Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 44
MINNINGAR
44 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Friðrika Krist-jánsdóttir fædd-
ist í Fremstafelli í
Köldukinn í S-Þing.
18. júlí 1916. Hún
andaðist á Heilbrigð-
isstofnun Þingey-
inga á Húsavík 1.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar Frið-
riku voru Kristján
Jónsson, bóndi í
Fremstafelli, f. 29.
janúar 1881, d. 15.
apríl 1964, og kona
hans, Rósa Guð-
laugsdóttir, f. 25.
mars 1885, d. 30. júlí 1962. Systk-
ini Friðriku eru: Anna, f. 1904, d.
1983; Rannveig, f. 1908, d. 1966;
Áslaug, f. 1911; Helga, f. 1919, d.
2002; Jón, f. 1921, Jónas, f. 1924 og
Ásdís, f. 1929, d. 1936.
Hinn 11. júlí 1936 giftist Frið-
rika Jóni Jónssyni, f. á Mýri í Bárð-
ardal 8. apríl 1908, d. 17. október
Friðrika og Linda Theódóra. 5)
Þorgeir verkstjóri, f. 27. júlí 1955;
maki (skilin) Hildur Traustadóttir,
sambýliskona Elfa Gísladóttir.
Börn: Elva Þórey, Áslaug, Mar-
grét, Ágústa Hrund og Haraldur.
Barnabarnabörn Friðriku eru 23.
Friðrika ólst upp í Fremstafelli
til fullorðinsára. Þar í sveit gekk
hún í barnaskóla að þeirra tíma
hætti og var síðar einn vetur í Hús-
mæðraskólanum á Laugum. Frið-
rika og Jón bjuggu á Mýri í Bárð-
ardal 1936-1940 en þá fluttust þau
í Fremstafell. Þar bjuggu þau all-
an sinn búskap uns þau fluttust í
Miðhvamm á Húsavík vorið 1994.
Meðfram bústörfum vann Friðrika
ötullega að söngmálum sveitarinn-
ar. Hún söng í kirkjukór Ljósa-
vatnskirkju í áratugi og var félagi
í Lissýjarkórnum frá upphafi. Hún
tók einnig virkan þátt í starfsemi
kvenfélagsins og var gerð þar að
heiðursfélaga.
Síðastliðið ár hefur Friðrika
verið á langlegudeild Sjúkrahúss
Húsavíkur og lést þar 1. nóvember
síðastliðinn.
Friðrika verður jarðsungin frá
Þorgeirskirkju á Ljósavatni í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
2001. Foreldrar Jóns
voru Jón Karlsson,
bóndi og organisti á
Mýri, f. 25. júní 1877,
d. 13. apríl 1937, og
kona hans, Aðalbjörg
Jónsdóttir, f. 7. ágúst
1880, d. 13. október
1943. Börn Friðriku
og Jóns eru: 1) Ásdís
sjúkraliði, f. 22. októ-
ber 1936; maki (skilin)
Stefán Hannesson.
Börn: Friðrika Hildi-
gunnur, Ólöf og Jón
Kristján. 2) Aðalbjörg
bókavörður, f. 3. nóv-
ember 1939; maki Þórir Jónsson.
Börn: Anna, Rannveig, Jón,
Trausti og Auður. 3) Rósa starfs-
maður leikskóla, f. 12. júlí 1943;
maki (látinn) Þórarinn Þórarins-
son. Börn: Jón Arnar, Þórarinn og
Ragnhildur. 4) Rannveig starfs-
maður leikskóla, f. 20. júní 1949;
maki Tómas Agnarsson. Börn:
Það er komið að leiðarlokum.
Langri og farsælli ævi lokið að kvöldi
hins 1. nóvember. Þegar við komum
síðast til Friðriku laugardaginn 18.
október var hún óvenjuslök; reyndi
þó að tala við okkur en átti erfitt með
að tjá sig. Við stönsum stundarkorn,
kveðjum þegar hún fer fram í kvöld-
mat. Ljóst er að skilnaðarstundin
nálgast og við vitum að Friðrika er
sátt við það. Það skiptir mestu; mild-
ar okkur Boggu missi kærrar móður
og tengdamóður. Það er gott að eiga
minningar um Friðriku í Fremsta-
felli.
