Morgunblaðið - 12.11.2003, Qupperneq 44
ÍÞRÓTTIR
44 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SINISA Mihajlovic, serbneski varn-
armaðurinn í liði Lazio, ætlar ekki að
áfrýja dómi aganefndar evrópska knatt-
spyrnusambandsins, UEFA, sem dæmdi
leikmanninn í átta leikja bann fyrir
dólgslega framkomu gagnvart Rúmen-
anum Adrian Mutu, framherja Chelsea, í
leik liðanna í Meistaradeildinni í síðustu
viku.
Mihajlovic sýndi ótrúlega rudda-
mennsku í leiknum. Það var ekki nóg
með að hann sparkaði viljandi í leikmenn
Chelsea heldur hrækti hann framan í
Mutu og fyrir það var hann dæmdur í
keppnisbann en Mihajlovic var gripinn
glóðvolgur við athæfi sitt af sjónvarps-
myndavélum á vellinum. Leikmaðurinn
hafði frest til mánudagskvölds til að
áfrýja dómnum en hann ákvað í samráði
við forráðamenn Lazio að gera það ekki.
Mihajlovic
áfrýjar ekki
Reuters
Adrian Mutu, Chelsea, og Sinisa
Mihajlovic, Lazio, fjær.
SILFURMARKREGLAN verður notuð í viðureignunum
fimm – þegar keppt verður um fimm síðustu farseðlana á
Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í Portúgal 2004. Fyrri
viðureignirnar fara fram á laugardaginn og síðan verður
aftur leikið miðvikudaginn 19. nóvember. Hér er um að
ræða rimmur Skotland – Holland, Spánn – Noregur, Rúss-
land – Wales, Lettland – Tyrkland og Króatía – Slóvenía.
Ef jafnt verður með þjóðunum eftir seinni viðureignirnar
verður framlenging. Munurinn á reglunni um gullmark og
silfurmark er þannig að lið sem fær á sig mark í framleng-
ingu fær tækifæri til að rétta sinn hlut.
Gullmarksreglan var einfaldlega þannig að það lið sem
var á undan til að skora mark í framlengingu stóð uppi sem
sigurvegari.
Silfurmarksreglan er þannig að ef lið skorar í fyrri hluta
framlengingar fær hitt liðið tækifæri til að jafna sinn hlut í
fyrri hlutanum. Ef það teks ekki stendur liðið sem skoraði
uppi sem sigurvegari. Ef liðinu tekst að jafna verður seinni
hálfleikur framlengingar leikinn. Ef staðan er þá jöfn fer
fram vítaspyrnukeppni.
Boðið verður upp
á „silfurmark“
Fyrst var farið að útnefna knatt-spyrnumann Evrópu hjá
France Football 1956, en þá var
enski landsliðsmaðurinn Sir Stanley
Matthews, sem lék þá með Black-
pool, fyrir valinu – Argentínumað-
urinn/Spánverjinn Di Stefano hjá
Real Madrid var í öðru sæti og
Frakkinn Kopa, Real Madrid, í
þriðja sæti. Di Stefano var síðan út-
nefndur leikmaður Evrópu 1957 og
1959, og Kopa 1958.
Á listanum nú eru átta leikmenn
frá Evrópumeisturum Real Madrid
– Ronaldo, David Beckham, Iker
Casillas, Luis Figo, Raúl Gonzalez,
Robert Carlos, Michel Salgado og
Zinedine Zidane. Sex leikmenn frá
Juventus og fimm leikmenn frá Ars-
enal eru á listanum.
Frakkar og Ítalir eiga flesta leik-
menn á listanum, eða átta, Brasilía
er með fimm leikmenn.
Knattspyrnumaður ársins 2002 er
Ronaldo sem á möguleika á að verða
fyrsti leikmaðurinn sem er ekki Evr-
ópumaður til að verða knattspyrnu-
maður ársins í þriðja skipti.
Þrír leikmenn hafa náð því að
verða knattspyrnumenn Evrópu
þrisvar. Fyrst Hollendingurinnn Jo-
hann Cruyff – 1971 sem leikmaður
Ajax og 1973 og 1974 sem leikmaðir
Barcelona.
Frakkinn Michael Platini er eini
leikmaðurinn sem hefur verið út-
nefndur þrjú ár í röð – 1983, 1984 og
1985, en þá lék hann með Juventus.
