Morgunblaðið - 12.11.2003, Síða 34

Morgunblaðið - 12.11.2003, Síða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Victor Páll Jó-hannsson fæddist í Reykjavík 9. maí 1995. Hann lést af slysförum fimmtu- daginn 30. október síðastliðinn. Foreldr- ar Victors Páls eru Jónína Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir, f. 17. apríl 1968, og Jó- hann Helgi Hlöð- versson, f. 16. októ- ber 1966. Foreldrar Auðbjargar eru Bjarndís Steinþóra Jóhannsdóttir og Sigurbjörn Hrólfur Jóhannesson, d. 18. mars 1975, seinni maður Bjarndísar var Páll Sævar Krist- insson, d. 11. október 1996. For- eldrar Jóhanns Helga eru Elísa- bet Þóra Gunnlaugsdóttir og Hlöðver Jóhannsson, seinni mað- ur Elísabetar er Reynir Heide, seinni kona Hlöðvers er Jónína Jónsdóttir. Seinni kona Jóhanns Helga er Margrét Ormsdóttir, f. 15. desember 1972. For- eldrar hennar eru Ingibjörg Jónsdóttir og Eiríkur Ormur Víglundsson. Systk- ini Victors Páls eru Elísabet Ögn, f. 2. ágúst 1988, og Sig- urbjörn Hlöðver, f. 8. apríl 1990. Synir Margrétar eru Almar Yngvi Garðarsson, f. 15. desember 1992, og Daníel Aron Davíðsson, f. 3. desember 1997. Útför Victors Páls verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku besti Victor minn. Það er svo sárt að hugsa til þess að geta ekki tekið þig í fangið og knúsað þig aftur eins og við gerðum svo oft. Helgina áður en þetta hræðilega slys gerðist, áttum við svo frábæran tíma saman. Við þurftum eittvað svo mikið á hvor öðrum að halda. Þú leiddir mig um allt og vékst varla frá mér. Við hjálpuðum tengdapabba að flytja í nýja húsið á laugardeginum og höfð- um svo „skrautlegan dag“ (eins og við kölluðum það okkar á milli) á sunnu- daginn en þá fórum við í Bláa lónið, bíó og út að borða. Um kvöldið leyfði ég þér svo að sofna uppí hjá mér og sagði þér sögur. Ég er mjög þakk- látur fyrir að hafa fengið að vera pabbi þinn og kynnst þér svona vel á þinni allt of stuttu ævi. Við verðum að trúa því að allt hafi sinn tilgang og guð og englarnir hafi þurft á litla spekingnum að halda. Þú vart svo frábær persónuleiki, yfirvegaður, þrjóskur, framsýnn og áttir svo auð- velt með að gefa frá þér ást og kær- leika til þeirra sem þú elskaðir. Þú varst mjög uppfinningasamur og mikill business-maður. Alltaf að koma með einhverjar hugmyndir um business, t.d semja sögur, teikna myndir og selja, hvattir Almar stjúpbróður þinn til þess að selja steina afnið sitt sem var farið að fylla svalirnar hjá okkur. Þið sátuð svo fyrir framan innganginn að Nóa- túni og selduð fullt af grjóti. Eins í fyrra vetur þegar þú komst til mín og sagðir „pabbi“ ég er kominn með góða hugmynd að vinnu fyrir mig. Ég ætla að safna dósum. Frábært sagði ég. Svo hitti ég þig aftur tveim dögum síðar og spurði hvernig gengi og þú sagðir það ganga vel, værir kominn með 7 stóra ruslapoka, fulla af dósum. Hvernig fórstu að því að safna öllum þessum dósum? spurði ég. Nú ég gekk bara í hús sagðir þú. Þú hringd- ir í mig rétt áður en þið lögðuð af stað suður og varst svo spenntur að fá að vera hjá okkur aftur, en ... Það má þakka guði fyrir að Sig- urbjörn bróðir þinn, mamma þín og Inga sluppu lifandi úr bílslysinu. Vic- tor þú verður ávallt í huga og hjarta mér og ég veit að þú ert í góðum höndum, þarna uppi. Það eina sem er öruggt í þessu lífi er að við förum öll þangað að lokum. Hittumst þá... Þinn pabbi. Elsku besti Victor minn, litli stúf- urinn... Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú munir ekki fylla húsið okkar af nærveru þinni. Þú varst alveg ein- stakur persónuleiki, ástkær, einlæg- ur, staðfastur, fékkst hugmyndir sem fáir aðrir fengu, hafðir spurningar sem maður vissi oft ekki svörin við og stundum nokkuð þrjóskur. Ég vil þakka þér fyrir allar þær fjölmörgu góðu stundir sem ég fékk að eiga með þér síðastliðin tvö ár, allt sem þú kenndir mér og gafst mér með þínum frábæru uppátækjum. Allar þær góðu minningar sem búa í hjarta mér mun ég varðveita og minnast. Megi guð og englarnir vera með þér, alltaf, elsku besti Victor minn. Þín stjúpmóðir og vinur alltaf, Margrét Ormsdóttir (Magga). Elsku litli bróðir, ó hversu sárt ég sakna þín. Þú varst alveg einstakur strákur og hafðir mjög skemmtilegan og hugljúfan persónuleika. Þú varst þrjóskur en mjög einlægur eins og allir sem hafa þekkt þig vita. Það sem ég mun aldrei gleyma er röddin þín, lyktin af þér og þín fagra ásjóna. Ég mun líka alltaf muna eftir öllum þín- um snjöllu hugdettum og framtíðar- draumum. Já þú ætlaðir þér mikla hluti og hafðir allt sem til þarf. Þú varst mjög sköpunarglaður og hafðir gaman að því að skrifa sögur eða litl- ar bækur. En skemmtilegast fannst þér að lesa þær upphátt og deila með fjölskyldu þinni og vinum. Þú áttir ekki alltaf auðvelt með lífið og til- veruna, því þú þurftir oft að leggja hart að þér. Þegar ég loka augunum þá sé ég þig fyrir mér með bros á vör og geislandi glampa í augunum. Það sem er mér minnisstæðast um þig, litli bróðir, er hversu friðsæll þú varst þegar þú svafst. Það mætti segja að þú brostir í svefni og hafðir gaman af draumum þínum. Þú varst alltaf heit- ur og það var alltaf hægt að hlýja sér upp að þér, en nú verðum við að láta okkur nægja að hlýja okkur við til- hugsunina um þig. Ég elska þig svo heitt. Ég vona svo innilega með öllu mínu hjarta að þú hafir það gott og vitir hversu heitt þú ert elskaður og hversu sárt þín er saknað. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku hjartans litli bróðir. Ég mun geyma minningarnar í hjarta mér þangað til við samein- umst á ný og þá vonandi skapað nýj- ar. Það voru forréttindi að fá að þekkja þig og eiga þig að sem bróður. Þín systir og vinur að eilífu Elísabet Ögn Jóhannsdóttir. Elsku besti og mesti Victor Páll, þú sem varst mér svo líkur. Ég þekkti þig betur en allir aðrir, og vissi alltaf hvernig þér leið. Ég sakna þín svo ótrúlega heitt. Ég er mjög ánægður yfir að við gátum haft svona yndislega daga saman áð- ur en þú gafst upp andann og nú þarf ég aldrei að vera hræddur því að ég veit að þú munt hjálpa mér, en ég vil bara segja að það var æðislegt að kynnast þér. Þú varst yndislegur strákur, algjör business-maður og mjög þroskaður miðað við aldur. Það var æðislegt að fá að þekkja þig, kynnast þér og fá að vera í kringum þig. Ég vil bara láta þig vita að ég skal aldrei hætta að vera fyrirmyndin þín, þú skalt ekki óttast það. Þinn vinur, bróðir og fyrirmynd. Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson. Af hverju fórstu frá mér, Victor minn. Þú varst svo góður strákur. Þú ert bestur, bróðir minn. Þú verður alltaf í hjarta mínu Victor Páll. Þinn einlægur bróðir Almar Yngvi. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elsku hjartans ömmustrákurinn minn, stóra ljósið í hjarta mínu og einstakur drengur alla tíð. Yndislegu augun þín, bjarta brosið þitt, glettni þín og húmorinn þinn. Þú varst biss- nessmaður mikill og uppfinningar þínar frumlegar. Þú varst einstak- lega sterk persónugerð og frábært mannsefni sem ömmu Betu óraði ekki fyrir að öðlaðist ekki fullorðins- ár, en mennirnir ákvarða og Guð ræð- ur. Það er okkur hulinn lífstími mann- anna á þessari jörð. Victor Páll minn, 8 ára. Hafðu ástarþakkir, elsku hjart- ans ömmudrengurinn minn, fyrir allt það sem þú gafst mér. Algóði guð styrki og blessi alla þá sem syrgja. Elsku Jóhann Helgi minn, Auðbjörg, Elísabet, Sigurbjörn, Magga, Almar og Daníel, sorg ykkar er mikil en minning hans er ljós í lífi okkar. Ég elska þig, Victor Páll minn. Þín amma Beta, Elísabet Þóra. Mamma, ekki gráta mig, ég veit þú saknar mín. Mig langar að vera hjá þér og þerra tárin þín. Ég fékk aldrei að sjá þig og blíðu brosin þín, Guð vantaði lítinn engil og kallaði mig til sín. Segðu pabba að ég elsk’ann því pabbi á líka bágt, faðmaðu hann fyrir mig og hvíslaðu ofurlágt. Segð’onum frá stjörnunni sem á himnum skærast skín, kennd’onum að þekkja hana því hún er stjarnan mín. Núna áttu lítinn engil sem vakir yfir þér, ég passa líka pabba, segðu honum það frá mér. Það eru hér svo margir sem þykir vænt um mig, fjöldi fallegra engla sem gæta mín fyrir þig. Tendraðu lítið kertaljós til að lýsa þér til mín, láttu á leiðið mitt hvíta rós, það læknar sárin þín. Þegar sorgarinnar skuggi dvín, þá muntu minnast mín og tár þín verða gleðitár því ég verð ávallt þín. (Höf. ók.) Elsku Victor Páll minn. Það er sárt að þurfa að kveðja ömmustrákinn sinn aðeins átta ára gamlan. Þú áttir allt líf þitt framund- an, en svona eru örlögin. Þú sem hlakkaðir svo til að flytja norður á Hóla ásamt mömmu þinni og Sigur- birni og vera þar í skóla. Þegar þú varst lítill varstu mikið hjá ömmu og afa meðan mamma þín og pabbi voru að standsetja Mána- stíginn, þá var alltaf fjör í kringum þig. Þú varst að skríða upp í rúm til afa og lúlla með gula púðann eða að reyna að plata nammi hjá afa. Fyrir 2 árum voru þið hjá ömmu í 3 mánuði. Þegar þú áttir að fara að sofa og bú- inn að tannbursta þig, kominn upp í rúm þá varðstu allt í einu svo svangur og sagðir ömmu að þú hefðir ekki borðað í allan dag, sem ég vissi að væri ekki satt.Það verða tómleg og erfið jól hjá mömmu þinni, Elísubetu og Sigurbirni, eins hjá pabba þínum, Möggu, og eins okkur öllum hinum. Við verðum öll að reyna að lifa með sorginni. Minning um yndislegan strák mun lifa í hjörtum okkar öllum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Auðbjörg mín, Elísabet, Sig- urbjörn, Jói, Magga og synir, ég votta ykkur alla mína samúð vegna fráfalls Victors Páls. Megi almátturinn hjálpa ykkur í þessari stóru sorg sem er yfir okkur öllum. Amma Steina. Bjarndís Steinþóra. Elsku Victor Páll minn, aldrei datt mér í hug að þú mundir deyja svona ungur og í blóma lífsins. Það