Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 63

Morgunblaðið - 08.11.2003, Side 63
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 63 HÖRÐUR Torfason er maður harð- ger eins og nafnið gefur til kynna. Kominn vel yfir fimmtugt, lítur út fyrir að vera 35 ára og enn að – alltaf að. Undanfarin ár hafa reglubundið komið plötur frá honum, bilið á milli útgáfn- anna styttist ef eitt- hvað er og hann virðist vera á blússandi listrænu stími um þessar mundir. Af þessari plötu að dæma er hann síst líklegur til að láta deigan síga en hún ku vera fyrsti hluti af fimm, sem saman mynda ævintýrið Vitann. Verk- ið er einhvers konar lífssaga, sjálfs- skoðun og nýtast hæfileikar Harðar sem leikara efalaust í því ferli. Metn- aðarfullt, svo sannarlega. Eldssaga er fín plata. Reyndar mjög fín. Heildarupplifun góð og ekkert uppfyllingarefni á ferðinni. Lögin, sem fylgja hefðbundnum söngvaskáldalín- um, hafa öll sem eitt eitthvað við sig. Gripin eru einföld en grípandi og hag- lega ortir textar Harðar eru svo að sjálfsögðu fengur. Þá hlið Harðar mættu íslensk söngvaskáld taka sér til fyrirmyndar í meiri mæli. Eins manns hljómsveitin Vilhjálmur Guðjónsson fyllir svo upp í hljóminn á smekklegan hátt og notast við flautur, harmonikku og mandólín til að skreyta enn frekar. Það sem stendur þó upp úr er leik- rænn og orkuríkur söngur Harðar. Kraftmikill, skýr og umfram allt til- finningaríkur. Þú kemst eiginlega ekki undan plötunni, slík er ákefðin í flutn- ingnum. Hörður er listamaður fram í fingurgóma, ofureinlægur og sannur, persónueinkenni sem bæði vinna með honum og á móti. Þessu til sönnunar er best að líta til textana. Það þema sem er hvað skýrast fjallar um mikilvægi þess að vera trúr sjálfum sér. Að vera hugrakkur, þora og láta ekki bugast þótt á móti blási. Einnig er honum hugstætt mikilvægi þess að vera lif- andi, skapa og takast á við eril lífsins hræðslulaust. Hörður leggur oft til sterkar ljóðlínur til að keyra þennan boðskap í gegn: „Þeir gusa alltaf mestu sem að grynningarnar vaða,“ „Mér finnst svo gott að finna til,“ „Það gagnar ekki á grúfu að leggjast ... þeg- ar hryssingur þessa heims sest í hjarta þér,“ „Ég er sífellt í lífinu leitandi, að lausnum ef vel er að gáð.“ Og svo fram- vegis. Það er sömuleiðis greinilegt að Hörður er yfir sig ástfanginn eins og kemur t.d. fram í laginu „Bruni“: „Komdu og vertu brunabíllinn/Bloss- ann mikla kældu í mér.“ Svo eru hér líka lög sem taka á sam- félagspólitíkinni (tvö lög sem andæfa veru hersins hér á landi). Sum lögin eru þá skemmtilega glaðvær, en þó með kaldhæðinni og jafnvel glettinni undiröldu. Það sem helst er hægt að setja út á er að stundum virðist skína í gegn ein- hver óþægileg beiskja, sem mér finnst hreint ekki fara þeim stolta listamanni sem Hörður er. Einhver svona „Ég er einn á móti heiminum“ meinloka. Ætli „Úlfurinn“ sé ekki besta dæmið um það er Hörður fer yfir strikið í þessum efnum. Fleiri dæmi eru þó á kreiki og skjóta þau upp kolli hér og hvar. Að endingu nær þó einurð og fölskvalaus ástríða Harðar að yfir- vinna þessar gloppur. Það er nefnilega seint hægt að saka Hörð um að vera ekki heill í því sem hann er að gera. Á þessu sigrar hann og sú nálgun gerir plötuna, er allt kemur til alls, í senn heilsteypta og heillandi. Tónlist Eldsálin Hörður Hörður Torfa Eldssaga Ofar Hörður Torfason á öll ljóð og lög. Hann syngur þá aðalrödd og bakraddir ásamt því að leika á gítar. Vilhjálmur Guðjónsson leikur á gítara, trommur, slagverk, harm- onikku, buzuky, mandólín, hljómborð, org- el, klarinett, blokkflautur og raddar enn- fremur. Þórir Úlfarsson leikur á timbales og harmonikku í fjórum lögum og Urður Anna Björnsdóttir og Kristín María Karls- dóttir syngja bakraddir í einu lagi. Vil- hjálmur sá um útsetningar og upptökur ásamt því að hljóðblanda og -jafna. Arnar Eggert Thoroddsen Eldssaga mun vera tuttugasta plata Harðar Torfa. Myndin er tekin á liðnum hausttónleikum hans sem fram fara árlega. Morgunblaðið/Jim Smart ÞÆR eru bæði stórglæsilegar og hugaðar kvenfélagskonurnar í smábæ í Yorkshire á Norður-Eng- landi. Komnar á „góðan aldur“ og óræðan fækka þær fötum frammi fyrir myndavélinni – í göfugum til- gangi að sjálfsögðu. Þetta uppátæki kvennanna komst í heimsfréttirnar fyrir fáeinum árum og nú er búið að kvikmynda viðburðinn með góðum árangri. Chris og Annie (Helen Mirren og Julie Walters) eru miðaldra húsmæð- ur og vinkonur sem sækja sultugerð- ar- og hannyrðafundi kvenfélagsins af skyldurækni frekar en áhuga. Þeg- ar eiginmaður Annie fellur frá úr hvítblæði þróast sú hugmynd í kolli þeirra að næsta dagatal (sem þær gefa út og selja í góðgerðarskyni) verði prýtt með myndum af þeim fá- klæddum í veikri von um að slíkt örvi söluna. Hagnaðurinn á að renna óskiptur til rannsókna á sjúkdómn- um. Framkvæmdin gengur ekki and- skotalaust fyrir sig en frúrnar eru fastar fyrir. Óneitanlega dregur myndin Stelp- urnar á dagatalinu dám af Full Monty, gæti þess vegna heitið Monty með kvenmannsbrjóst. Bæði er viss samhljómur með hugmyndunum og leikstjórinn Cole og handrits- höfundarnir sækja talsvert í hina sögufrægu, vinsælustu mynd Breta frá upphafi. Stelpurnar standa samt fyrir sínu og vel það, því myndin gefur forvitni- lega og fróðlega innsýn á bak við tjöldin í lítið samfélag þegar önnur eins óhæfa gerist að sómakærar hús- freyjur taka upp á því að bera sína helgustu líkamshluta. Gamla sagan endurtekur sig; það sem talið er körl- um til tekna er háðung fyrir kven- þjóðina. Chris og Annie og þeirra kjarkmiklu vinkonur eiga mikinn heiður skilinn að kveða niður slíka fordóma og þeirra virðingarverða frumherjastarf kemst vel til skila og með prýðilegu skopskyni. Stelpurnar á dagatalinu er létt og hressileg gam- anmynd með ádeilubroddi þótt henni hnigni nokkuð þegar kemur til Kali- forníu. Leikurinn er yfir höfuð trú- verðugur, með Mirren og Walters í fararbroddi, og manngerðirnar allar hárréttar. Þetta er sannarlega skemmtilegur og freistandi hópur, ekki síst þegar þær syngja saman jólasöngva á Evuklæðum einum sam- an. Það er óneitanlega létt yfir þeim. KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjóri: Nigel Cole. Handrit: Juliette Towhidi. Tim Firth. Kvikmyndatökustjór: Ashley Rowe. Tónlist: Patrick Doyle. Að- alleikendur: Helen Mirren, Julie Walters, Annette Crosbie, Celia Imrie, Penelope Wilton, Ciarán Hinds, John Alderton. 110 mínútur. Touchstone Pictures. Bretland 2003. STELPURNAR Á DAGATALINU (Calender Girls)  Áfram konur Julie Walters og Helen Mirren eru trúverðugar í hlutverki virðulegra kvenfélagskvenna sem ákveða að fækka fötum fyrir góðan málstað. Sæbjörn Valdimarsson Bana Billa – I. hluti (Kill Bill – Vol. I.) Aðdáendur Tarantinos geta varpað öndinni léttar, meistarinn hefur engu gleymt. (H.J.) Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri. Nói albínói Hrífandi, gamansöm og dramatísk. Bjargar íslenska Eddu-árinu. (S.V.) Háskólabíó. Stúlkurnar á dagatalinu (Calendar Girls) Jákvæð og notaleg mynd um konur sem þora að vera þær sjálfar.(S.V.)  Háskólabíó, Sambíóin Seabiscuit Vel unnar leikmyndir og búningar og hrífandi tilþrif þriggja afburða leikara. (S.V.) Háskólabíó Geggjaður föstudagur (Freaky Friday) Samskiptavandamál kynslóðabilsins leysast þegar mæðgur hafa hamskipti. (S.V.)  Sambíóin Óbærileg grimmd (Intolerable Cruelty) Óvenju vel skrifuð og fyndin Coen-mynd um argvítuga baráttu kynjanna. (S.V.)  ½ Háskólabíó, Sambíóin. Mótmælandi Íslands Athyglisverð og heiðarleg umfjöllun um um- deildan mann eykur skilning á persónunni sem á samúð manns alla að lokum. (S.V.)  Regnboginn Sinbad sæfari (Sinbad) Vel gerð fjölskylduskemmtun, mettuð andblæ gamla sagnaheimsins. (S.V.)  Sambíóin, Háskólabíó. Menn víðáttunnar (Open Range) Enn reynir Costner við klassíska vestragerð. Upp úr stendur mikilúðlegt útlit myndarinnar og Duvall. (S.V.)  Laugarásbíó. Mótmælandi Íslands er „athyglisverð og heiðarleg“ mynd um hinn umdeilda Helga Hóseason, sem fólk ætti ekki að láta framhjá sér fara. BÆJARINS BESTU Sæbjörn Valdimarsson/Skarphéðinn Guðmundsson/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn ÞAÐ er klárt mál að Gunni og Felix skildu eftir sig stórt og vand- fyllt skarð er þeir hurfu úr Stund- inni okkar og um leið af skjánum fyrir átta árum. Þá höfðu þeir stýrt Stund- inni í tvo vet- ur við fádæma vinsældir og hefur síst dregið úr þeim síðan þá. Þeir síungu félagar hafa nefnilega síður en svo setið auðum höndum heldur verið iðnir við að gefa út hljóðsnældur og koma fram og skemmta börnum út um hvippinn og hvappinn. Nú er svo komið að helstu aðdáendur þeirra eru börn sem voru ekki einu sinni fædd þeg- ar þeir stýrðu Stundinni. Þessi börn hafa þurft að sætta sig við að horfa aftur og aftur á spólurnar sem gefnar hafa verið út með bestu tilþrifunum úr Stundinni. Nýtt efni með Gunna og Felix er því ekkert minna en himnasending fyrir þessi börn. Þar hafa þeir líka vit á að róa á svipuð mið og gerðu sig svo vel í Stundinni í denn. Gunni á afmæli og velur að halda veisluna í sveitinni, borgarbarninu Felix til mikils ama. En þegar út fyrir borgarmörkin er komið upp- götva þeir í sameiningu að sveita- lífið og ekki hvað síst íslenska náttúran getur verið alveg eins spennandi og tölvuleikir og ævin- týramyndir í sjónvarpinu. Þannig fer Gunni á skemmtilegan og að- gengilegan máta yfir leyndardóma vatnsins og sýnir fram á með ein- földum dæmum hvers vegna það er svona mikilvægt fyrir okkur. Svo kenna þeir að þekkja og nota staf- ina sem mynda nafnið á landinu okkar. Segja sögur, syngja lög og sprella svo auðvitað fullt, eins og þeim einum er lagið. Og mikið veitir það manni mikla ánægju sem foreldri að geta skemmt sér með barni sínu yfir svona barnaefni. Þótt maður hafi kannski séð fágaðri framleiðslu er efnið sjálft sem þeir Gunni og Fel- ix hafa fram að færa útpælt, frum- legt og þroskandi – en þó umfram allt skemmtilegt. Þeim virðist þetta bara svo fyrirhafnarlítið. Ná vel saman. Eru algjörlega einlægir í því sem þeir gera. Lausir við alla tilgerð. Klárlega orðnir mjög næmir á það hvað höfðar til barna og hversu langt þeir mega hætta sér út á uppfræðslubrautir án þess að reyna um of á þolinmæði ungu áhorfendanna. Í stóraukinni samkeppni um sjónvarpsáhorfendur er það manni hulin ráðgáta hvers vegna engin stöðvanna hefur fengið þá Gunna og Felix til að laða að yngstu áhorfendurna. Eitt er víst að fáir eru betur til þess fallnir og því vonandi að þeir haldi áfram á sömu braut. Gagn og gaman Gunni og Felix Sveitasæla: Hvar ætlar Gunni að halda afmælisveisluna sína? Barnaefni Ísland 2003. Tökur ehf. VHS/DVD, ca 70 mín. Leikstjórn og handrit Gunnar Helga- son og Felix Bergsson. Aðalhlutverk Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Stjórn upptöku Ragnheiður Thor- steinsson. Skarphéðinn Guðmundsson Morgunblaðið/Ásdís Grallaraspóarnir Gunni og Felix hafa fundið þessa hárfínu línu sem liggur á milli gagns og gamans. Mynddiskar TÓNLEIKAR Sigurðar Flosasonar og Péturs Grétarssonar, þar sem flutt verður verkefnið Raddir þjóðarinnar, hefur verið flutt úr Þjóðminjahúsinu yfir í Norræna húsið af óviðráðanleg- um orsökum. Þar hefjast þeir kl. 17.30, hálftíma síðar en áður var auglýst. Þá ber sérstaklega að geta þess að hinn kunni íslenski jaðardjassari Hilmar Jensson mun kynna nýja plötu sína, Ditty Blei, um kvöldið á Nasa. Með honum eru engir aukvissar, þeir Herb Robertsson (trompet), Andrew D’Ang- elo (saxar), Trevor Dunn (bassi) og trymbillinn Jim Black sem ætti að vera orðinn Íslendingum að góðu kunnur. Ekki má svo gleyma hátíðardans- leiknum sem verður á sama stað um nóttina, haldið uppi af hrynheitustu sveit norðan Alpafjalla, Jagúar. Djasshátíð Reykjavíkur Pétur Grétarsson og Sigurður Flosason. Raddir og hrynhiti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.