Morgunblaðið - 08.11.2003, Qupperneq 61
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 61
JIMMY White, einn þekktasti snók-
erspilari heims, er á leið til Íslands.
White kemur til landsins um næstu
helgi og keppir mánudaginn 17.
nóvember við tvo fremstu snóker-
menn Íslands, þá Kristján Helgason
og Jóhannes B. Jóhannesson, og
finnska meistarann Jussi Tyrkko.
Jimmy White er 41 árs og er í dag í
25. sæti heimslistans í snóker en
var þar meðal fremstu manna um
langt árabil. Hann hefur verið at-
vinnumaður í 23 ár og er einhver
vinsælasti snókerspilari allra tíma.
White hefur verið með eindæmum
óheppinn á stórmótum á ferli sínum
en hann hefur sex sinnum tapað úr-
slitaleik um heimsmeistaratitilinn.
Hann á þó að baki níu sigra á
stórum mótum.
Jimmy White
til Íslands
Þetta er fyrri leikur liðanna og af-ar mikilvægur í baráttu liðanna
um þriðja sætið í riðlinum sem gefur
þátttökurétt í Evr-
ópukeppni bikarhafa
í handknattleik, því
aðeins tvær efstu
þjóðirnar komast í
næstu umferð Meistaradeildarinnar
og fjórða liðið í riðlinum fellur úr leik.
„Við verðum að vinna með sem mest-
um mun til þess að eiga einhver mörk
upp á að hlaupa í síðari viðureigninni.
Verði liðin jöfn að riðlakeppninni lok-
inni skipta úrslit innbyrðis leikja máli
um hvort liðið nær þriðja sætinu, en
að því sæti stefnum við,“ segir Viggó
sem hefur farið rækilega yfir and-
stæðinga Hauka.
Slær varnagla við fregnum
af fjarveru Manaskov
Frá því var greint í Morgunblaðinu
í gær að sterkasti leikmaður Vardar,
Pepe Manaskov, komi ekki með lið-
inu hingað til lands, en Manaskov er
lykilleikmaður liðsins og um leið leik-
reyndasti maðurinn. Hann lék m.a.
árum saman í Þýskalandi, en sneri
heim fyrir nokkrum árum. „Ég tek
öllum fréttum af því að Manaskov
komi ekki með liðinu til landsins með
fyrirvara og eins þeim fregnum að
þrír eða fjórir leikmenn séu meiddir.
Þetta lítur út fyrir að vera gamla
júgóslavneska bragðið og ég slæ var-
nagla við öllum fréttum af þessu
tagi,“ segir Viggó sem er eldri en
tvævetur í handknattleiknum. „Man-
askov er algjör lykilmaður hjá Var-
dar. Annars er liðið mjög jafnt með
marga landsliðsmenn innan sinna
raða, enda hefur það verið sterkasta
lið Makedóníu undanfarin ár. Ég lít
því á að þetta sé leikur sem getur far-
ið á hvorn veginn sem er, sigurlík-
urnar nokkuð jafnar hjá liðunum.“
Haukar hafa ekki leikið sem best í
deildinni og bikarkeppninni hér
heima á síðustu vikum.
„Það býr mikið meira í Hauka-lið-
inu en það hefur sýnt í síðustu leikj-
um, það veit ég vel. Menn verða því
að hrista af sér slenið fyrir jafn mik-
ilvægan leik og þessi við Vardar er.
Þetta er úrslitaleikur um þriðja sætið
sem við höfum stefnt að,“ segir
Viggó, sem telur að sjálfsögðu ekkert
annað koma til greina en Haukasig-
ur.
Viggó segir lið Vardar vera skipað
hávöxnum og sterkum leikmönnum.
Þeir leika mikið 5/1 vörn og 3/2/1
vörn eins og títt er um félags- og
landslið frá ríkjum fyrrverandi Júgó-
slavíu. Einnig getur Vardar-liði leikið
skammlaust 6/0 vörn þótt það grípi
sjaldnar til þess ráðs.
„Þá eru markverðir liðsins góðir.
Aðalmarkvörðurinn er sagður
meiddur en varamarkvörðurinn virð-
ist ekkert vera síðri, eftir því sem
næst verður komist, þannig að það
verður ekkert gefið eftir á þeim bæn-
um.“
Nauðsynlegt að stjórna
leiknum frá fyrstu mínútu
Vardar hefur leikið tvo leiki í
Meistaradeildinni á þessari leiktíð og
eftir úrslitum að dæma virðist vera
mikill munur á leik þess heima eða
heiman. Vardar stóð í Magdeburg og
tapaði með tveimur mörkum á loka-
sprettinum, 30:28. Næst lék liðið við
Barcelona á Spáni og steinlá, 41:19.
„Það er því mjög mikilvægt að geta
brotið Makedóníumennina niður
snemma leiks, þá gefast þeir fljótt
upp. Þess vegna skipta fyrstu mín-
útur leiksins mjög miklu máli fyrir
okkur fyrir það sem gerist síðan þeg-
ar á leikinn líður. Það má alls ekki
hleypa leikmönnum Vardar inn í leik-
inn og láta þá stjórna honum. Við
verðum að taka völdin strax frá
fyrstu mínútu, það er eitt lykilatrið-
anna fyrir því að ná hagstæðum úr-
slitum,“ segir Viggó, en vill lítið gefa
upp hvernig hann hyggst taka á
Vardar-liðinu.
