Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 56
DAGBÓK
56 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Audre fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Selfoss kemur í dag.
Mannamót
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Félags-
heimilið Hraunsel er
opið alla virka daga frá
kl. 9–16.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Á þriðjudög-
um kl. 13 boccia, á
föstudögum kl. 10–15
fjölbreytt handverk
m.a. kortasaumur, s.
575-7720.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl.
10 laugardagsmorgna
frá Gjábakka.
Krummakaffi kl. 9.
Gigtarfélagið. Leik-
fimi alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigt-
arhópar, jóga, vatns-
þjálfun. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Uppl. á skrifstofu
GÍ, s. 530 3600.
GA-Samtök spilafíkla,
fundir spilafíkla, Höf-
uðborgarsvæðið:
Þriðjudag kl. 18.15,
Seltjarnarneskirkju,
Valhúsahæð, Seltjarn-
arnesi. Miðvikudag kl.
18, Digranesvegi 12,
Kópavogi. Fimmtudag
kl. 20.30, Síðumúla 3–5,
göngudeild SÁÁ,
Reykjavík. Föstudag
kl. 20, Víðistaðakirkju,
Hafnarfjörði. Laug-
ardag kl. 10.30, Kirkju
Óháða safnaðarins, v/
Háteigsveg, Reykja-
vík. Austurland:
Fimmtudag kl. 17, Eg-
ilsstaðakirkju, Egils-
stöðum. Neyðarsími
GA er opinn allan sól-
arhringinn. Hjálp fyrir
spilafíkla. Neyðarsími:
698 3888.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
á Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
OA samtökin. Átrösk-
un / Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga. Upp-
lýsingar á www.oa.is og
síma 878 1178.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga frá
kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti, Stang-
arhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10
og 110 ganga að Katt-
holti.
Blóðbankabíllinn.
Ferðir blóðbankabíls-
ins, sjá: www.blod-
bankinn.is.
Líknar- og vinafélagið
Bergmál hefur Opið
hús sunnudaginn 9.
nóv. kl. 16 í húsi
Blindrafélagsins í
Hamrahlíð 16.
Minningarkort
Minningarkort Slysa-
varnafélagsins Lands-
bjargar fást á skrif-
stofu félagsins í
Skógarhlíð 14, Reykja-
vík. Hægt er að hringja
og panta minning-
arkort í síma 570 5900
milli kl. 9–17 virka
daga eða á heimasíðu
félagsins
www.landsbjorg.is. All-
ur ágóði af sölu minn-
ingarkorta rennur til
styrktar björgunar- og
slysavarnastarfi félags-
ins.
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588-7555
og 588-7559 á skrif-
stofutíma. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Samtök lungnasjúk-
linga. Minningarkort
eru afgreidd á skrif-
stofu félagsins í Suð-
urgötu 10 (bakhúsi) 2.
hæð, s. 552-2154. Skrif-
stofan er opin mið-
vikud. og föstud. kl. 16–
18 en utan skrifstofu-
tíma er símsvari.
Einnig er hægt að
hringja í síma 861-6880
og 586-1088. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Minningarkort MS-
félags Íslands eru seld
á skrifstofu félagsins,
Sléttuvegi 5, 103 Rvk.
Skrifstofan er opin
mánud.–fimmtud. kl.
10–15. Sími 568-8620.
Bréfs. 568-8621. Tölvu-
póstur ms@msfelag.is.
FAAS, Félag aðstand-
enda alzheimer-
sjúklinga. Minning-
arkort eru afgreidd alla
daga í s. 533-1088 eða í
bréfs. 533-1086.
Heilavernd. Minning-
arkort fást á eftir-
töldum stöðum; í síma
588- 9220 (gíró) Holts-
apóteki, Vesturbæj-
arapóteki, Hafn-
arfjarðarapóteki,
Keflavíkurapóteki og
hjá Gunnhildi Elías-
dóttur, Ísafirði.
Minningarkort Park-
insonsamtakanna á Ís-
landi eru afgreidd
á skrifstofutími í síma
552-4440 frá kl 11–15.
