Morgunblaðið - 08.11.2003, Page 46

Morgunblaðið - 08.11.2003, Page 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðmundur Guð-jónsson Bach- mann verkstjóri fæddist 16. apríl 1915 í Borgarnesi. Hann lést 31. októ- ber síðastliðinn á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi. Foreldrar hans voru Guðjón J. Bachmann, vegaverkstjóri, f. 23. júní 1868, d. 21. sept. 1963 í Borgarnesi, og k.h. Guðrún G. Bachmann, f. 20. júlí 1879, d. 10. apríl 1961 í Borgarnesi. Systkini Guð- mundar: Sigríður, f. 1901, d. 1990, Jón, f. 1902, d. 1902, Guð- laug, f. 1904, d. 1913, Ragnheið- ur, f. 1906, d. 1993, Geir, f. 1908, d, 1987, Áslaug, f. 1910 er á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi, Sigurð- ur, f. 1912, d. 2000, Guðlaug, f. 1913, d. 1995, Skúli, f. 1917, d. 1996, Bjarni, f. 1919, og Þórhildur Kristín, f. 1922, bæði í Borgarnesi. Guðmundur stundaði algenga daglaunavinnu í æsku, var sjómaður í nokkur ár, starfaði í frystihúsi Kaup- félags Borgfirðinga og var verkstjóri þar síðustu starfsárin. Heiðurs- félagi í Verkalýðsfélagi Borgar- ness. Útför Guðmundar verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elskulegur mágur minn, Guð- mundur G. Bachmann, lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 31. október síðastliðinn. Gummi, eins og við kölluðum hann, var níundi í röð af tólf systk- inum, en tvö létust ung. Nú eru þrjú systkinin á lífi, Áslaug, Bjarni og Þórhildur Kristín (Bessý). Gummi ólst upp í Borgarnesi og átti alltaf heimili þar. Hann fór snemma að vinna við vegavinnu og verkamanna- vinnu, ungur maður fór hann á sjó og var mörg ár á Eldborginni bæði á síld og einnig á línuveiðum. Á stríðs- árunum sigldi hann með Eldborg- inni þegar fiskflutningar voru til Englands, það var farsælt happa- skip, sagði Gummi, en það var mikil hætta á þeim árum. Hann hafði góð- ar minningar um veru sína á sjón- um, átti þar góða vini og kunningja. Þegar hann hætti á sjónum fór hann að vinna hjá Kaupfélagi Borg- firðinga við frystihúsið og var þar fastráðinn og verkstjóri síðustu starfsárin. Hann hætti að vinna þeg- ar hann var kominn á aldur. Gummi bjó alltaf í föðurhúsum og studdi vel við bakið á foreldrum sín- um, en þar var stórt heimili og alltaf mikið um gesti og gangandi. Eftir að foreldra hans voru látnir keyptu systkinin Bessý og Gummi húsið og bjuggu þar, þar til fyrir einu og hálfu ári, að hann fór á Dvalarheimil aldraðra vegna lasleika. Dvalar- heimilið er næsta hús við Bach- mannshús, svo það var sama um- hverfið og stutt fyrir systurina að fara og heimsækja hann, þau hugs- uðu vel hvort um annað. Gummi var mjög geðgóður maður enda hændust öll börn að honum og allir áttu gott með að ræða við hann. Við Bjarni eigum honum margt að þakka, öll okkar börn, tengdabörn og ekki síst barnabörn, voru alltaf velkominn til Bessýjar og Gumma. Þeim þremur yngstu fannst það vera þeirra annað heimil. Bessý (yngri), Hjördís og Bjarni sakna mjög Gumma frænda og þakka hon- um öll þau dásamlegu ár sem þau voru alltaf velkominn til Bessýjar ömmu og Gumma. Bessý mín, þú sem ert alltaf tilbú- in að hjálpa, þú hugsaðir vel um bróður þinn og hlúðir að honum, eins og þú gerðir við hin sem eru farin á undan, en minningin er góð. Gummi minn, þú talaðir um hvað starfsfólkið á dvalarheimilnu væri gott og hugsaði vel um vistfólkið, alltaf varstu jákvæður í öllu. Þá er komið að leiðarlokum, kæri vinur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Anna. Ég sit við hliðina á Gumma föð- urbróður mínum í Willys-jeppanum hans með númerinu M 21 og horfi með aðdáun á þennan uppáhalds- frænda minn. Ég er ekki gömul og dingla löppunum sem ná ekki enn niður á gólf. Gummi horfir kankvís á mig. Við erum að keyra í Borgarnesi og þegar við komum niður brekkuna fram hjá Sumarliðahúsi á leiðinni að Bachmannshúsinu, klappar Gummi á mælaborðið, krossleggur hand- leggina og segir mér að bíllinn rati sjálfur heim. Ég er orðlaus. Mörg- um árum seinna átta ég mig á því að vegurinn var beinn. Þetta er ein fyrsta minningin mín um Gumma frænda. Gummi bjó í sama húsinu næstum allt sitt líf, fyrst með foreldrum sín- um sem eignuðust tólf börn, en tíu þeirra komust á fullorðinsár, síðan ásamt Bessý systur sinni. Þetta heimili hefur aldrei verið neitt venjulegt heimili. Það hefur verið fé- lagsmiðstöð fyrir vini og ættingja. Ég efast um að nokkur dagur hafi liðið án þess að þau systkinin fengju heimsóknir. Ég spurði Gumma ein- hvern tímamm að því hvort hann þreyttist ekki á því að fá gesti til sín á hverjum degi. Ég held að honum hafi fundist þetta frekar einkennileg spurning. Þarna kom fólk á öllum aldri frá börnum til gamalmenna. Það skipti ekki máli á hvaða aldri fólkið var sem kom í þetta hús eða hvernig fólk þetta var, öllum var tekið fagnandi. Oftast sátu gestir með þeim í borðstofunni niðri, Bessý við annan enda borðsins og Gummi við hinn, eða hann sat í hæginda- stólnum í horninu með jafnvel eitt barn á öxlunum og annað í fanginu. Því Gummi var eins og segull á börn. Hann elskaði að hlusta á þau, hló með þeim og sagði manni sögur af þeim börnum sem höfðu sagt eða gert eitthvað sniðugt. Þannig fylgd- ist maður iðulega með ættingjum sínum í gegnum sögurnar hans Gumma. Ég held að ástæðan fyrir því að manni leið svo vel í þessu húsi sé að tíminn leið þar hægar en ann- ars staðar. Þau systkinin höfðu svo gaman af að spjalla við alla og þegar gesti bar að garði fengu þeir óskipta athygli og allan tíma í heiminum. Ég sé Gumma fyrir mér svolítið fram- settan í prjónavesti með hendur í vösum grallaralegan á svip og snaggaralegan og þegar hann labb- ar dregur hann inniskóna hratt eftir gólfinu. Þó að mikið væri spjallað í þessu húsi voru menn ekkert alltaf sammála. Þannig sköpuðust oft líf- legar umræður sem gaman var að hlusta á. Það var ekki komið að tómum kof- unum hjá Gumma. Allt sitt líf fylgd- ist hann með þjóðfélagsumræðunni af einstökum áhuga. Hann las blöðin staf fyrir staf, fylgdist með sjón- varpi og hlustaði á útvarpið. Áður en skjár 1 náðist í Borgarnesi sendi ég honum um tíma Silfur Egils sem honum fundust skemmtilegir þættir, því hann þurfti að fylgjast með á öll- um vígstöðvum. Til marks um hversu vel hann las blöðin hafði hann eitt sinn tekið eftir lítilli grein í Mogganum þar sem sagt var frá op- inberri veislu þar sem Peta systir mín var meðal fjölda gesta, hann hafði haft fyrir að lesa öll nöfnin og sagði mér svo í símtali að þeir hefði skrifað nafnið hennar vitlaust! Það fór fátt fram hjá honum Gumma. Strákarnir mínir fengu að fara einir hvor í sínu lagi að heimsækja þau Gumma og Bessý í Borgarnesið. Kvöldið áður en Skúli fór kom hann úr símanum eftir að hafa rætt við Gumma og sagði að Gummi hefði spurt sig hvort hann ætti að mæta með lúðrasveit til að taka á móti honum í Hyrnunni þegar hann kæmi með rútunni, og Gummi hló mikið að Agli sem fékk að fara á sundnám- skeið hjá Björgu konunni hans Þórð- ar frænda og sýndi svo gífurlegan áhuga á námskeiðinu að hann var vaknaður fyrir allar aldir og beið við símann eftir að hringja í Björgu kl. 9 á hverjum morgni og lærði svo bringusund, baksund, skriðsund og að stinga sér á þremur dögum með Björgu. Þetta fannst Gumma fyndið. Gummi kom sjaldan til Reykjavík- ur hin síðari ár. Ég man eftir að hafa keyrt hann í búðina til Guðsteins á Laugaveginum að kaupa sér föt. Það tók hann 5 mínútur að kaupa sér tvennar buxur, skyrtu, jakka og six- pensara og hann mátaði fötin! Bara drifið í hlutunum að hætti Bach- mannsættarinnar. Vænst þykir mér þó um minn- inguna þegar Gummi kom til Reykjavíkur fyrir 15 árum, rétt áður en ég átti eldri son minn. Þá var hann staddur hjá Sigga bróður sín- um, Gummi 73 ára, Siggi 75 ára, þeir bræður höfðu gaman af að fá sér smábrjóstbirtu saman. Síminn hringdi heima hjá mér og Gummi var á línunni: „Okkur Sigga langaði bara að vita hvort að þú værir komin með hríðar, heldurðu að þetta verði í dag?“ Það eru svo mikil forréttindi að eiga ættingja sem alltaf hafa tek- ið vel á móti hverju nýju lífi í fjöl- skylduna. Þetta var ekkert eins- dæmi. Svona áhuga sýndi hann öllum sínum systkinabörnum og fjölskyldum þeirra. Öll höfum við átt sérstakan stað í hjarta hans, öll eig- um við okkar eigin litlu sögur af Gumma. Vegna þess að hann með glettni og gáska sáði fræjum gleði og góðmennsku allt í kringum sig mun hann alltaf búa í hjarta okkar sem þekktum hann, við munum upp- skera enn um sinn. Sigríður Bachmann. Hve tíminn líður hratt. Nú er hann Gummi vinur minn í Borgar- nesi dáinn. Ég var ungur maður, rúmlega tvítugur, þegar ég kynntist fyrst þessum frænda konu minnar. Fljótlega varð Gummi, þótt kominn væri þá undir sjötugt, einn af þess- um fágætu mönnum sem maður ósk- ar sér að verði alltaf til staðar; eigi það fullkomlega skilið að verða ódauðlegur og alltaf við góða heilsu. Nærvera hans var svo einstaklega þægileg. Það fylgdi honum einhver tímalaus rósemd og jafnaðargeð sem svo fátítt er að upplifa hjá mönnum á okkar tímum. Mér finnst eins og hann hafi setið í einhverju stórkostlegu hásæti í gamla bænum í Borgarnesi; þessum bæ sem er svo mikil höll í augum okkar sem til þekkja. Úr þessu há- sæti fylgdist hann ekki bara með sí- kvikri umferðinni og mannlífinu við umbreytingarsaman þjóðveginn sem liggur fyrir utan gluggann; það- an sem Hafnarfjallið blasir við og planið þar sem Hyrnan stendur nú. Þaðan heyrði