Morgunblaðið - 12.11.2003, Side 8

Morgunblaðið - 12.11.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Guði sé lof, elskan, nú þarf ekki að senda mig til Vestmannaeyja í megrun. Fræ til framtíðar Uppeldi er hörkuvinna Haustráðstefna Mið-stöðvar heilsu-verndar barna, með yfirskriftinni Fræ til framtíðar – foreldra- fræðsla í heilsuvernd barna, verður haldin nk. föstudag, 14. nóvember á Grand Hótel og hefst klukkan 8.15 að morgni. Fjöldi erinda verður flutt- ur á ráðstefnunni og með- al þeirra sem til máls taka er Gyða Haraldsdóttir sál- fræðingur. Erindi hennar heitir Agi til forvarnar – Uppeldi sem virkar. Morgunblaðið lagði nokkr- ar spurningar fyrir Gyðu. – Þú ættir kannski að segja okkur fyrst hvort það er eitthvert megin- þema á ráðstefnunni … „Þema ráðstefnunnar er for- eldrafræðsla á hinum ýmsu svið- um þar á meðal hvað varðar upp- eldi. Þetta er í samræmi við sífellt vaxandi fræðsluhlutverk heilsu- verndar barna og aukna áherslu í heilsugæslunni almennt á fyrir- byggjandi þætti. Nútíma heilsu- gæsla snýst alls ekki eingöngu um að lækna sjúkdóma.“ – Þú ert með erindi sem heitir Agi til forvarnar – Uppeldi sem virkar, segðu okkur eitthvað frá því. „Erindi mitt fjallar um, eins og þú nefndir, uppeldi og aga og er ég þarna í stórum dráttum að kynna nýtt fræðsluefni sem ég hef verið að vinna í samvinnu við ýmsa aðila. Ég mun segja frá þeirri vinnu, kynna efnið og greina frá því hvar það er á vegi statt og að hverju er stefnt með því. En þá að aðdragandanum. Þannig er, að bæði ég og sam- starfsfólk mitt hjá Miðstöð heilsuverndar barna höfum síð- ustu árin orðið vör við að for- eldrar ungra barna hafa í auknum mæli verið með fyrirspurnir og óskir um ráðleggingar varðandi aga og uppeldi. Til að meta hver þörfin fyrir átaki í þessum efnum væri, gerðum við könnun á 13 heilsugæslustöðvum á síðasta ári þar sem spurt var um þarfir og óskir foreldra til fræðslu um aga.“ – Hvernig er agi skilgreindur? „Það eru tvær lykilsetningar sem lýsa hvað við er átt. „Agi“ er leiðir til að stýra hegðun barna og til að hjálpa þeim að tileinka sér æskilega hegðun. „Agi“ á bæði við um aðferðir til að koma í veg fyrir óæskilega hegðun og til að takast á við erfiða hegðun ef hún kemur fram. Það má segja að í þessu felist að hætta að nota hugtakið „agi“ í neikvæðri merkingu, heldur sem tæki fyrir foreldra til að hjálpa barni að ná sem bestum þroska. Gera agann góðan, jákvæðan og nauðsynlegan.“ Við fengum svör frá alls um 470 foreldrum og mikill meirihluti þeirra reyndist þeirrar skoðunar að of lítið framboð væri af ráðgjöf og fræðsluefni á þessum nótum. Þá var það að við hrundum af stað samstarfsverkefni með fulltingi Áfengis- og vímuvarnar- ráðs, Fjölskylduráðs, Kópavogs- bæjar og menntamálaráðuneytis- ins sem hafa stutt fjárhagslega við verkefnið. Verkefnin snýst um að útbúa mjög stóran fræðslupakka um uppeldi sem byggist á aga, eins og við skilgreinum hann. Fræðslupakki þessi samanstend- ur af bæklingi, sem þegar er kominn í notkun á landsvísu, og námskeiðahaldi fyrir foreldra og hjúkrunarfræðinga. Síðan er að koma út góð uppeldishandbók í íslenskri þýðingu sem kom fram er leitað var efnis erlendis. Bók þessi heitir í íslenskri þýðingu Uppeldi sem virkar, á ensku Parenting that works, og er eftir tvo bandaríska klíníska sálfræð- inga sem heita Edward Christ- opherson og Susan Mortweet. Við byggjum efni okkar mjög á þess- ari bók.