Margs er að minnast frá rúmlega
40 ára kynnum. Friðrika tæplega
fimmtug, oft margir í heimili í
Fremstafelli á sumrin og erilsamt
innan húss sem utan. Hún er verka-
drjúg; fer sér að engu óðslega en
verkin vinnast vel. Alltaf sama jafn-
aðargeðið. „Æ, þetta bjargast!“ Sem
það líka gerði. Alltaf.
Það getur verið grínlaust að eiga
hrekkjóttan tengdason sem ber á
borð kex með kvöldkaffinu. Hús-
freyja fær sér köku og bítur í. Hart
undir tönn. Ofan í kaffið. Bítur aftur
í. Linast ekkert, – skrýtið. Sér hlát-
urviprurnar á tengdasyninum og
skilur að maðkur er í mysunni. Læt-
ur „kökuna“ vaða með nokkrum vel
völdum orðum, hlæjandi, reiðilaust,
þótt spónaplatan hefði vel getað brot-
ið tennur! Friðriku þótti gott að
reykja. Reykti bæði pípu og sígar-
ettur og vafði um tíma sjálf eins og
kúrekarnir á hvíta tjaldinu. Gott að
eiga hjálpsaman tengdason sem með
ánægju vefur fyrir tengdamóður
sína. Reyndar ekki alltaf á hefðbund-
inn hátt. Stundum tóbak aðeins til
endanna í bréfinu en sílgræn taða úr
fjóshlöðunni í miðju. Logaði fyrst vel
en erfitt að halda glóð! Þeirri grá-
glettni tekið með sama hætti og kex-
spónaplötutilræðinu.
Friðrika kvaddi eins og hún lifði,
hógværlega og án þess að valda öðr-
um fyrirhöfn. Eins og kona mín
sagði: „Hún beið eftir að við systkinin
kæmum til að kveðja. Þegar við vor-
um komin fannst henni ekki eftir
neinu að bíða. Það hefði bara orðið til
þess að við kæmumst ekki heim í
kvöld.“
Þórir Jónsson.
Fyrir nokkru hlustaði ég á umræð-
ur um minningargreinar og sam-
kvæmt þeim væri eins og íslenskar
konur væru alltaf og eingöngu bara
að baka pönnukökur og fást við mat-
argerð. Þetta þóttu ekki merkileg
eftirmæli.
Nú þegar elskuleg amma okkar
hefur kvatt þessa jarðvist, hvaða
minningar koma þá upp í hugann. Jú,
það eru minningar um pönnukökur
og kleinur, kjötbollur með rabbarb-
arasultu, rúgbrauð með strásykri til
að borða á leiðinni í fjósið, skyrsúpu
og silfurkönnuna sem amma sendi
okkur með í berjamó til að tína í aðal-
bláber. Amma var fyrst og seinast
húsfreyja og bóndakona á íslensku
sveitaheimili. Oft var mannmargt á
heimilinu sérstaklega yfir sumartím-
ann og oft bar óvænta gesti að garði
og alltaf var eins og allt væri und-
irbúið í mat og drykk og allaf nóg á
borðum. Þetta hafðist allt í rólegheit-
um, aldrei asi eða læti.
En minningarnar sem við eigum
eru ekki bara matur og brauð. Hún
amma okkar var amma með stóru Ai.
Amma eins og flestir hugsa sér að
ömmur eigi að vera. Amma sem alltaf
var í góðu skapi og svo undur ljúf.
Amma sem var til staðar. Amma sem
gladdi. Amma sem huggaði. Amma
sem mjólkaði kýrnar. Amma sem
prjónaði á okkur lopapeysur og
sokka. Amma sem var í kór. Amma
sem las danska reyfara, lagði kapla,
fannst glæpamyndir í sjónvarpinu
skemmtilegar og amma sem reykti
pípu, afa til mikillar armæðu.
Afi og amma gengu saman æviveg-
inn í meira en 60 ár en afi lést fyrir
réttum 2 árum. Ekki voru þau heið-
urshjónin alltaf sammála um menn
og málefni og ég held að amma hafi
nú oft leyft afa að ráða – látið í minni
pokann. Það var erfitt hversu langt
var á milli okkar, sérstaklega síðustu
árin eftir að heilsa og þrek fór þverr-
andi og hver heimsókn varð dýrmæt.