sem hef- ur hjálpað mér mjög mikið er að mjög fljótlega komumst við að því að þú værir kominn alla leið og að það hefði verið tekið vel á móti þér og útskýrt fyrir þér að þú værir dáinn. Þú spurð- ir þá mennina að því hvað þú þyrftir að borga mikinn pening til að komast aftur til mömmu þinnar því þú ættir svo mikinn pening. En því miður var það ekki hægt. Við erum nokkuð viss um það að þessir menn séu afar þínir báðir sem munu hjálpa þér að komast í gegnum þetta allt saman með tímanum. Þessi setning lýsir þér allra best, þú varst svo mikill peningur. Þú máttir ekki koma í heimsókn án þess að þú spyrðir hvort ég ætti pening, því að þig vantaði svo rosalega mikið 10, 50, 100 krónur eða svo. Það þurfti ekki mikið hjá þér til að koma mér eða öðrum til að hlæja. Þegar þú varst yngri þá var alltaf svo gaman að heyra þig segja frá einhverju sem þú varst alveg viss um að væri rétt en var nú ekkert annað en hvít lygi eða svo, ekki blikkaðir þú augunum við að segja frá. Fyrstu árin þín má segja að ég hafi bara átt þig ein og sér. Á meðan mamma þín og pabbi voru að stand- setja í húsið sem þau keyptu sér á Mánastígnum var ég með þig frá morgni til kvölds. Það liggur við að þú þyrftir ekki neitt á mömmu þinni að halda því þú hafðir hug minn allan. Ekki nóg með það því þú kallaðir mig alltaf Dæju og varst sá eini sem gerð- ir það fyrir utan Sævar afa þinn og það fannst mér mjög gott. Reyndar leið ekki á löngu þar til hin frænd- systkinin mín byrjuðu á því líka, þau vildu líka vera með í þessum nafna- leik. Ég hef aldrei lofað að brautin sé bein og gullskrýddir blómstígar alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar á göngunni löngu til himinsins borgar. En lofað ég get þér aðstoð og styrk og alltaf þér ljós þó að leiðin sé myrk. Mundu svo barnið mitt að lofað ég hef að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. („Loforð Guðs til barnsins“.) Þú hefur oft komið upp í hugann minn þegar ég hef verið að horfa á Kristján Sindra son minn. Við höfum svo margar góðar minningar um þig. Minningar eru eitt af því dýrmæt- asta sem til er, allavega að mínu mati. Elsku systir mín, þið eigið alla mína samúð í þessari sorg sem er yfir okkur öllum. Ég sendi ykkur alla mína orku til að styðja ykkur þegar sorgin er sem mest. Einhversstaðar í framhaldinu mun birta til og fyrir það reynir maður að lifa lífinu lifandi. Megi Guð og englar vaka yfir ykk- ur að eilífu. Þín móðursystir Særós (Dæja). Elsku litli frændi minn Victor Páll, það er sárt og óskiljanlegt að vita til þess að þú sért farinn frá okkur héð- an þó ég viti að þú ert alltaf hjá mér. Mikið ofboðslega var gaman að hafa kynnst þér og hafa upplifað með þér yndislega tíma, því án efa varst þú sá alfyndnasti strákur sem ég hef vitað um, þvílíkur gullmoli og grallari þú varst. Síðasta skiptið sem við vorum tveir saman þá sagði ég þér í fyrsta sinn að ég væri guðfaðir þinn, en þá leistu á mig og sagðir: „nei þú ert ekki pabbi minn“ og glottir sem lýsti þér allvel. Sama dag gerðistu spádómsmaður mikill í lófalestri og spurðir hvort ég og Katrín kærastan mín værum farin að gera „dodo“. Svona varstu þegar mjög vel lá á þér engillinn minn. Ég veit að þú ert á besta stað í englaríki og þú átt eftir að verða stjórnandi þarna. Elskulega fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Þinn guðfaðir Gunnlaugur og Katrín. Okkar hinsta kveðja. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Auðbjörg, Jóhann, Margrét, Elísabet Ögn, Sigurbjörn Hlöðver, Almar, Daníel og aðrir aðstandendur, við vottum okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur og leiða í ykkar sáru sorg. Hugur okkar er hjá ykkur. Guðmunda og Marinó, Rúnar Örn, Friðjón og Ásdís, Gunnlaugur og Magnea og börn. Hví fölnar jurtin fríða og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar barnið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf? (Björn Halldórsson frá Laufási.) Þau eru þung sporin sem við stíg- um í dag. Það að kveðja barn og fylgja því til grafar er bara svo rangt, svo óendanlega óréttlátt. Yndislegur drengur hefur verið tekinn í burtu frá foreldrum sínum og systkinum sem elska hann svo heitt. Victor Páll var fjörugur og skemmtilegur strákur. Hann kallaði alltaf fram bros með hnyttnum til- svörum. Við eigum eftir að sakna hans sárt. Minningin um Victor Pál mun allt- af lifa í hjörtum okkar. Elsku Auðbjörg, Jói, Magga, El- ísabet, Sigurbjörn, Almar og Daníel. Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Við sendum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hjördís og Guðmundur, Hrafn og Guðlaug, Kjartan og María, Árni og Katrín, Kristján og Halldóra, Þór og Ásthildur. Í daglegu amstri okkar fullorðna fólksins er það tilbreyting og fagn- aðarefni ef góða gesti ber að garði, einkum og sér í lagi ef gestirnir eru ungir að árum og búnir þeirri gáfu að sjá ævintýrin gerast við hvert fótmál. Oft var það, að lítill maður með blik í augum og bros á vör birtist í dyra- gættinni. Hann kom ekki alltaf bein- ustu leið heim að húsi. Stundum lá för hans yfir kletta og klungur, því hann notaði ferðina til að kanna umhverfið um leið og hann heimsótti ættingja sína. Í þessum heimsóknum þurfti að ýmsu að gæta, hvað voru dýrin í garð- inum mörg og hvað hétu þau? Var hænan búin að verpa? Hafði litli kött- urinn stækkað? Var hundurinn alltaf jafn óþægur? Stundum dvaldi hann góða stund, þáði mjólk og brauð, lék við köttinn, klappaði hundinum, athugaði hvort lítandi væri á eitthvað í sjónvarpi eða myndbandstæki, stillti upp taflinu á skákborðinu, leit í bók, eða bara spjallaði við heimilisfólkið, athugull og spurull og bar með sér fögur fyr- irheit. Stundum var hann á hraðferð og þurfti að drífa sig, annaðhvort heim á leið eða að vinirnir biðu eftir honum til að leika. Stundum hittumst við líka á förn- um vegi, oft var hann einn á ferð, sjálfum sér nógur og upptekinn að skoða veröldina. Veður og vindar skiptu engu máli eða hvort húfa og vettlingar voru með í för. Engar áhyggjur af svoleiðis smámunum, miklu frekar að hafa með sér geisla- sverð, eða eitthvað í þá veru, ef hrekkjusvín eða annað illþýði yrði á vegi manns. Á þeim tíma, sem leið hans lá suður á Hlíðarbraut, var honum boðin fylgd áleiðis. Það taldi hann mesta óþarfa, en vitandi hve kvenfólk er erfitt við- fangs – og því verra sem það er eldra – þá lét hann sig hafa það að vera VICTOR PÁLL JÓHANNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.