Morgunblaðið - 08.11.2003, Síða 60

Morgunblaðið - 08.11.2003, Síða 60
ÍÞRÓTTIR 60 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÞORVALDUR Makan Sigbjörnsson, fyrirliði knattspyrnuliðs KA, hefur að undanförnu átt í viðræðum við Fylkismenn um að leika með þeim á næsta tímabili. Jafnframt er opið fyrir að hann spili áfram með Akureyrarliðinu, en samningur hans þar rennur út um áramótin og honum er því frjálst að ræða við önnur félög. Þorvaldur sagði við Morgunblaðið í gærkvöld að hjá sér snerist málið um atvinnu. „Ég þarf að nýta mitt nám sem við- skiptafræðingur og það ræður úrslitum um hvort ég verð á Akureyri eða í Reykjavík. Hvað fótboltann varðar, eru þetta tveir mjög góðir kostir. Fylkir er afar spennandi kostur og það eru líka spennandi hlutir að gerast hjá KA. Vonandi skýrist þetta á næstu vikum,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur er 29 ára og hefur verið fyrirliði KA undanfarin fjögur ár. Hann hóf meistaraflokksferilinn með KA 1992 og lék með félaginu til 1996, var þá eitt ár með Leiftri í úrvals- deildinni og síðan hálft annað ár með Öster í Svíþjóð, en sneri aftur til KA árið 1999. Í sumar missti hann nokkuð úr vegna meiðsla, spilaði aðeins 11 deildaleiki og skoraði eitt mark. Þorvaldur Makan í viðræðum við Fylki Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þorvaldur Makan Sigbjörnsson JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, hefur lofað því að haga sér vel þegar lið hans, Wolves, mætir Birm- ingham í nágrannaslag í ensku úrvalsdeild- inni í dag. Jóhannes var í sviðsljósinu í fyrra þegar hann fékk að líta rauða spjaldið í leik með Aston Villa gegn Birmingham, fyrir grófa tæklingu á Matthew Upson, varnar- manni Birmingham. „Ég missti stjórn á mér, gerði mistök sem ég hef lært af. Ég lét spennustigið í leiknum, slæma stöðu og slaka frammistöðu liðsins fara í taugarnar á mér. Sem betur fer var í lagi með Matthew og ég ætlaði mér ekki að meiða hann. Ég mun aldrei aftur missa stjórn á mér á þennan hátt,“ sagði Jóhannes við staðarblaðið Evening Mail í gær. Blaðið segir að Jóhannes hafi bætt ráð sitt í vetur því hann hafi aðeins fengið tvö gul spjöld í sjö leikjum með Wolves í úrvalsdeildinni í vetur. Jóhannes lofar góðri hegðun SINISA Mihajlovic, leikmaður Lazio, var í gær dæmdur í átta leikja bann af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir að hrækja á Adrian Mutu, leik- mann Chelsea, í viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á síðasta þriðjudag. Auk þess var Mihajlovic gert að greiða 20.000 sviss- neskra franka í sekt, en það er jafnvirði 1,1 milljónar króna. Bannið nær til leikja í Meistaradeild Evrópu og í UEFA-bikarnum. Mihajlovic var rekinn af leikvelli í síðari hálfleik viðureignarinnar sem fram fór á Ólympíuleikvanginum í Róm en þá hafði hann sparkað Damien Duff niður. Mihajlovic hrækti á Mutu í fyrri hálfleik, en það fór fram hjá dómara og aðstoðardómara en sást greinilega á sjónvarpsupptöku. Auk þess hrinti Mihajlovic Mutu nokkrum sinnum í fyrri hálfleik aukinheldur sem hann hrópaði ókvæðisorðum að honum. Mihajlovic hefur frest fram á mánudag til þess að áfrýja. Mihajlovic fékk 8 leikja bann og sekt ARSENAL-klúbburinn á Íslandi, sem var stofnaður á Selfossi 15. október 1982, hefur gefið út bók um klúbbinn í tilefni 20 ára afmæl- isársins. Bókin er 182 blaðsíður og hefur að geyma yfir 1.200 myndir sem tengist klúbbnum og starfi hans. Ritstjóri bókarinnar er Kjart- an Björnsson, fyrrverandi formað- ur klúbbsins, sem lét af störfum á dögunum. Afmælisbók Arsenalklúbbsins Westfalen-leikvangurinn í Dort-mund var stækkaður í sumar, tók áður 66.000 áhorfendur en rúmar nú 83.000 manns. Mörgum þótti það mikil bjartsýni þegar ákveðið var að ráðast í stækkunina, en það hefur sýnt sig að þetta var rétt ákvörðun því íbúar Ruhr-héraðsins eru miklir áhugamenn um knattspyrnu. Þrátt fyrir dapurt gengi Dortmund í vetur hefur það ekki komið niður á aðsókn á leiki liðsins og forráðamenn félagsins eru ánægðir með það. Til loka október voru 36.492 áhorf- endur að meðaltali á leik í efstu deild og hafði áhorfendum fjölgað um 2.500 að meðaltali frá sama tíma í fyrra. Í Englandi voru 34.816 áhorfendur að meðaltali á úrvalsdeildarleikjum, 29.345 á Spáni og 26.084 á Ítalíu. Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda áhorfenda í Þýskalandi er ekki síst mikill áhugi fólks í Ruhr-héraðinu þar sem Dortmund leikur og Schalke, en leikvangar félaganna eru ekki langt hvor frá öðrum. Á þessu svæði eru einnig Bochum, Mönchengladbach, Köln og Leverkusen og segir sagan að fólk á þessu svæði hafi ekki minni ástríðu á knattspyrnu en íbúar Buen- os Aires, Ríó eða Mílanó. Einnig má benda á svæði í norðaustan verðu Englandi þar sem Newcastle, Middl- esbrough og Sunderland eru en þar snýst líf fólks – karlmanna nær ein- göngu þó – um fótbolta, rétt eins og jörðin snýst um sólina. „Knattspyrna er þjóðaríþrótt okkar og í sumum bæjum snýst bæjarlífið meira og minna um knattspyrnu. Dortmund er einn slíkra staða,“ segir Franz Beck- enbauer. Meistarar Dortmund eru í fjórða sæti deildarinnar sem stendur, með 22 stig, fimm stigum á eftir Stuttgart sem er í efsta sæti. Schalke er hins vegar í 10. sæti með 14 stig. Bæði liðin eru dottin út úr þýska bikarnum, en stuðningsmenn liðanna láta misjafnt gengi sinna liða ekki trufla ánægjuna af því að fara á völlinn og mæta gal- vaskir á heimaleiki liðanna. Það sem af er vetri hafa rúmlega 61.000 manns mætt á heimaleiki Schalke. Önnur ástæða þess að mikil sprenging hefur orðið í fjölda áhorf- enda í Þýskalandi er að þar í landi hafa menn á síðustu árum byggt nýja velli og lagað þá eldri. Andreas Kroll, framkvæmdastjóri vegna HM 2006 í Þýskalandi, er mjög ánægður. „Hröð endurnýjun valla hefur sitt að segja. Fólk kemur frekar á völlinn ef and- rúmsloftið er notalegt og þægilegt. Margir vellir hafa verið gerðir þægi- legri fyrir áhorfendur og það skilar sér. Ég er sérstaklega ánægður með hvernig fólk hefur brugðist við bættri salernisaðstöðu. Þegar fólk sér að það er hugsað um það bregst það við með þeim hætti, að það gengur mun betur um og lítur á völlinn sem sinn og gengur um þar eins og heima í stofu,“ segir Kroll. Enn eitt má að sjálfsögðu nefna en það er spenningurinn fyrir HM 2006. Engin þjóð, nema Brasilíumenn, get- ur státað af eins góðum árangri á stóru knattspyrnumótunum og Þjóð- verjar. Er Dortmund stærsta félags- lið Evrópu? HVERGI í Evrópu eru fleiri áhorfendur á knattspyrnuleikjum en í Þýskalandi. Þar í landi er Borussia Dortmund í broddi fylkingar með um 78.000 áhorfendur að meðaltali á leik. Ekkert annað lið í Evrópu getur státað af álíka aðsókn og þýsku meistararnir.HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild karla, RE/MAX-deildin, norður- riðill: Víkin: Víkingur - Fram .........................16.30 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: KA-heimili: KA/Þór - Víkingur ............16.45 Hlíðarendi: Valur - Fram ..........................14 Sunnudagur: 1. deild karla, RE/MAX-deildin, norður- riðill: Varmá: Afturelding - Valur .......................17 Suðurriðill: Kaplakriki: FH - Stjarnan.........................17 Smárinn: Breiðablik - Selfoss ...................16 Meistaradeild Evrópu: Ásvellir: Haukar - Vardar .........................20 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Kaplakriki: FH - Stjarnan.........................15 Seltjarnarn.: Grótta/KR - Haukar............17 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - Keflavík ...............17.15 DHL-höllin: KR - ÍR..................................16 1. deild karla: Grafarvogur: Fjölnir - Höttur...................17 Sunnudagur: 1. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur - Höttur ...........12 Hlíðarendi: Valur - Stjarnan .....................16 Fyrirtækjakeppni KKÍ, Hópbílabikarinn, 8-liða úrslit, seinni leikur: Keflavík: Keflavík - Hamar ..................19.15 Mánudagur: 1. deild kvenna: Kennaraháskóli: ÍS - UMFN ...............19.30 BLAK Laugardagur: 1. deild kvenna: Neskaups.: Þróttur N. - Þróttur R. .....13.30 Sunnudagur: 1. deild kvenna: Neskaups.: Þróttur N. - Þróttur R. .....13.30 KNATTSPYRNA Knattspyrnuhátíð fyrir stúlkur verður í Egilshöll kl. 13 til 18 í dag. Boðið verður upp á ýmsar knattþrautir, en lokaatriði há- tíðarinnar verður kl. 17 er úrvalslið Reykjavíkur og landsins mætast. BORÐTENNIS Pepsi-mótið fer fram í dag og á morgun í Íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog. Úrslita- leikir fara fram á sunnudag kl. 13.30. UM HELGINA KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla Þór Ak. – ÍG .......................................... 86:77 Staðan: Valur 4 4 0 343:318 8 Fjölnir 4 3 1 355:305 6 Þór Ak. 5 3 2 424:427 6 Stjarnan 4 3 1 313:292 6 Skallagrímur 3 2 1 288:237 4 ÍG 5 1 4 401:452 2 Höttur 3 1 2 238:242 2 ÍS 4 1 3 313:331 2 Ármann/Þróttur 3 1 2 233:236 2 Selfoss 3 0 3 224:292 0 NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: LA Lakers – San Antonio................120:117  Kobe Bryant skoraði 37 stig og Shaquille O’Neal 35 stig, hirti 20 fráköst, átti sex stoðsendingar og varði fjögur skot. Tim Duncan og Tony Parker, leikmenn San Antonio, léku ekki vegna meiðsla. Manu Ginobili skoraði 33 stig fyrir liðið. New Jersey – Indiana ..........................81:87 Toronto – Dallas...................................77:71  Jón Arnór Stefánsson var ekki í leik- mannahópi Dallas. BLAK 1. deild kvenna Þróttur N. – Þróttur R ..................... frestað  Reykjavíkur-Þróttur komst ekki austur í gær þar sem ekki var flugfært. Leikurinn hefur verið settur á í dag kl. 13.30 og liðin mætast aftur á sama tíma á morgun. KNATTSPYRNA Holland Vitesse – Willem II................................... 2:2 Belgía Gent – Genk .............................................. 1:1 RICARDO La Volpa, hinn argent- ínski landsliðsþjálfari Mexíkó í knattspyrnu, valdi í gær 18 leik- manna hóp fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi í San Francisco 20. nóvem- ber. Tveir nýliðar eru í hópnum, en jafnframt aðeins tveir fastamenn úr HM-liði Mexíkó á síðasta ári, og í hópnum eru sjö leikmenn sem voru í sigurliði Mexíkó í Gullbikarnum frá því í sumar. Allir 18 leikmennirnir spila með liðum í Mexíkó, flestir landsliðsmannanna koma jafnan þaðan, en þó vantar sterka menn sem hafa spilað á Spáni og voru áberandi á HM í fyrra, þá Cuauhte- moc Blanco og Francisco Palencia. Sóknarmaðurinn Braulio Luna (Necaxa) og miðjumaðurinn Ramón Morales (Guadalajara) léku alla leiki Mexíkó á HM í fyrra og markvörð- urinn Oswaldo Sánchez (Guadalaj- ara) var varamarkvörður liðsins þar. Þeir Sánchez markvörður, Ricardo Osorio (Cruz Azul), Fernando Salaz- ar (Atlas), Ocatavio Valdez (Pach- uca), Mario Méndez (Atlas) og Juan Pablo Rodríguez (Guadalajara) léku úrslitaleik Gullbikarsins í júlí en Mexíkó vann þá 23-ára lið Brasilíu, 1:0. Aðrir í hópnum eru José de Jesús Corona (Atlas), Claudio Suárez (Tigres), Mario Pérez (Necaxa), Héctor Altamirano (Santos), Davikd Oteo (Tigres), Gonzalo Pineda (UNAM), Fernando Acre (Atlante), Omar Bravo (Guadalajara), Adolfo Bautista (Pachuca) og Emilio Mora (Veracruz). Reuters Oswaldo Sánchez, markvörður Mexíkó, fagnar sigri liðsins í Gullbikarnum á heimavelli sínum í sumar. Sánchez er í liðinu sem mætir Íslendingum í San Francisco. Tveir nýliðar hjá Mexíkó gegn Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.