Nú er komið að kveðjustund og við
kveðjum með þakklæti í huga fyrir
allt, þess fullviss að það sem bjartast
er hefur nú tekið á móti henni ömmu
okkar. Hún er komin heim.
Haustfölva slær á hlíðarvangann rjóða,
hjartsláttur dvín, og liðin sumarganga.
Voðin er unnin, vafin upp í stranga.
Vefarinn hefur lokið sinni skyldu.
Næst mun sér annar nema þarna spildu.
(J.J.)
Ásdísarbörn.
Friðrika Kristjánsdóttir frá
Fremstafelli andaðist í Sjúkrahúsi
Húsavíkur 1. nóvember síðastliðinn,
87 ára að aldri. Hún hafði búið á
Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík,
í nokkur ár frá því að hún og maður
hennar, Jón Jónsson frá Mýri, létu af
búskap í Fremstafelli. Síðustu mán-
uðina var Friðrika farin að heilsu og
dvaldi í sjúkrahúsinu. En er við Jón-
as bróðir hennar heimsóttum hana á
síðastliðnu sumri var hún hress og
glöð í bragði eins og hennar var von
og vísa, þótt heyra mætti á máli
hennar að henni veittist örðugt að
ljúka því sem hún vildi segja.
Ég var svo lánsöm að fá að vera hjá
þeim hjónum í kaupavinnu sumarið
1944. Það var gott sumar á ýmsa
vegu – sólríkt og oft sunnanblær í
lofti. Ég hafði átt þann draum lengi
að fá að kynnast sveitalífinu í Þing-
eyjarsýslu nánar og vinna við bústörf
og annað sem til félli. Ýmis tengsl og
gömul vinátta við Jón, manninn
hennar Friðriku, réðu því að ég
komst í sumarvinnu til þeirra í
Fremstafell. Þá áttu þau þrjár ungar
dætur og fram undan var hásumar og
heyskapartíð. Þetta var ævintýraleg-
ur og yndislegur tími þar sem ríkti
glaðværð og góðvild. Friðrika stjórn-
aði að sjálfsögðu öllu innan húss og
vann verkin með gleði og ánægju.
Hún hafði fallega söngrödd og hún
kunni ljóð og sögur. Hún hafði verið á
Húsmæðraskólanum á Laugum hjá
Kristjönu Pétursdóttur og þaðan átti
hún góðar og skemmtilegar minning-
ar sem stundum voru rifjaðar upp.
Þarna ríkti menningarlegt andrúms-
loft, rætt var um landsins gagn og
nauðsynjar, rifjuð upp ljóð og lausa-
vísur og oft sungið af hjartans lyst.
Jón bóndi stjórnaði útiverkunum
og heyskapnum, ég vann með honum
og Friðrika líka þegar á þurfti að
halda. Í minningunni finnst mér að
vel hafi heyjast og minnisstæðastir
eru þeir dagarnir þegar verið var að
hirða þurrt heyið og flytja það heim í
hlöðuna. Þá voru allir glaðir og léttir í
lund og hlýr og glaður sunnanvindur
lék okkur um vanga. Síðar hefur mér
oft verið hugsað til þess hve notalegt
og gott var að vinna undir stjórn og
leiðsögn hennar Rikku og Jóns
bónda hennar, því að þau fundu aldr-
ei að neinu og virtust vera innilega
ánægð með allt, þótt kaupakonan
væri alls óvön verkunum.
En auðvitað lágu ýmsar búsorgir
og áhyggjur undir glöðu yfirbragði
þeirra hjóna. Friðrika hafði nokkrum
árum áður dottið af hestbaki, brotnað
og meitt sig mjög illa á fæti sem hafði
ekki gróið um heilt. Hún gekk því
hölt og átti við eymsli og sárindi að
stríða í hverju spori. En Friðrika var
gædd einstöku jafnaðargeði og því
var henni eðlislægt að bera þetta í
hljóði og láta sitt glaðværa yfirbragð
ráða ríkjum.
