Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 57
DAGBÓK
í Rauðagerði 26 • Opið 10-18
20%
afsláttur af
öllum síðbuxum
og pilsum
Langur laugardagur
www.green-house.is
Ný sending af
gæðaskóm
frá Portúgal
Verð
5.500
Verð
9.900
Ný sending
Dömuskór
í miklu úrvali
Stærðir 42-44
Margrét, sími 897 4770 • www.storirskor.is
Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 561 0151
gud.run@mmedia.is
Njóttu þess sem er
Tími til að anda, létta á hjartanu og endurnærast.
Skoða viðhorfin okkar, sleppa því sem er að
íþyngja okkur og sættast við líðandi stund.
Guðrún Arnalds verður með
helgarnámskeið 22-23 nóvember.
líföndun • jóga • hugleiðsla • verkefni
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert einbeitt/ur, kraft-
mikil/l og metnaðargjörn/
gjarn. Þú þarft að læra
eitthvað mikilvægt á
komandi ári.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Reyndu að finna milliveginn
á milli þess að gæta fjárhags-
legs réttar þíns og virða eig-
ur annarra. Hér er greinilega
þörf á málamiðlunum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er fullt tungl í merkinu
þínu og því áttu erfitt með að
ákveða hvort þú eigir að láta
þarfir þínar ganga fyrir þörf-
um annarra.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Ef þú finnur til líkamlegrar
vangetu verðurðu að byrja á
því að horfast í augu við
vandann. Þegar þú sérð hlut-
ina í skýru ljósi geturðu farið
að leita leiða til að breyta
þeim.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ekki gera of miklar kröfur til
barna þinna, vina eða maka í
dag. Tunglið er fullt og því er
spenna í fólki.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Sýndu fjölskyldu þinni sér-
staka þolinmæði í dag og þá
sérstaklega foreldrum þín-
um. Þú gætir þurft að taka
fjölskylduna fram yfir vinn-
una.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Farðu sérstaklega varlega í
umferðinni í dag, hvort sem
þú ert akandi, gangandi eða á
hjóli. Það er hætt við að fólk
sé utan við sig þar sem það er
fullt tungl.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú gætir lent í deilum um sið-
ferði í dag. Mundu að það
þurfa ekki alltaf allir að vera
sammála.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er fullt tungl á móti
merkinu þínu og það getur
skapað spennu í þér. Reyndu
að sýna þolinmæði og um-
burðarlyndi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Reyndu að bægja svart-
sýninni frá þér og muna að
þinn helsti styrkur felst í
bjartsýni þinni og fram-
kvæmdakrafti.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Forðastu deilur og frestaðu
því að ræða erfið málefni.
Tunglið er fullt og það er
hætt við að það geri and-
rúmsloftið fjandsamlegt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú þarft sennilega að velja á
milli heimilisins og vinnunnar
í dag. Þú nýtur mikillar at-
hygli og ættir því að gæta
sérlega vel að ímynd þinni.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Forðastu deilur um trúmál
og heimspeki í dag. Þar sem
tunglið er fullt er hætt við að
fólk standi blýfast á skoð-
unum sínum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
HEIÐLÓARKVÆÐI
Snemma lóan litla í
lofti bláu „dírrindí“
undir sólu syngur:
„Lofið gæzku gjafarans,
grænar eru sveitir lands,
fagur himinhringur.
Ég á bú í berjamó,
börnin smá, í kyrrð og ró,
heima í hreiðri bíða.
Mata eg þau af móðurtryggð,
maðkinn tíni þrátt um byggð
eða flugu fríða.“
- - -
Jónas Hallgrímsson
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
60 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag-
inn 9. nóvember, er sextug-
ur Eyþór Ágústsson, vél-
stjóri, Hafnargötu 4,
Stykkishólmi. Hann verður
með fjölskyldu og vinum á
afmælisdaginn.
90 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 8. nóv-
ember, er níræður Haukur
Eggertsson, útvarps-
virkjameistari og fyrrver-
andi forstjóri Plastprents
hf., Barmahlíð 54, Reykja-
vík. Eiginkona hans er Lára
Böðvarsdóttir. Þau eru að
heiman í dag.
