Morgunblaðið - 12.11.2003, Page 16

Morgunblaðið - 12.11.2003, Page 16
Skógar | Byggðasafninu í Skógum var nýlega afhent bók með sögu Litla-Hvammsskóla í Mýrdal ásamt nöfnum allra nemenda skólans en hundrað ár eru síðan kennsla hófst í skólanum, einnig eru í bókinni myndir af flestum nemendanna. Skólahúsið er nú staðsett í byggða- safninu í Skógum en þangað var það flutt árið 1999. Það var Sigþór Sigurðsson frá Litla Hvammi í Mýr- dal sem átti mestan þátt í að safna saman upplýsingum um skólann og alla nemendur hans og afhenti hann Þórði Tómassyni safnverði bókina, og verður hún varðveitt í gamla skólahúsinu. Að sögn Sig- þórs voru alls 334 nemendur 10 skólastjórar og sex stundakennarar við Litla-Hvammsskóla en í honum var kennt til ársins 1968. Hann fékk Sigríði J. Kristjánsdóttur á Grund til að skreyta kápu bókarinnar sem er fagurlega útskorin. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þórður Tómasson, Sigga á Grund og Sigþór Sigurðsson með bókina góðu í gamla skólahúsinu í Skógum. Litla-Hvammsskóli 100 ára Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Ræða kaup á slökkvibíl | Miklar um- ræður urðu á fundi umhverfisráðs Dalvík- urbyggðar um kaup á slökkvibifreið og var farið ítarlega yfir kosti og galla tveggja til- boða sem fyrir fundinum lágu. Annars veg- ar er um að ræða tilboð frá MT-bílum í Ólafsfirði og hins vegar á slökkvibíl frá SUT ehf. á Selfossi. Formaður umhverfisráðs Dalvík- urbyggðar bókaði á fundinum að það væri sín skoðun að slökkvibíll frá SUT væri betri valkostur, „þó með þeim fyrirvörum að ástand bílsins og þær breytingar sem um er get- ið í tilboðinu uppfylli þær kröfur sem til hans eru gerðar,“ eins og segir í bókuninni. „Skoðun mín mótast m.a. af eindregnum vilja slökkviliðsstjóra og þeim fulltrúum slökkviliðsins sem komu að þessari umræðu,“ segir ennfremur. Eftir sem áður telur formaðurinn að bíll frá MT- bílum í Ólafsfirði sé vænlegur kostur, „ekki síst með tillliti til þess að hér er um íslensk- an iðnað að ræða og þjónustuaðilinn stað- settur í næsta nágrenni“. Tveir nefnd- armanna studdu bókun formannsins en tveir töldu slökkvibíl frá MT-bílum betri kost, m.a. vegna þess að hann geti flutt meira vatnsmagn. Úr bæjarlífinu Glaður 75 ára | Hestamannafélagið Glaður fagnaði 75 ára afmæli félagsins á laugardaginn með veglegri árshátíð. Verð- laun voru veitt fyrir kyn- bótahross sem hafa skar- að fram úr á árinu og hlutu þeir Skjöldur Orri Skjaldarson verðlaun fyrir hryssu sína Sól- dögg frá Búðardal og Agnar Magnússon fyrir hryssu sína Selju frá Miklagarði. Hesta- íþróttamaður Glaðs þetta árið var kosinn Sigurður Hrafn Jökulsson, sem er á mynd- inni. Þess má geta að Glaður er næstelsta hestamannafélagið á landinu. Íhaust hefur verið unn-ið að bættri lýsingu íHlíðarfjalli og kemur það til með að bæta til mik- illa muna aðstöðu almenn- ings og keppnisfólks. Frá þessu er sagt á heimasíðu Akureyrarbæjar. Þar segir einnig að settir hafi verið upp 13 nýir staurar við svo- kallaðan Suðurbakka en á hvern þeirra er hægt að festa þrjá kastara sem gefa góða flóðlýsingu. „Einnig hafa stórtækar vinnuvélar verið notaðar til að flytja til jarðveg og fjarlægja stór- grýti úr skíðaleiðum. Suð- urbakkinn, Norðurbakkinn og leiðin út Dalinn hafa verið löguð og Andrésar- brekkan svokallaða var sléttuð á drjúgum kafla,“ segir á heimasíðunni. Betri lýsing Framkvæmdir Baðfélags Mývetninga við gerðbaðlóns og gufubaða ásamt veitulögnum eru árífandi siglingu síðan iðnaðarráðherra tók fyrstu skóflustungu fyrir um 3 vikum.Og ekki spillir veðrið þessa dagana. Þeir Hörður Sigurbjarnarson framkvæmdastjóri Norðursiglingar á Húsavík og Jón Ingi Hinriksson verktaki ræða hér framkvæmdina.En báðir eru þeir hluthafar í fyrirtækinu. Eins og aðrir hér um slóðir binda þeir miklar vonir við að fram- kvæmdin verði til að styrkja ferðaþjónustuna á svæð- inu. Ekki mun af veita eftir að helsti vaxtarbroddurinn á undanförnum árum, sem er hvalaskoðunin, varð fyrir miklu áfalli sl. sumar. Morgunblaðið/BFH Rífandi gangur Móri kastar fram brag- hendu og svarar með því skollavísu Þorfinns Jóns- sonar á Ingveldarstöðum frá því í gær. Við draugar eigum daufa vist í dimmum gljúfrum, en ljós og breið og greið er gatan sem ganga kristnir menn og Satan. Ósk Þorkelsdóttir var spurð að því af