Hollenski framherjinn Marko van
Basten var útnefndur, sem leikmað-
ur AC Milan, 1988, 1989 og 1992.
Hér er listinn yfir leikmennina,
sem eru útnefndir í ár.
Þýskaland
Michael Ballack, Bayern München
Oliver Kahn, Bayern München
England
David Beckham, Real Madrid
Sol Campbell, Arsenal
Michael Owen, Liverpool
Paul Scholes, Manchester United
Ítalía
Gianluigi Buffon, Juventus
Alessandro Del Piero, Juventus
Filippo Inzaghi, AC Milan
Paolo Maldini, AC Milan
Alessandro Nesta, AC Milan
Francesco Toldo, Inter
Francesco Totti, Roma
Christian Vieri, Inter
Gianluca Zambrotta, Juventus
Spánn
Iker Casillas, Real Madrid
Raúl, Real Madrid
Michel Salgado, Real Madrid
Úkraína
Andriy Shevchenko, AC Milan
Rúmenía
Christian Chivu, Roma
Adrian Mutu, Chelsea
Argentína
Pablo Aimar, Valencia
Portúgal
Deco, FC Porto
Luis Figo, Real Madrid
Pedro Miguel Pauleta, París SG
Brasilía
Dida, AC Milan
Elber, Lyon
Roberto Carlos, Real Madrid
Ronaldinho, Barcelona
Ronaldo, Real Madrid
Kamerún
Samuel Eto’o, Mallorka
Frakkland
Ludovic Giuly, Mónakó
Thierry Henry, Arsenal
Claude Makelele, Chelsea
Robert Pires, Arsenal
Lilian Thuram, Juventus
David Trezeguet, Juventus
Patrick Vieira, Arsenal
Zinedine Zidane, Real Madrid
Sylvain Wiltord, Arsenal
Svíþjóð
Zlatan Ibrahimovic, Ajax
Henrik Larsson, Celtic
Holland
Patrick Kluivert, Barcelona
Roy Makaay, Bayern München
Ruud van Nistelrooy, Man. Utd
Tékkland
Jan Koller, Borussia Dortmund
Pavel Nedved, Juventus
Serbía-Svartfjallaland
Darko Kovacevic, Real Sociedad
Tyrkland
Nihat Kahveci, Real Sociedad
Túnis
Hatem Trabelsi, Ajax
Fimmtíu leikmenn hafa verið útnefndir hjá France
Football fyrir kjör knattspyrnumanns Evrópu 2003
Átta leikmenn
frá Real Madrid
Reuters
Leikmenn Real Madrid fagna marki hins smávaxna Brasilíu-
manns Roberto Carlos. Zidane og Ronaldo eru til hægri.
FIMMTÍU knattspyrnumenn
hafa verið útnefndir á lista yfir
leikmenn sem eiga möguleika á
að vera knattspyrnumaður Evr-
ópu 2003. Það er franska knatt-
spyrnutímaritið France Football
sem sér um útnefninguna og
fær sá leikmaður sem er út-
nefndur hinn fræga Gullbolta.
OLOF Mellberg, varnarmaður
Aston Villa og sænska landsliðsins,
hefur verið útnefndur knattspyrnu-
maður ársins í Svíþjóð. Melberg var
að auki valinn varnarmaður ársins.
Andreas Isaksson, markörður
Djurgården og sænska landsliðsins,
var valinn varnarmaður ársins,
Frederik Ljungberg, Arsenal,
miðjumaður ársins og Henrik Lars-
son, Celtic, sóknarmaður ársins.
KNATTSPYRNUMENN í Noregi
völdu Claus Lundakvam leikmann
ársins. Lundekvam er leikmaður
Southampton í ensku úrvalsdeild-
inni þar sem hann hefur leikið stórt
hlutverk í vörn liðsins sem og í
norska landsliðinu. Hjá konunum
varð Dagny Mellgren fyrir valinu en
hún varð markahæsti leikmaður
bandarísku atvinnumannadeildar-
innar.
MILLWALL hefur ráðið Dennis
Wise sem spilandi knattspyrnustjóra
liðsins út tímabilið en hann var ráð-
inn tímabundið í stöðuna þegar
Mark McGhee hrökklaðist úr starfi í
síðasta mánuði. Aðstoðarmaður
Wise er gamall refur úr boltanum,
Ray Wilkins, fyrrum leikmaður
Manchester United, Chelsea og AC
Milan.