Kortin má einnig panta
á vefslóðinni:
http://www.park-
inson.is/sam_minning-
arkort.asp
Minningarkort Sam-
taka sykursjúkra fást
á skrifstofu samtak-
anna, Tryggvagötu 26,
Reykjavík. Opið virka
daga frá kl. 9–13, s.
562-5605, bréfsími 562-
5715.
Í dag er laugardagur 8. nóv-
ember, 312. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Og þegar þér eruð
að biðja, þá fyrirgefið, ef yður
þykir nokkuð við einhvern, til
þess að faðir yðar á himnum fyrir-
gefi einnig yður misgjörðir yðar.
(Mk. 11, 25.)
Ari Edwald, fram-kvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins, skrif-
ar leiðara í fréttabréf SA,
Af vettvangi, um skóla-
gjöld við ríkisháskóla.
Heimurinn er sífellt aðminnka og háskóla-
fólk hefur æ betri mögu-
leika til hálaunastarfa í
mörgum löndum. Ekkert
er eðlilegra en að nem-
endur taki sjálfir ein-
hvern þátt í þeim beina
kostnaði sem háskólanám
þeirra felur í sér og nýtist
þeim á alþjóðlegum
vinnumarkaði,“ skrifar
Ari. „Það er í raun
óskammfeilni af stúd-
entum við ríkisrekna há-
skóla að vilja ekki taka
neinn þátt í beinum
kostnaði við eigið nám,
sem auka mun verðmæti
þeirra á vinnumarkaði,
en láta samfélagið bera
allan þann kostnað. Er
það eðlileg kostn-
aðarskipting á milli
þeirra og skattgreiðenda
– þar á meðal láglauna-
fólks?
Hvað með þá sem vilja
sækja sér annað nám en
háskólanám? Ef verka-
maður hyggst verða sér
úti um réttindi til að aka
vörubifreið getur hann
þurft að reiða fram um
100.000 krónur. Hafi
hann áunnið sér réttindi í
starfsmenntasjóð stétt-
arfélags fær hann e.t.v.
um 30.000 króna styrk
þaðan, en þarf að greiða
afganginn sjálfur. Stúd-
entar við HÍ greiða hins
vegar einungis kr. 32.500
í skráningargjöld fyrir
hvern vetur. Sex eftirmið-
daga námskeið í lífsleikni
við Endurmenntun HÍ
kostar kr. 43.000. Fimm
morgna námskeið í
stjórnun kr. 35.000. Lærir
fólk meira þarna en á
heilum vetri í t.d. meist-
aranámi við HÍ?“
Ari bendir á að lág-
launafólk verði, eins og
aðrir, að greiða á fjórða
hundrað þúsunda í leik-
skólagjöld fyrir börn sín.
„Samt virðist fólki alvara
með það að sífellt fjöl-
breyttara nám við há-
skóla, sem eigi að gefa af
sér há laun, verði að vera
algerlega gjaldfrjálst!“
Loks segir Ari: „Há-skólamenntun er fjár-
festing. Öflugt mennta-
kerfi er hagsmunamál
einstaklinga, fyrirtækja
og þjóðfélagsins alls. Það
er hins vegar ekkert eðli-
legra en að stúdentar taki
sjálfir einhvern þátt í
þeim beina kostnaði sem
háskólanám þeirra felur í
sér og nýtist þeim á al-
þjóðlegum vinnumarkaði.
Þar fyrir utan veita skóla-
gjöld aukið aðhald og
stuðla þannig að auknum
kröfum, auk þess að gefa
kost á meiri sjálfstýringu
í uppbyggingu skólakerf-
isins sem tryggir tengsl
hennar við þá eftirspurn
sem til staðar er. Krafan
um gjaldfrjálst há-
skólanám er hins vegar
ekki í neinu sambandi við
það umhverfi óþrjótandi
eftirspurnar sem þróast
hefur og fagna ber. Slík
krafa byggist þvert á
móti á forsendum fortíð-
arinnar.“
STAKSTEINAR
Skólagjöld og
óskammfeilni
Víkverji skrifar...
