Morgunblaðið - 12.11.2003, Page 56

Morgunblaðið - 12.11.2003, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. TVEIR kambar á einum hana geta varla talist algengir, en hænsni af ís- lenska stofninum eru sérstök að því leyti að þau hafa margar kambgerð- ir og taka kambarnir á sig hinar ýmsu myndir. Tvíkamburinn á hananum á myndinni er eins og tveir vængir á höfðinu og er fuglinn því vígalegur í útliti. Benedikt Kristjánsson, bóndi á Hólmavaði, segist ekki hafa séð svona kamb áður og geta víst margir tekið undir það. Á Hólmavaði er mikið af skraut- hænsnum, en þar gala hanarnir hver í kapp við annan og hefur fjöl- skyldan mikla ánægju af þessu lit- skrúðuga fiðurfé. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Furðufugl með tvo kamba Laxamýri. Morgunblaðið. MIKLAR skemmdir hafa verið unnar í Urðarvita í Vestmannaeyjum. Upp komst um skemmdarverkið er vitavörðurinn kom í vitann í gærdag. Eftir skemmd- irnar er vitinn óvirkur. Urðarviti stendur austast á Heimaey og vísar sjófarendum rétta leið til hafnar og varar við hættum. Að sögn Guðjóns Jónssonar, vitavarðar Urðarvita, var aðkoman hörmuleg, geng- ið hefur verið með þung barefli og 14 millimetra plexigler vitans allt mölbrotið auk þess sem farið var inn í vitahúsið og öll stjórntæki vitans eyðilögð. Guðjón tel- ur tjónið nema hundruðum þúsunda ef ekki milljónum. Morgunblaðið/Sigurgeir Urðarviti óvirkur eftir skemmdarverk  Öll tæki/16 SAMÞYKKT var á fundi ríkis- stjórnarinnar í gær að leggja til við Alþingi að greiddar verði 140 millj- ónir króna til sauðfjárbænda og er miðað við að greiðslan verði innt af hendi fyrir áramót. Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra segir að þessi ákvörðun sé liður í því að koma til móts við vanda sauðfjár- bænda, en talið sé að tekjuskerðing þeirra á þessu ári nemi um 250 milljónum. Jóhannes Sigfússon, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segist vera alveg þokkalega sáttur við samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær. Jóhannes segir úrræðin sem um er að ræða vegna vanda sauð- fjárbænda tvíþætt. „Í fyrsta lagi er brugðist við þessari miklu kjara- skerðingu sauðfjárbænda. Það er gert að hluta til og það munar veru- lega um það. Í annan stað eru menn að samþykkja að fara í ákveðna framhaldsvinnu til að reyna að komast út úr þessu hjól- fari. Það er ekki síður mikilvægt,“ segir Jóhannes en hann átti sæti í nefnd landbúnaðarráðherra sem falið var að gera tillögur um lausnir á vanda sauðfjárbænda. Samþykkt ríkisstjórnarinnar felur í sér að þessi sérstaki stuðningur við bændur miðist að hálfu við bein- greiðslurétt sauðfjárbænda í ár og að hálfu við framleitt magn dilka- kjöts á lögbýlum. Hver bóndi fær 100 þúsund Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka Íslands, segir að sauðfjár- bændur á landinu öllu séu um 2.000 og ef þessu sé deilt jafnt niður fái hver og einn bóndi um 80 þúsund krónur. Hann sagðist telja að með- alsauðfjárbú fengi um 100 þúsund krónur. Ennfremur samþykkti ríkis- stjórnin að heimila þeim sauðfjár- bændum er náð hafa 63 ára aldri að halda óskertum beingreiðslum til loka samnings um framleiðslu sauðfjárafurða til 2007, án skyldu um sauðfjáreign. Þá var samþykkt að fela utanríkisráðuneytinu að styðja við markaðssetningu dilka- kjöts erlendis í samstarfi við aðila er unnið hafa að málaflokknum. Ríkisstjórnin samþykkir aðgerðir vegna vanda í sauðfjárrækt Sauðfjárbændum greiddar 140 milljónir  Fá greiddar/11 FRIÐRIK Ólafsson hefur forystu í einvígi þeirra Bents Larsens með einn og hálfan vinning gegn hálfum eftir tvær skákir. Róbert Harðarson, vara- forseti skákfélagsins Hróksins, segir fyrstu við- ureign meistaranna hafa einkennst af vinarþeli. Í seinni skákinni tefldi Friðrik fram svörtu og hafði betur. Upp kom Sikileyjarvörn, sama byrjun og í fyrri skákinni. „Kapparnir skiptust snemma upp á drottningum og upp kom endatafl þar sem Friðrik hafði biskupaparið, en það skipti sköpum. Seinni skákin var mun snarpari og meira í anda hins gamla sóknarstíls Friðriks Ólafssonar, sem nýtti sín færi til fullnustu og knúði Larsen til uppgjafar, við mikið lófaklapp fjölmargra áhorfenda.