Morgunblaðið - 12.11.2003, Side 13

Morgunblaðið - 12.11.2003, Side 13
náð því að eignast félag- ið, eins og ætlun hans hafi verið. Ingimar starfaði hjá Kaupási í tvö ár og verkefni hans var sam- kvæmt tilkynningu hans fyrst og fremst að vinna að því að efla fé- lagið og bæta rekstur þess. „Ég er sáttur við hvernig til hefur tekist, sérstaklega hvað varðar endurskipulagningu matvörusviðs félagsins, en nokkru er enn ólokið í endurskipulagningu sérvörusviðs. Ljóst er að fyrirætlanir mínar, ásamt fleiri aðilum, um að eignast félagið gengu ekki eftir og voru það vonbrigði. Ég hef mikla trú á Kaupási hf. sem hefur á að skipa afar hæfu starfsfólki sem hefur lagt á sig mikla vinnu við að bæta rekstur fé- lagsins. Ég vil óska nýjum eigendum og starfsfólki félagsins velfarnaðar í framtíðinni,“ segir í tilkynningu Ingi- mars. Á hluthafafundi í Kaupási hf. fyrr í vikunni var ný stjórn kjörin í félaginu. Hana skipa þau Brynja Halldórsdótt- ir, Þórður Magnússon og Jón Helgi Guðmundsson. Ingimar Jónsson hættur hjá Kaupási Vonbrigði að ná ekki að eignast félagið INGIMAR Jónsson, forstjóri Kaupáss hf., sem meðal annars rek- ur Krónuna, Intersport, Húsgagnahöllina og Nóatúnsverslanirnar, hefur látið af störfum sem forstjóri félagsins. Jón Helgi Guðmunds- son mun taka við stjórn Kaupáss sem starfandi stjórnarformaður. Jón Helgi er stjórn- arformaður Norvikur, stærsta eiganda Kaup- áss. Í október sl. var til- kynnt að Framtak fjár- festingarbanki hefði selt allt hlutafé sitt í Kaupási, eða 53,4%. Var kaup- andi hlutarins nýtt fjárfestingarfélag undir forystu Ingimars Jónssonar en meðal hluthafa í fjárfestingarfélaginu voru Vátryggingarfélag Íslands hf. (VÍS) og Samvinnulífeyrissjóðurinn sem voru hluthafar fyrir í Kaupási. Skömmu síðar tilkynnti Landsbank- inn að hann hefði ákveðið að nýta for- kaupsrétt sinn að hlutafénu og hefði gert samning um að Norvik hf., móð- urfélag BYKO, keypti hlutinn. Í tilkynningu, sem Ingimar Jóns- son hefur sent frá sér, segir hann að það hafi verið vonbrigði að hafa ekki Ingimar Jónsson HAGNAÐUR Pharmaco á fyrstu níu mánuðum ársins nam 23,3 millj- ónum evra, eða jafnvirði rúmlega 2 milljarða króna, en fyrirtækið gerir upp í evrum. Hagnaður sama tíma- bils í fyrra var 26,9 milljónir evra og hefur hagnaðurinn því dregist saman um 13% milli ára. Arðsemi eigin fjár dróst einnig saman, úr 26,0% í 12,9%. Þessar tölur segja þó aðeins hluta sögunnar og afkoman litast mjög af breytingu á bæði óreglu- legum liðum og fjármunaliðum og hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 42 milljónum evra, sem er um 56% aukning frá fyrra ári. Ef litið er á rekstrarafkomuna fyrir afskriftir og einnig fyrir sér- staka niðurfærslu fastafjármuna um 18,9 milljónir evra batnar af- koman verulega og fer úr 31,5 millj- ónum evra í 64,1 milljón evra. Hlut- fall afkomu fyrir afskriftir og sérstaka niðurfærslu af rekstrar- tekjum hækkaði að þessu gefnu úr 22,4% í 26,9%. Ef ekki væri litið til þessarar sérstöku niðurfærslu myndi þetta hlutfall versna og fara niður í 19,0%, en niðurfærslan staf- ar af einskiptis niðurfærslu til leið- réttingar á eignamati Balkan- pharma í Búlgaríu. Lang- tímamarkmiðið er að þetta framlegðarhlutfall sé um 30%. Breytt félag frá fyrra ári Við samanburð á fyrstu níu mán- uðum