Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞAÐ hefur vart farið fram hjá
mörgum að bæjarstjórnarmeiri-
hlutinn í Kópavogi ráðgerir að
reisa 8 steinþursa, allt að 14 hæða
háa, á svokölluðum Lundarreit í
Fossvogsdal. Þessu hafa bæði
lærðir og leikir mótmælt hástöfum
enda meiri háttar umhverfisslys í
uppsiglingu ef áform þessi ganga
eftir. Þetta myndi stórskemma
heildarásýnd dalsins og færi þá
fyrir lítið sú barátta allra þeirra
fjölmörgu sem tókst að stöðva
lagningu hraðbrautar um Foss-
vogsdal á sínum tíma.
Þessar fyrirætlanir eru í hróp-
andi andstöðu við samþykktir bæj-
arins í aðalskipulagi og við stað-
ardagskrá 21. Það er ekkert nema
sjálfsagt og eðlilegt að þétta
byggð, en það er bara ekki sama
hvernig það er gert. Á því svæði,
sem hér um ræðir, á ekkert við
nema lágreist byggð og þannig í
eðlilegu framhaldi af þeim bygg-
ingum, sem fyrir eru í dalnum.
Samkvæmt skipulagi fyrir svokall-
að bryggjuhverfi úti á Kársnesi á
að byggja lágreist enda er það í
samræmi við þá byggð sem fyrir
er. Hvers á Fossvogsdalurinn og
íbúar hans að gjalda? Hvers vegna
á að múra fyrir hluta dalsins? Spyr
sá sem ekki veit – eitt er þó víst að
það er eitthvað sem ekki rekur
laust á eftir.
Það er fleira en ásýnd dalsins
sem bíður skaða af turnunum háu.
Á fundi sem áhugamenn um Betri
Lund stóðu fyrir hinn 4. nóvember
sl. kom fram hjá arkitektum og
skipulagsfræðingum að byggingar
af þeirri stærðargráðu sem hér um
ræðir eru mjög skuggamyndandi
og geta orðið til stórvandræða í
hvössu veðri. Það er grafalvarlegt
mál fyrir íbúa í nágrenni fyrirhug-
aðra bygginga að eiga von á að búa
í skugga risanna stóran hluta dags
og stóran hluta ársins. Þó að bæj-
aryfirvöld neyðist hugsanlega til
að bæta húseigendum í nágrenni
Lundar fyrirsjáanlegt verðfall
eigna þeirra verður aldrei hægt að
bæta þeim missi sólarinnar – birt-
unnar.
Einn ræðumanna á fyrrnefndum
fundi, sem reyndi að sjá eitthvað
gott við steypufjallið, sagði að íbú-
arnir gætu þó hlakkað til þess að
drekka sólarkaffið sitt þegar sólin
birtist að nýju. Sem sagt fyrst
drekka Ísfirðingar sitt sólarkaffi,
síðan íbúarnir í neðanverðum
Fossvogsdal.
Ég hef búið í Kópavogi í liðlega
30 ár og fylgst með bænum mínum
vaxa og dafna.
Hér er gott að búa og margt hef-
ur verið vel gert af bæjaryfirvöld-
um á hverjum tíma og við höfum
ekki þurft að búa við nein stórslys
í skipulagsmálum. Þótt útlitið sé
ekki bjart núna er vonandi enn
tími til stefnu. Ég trúi því að með
órofa samstöðu fjöldans gegn
verstu skipulagsspjöllum sem
þekkst hafa í Kópavogi megi koma
vitinu fyrir bæjarstjórnarmeiri-
hlutann.
ÓLI GUNNARSSON,
Fögrubrekku 42,
Kópavogi.
Sólarkaffi
í Fossvogsdal
Frá Óla Gunnarssyni
GÓÐ vísa er aldrei of oft kveðin.
Það er alltaf gaman að lesa það sem
Guðmundur Guðmundsson hefur að
segja um ljóðagerð. Föstudaginn
31. október birtist bréf eftir hann.
Ég er að mörgu leyti sammála Guð-
mundi. Það væri mikill skaði ef
stuðluð ljóðagerð og áhugi á henni
dytti alveg uppfyrir. Óhefðbundin
ljóð (atómkveðskapur) geta þó
stundum komið vel út og jafnvel
verið auðvelt að læra þau utanað.
Ekki get ég farið með eitt einasta
erindi úr Passíusálmum Hallgríms
Péturssonar, en ég kann Passíu-
sálm nr. 51 eftir Stein Steinarr
nokkurnveginn. Steinn orti einnig
mikið hefðbundið með stuðlasetn-
ingu og rími. Ég met Stein mikils
sem ljóðskáld, jafnt hefðbundnu
ljóðin sem þau óhefðbundnu. Það
skiptir ekki máli hvort snillingar
eins og Steinn yrkja hefðbundið eða
óhefðbundið. Sum þau óhefðbundnu
eru jafnvel betri og hefðu ekki
batnað við að vera ort með stuðlum
og rími. Ég ræði þetta hér sem
leikmaður. Steinn var í alla staði
ágætis maður. Ég kynntist honum
dálítið þegar ég var sjö ára. Steinn
og kona hans frú Ásthildur leigðu
hjá foreldrum mínum í nokkra
mánuði stóra stofu, en við bjuggum
þá í Kópavogi. Ég var stundum
með smáhrekki við skáldið. Virð-
ingarleysið við skáldið er kannski
hægt að afsaka með hversu ungur
ég var. Ekki í fyrsta eða síðasta
skipti sem skáldum hefur verið
sýnd lítisvirðing á Íslandi í lifanda
lífi. Hvernig var með Bólu-Hjálm-
ar?
Annað ljóðskáld sem orti óhefð-
bundið og vert er að hafa í heiðri er
Jón úr Vör. Kvæði eins og Útmán-
uðir er eftirminnilegt. Annars get
ég tekið undir með Guðmundi að
mikið af því sem kallað er ljóð nú á
tímum er bölvað kjaftæði. Ég vil
þakka Guðmundi fyrir ágæt skrif.
Það er full ástæða til að minna fólk
á ágæti hinnar gömlu ljóðlistarhefð-
ar. Þó er það engin trygging fyrir
ágæti ljóðs að það sé með stuðlum
og höfuðstöfum. Það er þó gott
meðan einhver nennir að yrkja á ís-
lensku, hvort formið sem notað er.
Góð ljóð fljóta alltaf með ruslinu.
PÁLMI INGÓLFSSON,
Hraunbæ 128,
110 Reykjavík.
Góð vísa
Frá Pálma Ingólfssyni