Morgunblaðið - 12.11.2003, Side 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 45
ÍSLENSKAR landsliðs-
konur í handknattleik
komu mikið við sögu þeg-
ar Tvis/Holstebro vann
Brabrand, 28:13, í vestur-
riðli dönsku 1. deild-
arinnar í handknattleik.
Inga Fríða Tryggvadóttir
var markahæst hjá Tvis í
leiknum, skoraði fimm
mörk og Hanna G. Sigurð-
ardóttir var með 4 mörk.
Þá skoraði Hrafnhildur
Skúladóttir þrjú mörk, en hún er
markahæsti leikmaður liðsins það
sem af er leiktíðinni, líkt og tvö
undanfarin keppnistímabil. Helga
Torfadóttir stóð á milli stanganna í
marki Tvis/Holstebro og varði vel.
Færeyingurinn Gunnleyg Berg,
sem lék fyrir nokkrum ár-
um með ÍBV, var mark-
hæst hjá Brabrand með 4
mörk.
Fimmti Íslendingurinn
sem er á mála hjá Tvis/
Holstebro, Kristín Guð-
mundsdóttir, meiddist illa
á fæti í leik fyrir skömmu
og eftir því greint er frá á
heimasíðu félagsins er
ekki reiknað með að hún
verði klár í slaginn á næst-
unni. Það er talsvert áfall fyrir
Tvis/Holstebro þar sem Kristín hef-
ur verið leikstjórnandi liðsins það
sem af er leiktíðar. Liðið er í fjórða
sæti deildarinnar með 6 stig eftir
fimm leiki, fjórum stigum á eftir
toppliði Esbjerg.
Íslendingar umsvifamiklir
hjá Tvis/Holstebro
Kristín
ÍSLANDSMEISTARAR
Hauka koma til með að fá góð-
an stuðning í leiknum við
Barcelona í Meistaradeild
Evrópu í handknattleik sem
fram fer á Spáni 22. þessa
mánaðar. Stuðningsmenn
Hauka ætla að fjölmenna á
leikinn en 190 gallharðir
Haukamenn verða á leiknum
og er þegar orðið uppselt í
ferðina sem Haukar settu upp
í samvinnu við ferðaskrifstof-
una Úrval-Útsýn.
Stuðningsmenn Hauka hafa
verið mjög duglegir að fara
með sínum mönnum í Evrópu-
leiki á síðustu árum – til
Portúgals og Spánar.
Haukarnir hafa í nógu að
snúast þessa dagana. Í kvöld
sækja þeir Eyjamenn heim á
Íslandsmótinu og á sunnudag-
inn mæta þeir þýska liðinu
Magdeburg í Meistaradeild-
inni. Sá leikur fer fram að Ás-
völlum.
Haukar fjöl-
menna til
Barcelona
HENRIK Larsson, framherji
Celtic, er um þessar mundir sterk-
lega orðaður við Barlcelona. Hermt
er að Frank Rijkaard, þjálfari
Barcelona, langi ekki að klófesta
neinn framherja meir en Larsson ef
undan er skilinn Michael Owen hjá
Liverpool. Samningur Larsson og
Celtic rennur út næsta sumar en því
getur Larsson hafið viðræður við
Barcelona í byrjun næsta árs sé
áhuginn gagnkvæmur.
MIKIL óvissa ríkir um það hvort
Wayne Rooney geti leikið með
enska landsliðinu gegn því danska á
Old Trafford á sunnudaginn í vin-
áttulandsleik þar sem Rooney ligg-
ur nú í flensu og má sig vart hræra.
Þá er David Beckham með slæmsku
í baki og hefur af þeim sökum fengið
þriggja daga frí frá æfingum hjá
Real Madrid.
CHRISTIAN Fitzek, þjálfari
þýska handknattleiksliðsins Göpp-
ingen sem Jaliesky Garcia lands-
liðsmaður leikur með, hættir þjálfun
liðsins í vor. Þetta var tilkynnt í
gær. Engu máli skiptir hvernig lið-
inu gengur á leiktíðinni en það er á
meðal neðstu liða þýsku 1. deildar-
innar.
LEIKMENN sænska handknatt-
leiksliðsins Drott, sem er andstæð-
ingur HK í Evrópukeppni bikarhafa,
töpuðu í fyrrakvöld fyrir GUIF í
sænsku úrvalsdeildinni í handknatt-
leik, 26:24. Diego Perez Marne var
markahæstur hjá Drott, rétt eins og
á móti HK á dögunum, og skoraði 9
mörk. Drott er í sjöunda sæti af 14
liðum í sænsku úrvalsdeildinni með
8 stig eftir 9 leiki en átta efstu liðin
halda áfram keppni um sænska
meistaratitilinn eftir áramót.
MANCHESTER United hefur
ákveðið að endurtaka leikinn frá sl.
sumri, að fara með lið sitt til Banda-
ríkjanna í æfinga- og keppnisferð
næsta sumar. Liðið mun leika þrjá
leiki í ferðinni og líklegt er að fyrst
verði leikið gegn David Beckham og
samherjum hans hjá Real Madrid í
Chicago, síðan verði leikiði í New
York, en þriðji keppnistaðurinn hef-
ur ekki verið ákveðinn.
