Morgunblaðið - 12.11.2003, Qupperneq 48
FÓLK Í FRÉTTUM
48 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
erling
Fös 14.11 kl. 20 UPPSELT
Lau 22.11. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
Fös 28.11. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
Lau 06.12. kl. 20 LAUS SÆTI
Ósóttar pantanir seldar daglega
Miðasala í síma 552 3000
Miðasala opin 15-18 virka daga
Ósóttar pantanir seldar daglega
loftkastalinn@simnet.is
Einnig sýnt í Freyvangi
Stóra svið Nýja svið og Litla svið
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Lau 15/11 kl 14 - UPPSELT, Su 16/11 kl 14 - UPPSELT,
Lau 22/11 kl 14 - UPPSELT, Su 23/11 kl 14 -UPPSELT,
Su 23/11 kl 17 AUKASÝNING Lau 29/11 kl 14 - UPPSELT,
Lau 29/11 kl 17 - UPPSELT, Su 30/11 kl 14 - UPPSELT,
Lau 6/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 6/12 kl 17 - UPPSELT,
Su 7/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 13/12 kl 14, - UPPSELT,
Su 14/12 kl 14, - UPPSELT, Lau 27/12 kl 14,
Su 28/12 kl 14, Lau 3/1 kl 14,Su 4/1 kl 14
Miðasala: 568 8000
Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00
miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00
laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00
NÝJUNG - GLEÐISTUND Í FORSALNUM
Forsalurinn opnar klukkutíma fyrir kvöldsýningu
Girnileg smábrauð og léttar veitingar á tilboðsverði
Njótið þess að gefa ykkur góðan tíma í leikhúsinu
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR:
THE MATCH eftir Lonneke Van Leth -heimsfrums.
SYMBIOSIS eftir Itzik Galili
PARTY eftir Guðmund Helgason
Su 16/11 kl 20
Ath: Síðasta sýning
COMMONNONSENSE e. CommonNonsense
byggt á myndlist Ilmar Stefánsdóttur
Fi 13/11 kl 20, Lau 15/11 kl 20
ATH. Takmarkaður sýnngafjöldi
KVETCH e. Steven Berkoff
í samstarfi við á SENUNNI
Fö 14/11 kl 20, - UPPSELT, Su 16/11 kl 20, - UPPSELT,
Su 23/11 kl 20, Fö 28/11 kl 20,
Lau 29/11 kl 20Su 30/11 kl 20
Ath: SÍÐUSTU SÝNINGAR
15:15 TÓNLEIKAR - Atli Heimir Sveinsson
CAPUT - Grand dui conceretante
Lau 15/11 kl 15:15
ANDARTAK - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR
Margrét Eir - hljómsveit
Mi 19/11 kl 22 - kr. 2.000
PERLU-TVENNA PLÚS HANDASPIL
HRINGILHYRNINGUR OG KROPPA-GRÍN
Frumsýning su 16/11 kl 15 - 1000 kr
www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is
Meira (en) leikhús!
PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht
Lau 15/11 kl 20
Síðasta sýning
ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield
Fö 14/11 kl 20, Lau 22/11 kl 20, Fö 28/11 kl 20
MIÐ. 12/11 - KL. 19 UPPSELT
FIM. 13/11 - KL. 18 UPPSELT ATH! BREYTTUR SÝN.TÍMI
MIÐ. 19/11 - KL. 19 ÖRFÁ SÆTI LAUS
ATH! SÝNINGUM FER FÆKKANDI
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA
Forsala miða í Tónastöðinni Skipholti 50 d, hjá kórfélögum
og í símum 893 6276, Þóra og 848 8364, Birna.
VOX ACADEMICA
og
RÚSSÍBANARNIR
Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran.
Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla.
Stjórnandi: Hákon Leifsson.
Endurtekning tónleika frá í vor,
á efnisskránni lög úr ýmsum áttum
og Hjörturinn eftir Hróðmar Inga
Sigurbjörnsson.
