Morgunblaðið - 12.11.2003, Side 22

Morgunblaðið - 12.11.2003, Side 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ný íslensk unglingaópera,Dokaðu við, verður frum-sýnd í Íslensku óperunnií dag. Sýningar fyrir skólanema verða í Óperunni næstu daga, en almenn sýning verður á sunnudag kl. 16.00. Óperan er ætluð unglingum á aldr- inum 12-15 ára, og er samstarfsverk- efni Strengjaleikhússins og Íslensku óperunnar. Í óperunni er rakin þroskasaga drengs. Hann fæddist í þjóðsögu en ferðast í gegnum margbrotið landið til nútímans. Þá er hann orðinn að ungum manni og kynnist ástinni. Lít- ill drengur með selsaugu fæðist í borginni, í nútímanum, og ungi mað- urinn ákveður að leggja sitt af mörk- um til að heimurinn geti litið bjartari daga. Mátulega kurteis ungmenni Garðar Thór Cortes fer með hlut- verk piltsins. „Við sjáum þennan dreng vaxa og verða að þroskuðum manni. Við fylgjumst með honum allt frá því að hann er með mömmu sinni sem kennir honum ýmislegt um lífið, en það kemur að því að hann kynnist ungu stúlkunni sem hann fellur al- gerlega fyrir. Hann er bara of ungur, en þroskast líka við það að finna ást- ina, og á endanum eignast þau barn.“ Garðar segist vona að unglingarnir sem óperan er ætluð hrífist af verk- inu. „Sýningin er mjög heilsteypt; lýsingin er falleg og búningarnir. Tónlistin er mjög blönduð; ekki bara klassískar aríur heldur líka popp, raf- tónlist og fleira, en allt mjög mel- ódískt. Ég hef ekki sungið mikið popp áður, en allt hitt er með klass- ískum blæ og kunnuglegt úr því sem ég hef verið að gera. Ég held ég nái poppinu þó bara ágætlega. Það er mjög gaman að hafa tónlistina svona blandaða og vonandi að það höfði til unga fólksins.“ Garðar Thór hefur ekki tekið þátt í verkefni áður sem sérstaklega er ætlað skólakrökkum – en líst vel á það. „Samstarfskona mín, Marta Hall- dórsdóttir, sagði einmitt að ungir krakkar væru svo mátulega kurt- eisir, – ekki svo að skilja að þeir væru þó nokkuð dónalegir. Ef þeim finnst gaman, hlusta þeir af athygli og fylgjast með. En ef þeim finnst leið- inlegt eru þau ekkert að sýna af sér kurteisi, bara til að vera kurteis. Þetta verður örugglega erfitt, en gaman, og ég hlakka mjög til.“ Fjölbreytileiki í tónlistinni Kjartan Ólafsson tónskáld segir að þegar hann hafi verið búinn að liggja undir feldi, að íhuga hvað gera ætti, hafi hann ákveðið að tónlistin yrði að vera mjög fjölbreytt, eins og hún væri frá ýmsum tímabilum tónlistar- innar, en með allri þeirri nútíma- tækni sem völ væri á. „Mér fannst tónlistin eiga að höfða til unglinga í dag, en líka unglinga frá öðrum tím- um, og blanda saman sönglögum, elektróník, poppi, klassík, tangó- tónlist og fleiru. Þetta er eitthvað sem einkennir músíklífið í dag og það umhverfi sem unglingarnir hrærast í; það er allt í boði – mikill fjölbreyti- leiki. Við erum með þriggja manna hljómsveit á sviðinu, en líka tónlist á bandi.“ Kjartan segir að ljóðin sem Mes- síana Tómasdóttir notar í handritið, hafi líka á sinn hátt stýrt sköpun tón- listarinnar. „Sum lögin spruttu al- sköpuð út úr ljóðunum, og ég hjálpaði bara aðeins til. Ljóðin höfðu því mikil áhrif á tónlistina. Fyrir vikið er sýn- ingin frekar ljóðræn en dramatísk – og það er mikilvægt til að textinn njóti sín vel.