12.00.
Hátíð fermingarbarna
í Hafnarfjarðarkirkju
SUNNUDAGURINN 9. nóvember
er kristniboðsdagur kirkjunnar. Á
þessum degi verður haldin sérstök
hátíð fermingarbarna og fjöl-
skyldna þeirra í Hafnarfjarð-
arkirkju. Slík hátíð er haldin tvisv-
ar á hverjum vetri.
Hátíðin hefst með gospel-
guðsþjónustu kl. 20.00. Kvennakór
Hafnarfjarðar syngur undir stjórn
Hrafnhildar Blomsterberg. Antonia
Hevesi organisti leikur undir. Sr.
Þórhallur predikar og sr. Gunnþór
þjónar fyrir altari.
Eftir gospel-stundina bjóða ferm-
ingarbörn foreldrum, fjölskyldum
og öllum kirkjugestum til kaffi-
veislu í safnaðarheimilinu. Öll
fermingarbörnin leggja eitthvað til
veislunnar. Fjölskyldur ferming-
arbarnanna eru sérstaklega hvatt-
ar til að fjölmenna í kirkjuna sína
og taka þátt í hátíðinni með börn-
unum.
Góðir gestir í Fella-
og Hólakirkju
FJÖLSKYLDUMESSA verður í
Fella- og Hólakirkju sunnudaginn
9. nóvember. Sr. Svavar Stefánsson
þjónar fyrir altari. Hann og æsku-
lýðsfulltrúi kirkjunnar, Elín El-
ísabet Jóhannsdóttir, munu spjalla
við kirkjugesti. Í heimsókn kemur
Pétur pókus, töframaður og mun
hann sýna börnunum hin leynd-
ardómsfullu töfrabrögð sín. Þá
kemur barnakór Keflavíkurkirkju í
heimsókn ásamt stjórnanda sínum,
Hákoni Leifssyni, og syngur.
Barnakórar Fella- og Hólakirkju
munu einnig koma fram og syngja
undir stjórn Lenku Mátéovú, org-
anista og söngstjóra kirkjunnar, og
Þórdísar Þórhallsdóttur sem ann-
ast barnakórastarfið með Lenku.
Foreldrafélag barnakóra Fella-
og Hólakirkju verður með kökubas-
ar eftir messu og er ágóðanum var-
ið til starfsemi kóranna.
Það verður því bæði fjölbreytt,
skemmtileg og fræðandi fjöl-
skyldumessa í Fella- og Hólakirkju
á sunnudaginn og allir, ungir sem
aldnir, eru hjartanlega velkomnir.
Rúta ekur um hverfið að lokinni
fjölskyldumessunni fyrir þá sem
lengst þurfa að sækja.
Stór helgi í
Dómkirkjunni
Á LAUGARDAGINN kl. 17 verða
orgeltónleikar Guðnýjar Ein-
arsdóttur á Tónlistardögum.
Við fáum heimsókn frá Neskirkju
í messuna kl. 11 á sunnudaginn. Sr.
Örn Bárður Jónsson, Kór Neskirkju
og organistinn Steingrímur Þór-
hallsson flytja messu sem organist-
inn hefur samið. Yngri deild Barna-
kórs Dómkirkjunnar mun einnig
syngja undir stjórn Kristínar Vals-
dóttur. Sr. Jakob Ágúst Hjálm-
arsson mun prédika og fjalla um
kristniboð á Íslandi og erlendis.
Í samveru safnaðarfélagsins eftir
messu flytur dr. Sigurbjörn Ein-
arsson erindi.
Þann dag kl. 17 eru svo tónleikar
Unglingakórs Dómkirkjunnar og
Unglingakórs Bústaðakirkju.
Stjórnendur Kristín Valsdóttir og
Jóhanna Þórhallsdóttir. Það er ósk
okkar og von að þessi mikla dag-
skrá komi að góðu gagni og laði
marga að.
Kvöldvaka í Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði
ANNAÐ kvöld verður kvöldvaka
við kertaljós í Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði og hefst dagskrá kl. 20.
Slíkar kvöldvökur eru haldnar
einu sinni í mánuði og njóta mikilla
vinsælda. Að venju skipar tónlist og
söngur stóran sess á kvöldvökunni
en það er Örn Arnarson sem leiðir
tónlist og söng ásamt hljómsveit og
kór kirkjunnar.
