Morgunblaðið - 12.11.2003, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 12.11.2003, Qupperneq 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 27 UM aldirnar hefur manninn dreymt um eyjar. Eyja er í huga hans dularfullt og sérstætt land úti í víðerni hafsins. Um hana hefur hann bú- ið til sögur, ort um og sungið. Á öldum áður var það trú manna að sæld- arstaður fegurðar og sælla lífs væri eyja. Þeir kölluðu hana Cythera, eftir gyðju fegurðar og ásta. Skáld og málarar hugleiddu í verkum sínum algleymi mannsins á slíkri sældarey. Mörgum erlendum ferðalöngum sem til Íslands sigldu kom sá draum- ur í hug þegar þeir nálguðust landið í fyrsta sinn og sáu Heimaey, drottn- ingu Vestmannaeyja, rísa úr hafi, krýnda tignarlegri klettakórónu. Öðrum líður sú fagra sjón aldrei úr minni. Víst er klettaeyjan fögur, hvort sem af hafi er horft eða af föstu landi hennar sjálfrar. Okkur, sem áttum þeirri gæfu að fagna að alast upp innan Ægisdyra og þekkjum bæði Dal og Klett, svíður nú sú ætlun vit- grannra manna að þurrka út þessa gersemi okkar með því að binda hana við land með einhverskonar botnrana, svo hún hætti að vera eyja, heldur bara botnlangatota blautsveitanna á fastalandinu. Þessir ranalúðar sem nú eru að láta skrapa upp botninn á Eyjasundi til þess að gá að ranastæði fyrir rút- ur, vísast í þeirri trú að ferðamenn viti ekki að út í eyju verði ekki farið nema í bláloftum eða á bárum hafs- ins. Ef draumur langalúðanna rættist, kæmu þessir ferðamenn upp úr Stóra Gatinu á risavaxið bensínplan með ógn af skrautlegum sjoppum og þar reynt að telja þeim trú um að þeir séu komnir á fagra og forn- fræga eyju. Í barnaskólanum vorum við látin syngja „þjóðsöng“ Eyjanna eftir blessaðan Sigurbjörn, „Yndislega eyjan mín, ó hve þú ert morg- unfögur!“ Ef allt færi á versta veg og Eyj- arnar hnýttar aftan í taglið á Voð- múlastaðamerinni, er hætt við að söngurinn yrði fremur á þessa leið: „Yndislega Endaplan, eru ei fínar sjoppurnar, Heimó, Skans og Herjólfsbar, Ó hvert eru farnar rúturnar?“ Er hægt að útþurrka eyju? Eftir Björn Th. Björnsson Höfundur er listfræðingur. MIKIL umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarið um að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands, til að ráða fram úr þeim rekstrarvanda sem þessi stofnun býr við. Einka- reknu háskólarnir fá styrki frá ríkinu til jafns við Háskóla Íslands og rukka auk þess skólagjöld. Skiljanlegt er því að Háskóla Íslands finnist að sér vegið og stjórnendur þess vegna leitandi leiða til að bæta rekstr- argrundvöll sinn. En hver ber ábyrgðina á þeim slæma rekstr- argrundvelli sem þessi næstum ald- argamla stofnun býr nú við? Eiga nemendur að borga brúsann eða kemur það í hlut hins opinbera að axla þessa ábyrgð? Sendum bara stúdentum gíró … Bent hefur verið á að hið opinbera eigi að bera ábyrgð á slæmri stöðu Háskóla Íslands. Auka þurfi framlög til skólans í stað þess að íþyngja stúdentum meira en nú er gert. Mið- að við tal ýmissa hægrimanna er það hins vegar ekki hlutverk ríkisins að tryggja aðgang allra að námi. Há- skólanám tryggir betri laun og meira starfsöryggi og því eðlilegt, að þeirra mati, að nemendur taki þátt í að greiða fyrir þá þjónustu sem þeim er veitt. Þeir nemendur sem þyrftu þess með fengju lán og þannig yrði aðgengi allra að há- skólanámi tryggt. Ríkið bæri enga ábyrgð, samkvæmt þessum mál- flutningi, heldur þyrftu stúdentar að bera ábyrgðina og lausnin er: Send- um bara stúdentum gíróseðil, það leysir allan vanda. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum Stundum finnst mér eins og um- ræðan sé á þeim nótum, að þar sem engin skólagjöld eru við Háskóla Ís- lands fylgi náminu enginn kostn- aður. Þetta er ærinn misskilningur, því bóka- og fartölvukostnaður er gífurlegur. Einnig má ekki gleyma því að nemar verða af stærstum hluta atvinnutekna sinna og þurfa því oft að taka sér framfærslulán meðan á námi stendur. Afborganir af framfærslulánum eru nú þegar mjög íþyngjandi, þótt afborganir af skólagjaldalánum bætist nú ekki við. Gerum okkur grein fyrir því að ef miðað er við fimm ára skólagöngu með 300 þúsund króna skólagjöldum á ári yrði heildarupphæðin 1,5 millj- ónir króna, að ógleymdum vöxtum og verðbótum. Er það leiðin sem við viljum að verði farin, að skuldsetja ungt fólk á þeirri forsendu að há- skólanám tryggi betri laun? Ég kvíði fyrir, ef þessi leið verður farin. Er ekki líka stór hluti atvinnulausra í dag einmitt háskólamenntað fólk sem er nýskriðið úr námi? Allt tal um að tryggja jafnrétti allra til náms með því að bjóða upp á lán fyrir skólagjöldunum stenst ekki. Þetta leysir einfaldlega engan vanda. Verði skólagjöldum komið á má ætla að gjöldin færu aðeins hækkandi fremur en öfugt. Er það þróun sem við viljum sjá? Stjórnvöld verða að taka ábyrgðina í sínar hendur og tryggja aðgang allra að háskólanámi án tillits til efnahags. Einnig verður að tryggja Háskóla Íslands sambærilega samkeppn- isstöðu á við aðra háskóla. Horfum til framtíðar Það er viðurkennd staðreynd að menntun er ein besta leiðin til auka félagslegan og efnahagslegan jöfn- uð. Það er leið framtíðarinnar. Skólagjöldum upp á mörg hundruð þúsund á ári hafna Ungir jafn- aðarmenn algjörlega og telja þau til þess fallin að fæla ungt fólk frá há- skólanámi. Hærra menntunarstig eykur hagvöxt og lífsskilyrði og ger- ir þjóðina samkeppnishæfari á al- þjóðavísu. Horfum því til framtíðar og stöndum vörð um skýlausan rétt allra til háskólanáms. Skólagjöld við Háskóla Íslands eru ekki lausnin Eftir Andrés Fjeldsted Höfundur er meðstjórnandi í stjórn Ungra jafnaðarmanna, ung- liðahreyfingar Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.