SELTJARNARNESKIRKJA
fimmtudaginn
13. nóvember kl. 20.00
Miðasala sími 866 0011
Leikhópurinn Á senunni
Ævintýrið um Augastein
nýtt barnaleikrit
eftir Felix Bergsson
sun. 16. nóv. kl. 14.00
sun. 23. nóv. kl. 14.00
lau. 29. nóv. kl. 14.00
sun. 7. des. kl. 14.00
Miðasala í síma 562 9700
www.idno.is
Mitt fólk hefur aldrei átt skíði
Tónleikar í minningu
Einars Kristjáns Einarsonar gítarleikara
Mið. 12. nóvember Kl. 20:30
Edda Björgvinsdóttir
tekur á móti gestum og losar um
hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45.
Tenórinn
Sun. 16. nóv. kl. 20.00. Örfá sæti
Lau. 22. nóv. kl. 20.00. Örfá sæti
Lau. 29. nóv. kl. 20.00.
Lau. 6. des. kl. 20.00.
Sellófon
Gríman 2003: „Besta leiksýningin“
að mati áhorfenda
150 sýning
Fös. 14. nóv. kl. 21.00. UPPSELT
Lau. 15. nóv. kl. 21.00. UPPSELT
Mið. 19. nóv. kl. 21.00. Nokkur sæti
Fös. 21. nóv. kl. 21.00. UPPSELT
Fim. 27. nóv. kl. 21.00. Örfá sæti
Lau. 29. nóv. kl. 23.00. AUKASÝNING
WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is
Opið frá kl. 18 fimmtudags-
sunnudagskvöld.
FYRIR rúmum 25 árum var met-
söluplöturnar Einu sinni var og Út
um græna grundu að finna á mörg-
um reim- og mótorknúnum plötu-
spilurum þessa lands. Þar sóttu
Gunnar Þórðarson
og Björgvin Hall-
dórsson ásamt
fleiri listamönnum
innblásturinn í hina
vinsælu Vísnabók
og útfærðu í takt
við tíðarandann. Íslenska vísnaplat-
an gengur að vissu leyti út frá þeim
en lagavalið er þó að mestu annað,
ellefu lög af sautján er ekki að finna
á gömlu plötunum. Allt eru þetta vin-
sæl og sígild barnalög og þjóðvísur.
Vandinn er að finna nýjar hliðar á
lögunum til að réttlæta verkið og
skila lögunum áfram til nýrrar kyn-
slóðar. Jón Ólafsson ber hitann og
þungann af því starfi en hann útset-
ur lögin. Sú leið sem hann velur er að
nota klassíska hljóðfæraskipan, ein-
faldar útsetningar og leyfa röddun-
um að njóta sín og platan verður fyr-
ir vikið hlýleg og blátt áfram. Írsk
þjóðlagatónlist og kántrítónlist eru
áhrifsgjafar í mörgum lögum án þess
þó að flaututrillur og fiðlusprettir
hljómi í hverju horni, og þetta fer
vísunum vel. Það er líka vel til fundið
af fá söngvara af ungu kynslóðinni til
að túlka lögin.