VÍKVERJA leiðast tilgangslaussamskipti og reyndar tilgangs-
leysi almennt. Eftir því sem leiðum
fólks til að eiga samskipti hvort við
annað fjölgar, samanber SMS,
spjallrásir og farsíma, virðist Vík-
verja sem tilgangsleysi samskipt-
anna aukist.
Textaskilaboð (SMS) eru eitt af
þeim samskiptatækjum sem eru í
uppáhaldi hjá Víkverja. Formið á
skeytasendingunum er einfalt og
boðin ganga hratt á milli. Einmitt
þess vegna angrar það Víkverja að fá
skilaboð sem bera það með sér að
sendandi hefur ekki náð að tileinka
sér þessa einföldu tækni og tilgang
hennar. Tilgangsleysi skeyta eins og
til dæmis „hvað ertu að gera?“,
„hvert ertu að fara?“ eða „hvar
ertu?“ er algert.
Farsímar eru ekki staðsetning-
artæki (í það minnsta ekki ennþá,
sem betur fer) og textaskilaboð á
ekki að nota til að hnýsast. Kannski
er það bara Víkverji sem lætur skila-
boð eins og þau að ofan fara í taug-
arnar á sér. Víkverja þykir jafnan
sem honum sé stillt upp við vegg
þegar slík skeyti berast. Ef sendandi
hefur ekki mikilvægara erindi við
Víkverja en að komast að því hvar
hann sé niðurkominn, hvað hann fá-
ist við þá stundina eða hvert hann sé
að fara fær Víkverji ekki séð að
SMS-skeytið þjóni nokkrum til-
gangi.
x x x
VÍKVERJA er ekki vel við að aðrirhnýsist um ferðir hans, þótt þær
séu sjaldnast grunsamlegar. Það
kemur einfaldlega engum við hvar í
veröldinni Víkverji er, hvert hann er
að fara, hvað hann er að bralla eða
hvaðan að koma. Víkverji lendir þó
oft í vanda þegar kemur að því að
svara hnýsni- og staðsetning-
arskeytum. Oftar en ekki gengur
sendanda gott eitt til, sendir bara (að
hans mati) saklausa spurningu áður
en hann ber upp erindið. Víkverji vill
ógjarnan svara skeytum með dóna-
skap og útúrsnúningum, þótt það sé
honum skapi næst. Þá finnst Vík-
verja líka erfitt að ljúga, enda vel
upp alinn. Þriðja leiðin er svo að
sniðganga hina asnalegu og óþægi-
lega nærgöngulu spurningu og svara
alls ekki.
Ef Víkverji kýs að svara ekki
skeyti með spurningum á borð við
þær sem hér hafa verið nefndar þá
gæti sendandi haldið að hann sé í
fýlu, þótt það sé alls ekki raunin. Af
þessum ástæðum þykja Víkverja til-
gangslaus símasamskipti óþægileg
og óþolandi. Víkverja þykir sem
sendandi reyni að króa hann af með
tilgangsleysinu sem í hnýsninni felst.
Víkverji reynir að hafa það að leið-
arljósi í sínum SMS-samskiptum að
þau hafi alltént einhvern tilgang,
hver svo sem hann er.
Morgunblaðið/Þorkell
SMS er frábær tækni, en það kunna
ekki allir að nota hana.
Betri
Kópavogur
FYRIR nokkrum dögum
var bankað upp á hjá mér
og mér boðið að skrá mig á
mótmælalista vegna fyrir-
hugaðra byggingafram-
kvæmda í Lundi.
Þarna var á ferðinni íbúi
úr einbýlishúsahverfinu í
Birkigrund sem var algjör-
lega á móti þessu skipulagi.
Helstu rökin voru þau að
byggingarnar væru of há-
ar, umferðarmálin í ólestri
og útsýnið fyrir íbúana sem
fyrir eru hyrfi.
Þar sem þetta voru held-
ur einhliða og neikvæð rök
sagðist ég ætla að kynna
mér málið betur áður en ég
skrifaði undir lista með eða
á móti skipulaginu.
Nú hef ég aðeins kynnt
mér málið og sé að nokkuð
hefur verið rætt og ritað
um þetta nýja skipulag og
sýnist sitt hverjum.