hann ekki bara allar fréttirnar sem hljómuðu úr gamla útvarpinu og hann hafði alltaf svo einlægar skoðanir á. Þar las hann ekki bara allar þær fregnir og grein- ar sem blöðin fluttu, með dásamleg- an áhuga á nánast öllu. Nei, það var eins og úr þessu hásæti sínu, úr þessari höll sinni og Bessýjar systur hans gætu þau séð gegnum holt og hæðir og fylgst af einstakri hlýju og áhuga með öllum sínum ættingjum og vinum, ungum sem öldnum. Já, bókstaflega öllum. Það var eins og þau lykju í sameiningu um okkur hlýjum og ástúðlegum faðmi, ævin- lega tilbúin til að greiða götu manns eða hjálpa á einhvern hátt, stæði það í þeirra valdi. Barngæska Gumma var alveg ein- stök. Í gegnum alla áratugina hafa börn þyrpst að þessum öðlingi sem alltaf átti svo auðvelt með að stíga inn í veröld þeirra. Við hin eldri fengum að heyra Gumma segja ótal frábærar sögur af ungviðinu í ætt- inni, því næmara auga og skilning á undrum og ævintýrum bernskunnar hafði enginn. Það er ekki nema von því Gumma tókst nefnilega hið eftir- sóknarverðasta; að varðveita sak- leysi og gleði æskunnar í hjarta sínu alla tíð. Það hefur verið ómetanlegt að þekkja Gumma. Bara að vita af hon- um og Bessýju í Borgarnesi hefur oft verið nóg þegar alltof langur tími leið milli heimsókna. Þessir tímar sem við lifum eru tímar hraða, streitu og rótleysis, þar sem við flestöll sveiflumst milli daga og ára í alltof mikilli vinnu og eirðarleysi með nánast undarlega lítil tök á lífi okkar. Í mínum huga var andstæðu alls þessa að finna í gamla húsinu í Borgarnesi hjá Bessýju og Gumma. Þar skynjaði maður ávallt eitthvað bjargfast og kyrrt; eitthvað eilíft sem býr handan við allan eril og basl. Eitthvað svo eftirsóknarvert og fallegt. Þangað var alltaf svo gott að koma, slaka á og spjalla um heima og geima og njóta ómældrar gestrisni systkinanna, meðan maður komst á ný til sjálfs sín, ef svo má að orði komast. Nú hefur það orðið sem maður óskaði sér að aldrei yrði; Gummi er horfinn á braut úr þessu lífi. Tími okkar með honum er skyndilega bú- inn. En kannski er hann ekki farinn svo langt. Allar góðu minningarnar eigum við innra með okkur sem gott verður að ylja sér við og Bessý er eftir í gamla húsinu þar sem andi Gumma verður alltaf nálægur og þangað verður ævinlega gott að koma. Ég þakka Gumma fyrir allt sem hann gaf mér. Jón Egill. Það mun hafa verið veturinn 1929–30 að ungur drengur var á ferð í Brákarey. Þar var vegavinnuflokk- ur frá Guðjóni Bachmann að sprengja úr klettum við Brákar- sundsbrúna til að gera greiðari að- keyrslu að brúnni. Þarna höfðu vinnumennirnir aðstöðu í skúr sem var þar sem gamla Olíuportið og af- greiðsluskúr olíufélags BP er nú. Ekki man nú þessi drengur leng- ur nákvæmlega hvaða menn voru þarna, en einum manni hefur hann alla tíð munað eftir. Þessi maður hellti kaffi og lét sykur út í stóran „fant“ sem kallað var og eitthvert meðlæti, kannski kringlur, en þetta var gott. Þessi maður hét Guðmund- ur Guðjónsson Bachmann. Seinna áttu leiðir okkar eftir að liggja sam- an bæði heima hjá honum og for- eldrum hans og seinna tvö sumur á síldveiðum fyrir Norðurlandi