hagyrð- ingum hvort hana langaði ekki á þing. Hún aftók það með öllu: Aldrei fundið ólma þrá í það landsins mekka, svo er ég hvorki á sakaskrá né sólgin í að drekka. Ósk hefur samt skoð- anir á því sem fram fer á hinu háa Alþingi, einkum frumvarpinu um vændi, þar sem lagt er til að karl- mönnum verði bannað að kaupa blíðu: Vafasamt verður að telja að verði upp á gróða að hlaupa og andskoti erfitt að selja ef enginn er til að kaupa. Við draugar pebl@mbl.is Vestmannaeyjar | Aðkoman var með ólíkindum þegar vitavörðurinn í Urðarvita í Vestmanna- eyjum kom þangað síðdegis í gær. Vitinn var óstarfhæfur eftir að unnið var á honum skemmd- arverk um helgina, en Urðarviti stendur austast á Heimaey og vísar sjófarendum rétta leið til hafnar og varar við hættum. Að sögn Guðjóns Jónssonar vitavarðar Urð- arvita var aðkoman hörmuleg, gengið hefur verið með þung barefli og 14 millimetra plexigler vitans allt mölbrotið auk þess sem farið var inn í vita- húsið og öll stjórntæki vitans eyðilögð. Guðjón tel- ur tjónið nema hundruðum þúsunda ef ekki millj- ónum en Vita- og hafnarmál eiga eftir að kanna skemmdirnar og ljóst er að ljós mun ekki loga á Urðarvita næstu daga í það minnsta og er það ekki til að aukaá öryggi sjófarenda nú í svartasta skammdeginu. Það þykir liggja ljóst fyrir að hér hafa ekki verið nein börn á ferð og ótrúlegt að slíkt skemmdarverk eigi sér stað í útgerðarbæ eins og Vestmannaeyjum þar sem lífið er sjó- mennska og fiskvinnsla auk þess sem Vest- mannaeyingar hafa alla tíð staðið í fylking- arbrjósti í öryggismálum sjómanna. Morgunblaðið/Sigurgeir Öll tæki í Urðarvita ónýt Skemmdarverk Keflavíkurflugvöllur | Stjórnendur hjá Varnarliðinu kölluðu forystumenn stétt- arfélaganna til samráðsfunda í gærmorg- un vegna fjöldauppsagna sem áformaðar eru. Ekki fæst gefið upp hjá varnarliðinu eða félögunum hvort til stendur að segja upp fleirum en þeim níutíu sem fengu uppsagnarbréf á dögunum. Varnarliðið dró nýlega til baka upp- sagnir 90 starfsmanna sem fengu bréf um uppsögn í lok október, vegna mótmæla stéttarfélaganna sem töldu að ekki hefði verið farið að ákvæðum laga um hóp- uppsagnir. Af því tilefni lýsti varnarliðið því yfir að dráttur á því að uppsagnir tækju gildi kynni að leiða til þess að segja þyrfti fleiri mönnum upp störfum. Ekki fást upplýsingar um efni fundanna í gær, báðir aðilar vísa til þess að upplýs- ingarnar séu trúnaðarmál. Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmanna- félags Suðurnesja, segir að varnarliðið hafi lagt fram hugmyndir að uppsögnum og stéttarfélögunum hafi verið gefinn kostur á að koma með aðrar tillögur. Fundað verður aftur síðar í vikunni. Á fréttavef Víkurfrétta var í gær sagt að rúmlega 100 manns yrði sagt upp um næstu mánaðamót. Guðbrandur Einars- son sagðist ekki geta sagt neitt um þá tölu en tók fram að hann væri svartsýnni nú en þegar uppsagnirnar komu í lok október. Samráð við stéttar- félögin    Halldór langbestur | Halldór Brynjar Halldórsson sigraði nokkuð örruglega á Skákþingi Norðlendinga sem lauk nú fyrir skemmstu. Halldór lagði alla andstæðinga sína, 7 að tölu, en þetta er annað mótið í röð á Akureyri sem hann vinnur með fullu húsi. Í öðru til þriðja sæti með 4 1/2 vinning komu svo þeir Björn Ívar Karlsson og Sigurður Ei- ríksson, en Björn varð hærri á stigum. Í kjöl- farið sigldu svo þeir Stefán Bergsson og Þór Már Valtýsson, en þeir hlutu 4 vinninga.    HÉÐAN OG ÞAÐAN BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið hefur ver- ið það verkefni að móta og setja fram til- lögur að breytingum á umdæmaskipan við löggæslu og innra starfi lögreglunnar. Til- lögurnar skulu miða að því að styrkja og efla starfsemi lögreglu og sýslumanna og nýta fjármuni betur. Enn fremur er hópn- um ætlað að móta löggæsluáætlun til næstu ára, þar sem kynnt yrði forgangsröð við úrlausn verkefna og þess freistað að setja löggæslunni mælanleg markmið. Ekki er gert ráð fyrir að tillögur hópsins leiði til þess að sýslumannsembættum fækki. Í starfshópnum sitja Stefán Eiríksson skrifstofustjóri sem er formaður, Ragn- heiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri og Skúli Magnússon dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Starfshópur um breytingu á starfi lögreglu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.