“ – Hver er rauði þráðurinn í efninu? „Það má kannski segja að rauði þráðurinn sé sá að uppeldi er ekkert annað en hörkuvinna og ef það á að heppnast verða foreldrar að taka á sig þá vinnu. Fræðslu- efnið er mjög á fyrirbyggjandi nótunum og kennir fólki að skipu- leggja uppeldið, að það þarf að kenna ungum börnum hvað þau eiga að gera, ekki bara hvað þau mega ekki, að foreldrar eru fyr- irmyndir sem börnin læra af og að hlusta eigi meira á börnin og vera vakandi fyrir jákvæðri umb- un.“ – Hvað geturðu sagt okkur um dagskrá ráðstefnunnar að öðru leyti? „Þar verða mörg athyglisverð erindi. Ráðstefnan hefst klukkan 8.15 með skráningu, afhendingu ráðstefnugagna og kaffisopa, en síðan set- ur Geir Gunnlaugsson barnalæknir ráðstefnuna og Guð- mundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar ávarpar ráð- stefnugesti. Síðan rekur hvert er- indið annað, en þau eru alls sex- tán talsins og snúast um hin ýmsu atriði er lúta að meginþema ráð- stefnunar sem ég gat um áðan. Óhætt er að segja að enginn verð- ur svikinn af dagskránni sem er í senn fjölbreytt og fræðandi.“ Gyða Haraldsdóttir  Gyða Haraldsdóttir fæddist 5. nóvember 1953. Lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1978 og síðan framhalds- og doktorsnámi með þroskasál- fræði- og þroskafrávik barna sem sérgrein, frá Háskólanum í Manchester 1983. Einnig hefur hún sérfræðiviðurkenningu í fötlunarsálfræði. Var áður for- stöðumaður ráðgjafar- og greiningardeildar á svæðis- skrifstofu Málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra og lektor við Háskólann á Akureyri 1995– 99. Sviðsstjóri greiningardeild- ar Miðstöðvar heilsuverndar barna frá 1998 og hefur jafn- framt stundað kennslu og fyrir- lestrahald. Maki er Steingrímur Steinþórsson og eiga þau samanlagt 5 börn. Gera agann góðan og jákvæðan ALÞÝÐUSAMBAND Íslands leggst algerlega gegn því að heimild til lækkunar tryggingagjalds vegna séreignalífeyrissparnaðar falli brott, en heimildin felur það í sér að laun- þegar fá í sinn hlut álag vegna sér- eignalífeyrissparnaðar síns úr ríkis- sjóði sem nemur lækkun trygginga- gjaldsins. Álagið nemur 10% þannig að ef 2% launa eru lögð í séreignalífeyris- sparnað koma 0,2% til vibótar úr rík- issjóði og með sama hætti 0,4% ef fólk nýtir hámarksheimildir skatta- laga til séreignalífeyrissparnaðar og sparar 4%. Í umsögn Alþýðusambandsins til Alþingis vegna breytinganna er á það bent að markmiðið með um- ræddri heimild hafi verið að efla líf- eyrissparnað landsmanna og einnig þjóðhagslegan sparnað og bæði markmiðin séu enn í fullu gildi. „Stórir hópar launafólks hafa ekki nýtt sér viðbótarlífeyrissparnaðinn nema að takmörkuðu leyti. Þetta á sérstaklega við um þá tekjulægri. Verkalýðshreyfingin brást við á þann hátt að semja í desember 2001 um að 1% framlag launagreiðanda væri óháð framlagi launþega. Mikil nauðsyn er að halda áfram á þeirri braut að