Jón leggur til eina nýja lagið á
diskinum, lag við ljóð Steingríms
Arasonar, „Sagan af Sigga“. Boð-
skapur lagsins um nauðsyn þess að
borða hollan mat og leika sér eins og
skemmtilegt fólk hlýtur að falla í
kramið hjá Latabæjaraðdáendum
fyrir utan að lagið sjálft er grípandi
og glaðlegt og Ragnheiður Gröndal
flytur það á líflegan og tilgerðarlaus-
an hátt. Hún fær líka í sinn hlut eitt
skemmtilegasta lagið, „Kvæðið um
litlu hjónin“, sem er hér í hressileg-
um rokkbúningi, og nú fær ný kyn-
slóð barna tækifæri til að velta fyrir
sér af hverju litla Gunna elskar hann
litla Jón svo lítið. (Leiðindavilla er á
umslagi þar sem stendur að Jón Jós-
ep syngi lagið.) Hún fer líka mjög vel
með hið fallega lag Gunnars Þórð-
arsonar „Kvölda tekur“ og mjúk og
hlý röddin fellur vel að trega og
hægð lagsins. Annað lag engu síðra
er „Gekk ég upp á hólinn“ sem Jón
Jósep syngur á afslappaðan og ang-
urværan hátt (hangir þó dálítið mik-
ið á n-unum) og sveitasælustemmn-
ingin er undirstrikuð með
kántríkeim og slide-gítar. Jóhanna
Guðrún hefur sterka og sérstaka
rödd og lög sem bjóða upp á nokkra
dramatík og tilþrif eins og „Kvæðið
um fuglana“ eftir Atla Heimi og
„Bráðum kemur betri tíð“ eftir
Gunnar Þórðar henta henni vel þar
sem hún fær að reyna á röddina. Það
kemur ekki á óvart að hin karlmann-
legu kvæði „Nú er frost á Fróni“ og
„Á Sprengisandi“ eru lögð í hendur
strákanna, þeirra Jóns Jóseps og
Sverris Bergmann, sem syngja þau
hressilega, og spaghettívestrabún-
ingurinn á Sprengisandslaginu
smellpassar og gefur því nýja vídd
og gaman að heyra „hitt“ Sprengi-
sandslagið notað í gítarköflunum.
Sverrir Bergmann nær næstum að
eyða fordómum mínum gagnvart
laginu „Bokki sat í brunni“, sem mér
þótti afar leiðinlegt í æsku, væmið og
endurtekningasamt, en hann syngur
það yfirlætislaust og kántrísvipurinn
lyftir laginu upp. „Maístjarnan“
stingur dálítið í stúf við vísna-
stemmninguna á plötunni og þótt
Þórunn Antonía syngi hana ágæt-
lega finnst mér túlkunin heldur of
„sæt“ og dálítið gleitt sungið, hið
sama loðir við „Smaladrenginn“.
Betur tekst til í „Í Hlíðarendakoti“,
þar sem tær og björt rödd hennar
passar vel við fjörlega útsetningu
lagsins, og hún nær að blása nýju lífi
í hin lúnu lög „Ég langömmu á“ og
„Aravísur“ og nær sérlega fallegum
tónum í því síðarnefnda.
Frágangur allur er prýðilegur,
textabók fylgir eins og nauðsynlegt
er með barnaplötu og inngangur
Jónatans Garðarssonar fróðlegur og
gefur ýmsar upplýsingar um laga-
og textahöfunda. Foreldrar ættu svo
að setja sig í stellingar og vera við-
búnir að svara hvað hvítleit
hringaskorðan, keifað og geyjað og
fleiri skemmtileg orð þýða.
Tónlist
Keifað
og geyjað
Íslenska vísnaplatan
Ýmsir flytjendur
Steinsnar
Þjóðvísur og ljóð við lög ýmissa tón-
skálda. Söngvarar: Jóhanna Guðrún, Jón
Jósep Snæbjörnsson, Ragnheiður Grön-
dal, Sverrir Bergmann, Þórunn Antonía.
Hljóðfæraleikarar: Guðmundur Pét-
ursson, gítar o.fl., Jón Ólafsson hljóm-
borð, bakraddir, Jóhann Hjörleifsson,
trommur, Róbert Þórhallsson, bassi, Egg-
ert Þorleifsson, flautur, Dan Cassidy,
fiðla. Upptökustjórn og útsetningar: Jón
Ólafsson.
Steinunn Haraldsdóttir
Morgunblaðið/Ómar
Sterk og sérstök rödd Jóhönnu
Guðrúnar nýtur sín vel á Íslensku
vísnaplötunni.
Bílasmáauglýsingar
með mynd
995 kr.
fyrir áskrifendurbílar