Morgunblaðið - 12.11.2003, Qupperneq 46
ÍÞRÓTTIR
46 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SJÖUNDA alþjóðlega bandmin-
tonmótið á vegum Badminton-
sambandsins, Iceland Express-
mótið, verður haldið um helgina í
húsi TBR. Aldrei hafa fleiri þátttak-
endur keppt á badmintonmóti hér á
landi en þeir eru 150 frá 22 löndum,
þar af 105 erlendir keppendur.
Allir sterkustu bandmintonspil-
arar Íslands verða meðal keppenda
og þar á meðan Ragna Ingólfsdóttir
og Sara Jónsdóttir, en þær keppast
nú við að styrkja stöðu sína á al-
þjóðlega listanum til að komast á
Ólympíuleikana í Aþenu á næsta
ári.
Mót þetta er liður í evrópsku
mótaröðinni og gefur því stig á
heimslistann, en staða manna þar
hinn 1. maí á næsta ári ákvarðar
hvaða spilarar komast á Ólympíu-
leikana. Á listanum telja tíu bestu
mót manna síðustu tvö árin og nú
keppast menn um allan heim við að
laga stöðu sína á listanum til að
komast til Aþenu. Það má því búast
við mikilli baráttu í TBR-húsinu um
helgina því flestallir keppendur eru
að berjast við að komst á Ólympíu-
leikana.
Mótið hefst á morgun kl. 16 með
undankeppni því keppendur eru svo
margir að nauðsynlegt var að hafa
undankeppni.
Á föstudaginn verður keppt frá 9
árdegis til 21.30, á laugardag milli
kl. 10 og 13.30 og síðan undanúrslit
milli klukkan 16.30 og 20.30. Úr-
slitaleikirnir verða á sunnudaginn
og hefjast kl. 11.
150 keppendur frá 22
löndum Í TBR-húsinu
TEITUR Þórðarson, knatt-
spyrnuþjálfari í Noregi, reikn-
ar með að halda áfram að
þjálfa á næsta keppnistímabili
en hann hefur verið án at-
vinnu í faginu síðan hann
sagði starfi sínu lausu hjá
norska úrvalsdeildarliðinu
Lyn í lok ágúst.
„Ég er búinn að fá margar
fyrirspurnir, bæði frá félögum
í Noregi og Svíþjóð og eins frá
liðum í öðru löndum en í
Skandinavíu. Ég er ekki kom-
inn með nein formleg tilboð
upp á borðið ennþá en málin
ættu að skýrast á næstu dög-
um eða vikum. Þó svo að ég sé
búinn að vera lengi að þjálfa
er enginn leiði kominn í mig
og ég vill endilega halda
áfram að starfa í kringum fót-
boltann,“ sagði Teitur í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Teitur með
margar
fyrirspurnir
BJARNI Guðjónsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, braut bein í
fæti á æfingu hjá þýska liðinu Boch-
um í gær og verður frá keppni til
áramóta. Bjarni var einmitt í gær
valinn í landsliðshópinn sem fer til
Mexíkó í næstu viku en þurfti jafn-
harðan að draga sig út úr honum og
var Ólafur Ingi Skúlason valinn í
hans stað.
„Þetta gerðist á æfingu hjá okk-
ur, ég stökk upp með öðrum leik-
manni til að skalla boltann, fætur
okkar flæktust saman og þegar við
duttum lenti hann ofan á mér. Ég
var mjög heppinn, fyrst leit út fyrir
að ökklinn hefði brotnað og fleira
farið úr skorðum þar, en síðan kom
í ljós að svokallað dálkbein í legg-
um, fyrir ofan ökklann, fór í sund-
ur. Ég verð með spelku í sex vikur
og á að geta farið af stað eftir það.
Þá verður hins vegar komið vetr-
arfrí í deildakeppninni hér í Þýska-
landi, þannig að ég spila væntan-
lega ekki fyrr en deildin hefst að
nýju, í lok janúar,“ sagði Bjarni við
Morgunblaðið í gær.
Bjarni leikur nú sitt fyrsta tíma-
bil með Bochum eftir að hafa spilað
með Stoke í Englandi síðustu árin.
