Morgunblaðið - 12.11.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 12.11.2003, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 11 RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að leggja til við Alþingi að greiddar verði 140 milljónir króna til sauðfjárbænda og er miðað við að greiðslan verði innt af hendi fyrir áramót. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að þessi ákvörðun sé liður í því að koma til móts við vanda sauðfjárbænda, en talið sé að tekjuskerð- ing þeirra á þessu ári nemi um 250 milljónum. Guðni skipaði í haust nefnd sem falið var að gera tillögur um hvernig ætti að bregðast við vanda sauðfjárbænda. Nefndina skipuðu Þór- ólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, formaður, Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Drífa Hjartardóttir, formaður landbúnaðarnefndar Alþingis, Jó- hannes Sigfússon, formaður Landssambands sauðfjárbænda, og Ólafur Friðriksson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Tap bænda bætt að hluta Niðurstaða nefndarinnar var að tekjusam- dráttur sauðfjárbænda vegna lækkunar á verði innanlands og breytinga á útflutningshlutfalli væri um 250 milljónir króna. Guðni sagði að samþykkt ríkisstjórnarinnar fæli í sér að stjórn- völd bættu bændum þetta tap að hluta til. Guðni sagði að vandinn væri margþættur. Staðan á kjötmarkaðnum hefði verið óviðunandi og leitt til mikilla undirboða. Það hefði leitt til minnkandi neyslu á lambakjöti og verð á öllu kjöti hefði fallið. Tjón bænda væri því mikið. Guðni sagðist vera ánægður með tillögurnar og þá samstöðu sem hefði tekist innan stjórnarinn- ar. Samþykkt ríkisstjórnarinnar felur í sér að þessi sérstaki stuðningur við bændur miðist að hálfu við beingreiðslurétt sauðfjárbænda í ár og að hálfu við framleitt magn dilkakjöts á lögbýl- um. Ari Teitsson sagði að sauðfjárbændur á land- inu öllu væru um 2.000 og ef þessu væri deilt jafnt niður fengi hver og einn bóndi um 80 þús- und krónur. Hann sagðist telja að meðalsauð- fjárbú fengi um 100 þúsund krónur. Ennfremur samþykkti ríkisstjórnin að heim- ila þeim sauðfjárbændum er náð hafa 63 ára aldri að halda óskertum beingreiðslum til loka samnings um framleiðslu sauðfjárafurða til 2007, án skyldu um sauðfjáreign. Þá var sam- þykkt að fela utanríkisráðuneytinu að styðja við markaðssetningu dilkakjöts erlendis í samstarfi við aðila er unnið hafa að málaflokknum. Tilbúin að endurskoða sauðfjársamninginn Guðni sagði að ríkisstjórnin væri tilbúin til að endurskoða einstaka þætti núgildandi samnings um framleiðslu sauðfjárafurða, eða gera nýjan samning, kæmi um það formleg ósk frá Bænda- samtökum Íslands. Ari Teitsson sagði að ekki lægi fyrir hvort Bændasamtökin myndu fara fram á breytingar, en það yrði rætt við Landssamband sauðfjár- bænda. Ari tók fram að hann teldi vanda sauð- fjárbænda ekki felast í samningnum heldur að- stæðum á kjötmarkaði. Drífa Hjartardóttir sagðist hins vegar telja nauðsynlegt að endurskoða nokkra þætti samn- ings ríksins og sauðfjárbænda. Það væri nauð- synlegt að fram færi umræða meðal bænda um hvort ekki ætti að fara fram á breytingar á samningnum. Samþykkt ríkisstjórnarinnar fól ennfremur í sér að viðskiptaráðherra og landbúnaðarráð- herra myndu skipa sameiginlega nefnd sem skoðaði stöðu búvöruframleiðslu gagnvart sam- keppnislögum. Þá samþykkti ríkisstjórnin að beina því til Byggðastofnunar að hún styrkti sláturleyfis- hafa til kaupa á nútímalegum fjárflutningatækj- um. Því var beint til Lánasjóðs landbúnaðarins að sauðfjárbændum sem eiga í fjárhagsörðug- leikum verði gefinn