Umfjöllunarefni kvöldvökunnar
er að þessu sinni spurningin, hverju
trúa kristnir menn? Við fáum þrjá
kirkjugesti til þess að velta þessari
spurningu fyrir sér.
Að venju verður svo boðið upp á
kaffiveitingar í safnaðarheimilinu
að lokinni kvöldvöku.
Kristniboðsdagurinn
í Lindakirkju
LINDAKIRKJA í Kópavogi hefur
aðsetur til guðsþjónustuhalds í
Lindaskóla, þar sem sóknin er ný
og kirkjuhús ekki risið.
Á kristniboðdaginn, 9. nóvember,
verður guðsþjónusta þar kl. 11, að
venju. Leifur Sigurðsson kristni-
boði prédikar, Guðmundur Karl
Brynjarsson sóknarprestur þjónar
fyrir altari. Kanga-kvartettinn
syngur afrísk lög og sálma ásamt
Kór Lindakirkju. Organisti: Hannes
Baldursson. Sunnudagaskóli fer
fram í kennslustofum á meðan
guðsþjónustan fer fram. Að lokinni
guðsþjónustu bjóða börn úr 10.
bekk Lindaskóla upp á kaffiveit-
ingar á vægu verði.
Sætaferðir frá Vatnsenda- og
Salahverfi. Allir velkomnir.
Klassísk messa og
gregorssöngur
ÁHUGAHÓPUR um klassíska
messu og iðkun gregorssöngs
stendur nú í haust fyrir messu með
gregorslagi 2. sunnudag hvers
mánaðar kl. 20 í Friðrikskapellu.
Hópurinn kallar til helgiþjónustu
ýmsa presta.
Næsta messa, og sú þriðja í röð-
inni, verður sunnudaginn 9. nóv-
ember kl. 20. Sr. Arngrímur Jóns-
son messar. Sungin verður VIII
messan, Missa de Angelis. Allir eru
hjartanlega velkomnir.
Klassísk messa og gregorssöngur
er dýrmætur arfur kirkjunnar og
kjarnmikið andlegt fóður. Það er
von þeirra sem að þessari messuröð
standa að með henni skapist vett-
vangur fyrir þau sem gleði hafa af
því að iðka klassíska tilbeiðslu-
hætti, hins elsta söngs kirkjunnar,
sem tjáningarform trúarinnar.
Aðalfundur
Listvinafélags
Hallgrímskirkju
AÐALFUNDUR Listvinafélags
Hallgrímskirkju, sem frestað var sl.
vor, verður haldinn í Hallgríms-
kirkju í dag, laugardaginn 8. nóv-
ember, kl. 13:30.
Fundurinn hefst með stuttri tón-
listardagskrá í kirkjunni, þar sem
Mótettukór Hallgrímskirkju og
Schola cantorum syngja undir
stjórn Harðar Áskelssonar.
Aðalfundarstörf fara síðan fram í
suðursal kirkjunnar, þar sem ný lög
félagsins verða einnig borin undir
atkvæði og dagskrá Listvinafélags-
ins 2003-2004 kynnt.
Kaffiveitingar eru í boði félags-
ins og eru listvinir hvattir til að fjöl-
menna.
Mikil gróska er í starfsemi List-
vinafélags Hallgrímskirkju og hefst
22.starfsár félagsins með kant-
ötumessu og kantötutónleikum á
fyrsta sunnudegi í aðventu þann
30.nóvember nk. ásamt opnun á
myndlistarsýningu Braga Ásgeirs-
sonar í forkirkjunni.
Gospeltónleikar
í Sandgerði
GOSPELKÓR Fíladelfíu, ásamt
hljómsveit, heldur tónleikaí safn-
aðarheimilinu í Sandgerði, sunnu-
dagskvöldið 9.nóvember kl. 20:30,
undir stjórn Óskars Einarssonar.
Flutt verður létt Gospeltónlist í
bland við fallega lofgjörðarsálma.
Meðal laga sem munu hljóma er,
Fylltu heimilin af gleði, Down by
the Riverside, Oh happy day o.fl.
Í lokin gefst tónleikagestum kost-
ur á að eignast nýjasta Gospel disk
kórsins,„Gleði“.
Það verðurgospel stemmingá
sunnudagskvöldið í safnaðarheim-
ilinuog taka tónleikagestir virkan
þátt í söngnum. Aðgangur er
ókeypis.
Morgunblaðið/Jim Smart