Hann hefur komið við sögu í fjórum
leikjum liðsins af tólf til þessa í 1.
deildinni og skorað eitt mark.
Bjarni
brotnaði
á æfingu
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, RE/MAX-deildin:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Valur ..................18
1. deild karla, RE/MAX-deildin,
suðurriðill:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Haukar...............20
Í KVÖLD
Árna úr umferð en til að byrja með
hafði það lítil áhrif á Þórsara. Þegar
10 mínútur voru til leiksloka var Þór
yfir, 26:22, og þeir skoruðu meðal
annars fjórir á móti sex.
Lokamínúturnar voru æsispenn-
andi. KA saxaði jafnt og þétt á for-
skotið og þegar fjórar mínútur voru
eftir jöfnuðu þeir 27:27. Á þessum
kafla féllu ýmsir skrítnir dómar og
naut KA góðs af flestum þeirra.
Þórsarar lögðu samt ekki árar í bát
og komust tvívegis yfir á nýjan leik
en KA jafnaði í 29:29 þegar 40 sek-
úndur voru eftir. Þórsarar náðu ekki
að nýta sér síðustu sóknina og jafn-
tefli staðreynd.
KA lék afspyrnuilla lengst af
þessum leik og margir leikmann-
anna voru hreinlega áhorfendur
langtímum saman. Arnór var sá eini
sem gerði eitthvað af viti, raðaði inn
sautján mörkum, en varnarleikurinn
var slakur og markverðirnir þrír
vörðu ekki nema sjö skot samtals.
Leikurinn fór rólega af stað og KAskoraði þrjú fyrstu mörkin. Þá
vöknuðu Þórsarar til lífsins um
stund og jöfnuðu 5:5.
KA seig aftur fram
úr en Þórsarar náðu
þeim fyrir leikhlé og
staðan var 14:14
þegar gengið var til búningsher-
bergja. Arnór Atlason hafði þá gert
níu af mörkum KA og hreinlega sá
eini sem var með lífsmarki í þeim
herbúðum. Þórsarar voru stirðir til
að byrja með en jókst smám saman
ásmegin. Fyrri hluta hálfleiksins
áttu þeir í vandræðum með að koma
skotum að marki KA utan af velli en
Árni Þór Sigtryggsson hrökk í gang
og gerði fjögur falleg mörk fyrir hlé.
Hann hélt uppteknum hætti í seinni
hálfleik og bætti við fimm stykkjum í
upphafi hans. Á þessum kafla léku
Þórsarar firnavel og eftir 10 mínútur
í seinni hálfleik voru þeir komnir
fimm mörkum yfir, 22:17. KA tók
„Þetta var hræðilegur leikur, ég veit
ekki hvað var að. Engu líkara en
góður árangur í síðustu leikjum hafi
stigið okkur til höfuðs og við höfum
haldið að við þyrftum ekki að leggja
okkur fram á móti Þór, sem var ekki
með neitt stig,“ sagði Arnór Atlason
að leik loknum. „Sóknarleikurinn
var lélegur, við klikkuðum í vörninni
og markvarslan var lítil. Miðað við
að hafa lent fimm mörkum undir er
ég ánægður með að hafa náð einu
stigi,“ sagði Arnór.
Þórsarar sýndu og sönnuðu að of
snemmt er að afskrifa þá. Leikmenn
börðust vel, Jónas varði fantavel í
markinu og Árni var óstöðvandi í
sókninni þegar hann losnaði úr gæsl-
unni. Þá skoraði Davíð Már Sigur-
steinsson falleg mörk í seinni hálf-
leik og mætti að ósekju vera
áræðnari í sókninni. Sigurpáll Árni
Aðalsteinsson þjálfari var hund-
svekktur yfir að hafa ekki náð báð-
um stigunum. „Ég er ánægður með
að strákarnir gerðu það sem fyrir
var lagt, ég get ekki farið fram á
meira,“ sagði hann. „Það hefur verið
stígandi í þessu hjá okkur undanfar-
ið, ef leikurinn við Aftureldingu er
frátalinn, og við vitum alveg hvað við
getum. En við áttum bæði stigin
skilið hér í kvöld,“ sagði Sigurpáll
Árni.