Það er hiti í umræðunni
enda um töluverða breyt-
ingu að ræða á ásýnd bæj-
arins. Þó finnst mér um-
ræðan frekar einhæf og
miðast við hagsmuni heldur
fárra einstaklinga.
Í mínum huga er Lund-
arsvæðið einskonar inn-
gangur inn í bæinn. Lund-
ur er það svæði sem mætir
manni fyrst þegar komið er
úr Reykjavík og í dag er
sjónin ekki fögur. Það má
næstum líkja því við að
koma bakdyramegin heim
til sín. Frekar rislítið og
laust við glæsileika.
Kannski hafa endalausar
deilur um Fossvogsbraut,
golfvelli í Fossvogsdal
o.s.frv. orðið til þess að
þetta er að verða eins kon-
ar einskismannsland? Það
má vel vera að byggingarn-
ar séu of háar eins og deilan
virðist aðallega snúast um,
en eitt veit ég að þetta er
frábært svæði á einum
besta stað á höfuðborgar-
svæðinu sem við verðum að
nýta.
Hvað sem þessu líður hef
ég ekki í hyggju að taka af-
stöðu með eða á móti. Ég er
þó með því að eitthvað verði
gert á þessum flotta stað.
Stór og umfangsmikil
framkvæmd eins og sú sem
kynnt hefur verið getur
haft jákvæð áhrif á um-
hverfi sitt, s.s. Auðbrekku-
svæðið og Kársnesið sem
ekki hefur þótt ýkja glæsi-
legt.
Rúsínan í pylsuendanum
fyrir okkur Kópavogsbúa
er þó sú, að við myndum
losna við ónýt útihús og
litabolta sem nú mætir okk-
ur á leið inn í bæjarfélagið.
Íbúi í Kópavogi.
Áskorun
VARÐANDI mál Birkis
Emils og Mosfellsbæjar
finnst mér skömm hvernig
bæjarfélagið og TR hefur
komið fram við barnið og
móðurina. Ég skammast
mín fyrir að búa í Mos-
fellsbæ eða í landi sem get-
ur ekki séð fötluðum og
veikum börnum farboða.
Drengurinn er kominn á
leikskólaaldur og í Mos-
fellsbæ fá einstæðar mæð-
ur niðurgreiðslur á leik-
skólagjöldum. Skora á ég
Mosfellsbæ að borga móð-
urinni fyrir að vera heima
hjá sínu barni það sama og
kostar fyrir bæjarfélagið
að hafa barn á leikskóla 8
tíma á dag.
Með von um að bæjar-
stjórn sjái ljósið.
Kristín Ívarsdóttir.
Tapað/fundið
GSM-sími í óskilum
GSM-sími fannst 16. októ-
ber á bílastæði við Ármúla-
skóla. Upplýsingar í síma
663 4855.
Regnhlífakerra
í óskilum
CHICCO-regnhlífakerra
er í óskilum í Máli og menn-
ingu á Laugavegi 18. Upp-
lýsingar í síma 515 2580.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 skopvísa, 8 snúin, 9
skýjaþykkni, 10 elska, 11
les, 13 mannsnafn, 15
hringiðu, 18 svipað, 21
rekistefna, 22 gleðjast,
23 óalið, 24 rifin í tætlur.
LÓÐRÉTT
2 báran, 3 fífl, 4 komast
við, 5 hnötturinn, 6 sárt,
7 skordýr, 12 vond, 14
gervitanngarð, 15 róa, 16
reika stefnulítið, 17 sori,
18 gróði, 19 gauragang-
ur, 20 tómt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 hikar, 4 fákur, 7 glatt, 8 kúlan, 9 tún, 11 reit,
13 kimi, 14 ærinn, 15 slór, 17 ásjá, 20 hló, 22 ormar, 23
ljúfa, 24 aðrar, 25 geiga.
Lóðrétt: 1 hagur, 2 krapi, 3 rétt, 4 fíkn, 5 kuldi, 6 runni,
10 úrill, 12 tær, 13 kná, 15 slota, 16 ólmar, 18 skúti, 19
ábata, 20 hrár, 21 ólag.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16