kostur á að fresta afborg- unum lána hjá sjóðnum í allt að þrjú ár. Þá var Byggðastofnun falið að gera tillögur um með hvaða hætti hægt væri að tryggja áframhald- andi rekstur ullarþvottastöðvar í landinu. Ríkisstjórnin féllst hins vegar ekki á tillögu nefndarinnar um að ríkissjóður aðstoðaði við að koma jafnvægi á kjötmarkaðinn með því að greiða bændum mismun á útflutningsverði og innanlandsverði við útflutning á 400 tonnum af lambakjöti umfram útflutningsskyldu. Ríkisstjórnin samþykkir aðgerðir til að mæta vanda í sauðfjárræktinni Bændur fá greiddar bætur vegna tekjusamdráttar Morgunblaðið/Jónas Erlendsson JÓHANNES Sigfússon, formaður Lands- sambands sauðfjárbænda, segist vera alveg þokkalega sáttur við samþykkt ríkisstjórn- arinnar í gær. Jóhannes segir úrræðin sem um er að ræða vegna vanda sauðfjárbænda tvíþætt. „Í fyrsta lagi er brugðist við þessari miklu kjaraskerð- ingu sauðfjárbænda. Það er gert að hluta til og það munar verulega um það. Í annan stað eru menn að samþykkja að fara í ákveðna framhaldsvinnu til að reyna að komast út úr þessu hjólfari. Það er ekki síður mikilvægt,“ segir Jóhannes en hann átti sæti í nefnd landbúnaðarráðherra sem falið var að gera tillögur um lausnir á vanda sauð- fjárbænda. Reynt að horfa til framtíðar Jóhannes segir að með þessum aðgerðum sé reynt að horfa til framtíðar. „Í nefndinni var einnig rætt um ýmsar fleiri tillögur sem ekki er ástæða til að ætla að ríkisstjórnin taki beint á en gera má ráð fyrir að landbún- aðarráðherra taki til skoðunar,“ segir hann. Meðal þess sem nefndin lagði til var að tek- ið yrði á birgðastöðunni og segir Jóhannes að nefndarmenn hafi gert sér grein fyrir að það væri ekki einfalt mál. „Við getum ekki verið annað en sáttir. Við töldum þetta mjög raunhæfar tillögur. Við vorum ekki með neina kröfugerð heldur lögðum spilin á borðið og það er ljóst að rík- isstjórnin hefur metið það svo að ekki væri annað hægt en að verða við þessu að ákveðnu leyti og fyrir það er ég mjög þakklátur,“ seg- ir Jóhannes. Formaður Landssambands sauðfjárbænda Sáttur við sam- þykkt ríkis- stjórnarinnar HEIMIR Már Pétursson, upp- lýsingafulltrúi Flugmálastjórn- ar, segir íslensk flugmálayfir- völd ekki hafa neina ástæðu til að ætla að ekki hafi verið farið eftir reglum Flugöryggissam- taka Evrópu (JA) við útgáfu heilbrigðisvottorðs Árna Sig- urðssonar, flugmanns, sem fékk heilablóðfall fyrir fimm ár- um. Jón Þór Sverrisson, sem var settur trúnaðarlæknir Flugmálastjórnar í ársbyrjun 2002, gagnrýnir útgáfu heil- brigðisvottorðsins. „Nefndin hefur komist að niðurstöðu sem er studd lækn- isfræðilegum rökum,“ segir Heimir Már. „Hún segist í áliti sínu miða við sömu reglur og JA um hina svokölluðu 1% reglu, þ.e. líkur á endurteknu áfalli. Flugmálastjórn hefur ekkert við það að athuga, enda er hér um að ræða læknisfræði- legt álit. Ef Jón Þór álítur það stangast á við sínar niðurstöð- ur, þá er uppi ágreiningur milli hans og þriggja annarra lækna sem Flugmálastjórn getur ekk- ert sagt um. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að nú, fimm árum eftir áfall, séu líkur á end- urteknu áfalli innan við 1%. Það er ekki á sviði Flugmálastjórn- ar að deila um hina læknis- fræðilegu niðurstöðu.“ Aðspurður hvort það sé á ábyrgð Flugmálastjórnar að grípa inn í málin að þeim mögu- leika gefnum að umrætt vott- orð væri gefið út í trássi við reglur JA, segir Heimir Már: „Við höfum enga ástæðu til að ætla að svo fari, enda er nefnd- inni fullkunnugt um þær reglur og lög sem íslensk flugmál starfa eftir.