þessa árs og sama tímabili í fyrra verður að hafa í huga að Pharmaco er töluvert breytt félag. Delta og tengd félög komu inn í reksturinn um mitt ár í fyrra og á þessu ári hafa verið keyptir stórir eignarhlutir í lyfjaverksmiðju í Serbíu og danska lyfjaþróunarfyr- irtækinu Colotech. Þannig hefur verið um ytri vöxt að ræða, en í til- kynningu frá Pharmaco segir einnig að sterkur innri vöxtur einkenni áfram rekstur félagsins. Vöxturinn, bæði innri og ytri, var 69% frá sama tímabili í fyrra og rekstrartekjur á fyrstu níu mán- uðum ársins námu 237,9 milljónum evra, eða jafnvirði 20,9 milljarða króna. Til ársloka 2005 er stefnt að 15%–20% innri vexti auk þess sem stefnt er að 15%–20% ytri vexti. Rekstrargjöld af reglulegri starf- semi jukust minna en rekstrartekj- urnar, eða um 57%, og námu 186,3 milljónum evra. Eins og áður segir varð mikil breyting á fjármunaliðunum sem dregur hagnað félagsins niður mið- að við sama tímabil í fyrra. Þá hafði félagið fjármunatekjur að upphæð 9,6 milljónir evra, en í ár voru fjár- magnsgjöld þess 1,7 milljónir evra auk þess sem sérstök niðurfærsla eignarhluta í óskráðum félögum var neikvæð um 3,7 milljónir evra. Nei- kvæð breyting fjármunaliða var því samtals 15 milljónir evra. Niður- færslan á óskráðu hlutabréfunum er vegna félaga sem Pharmaco hef- Hagnaður Pharmaco rúmlega 2 milljarðar Hagnaður eykst ef horft er framhjá óreglulegum liðum ur fjárfest í á undanförnum árum og í tilkynningu segir að verið sé að mæta áhættu sem kunni að liggja í rekstri þessara félaga. Niðurfærsl- an, 3,7 milljónir evra eða 325 millj- ónir króna, nemi helmingi af bók- færðu verði bréfanna. Núverandi fjárfestingarstefna miðist við fjár- festingar í skilgreindri kjarnastarf- semi Pharmaco, þ.e. samheitalyfja- fyrirtækjum sem styrki framtíðarvöxt félagsins. Góð sala í Vestur-Evrópu Eignir Pharmaco jukust um 8% frá áramótum og námu 493,8 millj- ónum evra eða 43,4 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall lækkaði úr 52% í 49% á tímabilinu, en veltu- fjárhlutfall hækkaði úr 0,95 í 2,45, bæði vegna aukningar veltufjár- muna og lækkunar skammtíma- skulda. Veltufé frá rekstri nam 54,1 millj- ón evra eða 4,8 milljörðum króna. Í tilkynningu frá Pharmaco segir að reksturinn standi undir vænt- ingum á fyrstu níu mánuðum árs- ins. Helstu ástæður góðrar afkomu á þriðja fjórðungi séu góður árang- ur í sölu hjá Medis, dótturfélagi Pharmaco í Vestur-Evrópu, en sala inn á markað í Austur-Evrópu hafi verið aðeins undir væntingum. Uppgjör Pharmaco var birt fyrir hádegi í gær. Eftir viðskipti dagsins var lokagengi hlutabréfa félagsins 34,20 og hafði hækkað lítillega frá fyrra degi, en verð hlutabréfa Pharmaco hefur hækkað um 70% frá miðju ári. Markaðsverð Pharmaco er nú rúmir 102 millj- arðar króna sem gerir það verð- mætasta félagið sem skráð er í Kauphöll Íslands. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 13 10% kynningarafsláttur og fallegur kaupauki Ertu á breytingaskeiðinu? www.laprairie.comwww.laprairie.com 3 KYNNINGAR Á morgun fim. 13. nóv. í HYGEU Laugavegi, sími 511 4533 Föstud. 14. nóv. í HYGEU Smáralind, sími 554 3960 Laugard. 