“ Eins og í hefðbundnum óperum eru líka atriði sem eingöngu eru spil- uð; forleikur og eftirspil til dæmis. „Það eru þó engin resitatíf – eða tal- söngur í óperunni; hlutverk dans- arans og hreyfingar söngvaranna koma í þess stað. Ópera er oft skil- greind sem ákveðið tónlistarform, en í rauninni má líka líta á hana sem það sem nafnið gefur til kynna: samsafn af ólíkum ópusum. Dokaðu við er þannig ópera – og má segja að við túlkum hugtakið óperu á nýjan hátt, sem á kannski ekki svo mikið skylt við klassíska óperu. Það er heldur ekki til nein formúla fyrir því hvernig unglingaópera á að vera, frekar en að það sé til formúla um það hvernig unglingar eigi að vera. Þess vegna vildum við frekar reyna að höfða til unglinga frá ýmsum tímum með fjöl- breytileikanum sem er í þessari óp- eru.“ Tónlistin úr Dokaðu við er komin út á geisladiski, sem gefinn er út af ErkiTónlist sf og dreift af Smekk- leysu. Nótur með lögunum fást hjá Íslenskri tónverkamiðstöð. Ljóðin og tónlistin í sýningunni verða auk þess notuð sem kennsluefni í tónmennt á vegum Námsgagnastofnunar fyrir mið- og unglingastig. ÓPERA eftir Messíönu Tóm- asóttur, byggð á ljóðum eftir Theodóru Thoroddsen, Þor- stein frá Hamri og Pétur Gunnarsson. Leikstjórn: Messíana Tóm- asdóttir. Tónlist: Kjartan Ólafsson. Lýsing: David Walters. Leikmynd, búningar og brúð- ur: Messíana Tómasóttir. Sönghlutverk: Garðar Thór Cortes tenór og Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran. Danshöfundur og dansari: Aino Freyja Järvelä. Hljómsveit: Kjartan Ólafsson hljómborð, Kolbeinn Bjarna- son flauta og Stefán Örn Arn- arson selló. Dokaðu við Ég held ég nái poppinu bara ágætlega Unglingaópera er nýtt fyrirbæri í íslenskri tónlist, en nýtt verk þeirrar tegundar verður frumsýnt í Íslensku óperunni í dag. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við Garðar Thór Cortes sem fer með aðal- hlutverkið í óperunni og Kjartan Ólafsson tónskáld, sem segir tónlistina eiga að höfða til ýmissa kynslóða unglinga. Morgunblaðið/Þorkell Ungi pilturinn með móður sinni: Söngvararnir Marta Halldórsdóttir og Garðar Thór Cortes, ásamt Aino Freyju Järvelä, dansara. Morgunblaðið/Þorkell Ungi pilturinn kynnist ástinni. Garðar Thór Cortes og Aino Freyja Järvelä. begga@mbl.is CAROL J. Clover, prófessor í kvikmyndum og norrænum fræð- um við Kaliforníu-háskóla í Berkeley, hefur um árabil verið einn af fremstu fræðimönnum á sviði íslenskra miðaldabók- mennta. Eftir hana liggja bækur og greinar sem sumar hverjar hafa haft veruleg áhrif á framþró- un norrænna miðaldafræða og má þar nefna bókina The Medieval Saga sem út kom 1982. Einnig hefur hún haslað sér völl sem kvikmyndafræðingur og skrifað athyglisverðar greinar og bækur, m.a. um hryllingsmyndir og ber þá að nefna bók hennar Men, Women and Chain Saws frá árinu 1992. Clover heldur í dag opinberan fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands, í aðalbyggingunni, kl. 16.15 í boði lagadeildar, heim- spekideildar, Árnastofnunar, Stofnunar Sigurðar Nordals og Hugvísindastofnunar. Í fyrirlestri sínum hyggst Clover skoða Gísla sögu Súrssonar sem glæpasögu og hvað það sé í frásagnarhætt- inum sem höfði svo til nútímales- enda. Allir eru velkomnir og að- gangur er ókeypis. „Mér skilst að margir þeirra sem lesi og fjalli um Gísla sögu Súrssonar líti fyrst og fremst á hana sem útlagasögu, en ég hef engan áhuga á því. Ég skoða að- eins fyrstu sautján kaflana, þ.e. hvernig morðið á Vésteini er kynnt til sögunnar og ráðgátuna sem felst í þessu morði. Ég hef sérstakan áhuga á frásagnarstíl þessa hluta sögunnar, því merkja má afar sérkennilegt samband milli höfundarins og lesenda eða áheyrenda sem er algjörlega ein- stakt í svona fornri sögu,“ segir Carol J. Clover spurð um fyr- irlestur sinn í dag. Gísla saga sem nútíma glæpasaga „Í fyrsta lagi hegðar Gísli sér nánast eins