“ Gerir engar athuga- semdir MATTHÍAS Halldórsson, aðstoðar- landlæknir, segir að kvörtunum vegna aðgengis að heimilislæknum hafi fækkað frá því sem var fyrir um tveimur árum. „Það hefur verið mjög lítið um kvartanir vegna aðgengis núna undanfarna þrjá mánuði. Ég er nýkominn til starfa að nýju eftir tveggja ára fjarveru og ég man að rétt áður en ég fór út að mjög mikið var um slíkar kvartanir. Þær eru færri núna, þannig að mér sýnist að heilsugæslan hafi tekið á þessum málum. Ég er ekki að segja að þau séu endilega í góðu horfi, en þetta stefnir í rétta átt.“ Sýnast vera ánægð og sátt Matthías segir engar nýjar tölu- legar upplýsingar liggja fyrir um ástandið en það hafi greinilega batn- að undanfarna mánuði. „Heimilis- læknar fengu bætur á sínum kjörum fyrir nokkrum mánuðum og mér sýnist þeir vera ánægðari núna en þeir voru fyrir nokkrum mánuðum. Ég held að forsendan fyrir því að hlutirnir gangi vel sé sú að læknar og annað starfsfólk sé ánægt og sátt við sitt starfsumhverfi.“ Matthías segir að margt hafi verið gert af hálfu heilbrigðisyfirvalda til að auka fjölda þeirra sem leggja heimilislækningar fyrir sig. „Eitt er þessi kjarabót sem þeir fengu og annað er að heimilislækningar eru nú hluti af kandídatsnáminu, sem ekki var áður. Það er líka meiri kennsla í heimilislækningum en var áður, þ.e. í grunnnáminu, og síðan er búið að koma upp allmörgum náms- stöðum í heimilislækningum, sem eru frekar eftirsóttar, en þar geta menn lært heimilislækningar á Ís- landi. Áður þurftu allir að fara til út- landa til að læra skipulagðar heim- ilislækningar, sem er auðvitað gott að mörgu leyti, en það er líka gott að þeir geti lært þetta a.m.k. að hluta til á Íslandi. Og mér sýnist ríkja bjart- sýni núna í þessum málum,“ segir Matthías. Ástandið verra á landsbyggðinni Hann segir Landlæknisembættið ekki lengur hafa yfirlit yfir hversu marga heimilislækna vantar þar sem heilsugæslustöðvarnar sjái nú sjálf- ar um að ráða lækna til starfa. Hins vegar er haft samband við landækni ef neyðarástand myndast á heilsu- gæslustöðvum vegna læknaskorts og segir að Matthías að um slíkt hafi ekki verið að ræða undanfarið. Hann segir að hvergi vanti sérfræðinga í heimilislækningum á höfuðborgar- svæðinu en ástandið sé hins vegar verra á sumum stöðum á lands- byggðinni. „Sem dæmi má nefna að á Ísafirði er enginn sérfræðingur í heimilis- lækningum og enginn fastur heilsu- gæslulæknir. Við teljum ástandið ekki gott nema fastur læknir sé á hverjum stað og það hillir ekki undir að slíkt verði til dæmis á Ísafirði. Það er þó hvergi beinlínis neyðarástand og ef maður miðar við ástand síðustu ára hefur málið lítið breyst að þessu leyti. Við gerum okkur vonir um að staðan lagist þegar fram líða stundir og fleiri fastir læknar fáist á þá staði þar sem þá vantar núna.“ Aðstoðarlandlæknir segir aðgengi að heimilislæknum hafa batnað Kvörtunum til landlæknis hefur fækkað að undanförnu Í ÁGÆTIS vetrarveðri léku þessir krakkar sér í handbolta við Mela- skólann í gær. Þau voru ekki ein að leik heldur var starfsmaður ÍTR með þeim á vellinum. Það var þrus- að í mark í Vesturbænum þegar færi gafst og þá var það mark- mannsins að vera vel á verði. Nú þegar blíðskapar veður hefur verið á mest öllu landinu í nokkra daga hafa kátir krakkar um landið þvert og endilangt skemmt sér við leiki úti við. Það eru örugglega fáir sem kvarta yfir því, í það minnsta varla foreldrarnir. Spáð er áfram hlýju veðri víðast um land í dag og á morgun. Síðan á samkvæmt veðurspánni að fara að kólna lítið eitt á föstudag. Hasar í handbolta Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.