Morgunblaðið/Kristján
Arnór Atlason, KA-maður, fór á kostum með liði sínu gegn Þór í gærkvöld og skoraði grimmt, 17
mörk alls, og hér er eitt þeirra í uppsiglingu. Mörkin hans dugðu þó aðeins til jafnteflis.
Heppnin með
KA gegn Þór
KA-MENN voru sannarlega heppnir í gærkvöldi þegar þeir tóku á
móti hinu Akureyrarliðinu, Þór. Fyrirfram var búist við KA-sigri, enda
liðið búið að vera í miklum ham undanfarið en fátt gengið upp hjá Þór
sem hafði tapað sjö fyrstu leikjum sínum. En það sannaðist enn og
aftur að staða liðanna í deildinni skiptir engu máli þegar þau mætast.
Þórsarar voru betra liðið, þeir náðu mest fimm marka forskoti í seinni
hálfleik en með góðum endaspretti og aðstoð dómara náði KA að
stela öðru stiginu. Jafntefli, 29:29, og fyrsta stig Þórs í höfn.
Valur
Sæmundsson
skrifar
HANDKNATTLEIKUR
KA - Þór 29:29
KA-heimilið á Akureyri, 1. deild karla, RE/
MAX-deildin, þriðjudagur 11. nóv. 2003.
Gangur leiksins: 3:0, 4:3, 7:6, 10:8, 13:10,
14:14, 16:15, 17:22, 21:25, 24:26, 27:27,
28:29, 29:29.
Mörk KA: Arnór Atlason 17/6, Jónatan
Magnússon 3, Einar Logi Friðjónsson 3,
Bjartur Máni Sigurðsson 2, Andrius
Stelmokas 2, Þorvaldur Þorvaldsson 1,
Sævar Árnason 1.
Varin skot: Stefán Guðnason 5/1, Hans
Hreinsson 2, Hafþór Einarsson 0.
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk Þórs: Árni Þór Sigtryggsson 11, Gor-
an Gusic 6/4, Davíð Már Sigursteinsson 5,
Páll V. Gíslason 3, Þorvaldur Sigurðsson 3,
Halldór Oddsson 1.
Varin skot: Jónas Stefánsson 18 (þar af 7
til mótherja).
Utan vallar: 12 mínútur.
Dómarar: Valgeir Ómarsson og Bjarni
Viggósson. Heldur hallaði á Þór á mikil-
vægum augnablikum.
Áhorfendur: 500.
Staðan í norðurriðli:
Valur 7 5 1 1 191:158 11
KA 8 5 1 2 233:210 11
Grótta/KR 7 4 2 1 182:166 10
Fram 8 4 2 2 212:207 10
Víkingur 8 2 2 4 198:212 6
Afturelding 8 2 1 5 195:219 5
Þór 8 0 1 7 199:238 1
Þýskaland
Nordhorn - Lemgo ............................... 32:32
KNATTSPYRNA
England
2. deild:
QPR - Bradford ........................................ 1:0
Blackpool - Wrexham............................... 0:1
Staða efstu liða:
Plymouth 17 8 7 2 38:20 31
QPR 17 8 7 2 28:13 31
Barnsley 17 8 5 4 22:20 29
Brighton 17 8 4 5 26:18 28
Bournem. 17 7 7 3 24:18 28
Colchester 17 8 4 5 21:20 28
Wrexham 17 8 3 6 20:17 27
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Cleveland - New York...........................94:80
San Antonio - Utah................................87:78
Memphis - LA Lakers ........................105:95
Denver - Chicago.................................105:97
Phoenix - Golden State .........................99:96
1. deild karla
ÍS - Skallagrímur................................ 97:106
Eftir tvær framlengingar.
Selfoss - Ármann/Þróttur .................... 89:99
Staðan:
Valur 5 5 0 441:393 10
Skallagrímur 5 4 1 485:407 8
Fjölnir 5 4 1 445:372 8
Stjarnan 5 3 2 388:390 6
Þór A. 5 3 2 424:427 6
Ármann/Þróttur 4 2 2 332:325 4
ÍS 5 1 4 410:437 2
Höttur 5 1 4 378:423 2
ÍG 5 1 4 401:452 2
Selfoss 4 0 4 313:391 0
ÚRSLIT