og leynilögreglumað- ur í textanum, en við lesendur er- um sett í stöðu sjálfstæðra rann- sakenda utan textans. Og það er alveg ótrúlegt að þetta samspil sé að finna í svona gömlum texta. Í raun má lesa Gísla sögu Súrs- sonar sem nútíma leynilögreglu- sögu eða glæpasögu. Samkvæmt skilgreiningu kom nútíma glæpa- sagan fyrst fram á sjónarsviðið árið 1841 með sögu Edgars Allans Poes Murders in the Rue Morgue og að mati margra er tilkoma glæpasögunnar eitt af því fáa sem menn telja sig geta dagsett full- komlega í bókmenntasögunni. En auðvitað er afar freistandi að reyna að finna einhvers konar forvera glæpasögunnar og margir hafa reynt að rekja þetta frásagn- arform glæpasögunnar til m.a. Biblíunnar og grískra bókmennta. Stungið hefur verið upp á ýmsum sögum og uppáhald margra er sagan af Ödipusi konungi eftir Sófókles, því Ödipus hagar sér að mörgu leyti eins og leynilögreglu- maður. Hann veit hins vegar ekk- ert hvað hann er að gera á meðan við lesendur vitum nákvæmlega hvað er að gerast vegna þess að kórinn segir okkur það. Þess vegna m.a. tel ég söguna um Ödipus konung enga alvöru glæpasögu, en Gísla saga Súrs- sonar er það tvímælalaust þar sem hún spilar leikinn rétt. Í fyr- irlestri mínum í dag mun ég sýna fram á hvernig ég kemst að þess- ari niðurstöðu. Að lokum mun ég síðan greina þau sögulegu skilyrði sem urðu til þess að saga eins og Gísla saga Súrssonar var samin á Íslandi á 13. öld.“ Tengsl miðaldatexta og nútímaafþreyingar Eins og gat um hér að ofan hef- ur Clover ekki aðeins skrifað um miðaldatexta heldur líka skoðað bandarískar nútímakvikmyndir, þar á meðal hrollvekjur og svo- kallaðar hnífsstungumyndir (e.slasher films). Það liggur því beint við að forvitnast hvað mið- alda fornbókmenntir og nútíma afþreyingarkvikmyndir eigi sam- eiginlegt. „Að mínu mati eiga bæði Íslendinga sögurnar og fornbókmenntir í heild mjög margt sameiginlegt með nútíma bandarískri alþýðumenningu. Með því á ég við að hvoru tveggja er skipulagt samkvæmt ákveðinni forskrift. Þannig koma fram á sjónarsviðið ákveðnir flokkar eða greinar mynda eða sagna sem hverfa síðan aftur. Ég finn þess vegna að ég get notað sömu fræðikunnáttuna hvort sem ég er að rannsaka Ís- lendinga sögur eða hryllings- myndir, því í báðum tilfellum skoða ég ógrynni af textum til að greina hvað þeir eigi sameigin- legt, ég skoða hvernig fyrstu text- arnir eða myndirnar í viðkomandi flokki eru öðruvísi en þær sem framleiddar eru undir lok flokks- ins og hvað það er í samfélaginu sem veldur því að verið er að framleiða og skapa svona texta eða myndir skipti eftir skipti. Að sama skapi er ótrúlega margt líkt í hugsunarhættinum varðandi kynjahlutverkin bæði í miðaldatextum og í nútíma hryll- ingsmyndum, sem raunar á rætur að rekja aftur til sýnar Aristóles- ar á kynjunum. Margir þeirra sem lesið hafa Men, Women and Chain Saws, þar sem ég greini nútíma hryllingsmyndir og vita að ég er miðaldafræðingur, halda því raunar fram að aðeins miðalda- fræðingur hefði getað skrifað þá bók. Sumir halda því meira að segja fram að aðeins sérfræðing- ur um Íslendinga sögurnar hefði verið fær um að skrifa bókina.“ En þess má geta að ritstjóri Speculum, eins virtasta tímarits um miðaldafræði, bað Clover að skrifa grein um kynjahlutverk í miðaldatextum eftir að hann hafði lesið bók hennar um nútíma hryll- ingsmyndir. Leitin að uppruna glæpasögunnar Morgunblaðið/Sverrir Carol J. Clover heldur fyrirlestur um Gísla sögu Súrssonar í hátíð- arsal Háskóla Íslands í dag. silja@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.