15. nóv. í HYGEU Kringlunni, sími 533 4533 Alla daga frá kl. 12-17. Með CELLULAR RADIANCE CREAM geislar húð þín á ný! Ath.! Nýtt korta- tímabil AFKOMA Pharmaco á fyrstu níu mánuðum ársins einkenndist mjög af óreglulegum liðum, bæði sérstakri niðurfærslu fastafjármuna og niðurfærslu eignarhluta í óskráðum félögum. Niðurfærsla fasta- fjármuna veldur því að hagnaður fyrir afskriftir, EBITDA, lækkar úr 26,9% í 19,0% og niðurfærsla bæði fastafjármuna og eignarhluta minnkar hagnað tímabilsins um 18,7 milljónir evra, eða um 1,6 millj- arða króna. Án þessara sérstöku niðurfærslna hefði hagnaður tíma- bilsins eftir skatta því numið um 3,7 milljörðum króna. Miklar niðurfærslur GERT hefur verið sam- komulag um að Gary Wertz, framkvæmda- stjóri Össur North Am- erica, og þrír aðrir lyk- ilstarfsmenn á sölu- og markaðssviði Össur North America muni láta af störfum hjá fyr- irtækinu frá og með 10. nóvember 2003. Við starfi framkvæmda- stjóra Össur North America tekur Eyþór Bender. Jón Sigurðsson, for- stjóri Össurar, segir að ástæðan fyrir starfs- lokasamningum við þessa fjóra ein- staklinga liggi meðal annars í að ver- ið sé að sameina Generation II Group, sem Össur keypti nýverið, og Össur en að ákveðin endurskipu- lagning hafi verið nauðsynleg vegna kaupa á Generation II Group. „Í öðru lagi viljum við sjá breyttar áherslur á rekstri Össurar hér í Bandaríkjunum, aðallega hvað varð- ar markaðs- og sölumál þannig að við réðumst í þesar breytingar nú,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Eyþór hefur starfað hjá Össuri hf. frá árinu 1995 m.a. sem fram- kvæmdastjóri hjá Öss- uri í Luxemborg, Evr- ópu og nú síðast sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Össurar hf. Eyþór hef- ur setið í framkvæmda- stjórn fyrirtækisins síðan 1995. Árni Alvar Arason, sem áður starfaði á viðskiptaþróun- arsviði, mun taka við starfi Eyþórs. Uppgjör vegna starfssamninga er áætlað um 900 þúsund Bandaríkja- dalir, sem svarar til 69 milljóna ís- lenskra króna, og verður kostnaður- inn allur gjaldfærður á yfirstandandi fjórðungi. Verður afkoma félagsins lakari sem þessu nemur, að sögn Jóns Sigurðssonar. Lykilstjórnendur hætta hjá Össuri Eyþór Bender Eyþór Bender til Bandaríkjanna ÍSLANDSANKI hefur nú tryggt sér nær allt hlutafé Sjó- vár-Almennra trygginga hf., eða 99,13%. Yfirtökutilboð sem bankinn gerði hluthöfum Sjóvár rann út sl. föstudag og samþykktu eigendur 27,67% hlutafjár í félaginu til- boð bankans. Fyrir átti Íslandsbanki 71,46% hlutafjár Sjóvár-Almennra. Tilboð Íslandsbanka hljóðaði upp á 37 kr. fyrir hvern hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. en hluthafar höfðu val um hvort endurgjald fyrir hluti þeirra í félag- inu yrði í formi reiðufjár, nýrra hluta í Íslandsbanka hf. á genginu 5,95 kr. á hlut eða samsetningu þessara tveggja greiðsluforma. Í tilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að um 76% hluthafa sem samþykktu tilboðið hafi fengið greitt með hlutum í Íslandsbanka en um 24% með reiðufé. Íslandsbanki mun á næstu dögum senda út tilkynningu um innlausn hlutabréfa þeirra hluthafa sem ekki sam- þykktu yfirtökutilboðið á tilboðsfrestinum. Innlausnin fer fram í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka. ÍSB eignast Sjóvá að fullu 76% fengu hlutabréf Íslandsbanki hefur eignast yfir 99% hlutafjár í Sjóvá. Morgunblaðið/Kristinn Tískuverslun Laugavegi 25

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.