reyna að efla viðbótarlífeyr- issparnaðinn, sérstaklega gagnvart þeim sem hafa lægri launin,“ segir í umsögninni. Verið að rýra kjör launafólks ASÍ bendir einnig á að það sé beinlínis óráðlegt að fella brott hvata til þjóðhagslegs sparnaðar þegar all- ar spár bendi til þess að búast megi við verulegri þenslu í hagkerfinu. „Einnig má benda á að verði umrætt frumvarp að lögum er verið að rýra kjör launafólks um 500–600 milljónir á ári. Slík kjaraskerðing mun ekki auðvelda komandi kjarasamnings- gerð,“ segir ennfremur. Í greinargerð með frumvarpinu segir að sparnaður í formi viðbótar- lífeyris hafi náð góðri fótfestu meðal landsmanna sem eðlilegt sparnaðar- form og því sé ekki lengur nein þörf sértækra ráðstafana á þessu sviði. Í frumvarpinu sé því lagt til að heimild til lækkunar tryggingagjalds vegna viðbótarlífeyrissparnaðar verði af- numin. Áfram verði í fullu gildi sá hvati til viðbótarlífeyrissparnaðar sem felist í frádrætti iðgjalds frá skattskyldum tekjum og mótfram- lagi vinnuveitenda. Viðbótarframlög ríkisins vegna séreignalífeyrissparnaðar Alþýðusambandið á móti breytingum ÞORLÁKUR Björnsson, formaður leikskólaráðs Reykjavíkur segir ekki sanngjarnt að bera saman eitt gjald af gjaldskrá leikskóla í landinu og draga þá ályktun að leikskólapláss séu dýrust í höfuðborginni líkt og haft er eftir Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í Morgunblaðinu á mánu- dag. Þar kemur fram að gjöld fyrir hálfsdagsvistun og níu tíma vistun séu dýrust í Reykjavík. Þorlákur segir að þarna sé verið að bera sam- an einn flokk sem sé samskonar hjá öllum sveitarfélögum en ekki sé tek- ið tillit til afsláttarkjara sem um 50% allra forráðamanna leikskólabarna í Reykjavík njóti. Öryrkjar, einstæðir foreldrar og námsfólk njóta slíkra kjara og sé tekið tillit til þeirra segir Þorlákur að gjöldin séu síst hærri í Reykjavík ef ekki töluvert lægri. Hann segir meðaltalsgjald fyrir leikskólavistun vera um 21 þúsund krónur í borginni. 40% allra þeirra sem greiða leikskólagjöld fá afslátt vegna örorku eða vegna þess að báð- ir foreldrar eru í námi. Í þeim tilfellum er gjaldið 13.900 en er 27 þúsund krónur í því sveitar- félagi þar sem það er hæst. Hann segir því samanburð Hönnu Birnu ekki nógu lýsandi. Hún hafi á borg- arráðsfundi fengið útskýringar á þessu en kosið að líta framhjá þeim, segir Þorlákur. Leikskólagjöld í Reykjavík Verður að taka tillit til afsláttarkjara GISTINÆTUR á hótelum í septem- bermánuði síðastliðnum voru 78 þús- und á móti 71 þúsundi í september árið 2002, samkvæmt mælingu Hag- stofunnar. Gistinóttum fjölgaði í öllum lands- hlutum, en mest var aukningin á Norðurlandi eystra og vestra, 25% og á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinóttum fjölgaði um 18%. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um 7%, á Suðurlandi um 6% og á Austurlandi um 5%. Gistinóttum útlendinga á hótelum í september fjölgaði samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands um 10% milli ára meðan gistinóttum Íslend- inga fjölgaði um 5%. Gistinætur í september Fjölgar um 25% á Norður- landi eystra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.