EDDIE Gray, sem ráðinn hefur
verið tímabundið í starf knatt-
spyrnustjóra Leeds United í stað
Peter Reids, vill gjarnan verða ráð-
inn næsti stjóri liðsins. Gray er goð-
sögn á Elland Road en hann lék 559
leiki með liðinu á árunum 1965–1983.
GRAY nýtur gífurlegrar vinsæld-
ar á meðal stuðningsmanna félagsins
og einn af fyrrum samherjum hans á
árum áður, Peter Lorimer, sagði við
Sky sjónvarpsstöðina í gær að Gray
ætti að taka alfarið við liðinu því ef
einhver gæti bjargað því úr vand-
ræðunum sem það er í þá væri það
Eddie Gray.
MARK Hughes, landsliðsþjálfari
Walesverja í knattspyrnu, á í nokkr-
um vandræðum með leikmannahóp
sinn fyrir leikina á móti Rússum í
umspilinu um sæti í Evrópukeppn-
inni í Portúgal. Simon Davis, Adrian
Williams og Robert Page hafa allir
þurft að draga sig út úr hópnum
vegna meiðsla og er ljóst að þeir geta
ekki tekið þátt í leikjunum tveimur.
JUVENTUS og AC Milan hafa
bæði mikinn hug á að fá Kevin
Kuranyi, 21 árs, miðherja Stuttgart,
til liðs við sig. Það eru einnig fleiri lið
sem hafa áhuga á þessum mark-
sækna leikmanni, sem fæddist í
Brasilíu, en er landsliðsmaður
Þýskalands.
ÞÁ hefur AC Milan áhuga á að fá
brasilíska varnarmanninn Lucio frá
Bayer Leverkusen. Chelsea og Real
Madrid hafa einnig sýnt Lucio
áhuga.
FÓLK
ÞESSIR leikmenn hafa verið
útnefndir knattspyrnumenn
Evrópu síðustu tíu ár:
1993: R. Baggio, Juventus
1994: Stoitchkov, Barcelona
1995: Weah, AC Milan
1996: Sammer, Dortmund
1997: Ronaldo, Inter
1998: Zidan, Juventus
1999: Rivaldo, Barcelona
2000: Figo, Real Madrid
2001: Owen, Liverpool
2002: Ronaldo, Real Madrid
Knattspyrnu-
menn Evrópu
LEIKMENN HK voru afar grimmir
í varnarleiknum gegn Drott í fyrri
leik liðanna í Evrópukeppni bikar-
hafa í Halmstad síðasta laugardag,
eftir því sem staðarblaðið Hallands
Posten skrifar. Þótti heimamönn-
um sem dómararnir, sem komu frá
Danmörku og Færeyjum, leyfa HK-
liðinu að leika alltof mikilli hörku
og eru þeir gagnrýndir harðlega í
blaðinu.
Einnig er viðtal við Tékkann
Daniel Kubes sem spilar með Drott
og þess getið að blóðblettir hafi
verið á keppnispeysu hans eftir
leikinn. „Þetta var ekki auðveldur
leikur,“ segir Kubes. „Íslendingar
leika alltaf mjög fast og eru góðir í
því en ég hef aldrei kynnst annarri
eins hörku í vörninni og að þessu
sinni, þó hef ég reynslu úr tékk-
nesku deildinni þar sem menn kalla
ekki allt ömmu sína og leika nokk-
uð fast,“ sagði Kubes sem einnig á
að baki leiki með landsliði Tékka.
„Í hvert sinn sem maður kom
nærri vörninni var maður sleginn,
annaðhvort í magann eða andlitið.
Þá raun verðum við að standast í
síðari leiknum.“
Þá vakti það athygli blaðsins að
dómararnir skyldu hafa sýnt Árna
Stefánssyni, þjálfara HK, þá þolin-
mæði að leyfa honum að stjórna
sínu liðið til leiksloka frá vara-
mannabekknum, slíkur hafi
bægslagangurinn verið. „Þetta var
í samræmi við annað hjá dönsku
dómurunum,“ segir í Hallands
Posten.
„Ég átti alveg von á því að Sví-
arnir vældu yfir okkur, en það má
ekki gleyma því að þeir léku fast og
meðal annars fengu tveir leikmenn
Drott rauða spjaldið, annar fyrir
mjög gróft brot,“ sagði Árni í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
HK-menn
þóttu mjög
harðir í horn
að taka