Síðar átti ég eftir að verða mág-
kona hennar Friðriku og við það urðu
leiðir okkar samtvinnaðar á ýmsan
veg og vináttuböndin treystust. Því
koma nú minningar um margar góð-
ar stundir fram í hugann er við verð-
um að kveðja hana að þessum leið-
arlokum. Ég vil þakka þær allar af
heilum hug og biðja henni blessunar
Guðs og votta börnum hennar og að-
standendum samúð okkar hjóna og
fjölskyldu okkar.
Sigríður Kristjánsdóttir.
„Frændi, veistu það að þegar ég
ætlaði að tala við hana Rikku áðan,
þá sagði ég bara: Mamma.“ Föður-
bróðir minn leit á mig og sagði hugsi:
„Já, vinur minn, það er nú einmitt
það sem hún er eiginlega, mamma
okkar allra.“ Ég var tólf ára og í
fóstri hjá Jóni og Rikku í Fremsta-
felli. Hann var tvíburabróðir föður
míns, hún var móðursystir mín, Frið-
rika Kristjánsdóttir. Og nú eru þau
bæði gengin.
Ég held það segi mjög mikið um
persónu Rikku, eins og hún var jafn-
an kölluð, að strákurinn sem var í
fóstri hjá henni skyldi ósjálfrátt kalla
hana mömmu. Móðurhlýjuna átti hún
í ríkum mæli, einmitt þá tegund sem
blandast glaðværð svo auðveldlega
og græðir bernskusárin. Það gilti
einu hvaða raunir mættu henni á lífs-
leiðinni: Meðan hún naut andlegrar
heilsu virtist hún geta tekist á við
hvað sem var og varðveitt ljúfmann-
legt viðhorf til lífsins og mannanna.
Þær voru sex systurnar, Fremsta-
fellssystur, orðlagðar í sveitum Þing-
eyjarsýslu fyrir að vera glaðværar en
líka orðheppnar í betra lagi og geta
beitt tungunni svo að undan sveið ef
að þeim var vegið. Til þess áttu þær
líka kyn. Ég held ég hafi ekki heyrt
vitnað oftar í annað fólk en Ester
móðursystur, Önnu ömmu og Guð-
laug afa, þegar ég var barn. Þetta var
móðursystir, amma og afi móður
minnar og Rikku, og það sem til var
vitnað voru meitlaðar setningar,
skarplegar lausavísur og skapgerð-
arlýsingar. Ég held ég hafi heyrt að
minnsta kosti þrjár systranna vitna í
samtal Önnu ömmu og Guðlaugs afa
þegar Anna sagði: „Vertu nú rólegur,
Guðlaugur!“ og fékk svarið: „Róleg-
ur! Ég? Nei! Aldrei!“ Og svo hlógu
þær systur hjartanlega. Af slíkum
forfeðrum gat maður verið stoltur.
Sex systur, ein dó í bernsku en
fimm eignuðust börn og buru.
Kannski voru það Áslaug og Rann-
veig sem sungu: „Drottinn minn dýri,
dragðu mig suður í Mýri …“ og voru
að hugsa til bræðranna á Mýri í
Bárðardal. Það urðu samt Rannveig,
móðir mín, og Friðrika sem giftust
tvíburunum frá Mýri, Páli og Jóni.
Rikka var átta árum yngri en móðir
mín en þær systur voru líkar bæði í
sjón og raun og svo fléttuðust ævir
saman, að Jón og Rikka tóku við ný-
býli Páls og Rannveigar í Fremsta-
felli, nokkrum árum eftir að síðar-
nefndu hjónin fluttust að Laugum í
Reykjadal. Á Fremstafelli II bjuggu
þau síðan þangað til tímabært var að
leita hvíldar á Hvammi í Húsavík.