ÞAÐ getur farið svo að Spánverj-
ar leiki án tveggja sterkra leik-
manna í fyrri leiknum gegn Norð-
mönnum um sæti á EM í Portúgal
næsta sumar, en þjóðirnar mætast í
Valencia á laugardaginn. Þetta eru
útherjinn Joaquin, 22 ára leikmaður
Real Betis, og varnarmaðurinn Ivan
Helguera, Real Madrid. Þeir voru
ekki með á æfingu hjá Spánverjum í
gær. Mikil spenna er fyrir viðureign
við Norðmenn á Spáni.
STEVEN Gerrard, 23 ára, fyrir-
liði Liverpool, skrifaði í gær undir
fjögurra ára samning við Mersey-
liðið – til ársloka 2007.
FÓLK
Viðureign Fram og HK í bikarn-um fer að þessu sinni fram á
heimavelli Fram, en félögin háðu
harða orrustu í undanúrslitum bik-
arkeppninnar á síðustu leiktíð í
íþróttahúsinu í Digranesi. Þá hafði
HK betur í tvíframlengdum leik þar
sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síð-
ustu andartökunum.
Verður hörkuleikur
„Ég get lofað því að þetta verður
hörkuleikur,“ sagði Árni Stefánsson,
þjálfari bikarmeistara HK við Morg-
unblaðið í gær, en félagið vann bik-
arkeppnina í fyrsta sinn undir stjórn
Árni með öruggum sigri á Aftureld-
ingu eftir rimmuna við Fram í und-
anúrslitum.
„Það er virkilega gaman að fá slík-
an hörkuleik í átta liða úrslitum.
Fram er á meðal efstu liða í norður-
riðli Íslandsmótsins og liðin hafa því
ekki mæst til þessa á keppnistíma-
bilinu. Þá verður einnig gaman að
fást við Framarana í ljósi þess
hversu eftirminnilegur leikur lið-
anna var í fyrra. Þetta gæti orðið
sama baráttan núna á milli liðanna,“
sagði Árni og var hress að vanda.
Auðvelt hjá Fylki
Athygli vekur að Fylkir, sem
hvorki tekur þátt í Íslandsmótinu né
utandeildarkeppninni, er enn með í
bikarkeppninni eftir að hafa lagt B-
lið ÍBV í 16-liða úrslitum, 27:20, og
utandeildarliðið Strumpana í 32-liða
úrslitum. Á sama tíma eru t.d. Hauk-
ar, ÍR, Grótta/KR og FH úr leik og
hafa menn gagnrýnt þessa stað-
reynd. Nú fá Fylkismenn erfiðari
mótherja þegar þeir taka á móti KA í
Fylkishöllinni.
Einar Þorvarðarson, fram-
kvæmdastjóri HSÍ, segir að oft hafi
verið rætt á ársþingum HSÍ hvort
rétt væri að breyta fyrirkomulagi
bikarkeppninnar þannig að lakari lið
komist ekki svo langt í keppninni
með því að leika eingöngu við and-
stæðinga sem væru í svipuðum
gæðaflokki. Ekki hafi reynst vera
hljómgrunnur fyrir breytingum.
„Mörgum hefur þótt vera ákveðinn
sjarmi yfir keppninni þegar minni
spámenn komast langt í keppninni
og því ekki viljað koma í veg fyrir
þann möguleika. Eins hefur verið
rætt um að leika heima og að heiman
í bikarkeppninni líkt og gert er í
Evrópukeppninni. Þá ráði saman-
lögð úrslit tveggja leikja því hvort
liðið heldur áfram. Um þessi mál hef-
ur oft verið rætt en það hefur skort
vilja til breytinga,“ sagði Einar.
Undanúrslit kvenna fara
fram eftir þrjá mánuði
Um leið og dregið var í 8-liða úrslit
karla þá var dregið um hvaða lið
mætast í undanúrslitum kvenna, en
áætlað er að leikirnir í undanúrslit-
unum fari fram eftir þrjá mánuði,
þ.e. 3. og 4. febrúar. Bikarmeistarar
Hauka mæta Gróttu/KR á fjölum
íþróttahússins á Seltjarnarnesi. Þá
drógust Íslandsmeistarar ÍBV gegn
FH og á Eyjaliðið heimaleik. ÍBV
tapaði fyrir Haukum í úrslitaleik
bikarkeppninni á síðustu leiktíð, en
Eyjaliðið varð bikarmeistari árið áð-
ur.
Endurtekið efni
hjá Fram og HK?
BIKARMEISTARAR HK í handknattleik karla drógust gegn Fram í átta
liða úrslitum bikarkeppni HSÍ er dregið var í gær. Víkingur fær Aftur-
eldingu í heimsókn, Valur mætir ÍBV á heimavelli og Fylkir spilar gegn
KA í Fylkishöllinni, en Fylkismenn taka ekki þátt í Íslandsmótinu að
þessu sinni. Leikirnir eiga að fara fram 2. - 4. desember nk.
Morgunblaðið/Þorkell
Andrius Rackauskas, leikmaður með HK, skorar hér í Evrópuleik gegn rússneska liðinu Stepan
frá St Pétursborg í Digranesi á dögunum. HK mætir Drott þar á laugardaginn.
KARLAR
8-liða úrslit:
HK - Fram
Valur - ÍBV
Víkingur - Afturelding
Fylkir - KA
Leikirnir fara fram 2. til 4.
desember.
KONUR
Undanúrslit:
Haukar - Grótta/KR
ÍBV - FH
Leikirnir fara fram 3.-4.
febrúar 2004.