„Ég tel mig vita vel að hverju við
göngum á sunnudagskvöldið. Það er
hins vegar nauðsynlegt að eiga ein-
hver leynivopn sem maður gefur ekk-
ert alltof mikið upp, þau koma í ljós.
En fyrst og fremst finnst mér þessi
leikur snúa að okkur sjálfum frekar
en andstæðingunum. Ef við hrökkv-
um í gang óttast ég það ekki við náum
ekki góðum úrslitum. Við verðum
fyrst og fremst að láta verkin tala,“
segir Viggó.
Allir leikmenn Hauka eru klárir í
slaginn fyrir viðureignina. Nú end-
urheimtir liðið Aleksandr Shamkuts
sem verið hefur frá um tíma vegna
meiðsla. „Það styrkir okkur og
stækkar hópinn að fá Shamkuts inn.
Það kvartar enginn yfir meiðslum
núna. Fyrst og fremst hefur andlega
hliðin verið veik í liðinu í síðustu leikj-
um en við verðum að kippa því í liðinn
og ég trú ekki öðru en hún verði í lagi
þegar á hólminn verður komið,“ segir
Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka.
Morgunblaðið/Þorkell
Þorkell Magnússon, hornamaður Hauka, hefur hér brugðið sér inn á línuna í Evrópuleik gegn portúgalska liðinu Aveiro og skorar.
Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, um viðureignina gegn Vardar
Við verðum að
láta verkin tala
„EFTIR að hafa farið yfir Vardar-liðið af myndböndum er greinilegt
að það getur leikið mjög misjafnlega ... Það getur leikið afar vel en á
milli fallið niður á lægra plan þar sem ekkert gengur upp,“ segir
Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, um væntanlega mótherja liðsins,
Vardar frá Skopje, en liðin mætast í Meistaradeild Evrópu í hand-
knattleik í íþróttahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði kl. 20 annaðkvöld.
Ívar
Benediktsson
skrifar
INDRIÐI Sigurðsson lék allan
leikinn í vörn Genk þegar lið hans
gerði jafntefli, 1:1, við Gent á úti-
velli í belgísku 1. deildinni í knatt-
spyrnu í gærkvöld. Genk er í öðru
sæti deildarinnar, fimm stigum á
eftir Anderlecht sem á einn leik til
góða. Standard Liege er í þriðja
sætinu, tveimur stigum á eftir
Genk.
ÓLAFUR Stefánsson verður í
eldlínunni á morgun þegar lið hans
Ciudad Real mætir þýsku meistur-
unum Lemgo í A-riðli Meistara-
deildar Evrópu í handknattleik.
Leikurinn fer fram á heimavelli
Ciudad sem hefur unnið tvo fyrstu
leiki sína í keppninni. Lemgo hefur
einnig unnið tvo fyrstu leiki sína.
SIGFÚS Sigurðsson verður með
Magdeburg í dag sem leikur við
Barcelona í B-riðli Meistaradeild-
arinnar. Leikurinn fer fram í
Bördelandhalle í Magdeburg.
Langt er síðan uppselt varð á leik-
inn en Bördelandhalle tekur 8.000
manns í sæti.
DÓMARAR leiks Hauka ogVard-
ar Skopje í Meistaradeild Evrópu í
handknattleik á Ásvöllum á morg-
un koma frá Slóvakíu. Eftirlitsmað-
urinn kemur aftur á móti frá Dan-
mörku.
HERMANN Hreiðarsson verður
örugglega í liði Charlton sem tekur
á móti Fulham í Lundúnaslag í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
í dag. Síðasta mánudag voru sjö
spor saumuð í augnabrún og augn-
lok Hermanns í leikhléi þegar
Charlton mætti Birmingham, en
það háir honum ekki að ráði.
HÁSINARMEIÐSLI varnar-
mannsins Franks Sinclairs eru al-
varlegri en talið var í fyrstu og nú
er ljóst að hann verður frá keppni í
a.m.k. sex vikur. Þetta er talsvert
áfall fyrir Leicester sem er í bar-
áttu á meðal neðstu liða í ensku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu.
GERARD Houllier, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, vonast til þess að
Michael Owen verði orðinn það
góður af meiðslum í ökkla að hann
geti tekið þátt í viðureigninni við
Manchester United á Anfield á
morgun. Owen gat ekki leikið með
Liverpool gegn Steaua Búkarest á
fimmudagskvöldið.
NEWCASTLE United á bæði
knattspyrnustjóra og leikmann
októbermánaðar í ensku úrvals-
deildinni. Bobby Robson, hinn sjö-
tugi stjóri félagsins, og Alan Shear-
er, hinn 33 ára gamli markaskorari,
hlutu þessa titla en Newcastle vann
alla deildaleiki sína í mánuðinum,
eitt liða í deildinni, og Shearer
skoraði fjögur mörk og er annar
markahæsti leikmaður deildarinnar
í vetur með 9 mörk.
FÓLK