á stríðsárunum. Hann var ævinlega sama ljúfmennið og tók ævinlega málstað þeirra sem minna máttu sín. Vélskipið Eldborg kom hér í Borgarnes 1934 og reyndist hið mesta happaskip. Guðmundur eða Gummi Bach, eins og hann var kallaður af kunn- ugum, fór fljótlega um borð og var þar samfellt fram um 1950. Fyrstu árin var skipið á línuveiðum og sigldi þá gjarnan með aflann og seldi í Grimsby eða Hull. Svo var skipið í flutningum bæði hér við land og einnig til útlanda, m.a. fyrir Síldar- útvegsnefnd með saltsíld til Svíþjóð- ar. Var þar ein ferð í minnum höfð þegar Eldborg í ofsaveðri við Fær- eyjar hreinsaði af sér síldartunnu stafla sem hafði verið „súrraður nið- ur á dekkið“. Á stríðsárunum sigldi Eldborgin með ísaðan fisk til Bret- lands alla vetur og eitt sumar, land- aði þá gjarnan í Fleedwood. Annars var hún á síldveiðum öll sumur nema 1940 er hún sigldi með bátafisk til Bretlands og þá frá Ísafirði að mig minnir. Þegar Gummi kom í land fór hann fljótlega að vinna í Frystihúsi Kaup- félags Borgfirðinga við vélgæslu og afgreiðslu með þeim mæta manni, Sigurði Jónssyni. Þegar Sigurður lét af störfum tók Guðmundur við stjórninni og vann á sinn vandaða hátt allt til starfsloka. Einhvern tímann fyrir 1970 kom Guðmundur á jeppa sínum að Odds- stöðum og tók með sér tvo drengi, Sigurð Odd, núverandi bónda á Oddsstöðum, og Bjarna Guðjónsson, húsasmið og núverandi forstöðu- mann Fjöliðjunnar í Borgarnesi, upp á Reyðarvatn og veiddu þeir vel og voru ánægðir yfir að hafa farið með þessum fullorðna manni. Ég vil þakka Guðmundi hin bestu kynni. Ég vil einnig nota þetta tækifæri til að þakka foreldrum hans, Guðjóni, sem tók mig ungan í vegavinnu, og Guðrúnu og fjölskyldu allri vinsemd og góð samskipti frá því fyrsta og til þessa dags. Ég var gjarnan heima- gangur hjá Bachmann eins og sagt var, þau voru samvalin öndvegishjón og Guðrún alltaf svo blíð og góð eins og hún ætti í manni hvert bein. Hvergi hef ég fengið eins gott kaffi- brauð og hjá Guðrúnu. Ég fékk svart kaffi með miklum sykri og það sem var best af öllu var seytt rúg- brauð með smjöri og mikilli kæfu. Þetta var gott. Ég veit að Gummi og hans fjölskylda eiga öll góða heim- von. Með þökk fyrir góð kynni. Ragnar Sveinn Olgeirsson. GUÐMUNDUR BACHMANN Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, BALDURS SVANHÓLM ÁSGEIRSSONAR leirkera- og mótasmiðs, áður til heimilis í Hæðargarði 44, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Droplaugar- stöðum. Edda Á. Baldursdóttir, Garðar Árnason, Helgi G. Baldursson, Sigrún J. Baldursdóttir, Robert J. Jack, barnabörn og barnabarnabörn. Kærar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengda- föður og afa, SIGURJÓNS KRISTBJÖRNSSONAR húsasmíðameistara, Glaðheimum 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks í heimahjúkrun. Helga Andrea Lárusdóttir, Kristján Sigurjónsson, Dúna Magnúsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Katla Henrysdóttir, Unnur Stephensen, Margeir Daníelsson, Haukur Harðarson, Svanlaug Thorarensen, Hörður Harðarson, Brynhildur Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.