Lífið var ekki dans á rósum fyrir
þær Fremstafellssystur, enda höfðu
þær og þeirra kynslóð ekki vænst
þess. Það er fyrst núna við inngang
nýrrar aldar sem menn ætlast til að
allt sé að geðþótta þeirra. Þær systur
tóku mótlætinu og búskaparerfið-
leikunum með æðruleysi og fyrir
okkur, sem nutum þess börn að sjá
hvernig þær tóku á málum, var það
ómetanleg skólaganga. Hins vegar á
ég ýmislegt vantalað við þau mátt-
arvöld sem ekki skilja að það er nóg á
eina konu lagt að hafa verið bónda-
kona í harðbýlu landi á sjötta áratug
og alið stóran barnahóp þótt hún sé
ekki þjökuð erfiðum sjúkdómum á
ævikvöldi.
Við Hvítafellssystkinin litum alltaf
á Fremstafellssystkinin sem okkar
eigin systkin enda ættarböndin
sterk. Ég veit ég tala fyrir munn
systkina minna þegar ég sendi Ás-
dísi, Aðalbjörgu, Rósu, Rannveigu og
Þorgeiri kveðjur og þakkir fyrir að
hafa fengið að eiga Jón og Rikku að
svo yndislegum vinum svo lengi. Guð
blessi minningu þeirra.
Systkinum Rikku, Áslaugu, Jóni
og Jónasi sem og öllu venslafólki og
afkomendum hennar, sendi ég alúð-
arkveðjur af erlendri grund.
Heimir Pálsson.
Tímans tönn verður ekki stöðvuð,
hún vinnur sitt verk, við kveðjum eitt
af öðru. Hún var orðin þreytt, hún
Friðrika móðursystir, tímans tönn
hafði ekki alltaf verið blíð við hana,
en hún hafði skilað miklu dagsverki
við aðstæður sem tíðkuðust fyrri
hluta síðustu aldar.
Myndbrot minninganna leiftra,
alla mína æfi hefur Rikka verið hluti
af henni, misstór, en alltaf til. Þar að
auki var hún gift Jóni föðurbróður,
það styrkti böndin ennþá meira.
Raunar voru þau sjaldnar nefnd sitt í
hvoru lagi, þau voru Jón og Rikka.
Jón sinn missti hún fyrir nokkrum
árum.
Ég man skjólið sem hún veitti mér
ef ég þurfti á að halda, barni í dvöl
hjá ömmu og afa í Fremstafelli. Ég
man eldhúsið hennar, fullt af börn-
um, Sibbu gömlu sitja á skammeli að
þvo plögg úr fötu, ekki alltaf ánægðri
með stóðið sem sótti inn. Ég man
glitrandi glerbrot og aðrar gersemar
sem hún gaf til að nota í ,,Litla-búi“
við bakstur og matargerð. Ég man
þulur og kvæðakorn rauluð þreyttu
barni.
Ég man ótal ferðir með foreldrum
mínum og systkinum í Fremstafell
og tilhlökkunina sem vaknaði í
brjósti mér þegar sást til bæjarins af
Fljótsheiðinni.
Ég man hve Jón var háður henni,
stundum óþolinmóður svo örlyndur
sem hann var, og svörin hennar: ,,Já,
já, Jón minn, nú skal ég.“ Voru þau
svör kannski lýsandi dæmi um lífs-
skoðun hennar? ,,Nú skal ég.“ Ég á
líka minningar frá fullorðinsárum, en
þá kynntist ég Rikku á nýjan hátt,
færðist nær henni í aldri og áhuga-
málum.
Ég man ótal gleðistundir hjá þeim
Rikku og Jóni í Fremstafelli, man
heimsóknir þeirra til mín þegar ald-
urinn var að síga á og bústörfin ekki
lengur á þeirra herðum. Þau voru
FRIÐRIKA
KRISTJÁNSDÓTTIR
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
LOVÍSA JÓNSDÓTTIR
frá Flatey,
sem andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtu-
daginn 30. október, verður jarðsungin frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 10. nóv-
ember kl. 13.30.
Svanhildur Stefánsdóttir, Guðmundur Rúnar Magnússon,
Rafn Stefánsson, Guðlaug Guðbergsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar,
GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR,
Bjarmalandi 14,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ miðviku-
daginn 5. nóvember.
Guðgeir Ólafsson,
Pétur, Ólafur og Edda Guðgeirsbörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér
samúð og vinarhug við andlát og útför systur
minnar,
GUÐRÚNAR ÞORVALDSDÓTTUR.
Björg Hafsteins.