Morgunblaðið - 12.11.2003, Síða 43

Morgunblaðið - 12.11.2003, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert einstaklega hæfi- leikarík/ur og aðlaðandi. Þú leitar sjálfsþekkingar og fegurðar. Nánustu sambönd þín verða í brennidepli á árinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er hætt við deilum um stjórnmál og trúmál í dag. Þú hefur sterkar skoðanir á hlut- unum en mátt ekki láta það spilla góðri vináttu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú finnur fyrir sterkum ástríðum í dag. Þú hefur mikla orku og þarft að fá út- rás fyrir hana. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur sterkar skoðanir á hlutunum. Þú vilt fá þitt fram og ert óhrædd/ur við að deila skoðunum þínum með yf- irmönnum þínum. Gættu þess að fara ekki yfir strikið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú færð góðar hugmyndir um samvinnu og hagræðingu í vinnunni. Kappsemi þín hvet- ur aðra til samstarfs við þig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ástríður þínar eru vaktar í dag. Þú vilt lifa lífinu lifandi. Þú ættir þó að fara varlega því annars er hætt við að bæld óánægja komi upp á yf- irborðið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver er tilbúin/n að að- stoða þig við að gera breyt- ingar á heimilinu eða innan fjölskyldunnar. Gríptu tæki- færið og þiggðu alla þá hjálp sem þér býðst. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það gæti komið þér á óvart hvað þú laðast sterkt að ein- hverjum í dag. Það er einhver spenna í þér sem veldur þessu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það getur enginn talið þig af því að eyða peningum í skemmtanir í dag. Þú ert ákveðin/n í að skemmta þér og þínum nánustu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er einhver spenna í þér sem þarf að fá útrás. Þér finnst lífið skemmtilegt og þá sérstaklega breytingar sem eru að verða á heimilinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Íhugaðu hvernig þú getur bætt samskipti þín við sam- starfsfólk þitt. Vertu óhrædd/ ur við að sýna öðrum vænt- umþykju. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einhvers konar samtök fara fram á fjárstyrk frá þér í dag. Þótt málefnið sé gott þarftu að gæta þess að gefa ekki meira en þú hefur efni á að missa. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er kraftur í þér í dag. Þú vilt hrinda hugmyndum þín- um í framkvæmd en þarft að muna að aðrir geta verið jafn- spenntir fyrir eigin hug- myndum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁLFADANS Í tunglsljósi á ís yfir Tungufljót ég reið, teygða ég þar hestinn á snarpasta skeið; en viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða. Hart greip hann sprettinn og sparði ei afl, spegilhált var svellið og stæltur var skafl. En viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða. Allt í einu fældist og frýsaði hátt fákurinn og öfuga snerist í átt. Því viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða. - - - Grímur Thomsen LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 12. nóvember, er sjötug Hafdís Helgadóttir, Stórholti 19. Ættingjum og vinum er boð- ið að samfagna með henni laugardaginn 15. nóvember kl. 15-19 í safnaðarheimili Seljakirkju. 50 ÁRA afmæli. 16. nóv-ember nk.verður Jóna Björg Jónsdóttir, leik- skólakennari fimmtug. Hún og eiginmaður hennar, Snorri Tómasson, taka á móti gestum laugardaginn 15. nóvember kl. 20 í Kiw- anishúsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi. Þeim sem vilja gleðja hana með blómum eða skrautmunum er bent á minningarsjóð um Kristján Eldjárn gítarleikara, reikn: 0513-18-430830 kt. 650303- 3180. ENN hefur ekkert óvænt gerst í keppninni um Bermudaskálina. Átta liða úrslitum lauk á mánudaginn og þær fjórar sveitir sem fyrirfram voru taldar bestar unnu allar öruggan sigur á mótherjum sínum. Þetta eru báðar bandarísku sveitirnar, Ítalía og Noregur. Fjögurra liða úrslit hófust í gær, en lýkur í dag. Bandarísku sveitirnar keppa innbyrðis og Ítalía og Noregur. Úrslit- in í kvennaflokki voru líka „eftir bókinni“, en þar keppa Kínverjar og Hollendingar, og tvær bandarískar sveitir í fjögurra liða úrslitum. Hægt er að fylgjast með framvind- unni á Netinu, til dæmis á worldbridge.org, þar sem úrslit koma jafnharðan, og svo má skoða beina útsend- ingu af spilamennskunni á bridgebase.com. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ 4 ♥ KG102 ♦ kG76 ♣10654 Vestur Austur ♠ K98753 ♠ DG ♥ 953 ♥ 86 ♦ Á2 ♦ D109543 ♣87 ♣932 Suður ♠ á1062 ♥ ÁD74 ♦ 8 ♣ÁKDG Bandaríska B-sveitin lenti í slæmum kafla í rað- keppninni og komst naum- lega áfram. Sveitin mætti Pólverjum í átta liða úrslit- um og vann þá viðureign örugglega með tæplega 100 IMPa mun í 96 spilum. Pól- verjar fóru þó vel af stað og unnu 11 IMPa strax í byrjun leiks. Vestur Norður Austur Suður Morse Zawinslak Wolff Krupowicz -- -- -- 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 3 grönd * Pass 4 hjörtu Allir pass Zawinslak og Krupowicz eru nýliðar í pólska landslið- inu. Þeir enda hér í fjórum hjörtum eftir víðáttu lauf- opnun (pólskt lauf), hjarta- svar og sterka hækkun í fjögur hjörtu. Útspilið var tígulás og Krupowicz var fljótur að innbyrða tólf slagi: 480. Á hinu borðinu sögðu Landen og Pratap sex hjörtu gegn Jassem og Gawrys: Vestur Norður Austur Suður Jassem Landen Gawrys Pratap -- -- -- 1 lauf 1 spaði Dobl Pass 2 spaðar * Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar* Dobl Redobl Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Jassem fann besta út- spilið, eða tromp. Pratap tók slaginn í borði, fór heim á spaðaás og spilaði tígli að blindum. Þar eð Gawrys hafði doblað fimm tígla ákvað Jassem að dúkka tíg- ulinn. Það reyndist banvæn vörn, því auðvitað lét sagn- hafi gosann úr borði og aust- ur fékk á drottninguna. Gawrys trompaði aftur út og sagnhafi gat nú aldrei fengið nema ellefu slagi. Frábær vörn, en eitt spil af 96 segir litla sögu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson HLUTAVELTA Morgunblaðið/Ásdís Þessir duglegu krakkar héldu tombólu til styrktar Regn- bogabörnum og söfnuðu 14.050 kr. Þau eru: Daníel Jak- obsson, Jónas Sturla Gíslason, Anna Guðný Sigurðardóttir og Kristín Dóra Ólafsdóttir. 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Be7 7. O-O Rc6 8. c4 Rb4 9. Be2 Be6 10. Rc3 O-O 11. Be3 Rxc3 12. bxc3 Rc6 13. cxd5 Bxd5 14. c4 Be4 15. Dd2 Bf6 16. Had1 b6 17. Rg5 Bf5 18. Bf3 Dd7 19. Re4 Be7 20. Dc3 Bg4 21. Bxg4 Dxg4 22. f3 Df5 23. d5 Ra5 24. c5 Hfd8 25. d6 cxd6 26. cxd6 Bf8 27. Hd4 Hd7 28. Hfd1 Had8 29. Hd5 De6 30. Bg5 f6 Staðan kom upp í Áskor- endaflokki Mjólk- urskákmótsins sem lauk fyrir skömmu á Hótel Sel- fossi. Annar sigurvegara flokksins, Tomas Oral (2550) hafði hvítt gegn Tóm- asi Björnssyni (2238). 31. Bxf6! gxf6 32. Rxf6+ Kf7 33. Rxd7 Hxd7 34. Dd3 Kg8 35. f4! Hvítur þjarmar hægt og sígandi að svörtum með því að ryðja úr vegi hindr- unum fyrir innrás þungu manna sinna. 35...Rb7 36. He5 Dxa2 37. Dg3+ Kh8 38. Dc3 Kg8 39. Hg5+ Kf7 40. Dh8 Dc2 41. Dg8+ og svart- ur gafst upp. Hinn geðþekki og skemmtilegi skákmaður Henrik Danielsen fékk sjö vinninga af 9 mögulegum eins og Oral. Hróksverj- arnir Róbert Harðarson og Tómas Björnsson stóðu sig með prýði á mótinu en Stef- án Kristjánsson missti flug- ið eftir að hann hóf mótið vel. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. KIRKJUSTARF Bústaðakirkja. Starf eldri borgara. Kl. 13– 16.30. Handavinna, spilað, föndrað. Danshópur kemur í heimsókn. Þeir sem óska eftir að láta sækja sig fyrir samveru- stundirnar láti kirkjuverði vita í síma 553 8500. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10– 12. Samverustund fyrir 6 ára kl. 14.30. Samverustund fyrir 7–9 ára kl. 15.30. Samverustund fyrir 10–12 ára kl. 17. Tólf sporin – andlegt ferðalag kl. 20. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 kyrrðarstund og bænagjörð með orgelleik og sálma- söng. Kl. 12.30 súpa og brauð (300 kr.). Kl. 13–16 opið hús eldri borgara. Söngur, tekið í spil, upplestur, föndur, spjall, kaffi- sopi o.fl. Allir eldri borgarar velkomnir. Þeir sem ekki komast á eigin vegum geta hringt í kirkjuna og óskað eftir því að verða sóttir. Síminn er 520 1300. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur. Nýjar mömmur velkomnar með börnin sín. Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla miðviku- dagsmorgna. Kirkjuprakkarar kl. 14.10. Starf fyrir 1.–4. bekk. Umsjón Aðalheiður Helgadóttir, hjónin Kristjana H. Þorgeirs- dóttir Heiðdal og Geir Brynjólfsson auk sr. Bjarna. Fermingartími kl. 19. Unglinga- kvöld Lauganeskirkju kl. 20 (8. bekkur). Umsjón hafa Sigurvin Jónsson og Sigríður Rún Tryggvadóttir. Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Fræðsla um hvernig má hlúa að geðheilsu og efla hana. Dóra Guðrún Guðmundsdótt- ir, markaðs- og fræðslufulltrúi Geðræktar. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14.30. Sögur, söngur, leikir og föndur. Op- ið hús kl. 16. Upplestur og umræður kl. 17. Lesið upp úr ævisögu séra Árna Þór- arinssonar. Umsjón sr. Örn Bárður Jóns- son. Fyrirbænamessa kl. 18. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í hádeg- inu kl. 12. Altarisganga. Léttur hádegis- verður eftir stundina. Allir velkomnir. Fríkirkjan í Reykjavík. Í hádegi er fólki boðið til bænastunda í kapellu safnaðar- ins á annarri hæð í safnaðarheimilinu. Sérstök áhersla er lögð á bæn og íhugun, en einnig flutt tónlist og textar til íhugunar. Koma má bænarefnum á framfæri áður en bænastund hefst. Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há- deginu. Léttur málsverður í safnaðarheim- ilinu að stundinni lokinni. Kl. 13–16 opið hús í safnaðarheimilinu. Þorvaldur Hall- dórsson kemur í heimsókn fyrsta miðviku- dag hvers mánaðar. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM og KFUK kl. 20–21.45. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is) Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Fyr- irbænir og altarisganga. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi á aldrinum 9–12 ára kl. 17.30– 18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. TTT (10–12 ára) starf kl. 17. Tólf spora nám- skeið kl. 20. Lindakirkja í Kópavogi. Unglingadeild KFUM og K í Lindasókn í safnaðarheim- ilinu, Húsinu á sléttunni kl. 20. Allir krakk- ar í 9. og 10. bekk velkomnir. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. SELA eldri deild kl. 20–22. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12 með Nönnu Guðrúnu í Vídalínskirkju. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Kyrrð- arstund í kirkjunni kl. 12, íhugun, orgel- leikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður kl. 12.30 í Ljósbroti Strand- bergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í erli dagsins til að öðlast ró í huga og frið í hjarta. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að kyrrðarstund lokinni. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Verið velkomin í viku- legar samverur í safnaðarheimili kirkjunn- ar í spil, spjall, góðar kaffiveitingar og fleira. Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dagur kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldramorgnar eru frá kl. 10–12. Þar koma saman for- eldrar ungra barna á Álftanesi með börnin og njóta þess að hittast og kynnast öðrum foreldrum sem eru að fást við það sama, uppeldi og umönnun ungra barna. Opið hús eldri borgara er síðan frá kl. 13.00– 16.00. Dagskráin verður fjölbreytt en um- fram allt eru þetta notalegar samveru- stundir í hlýlegu umhverfi. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í Kapellu von- arinnar kl. 12.10. Samverustund í Kirkju- lundi kl. 12.25. Súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Umsjón Ólafur Oddur Jónsson. Æfing hjá Barnakór Keflavíkurkirkju kl. 16–17. Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá kl. 19–22.30. Stjórn- andi Hákon Leifsson. Biblíulestur á vegum Alfa hópsins í minni sal Kirkjulundar kl. 20. Umsjón Ólafur Oddur Jónsson. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 17.30 TTT yngri og eldri saman. 9–12 ára krakk- ar í kirkjunni. Gluggað verður í bókina Dag- ar með Markúsi. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Kl. 20 opið hús hjá Æskulýðs- félagi og KFUM&K í félagsheimili KFUM&K. Ester Bergsdóttir, æskulýðs- fulltrúi, sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtog- arnir. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10– 12. Eyrún Ingvadóttir talmeinafræðingur kemur í heimsókn. Glerárkirkja. Hádegissamverur alla mið- vikudaga kl. 12. Opin fræðslukvöld eru í kirkjunni á miðvikudagskvöldum kl.19.30. Léttur kvöldverður, fræðsla, umræður og bænastund. Námskeiðið er ókeypis. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 20 hjálp- arflokkur, allar konur velkomnar. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Samvera, lofgjörð, fræðsla og lest- ur orðsins. Nánari upplýsingar á: www.- kefas.is Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Jesús huggar. Lúk. 7.11–17. Ræðumaður sr. Ólafur Jó- hannsson. Bylgja Dís Gunnarsdóttir syng- ur einsöng. Kaffiveitingar eftir samkom- una. Allir velkomnir. Samhygð. Samtök um sorg og sorgarvið- brögð á Akureyri og nágrenni verða með opið hús fimmtudaginn 13. nóvember kl. 20.30 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Sr. Arnaldur Bárðarson ræðir um líðan fólks eftir slys og veikindi. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Ómar Skoðið úrvalið á heimasíðunni www.lifoglist.is - sími 544 2140 kakóbollar kr. 1.240

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.