BRETARNIR Brian Senior
og Mark Horton eru meðal
þeirra sem sjá um mótsblað
HM í Monakó. Þunn
slemma frá fjórðu umferð
vakti athygli þeirra, því
besta spilaleiðin virtist
vandfundin. Þeir sendu
samlanda sínum, David
Burn, línu í gegnum tölvuna
og báðu hann að leggjast yf-
ir spilið. Burn þykir snjall
greinandi og var fljótur að
svara:
Norður
♠ D
♥ Á8
♦ Á9642
♣ÁKG82
Suður
♠ K64
♥ KD94KG3
♦ 543
♣
Suður spilar sex grönd og
fær út spaðatíu, sem austur
tekur með ás og spilar gos-
anum til baka. Hvernig
myndi lesandinn spila?
Burns mælir með þessari
leið: Laufásinn er tekinn í
öðrum slag og ef austur
kemur með drottninguna, er
svínað 109xx. Ef báðir fylgja
smátt, vill Burns spila tígli á
kóng og svína svo laufgosa.
Ef laufliturinn gefur fimm
slagi eru komnir 11 í allt og
tveir möguleikar á þeim
tólfta: hjartað 3-3, eða
þvingun í hjarta og tígli. Ef
vestur reynist hafa byrjað
með drottningu fjórðu í
laufi, er eina vonin að hjart-
að falli og vestur þvingist í
láglitunum.
Burns reiknast svo til að
slemman sé í kringum 44%,
en bætir við að forritið Deal-
master Pro hafa unnið spilið
í 56% tilfella á opnu borði
(en inni í því er að fella Dx í
laufi fyrir aftan blindan).
Norður
♠ D
♥ Á8
♦ Á9642
♣ÁKG82
Vestur Austur
♠ 1098532 ♠ ÁG7
♥ 652 ♥ G107
♦ 5 ♦ D10873
♣D106 ♣97
Suður
♠ K64
♥ KD943
♦ KG
♣543
Eins og spilið lá var nokk
sama hvað leið var valin –
allt gaf tólf slagi.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
90 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag-
inn 9. nóvember, er níræður
Guðmundur Ingimund-
arson, (Gvendur á Garð-
stöðum), Garðbraut 43,
Garði. Hann mun ásamt
konu sinni, Helgu Sigurð-
ardóttur, taka á móti gest-
um þann dag í Samkomu-
húsinu í Garðinum frá kl. 15
til 18. Hjónin vona að fjöl-
skylda, vinir og kunningjar
komi og samfagni þeim á
þessum tímamótum. Blóm
og gjafir vinsamlegast af-
þökkuð.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4
4. e5 Re7 5. a3 Bxc3+ 6.
bxc3 c5 7. Rf3 b6 8. Bb5+
Bd7 9. a4 Bxb5 10. axb5
Dc7 11. O-O O-O 12. He1
cxd4 13. cxd4 Hc8 14. Ba3
Rg6 15. c3 Dc4 16. Hb1 a6
17. Rd2 Dc7 18. bxa6 Hxa6
19. Bb4 Rc6 20. Bd6 Db7
21. He3 Ra5 22. Dg4 Dd7
23. h4 Re7 24. Bxe7 Dxe7
25. Hg3 f5 26. exf6
Dxf6 27. He3 Hc6
28. Hbe1 b5 29. Dg3
Dd8 30. h5 h6 31.
Rf3 Rc4 32. H3e2
Rd6 33. Re5 Hc7 34.
Rg4 Rf5 35. Dd3
Dd7 36. Re5 De8 37.
Rg6 Hf7 38. Rf4
He7
Staðan kom upp í
fyrri hluta Íslands-
móts skákfélaga,
Flugfélagsdeildinni,
sem lauk fyrir
skömmu í Mennta-
skólanum í Hamra-
hlíð. Benedikt Jónasson
(2283) hafði hvítt gegn
Stefáni Kristjánssyni
(2403). 39. Dxf5! Glæsileg
drottningarfórn sem trygg-
ir hvítum unnið tafl vegna
góðrar samvinnu manna
hans. 39...exf5 40. Hxe7
Dc6 41. He8+ Kf7 42.
H1e7+ Kf6 43. He5 Kg5
svartur stæði einnig illa eft-
ir 43... Kf7 44. H8e7+. 44.
Rxd5 g6 45. Hg8 Dc4 46.
Hxf5+! Kh4 47. Hxg6 b4
48. g3+ Kh3 49. Rf4#.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930
50 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 10. nóvember
er fimmtug Hildur Bald-
vinsdóttir, Árholti 9, Húsa-
vík. Eiginmaður hennar er
Garðar Jónasson. Hún tek-
ur á móti frændum og vin-
um í Vökuholti veiðiheimili
við Laxamýri í dag, laug-
ardag, milli kl. 17–22.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns þarf
að fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt
í síma 569-1100, sent í
bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is. Einnig er hægt
að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík