Morgunblaðið - 12.11.2003, Síða 4

Morgunblaðið - 12.11.2003, Síða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ UTANRÍKISRÁÐHERRAR EFTA-landanna þriggja, Íslands, Noregs og Liechtenstein, und- irrituðu samninginn um stækkun Evrópska efna- hagssvæðisins í Vaduz, höfuðborg Liechtenstein, í gær að viðstöddum sendiherra Ítala í Liechten- stein, en Ítalir fara nú með formennsku innan Evr- ópusambandsins. Flogið var með samninginn frá Vaduz til Brussel þegar í stað að undirritun lok- inni, þar sem fastafulltrúi Ítalíu skrifaði undir samninginn. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir Ís- lendinga hafa lagt á það mikla áherslu að fá Ítali til að vera viðstadda undirskriftina og hann væri þakklátur utanríkisráðherra Ítala fyrir að sýna þessu skilning. „Við höfðum samband við Róm um helgina og lögðum áherslu á þetta atriði,“ sagði Halldór. Liechtenstein neitaði í seinasta mánuði að skrifa undir samninginn á þeirri forsendu að Tékkland og Slóvakía hefðu ekki viðurkennt sjálfstæði furstadæmisins með fullnægjandi hætti, sem aftur tengist eignakröfum Liechtensteinsku furstafjöl- skyldunnar vegna eignaupptöku í Tékkóslóvakíu Hans-Adam II, fursti af Liechtenstein, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væru vissulega mikil vonbrigði að ekki hefði tekist að fá Tékka og Slóvaka til að breyta afstöðu sinni. Þeir hefðu ekki verið reiðubúnir að koma á neinn hátt til móts við kröfur Liechtenstein. Hans-Adam sagði málið fyrst og fremst snúast um viðurkenningu á sjálf- stæði Liechtenstein en síður um fjárhagslegar kröfur og hann hafi lengi barist fyrir því að fá við- urkenninguna. Skref í átt að sameinaðri Evrópu Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs, sagði stækkun EES enn eitt skrefið í átt að sameinaðri Evrópu. Stækkunin skapaði mörg tækifæri fyrir EFTA- löndin og Petersen sagðist búast við að samning- urinn myndi gagnast löndunum vel enn um sinn. Aðspurður um þátt Íslands í að fá Liechtenstein til að skrifa undir segir Halldór að menn hafi lagt sig mjög fram um að finna lausn á málinu. „Við höfum viljað sýna Liechtenstein samúð. Þeir hafa reynst okkur vel alla tíð. Ég er afskaplega ánægð- ur með að þetta hefur fengið farsælan endi. Ernst Walch, utanríkisráðherra Liechtenstein, hefur lagt sig mjög fram í málinu og hann hefur oft sýnt mikinn samhug með okkur og Noregi þannig að það var eðlilegt að við gerðum allt sem í okkar valdi stóð. En málið milli þeirra og Tékklands og Slóvakíu er ekki leyst og það var ekki í okkar valdi að leysa það. Það var í okkar valdi að sýna það af fullri einurð að Liechtenstein hefði verið sjálfstætt ríki í langan tíma. Það var mikilvægt að það kæmi skýrt fram í dag. Það er rétt að Íslendingar hafa lagt í þetta mikla vinnu og ég finn að menn hér í Liechtenstein kunna að meta það,“ sagði Halldór. Sé ekki neina stóra hættu á vegi þessa máls eins og er Spurður hvort tafir gætu orðið á því að öll ESB- löndin undirriti samninginn á réttum tíma segir Halldór ekkert hafa komið fram sem bendi til þess að þetta geti ekki allt gengið upp. „Í mínum huga er mikilvægast af öllu að nýju aðildarríkin stað- festi stækkun EES á réttum tíma. Það er líka mjög mikilvægt að allar hinar þjóðirnar geri það en undirskriftin í dag gerir það auðveldara að finna leið til að komast fram hjá því til bráða- birgða. Ég sé ekki neina stóra hættu á vegi þessa máls eins og er.“ Halldór segir liggja fyrir að framkvæmdastjórn ESB muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að ýta á eftir staðfestingu samningsins. Halldór segir menn lengi hafa rætt um endurnýjun EES- samningsins innan EFTA-ríkjanna. ESB hafi hafnað endurnýjun EES á sínum tíma. „Sam- bandið lofaði því þá að gera það að þessu verki loknu en nú er hljóðið í þeim farið að breytast og ég hef minnkandi trú á því að það verði að veru- leika, þannig að við verðum að búa við samninginn eins og hann er,“ sagði Halldór. Ernst Walch, utanríkisráðherra Liechtenstein, þakkaði Íslendingum og Norðmönnum fyrir þeirra þátt í að leysa ágreininginn við Tékkland og Slóv- akíu. Það væru auðvitað vonbrigði ef það hefði ekki tekist. Walch rakti samskiptin við Tékkland og Slóvakíu og benti á að þau hefðu ekki við- urkennt Liechtenstein sem sjálfstætt ríki fyrr en 1939 undir þrýstingi frá Þjóðverjum. Skömmu síð- ar hafi Þjóðverjar hertekið Tékkóslóvakíu og Liechtenstein hafi þá verið eitt fárra landa sem ekki viðurkenndi hersetuna opinberlega. Þrátt fyrir það hafi ríkisstjórn Tékkóslóvakíu lagt hald á eignir um 30 ríkisborgara í Liechtenstein og þá sem hluta af eigum Þjóðverja, þar sem íbúar Liechtenstein hefðu í könnunum gefið upp þýsku sem móðurmál sitt. Ríkisstjórn Tékkóslóvakíu hefði þá dregið þá óleyfilegu ályktun að ekki væri um eignir borgara Liechtenstein að ræða, heldur eignir Þjóðverja. Virði eignanna nemur væntanlega hundruðum milljóna evra Walch sagði erfitt að meta virði eignanna en væntanlega sé það um hundruð milljónir evra. Tékkóslóvakía hafi fallist á að greiða nær öllum löndum sem í hlut áttu skaðabætur, einnig Aust- urríki og Sviss. Ekkert hafi hins vegar verið rætt við Liechtenstein. Tékkland og Slóvakía hafi allt frá lokum stríðsins ekki viðurkennt sjálfstæði rík- isins og enn sé það svo, að þessi lönd meðhöndli íbúa Liechtenstein sem Þjóðverja en hljóti að sjá að það geti Liechtenstein ekki sætt sig við. AP Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Ernst Walch, utanríkisráðherra Liechtenstein og starfsbróðir þeirra frá Noregi, Jan Petersen, skrifa undir. Samningur um stækkun EES var undirritaður í Liechten- stein í gær. Arnór Gísli Ólafsson fylgdist með í Vaduz. Mikilvægast að nýju aðildarlöndin staðfesti stækkunina tímanlega Vaduz. Morgunblaðið. Enn á gjörgæslu- deild eftir árekstra Sækja um pólitískt hæli hér- lendis HÓTEL Selfoss var selt í gær og verður gengið frá samning- um í dag, miðvikudag. Fyrri eigandi hótelsins, Eignarhalds- félagið Brú, var lýstur gjald- þrota í september og nema skuldir félagsins um einum milljarði króna. Að sögn Stein- unnar Guðbjartsdóttur, skipta- stjóra þrotabúsins, barst viðun- andi tilboð í Hótel Selfoss í gær og var því tekið. Kaupandi og kaupverð er trúnaðarmál. Hótel Sel- foss selt KRISTINN Hrafnsson og Kristján Guy Burgess voru ráðnir fréttastjórar á DV í gær. Frétt ehf. útgáfufélag Fréttablaðsins og DV gekk frá ráðningu þeirra í gær og verð- ur þeim falið að reka frétta- deild blaðsins. Báðir hafa þeir starfað við fjölmiðla árum saman. Þá hafa samningar náðst við Ísafoldarprentsmiðju um prentun DV. Að sögn Gunnars Smára Egilssonar, ritstjóra Fréttablaðsins og talsmanns Fréttar ehf., réð mestu skila- tímar blaðsins í prentun. Með því að prenta hjá Ísafoldar- prenstmiðju sé unnt að halda DV lengur opnu uns farið er í prentun á ellefta tímanum á kvöldin. Ráðnir frétta- stjórar DV RÚMLEGA 70% svarenda í könnun IMG Gallup segjast búa við frekar mikið eða mjög mikið vinnuálag. Þar af sögðu 28% vinnuálag sitt mjög mikið. Tómas Bjarnason, stjórnandi fyrirtækja- og starfsmannarann- sókna hjá IMG Gallup, kynnti nið- urstöður könnunarinnar á ráðstefnu Hollvina hins gullna jafnvægis á Nordica hóteli á mánudag. 16% svarenda í könnuninni sögðu vinnuálag sitt hafa aukist mikið á sl. 12 mánuðum og 28% sögðu álagið hafa aukist nokkuð. Verulegur mun- ur er á svörum kynjanna við spurn- ingum um aukið vinnuálag. 57% kvenna sögðu vinnuálag hafa aukist nokkuð eða mikið samanborið við 34% karla sem sögðu vinnuálag hafa aukist á sl. 12 mánuðum. Skv. niðurstöðum könnunarinnar sögðust 53% hafa unnið sveigjanleg- an vinnutíma á undanförnum 12 mánuðum til að koma til móts við eigin þarfir eða fjölskyldunnar, 34% sögðust hafa nýtt sér aðstoð ætt- ingja eða vina við heimilisstörf eða umönnun barna. 50% sögðust hafa unnið heima að vinnutengdum verk- efnum og 47% sögðust hafa sinnt einkalífi eða fjölskyldu í vinnutíman- um. Þá sögðust 10% hafa keypt að- stoð við hreingerningar á heimilinu sl. ár. Í túlkun sérfræðinga Gallup kemur fram að vinnuálag sé mikið og vaxandi og það skýrist að mestu leyti af vinnutíma. Ljóst sé að úrræði sem fólk nýtir sér séu mismunandi eftir efnum og ástæðum. Könnunin var gerð í síðasta mán- uði og náði til launþega og atvinnu- rekenda á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 25 til 65 ára. Alls fengust 411 svör og var svarhlutfallið 63,4%. Um 70% undir miklu vinnuálagi BÚIST er við niðurstöðu Út- lendingastofnunar í næstu viku í máli ungs pars sem sótti um pólitískt hæli hér á landi í mars sl. Fólkið er um tvítugt og er konan frá Úsbekistan og mað- urinn frá Afganistan. Þau komu hingað til lands frá París á eigin vegabréfum og sóttu um hæli. Að sögn Georgs Kr. Lárusson- ar, forstjóra Útlendingastofnun- ar, hefur málsmeðferðin dregist nokkuð vegna gagnaöflunar, en afla hefur þurft gagna frá ætt- ingjum fólksins í Danmörku. KONA á fimmtugsaldri sem slasaðist alvarlega í árekstri tveggja fólksbifreiða á Eiðs- granda síðastliðinn föstudag, liggur enn í öndunarvél á gjör- gæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hún gekkst undir að- gerð skömmu eftir komu á sjúkrahúsið og er líðan hennar eftir atvikum að sögn læknis þar. Þá liggur sextug kona, sem slasaðist alvarlega í árekstri á Ólafsfjarðarvegi 2. nóvember, enn á gjörgæsludeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Að sögn læknis er hin slasaða ekki í lífshættu og er líðan hennar eftir atvikum. STUTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.