“ Mikill fjöldi fylgdist með þetta fyrsta kvöld einvíg- isins og var fjöldi uppsettra taflborða til reiðu fyrir gesti ef þeir vildu grípa í eins og eina skák. Fjöldi gesta nýtti sér þessa aðstöðu í hléinu. Einar Karl Haraldsson og Össur Skarphéðinsson voru meðal þeirra sem fylgdust með einvíginu. Þeir sögðu gam- an að sjá þessa gömlu kappa leika á ný á Hótel Loft- leiðum. „Það er náttúrlega stórkostleg upplifun að sjá hvað þessir gömlu víkingar eru eldhressir og skemmtilegir ennþá,“ sagði Einar Karl, sem sagði miklar tilfinningar hafa fylgt einvíginu í gamla daga, sérstaklega vegna sambandsins við Dani, en nú einkenndust tilfinningarnar af frændskap og norrænu bræðralagi. Össur sagði Bent Larsen vera einn allra skemmtilegasta skákmann sem hann hefði fylgst með, hann hefði mikla persónutöfra og skemmtilega framkomu. „Þeir eru líka svo hlýir hvor í annars garð. Það er gaman að tala við Larsen, hann þekkir Ísland vel og virðing hans fyrir Friðriki er mikil.“ Stórmeistarinn Predrag Nikolic skýrði skákirnar. Sagði hann þá félaga þekkja skákstíl hvor annars svo vel að þeir tefldu grimmt til vinnings með svört- um. Morgunblaðið/Ómar Friðrik Ólafsson stórmeistari hugsar djúpt í einvíginu við Bent Larsen á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. Friðrik lagði Larsen Fyrsta viðureignin einkenndist af vinarþeli Guðfríður Lilja Grétarsdóttir brosti breitt þegar ljóst var að Friðrik Ólafsson hafði unnið aðra skák- ina gegn Bent Larsen. Við hlið hennar er slóvakíska skákkonan Regina Pokorna. ALLS skipta 33 skip og bátar með sér byggðakvóta Akureyrar á yfirstandandi fiskveiðiári eða 5,5 tonnum. Akureyrarbær mun ekki hlutast til um ráðstöfun kvótans og því skiptist hann á öll skip með skráða heimahöfn á Akureyri, eftir aflahlutdeild þeirra. Sjávarútvegsráðuneytið úthlutar á þessu fiskveiðiári 1.500 þorskígildistonna byggða- kvóta til byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Þar sem sveitarstjórnir munu ekki hlutast til um ráðstöfun byggðakvótans mun sjávarút- vegsráðuneytið skipta þeim veiðiheimildum sem koma í hlut hvers sveitarfélags milli einstakra fiskibáta sem skráðir eru frá við- komandi sveitarfélagi. Úthlutað eftir aflahlutdeild Akureyrarbær er eitt þeirra þrettán sveitarfélaga sem ætla ekki að hlutast til um ráðstöfun byggðakvótans en bæjar- félaginu var úthlutað 5,5 tonnum af kvót- anum. Alls eru gerð út 33 aflamarksskip og krókaaflamarksbátar frá Akureyri og verð- ur kvótanum úthlutað til þeirra allra eftir aflahlutdeild í botnfiski. Ljóst er að byggða- kvóti einstakra skipa verður talinn í kílóum fremur en tonnum en ætla má að stærstur hluti kvótans komi í hlut stóru útgerðar- félaganna tveggja, Útgerðarfélags Akur- eyringa og Samherja. Ísafjarðarbær mun heldur ekki hafa af- skipti af ráðstöfun byggðakvótans en sveit- arfélaginu hefur verið úthlutað 119 tonna byggðakvóta. Alls eru 57 bátar og skip gerð út frá Ísafirði, Flateyri, Suðureyri, Þing- eyri og Hnífsdal og skiptist byggðakvótinn á milli þeirra eftir aflahlutdeild. Eins mun byggðakvóti Bolungarvíkur, rúm 66 tonn, skiptast á milli 31 báts sem þar á heimahöfn og á Hornafirði fá 41 skip og bátar hlutdeild í 26 tonna byggðakvóta, svo dæmi séu tekin. 33 skip á Akureyri fá saman 5,5 tonna byggðakvóta Mest kemur í hlut Sam- herja og ÚA UNGLINGSPILTUR, sem fannst meðvitundarlaus á botni Breiðholts- laugar klukkan rúmlega sex í gær- dag, var fluttur á bráðadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss. Sund- laugarvörður, sem var uppi í eftirlitsturni við laugina, sá drenginn á botni laugarinnar, hljóp þegar nið- ur og maður í lauginni kafaði niður að drengnum og náði honum upp. Hófu þeir þegar lífgunartilraunir, vörðurinn reyndi að blása lífi í drenginn og sundlaugargestur hóf hjartahnoð. Læknir, sem var gest- komandi í lauginni, kom til hjálpar og hélt lífgunartilraunum áfram. Tókst að koma hjartslætti í gang og hóstaði drengurinn upp vatni. Var honum gefið súrefni og var því haldið áfram í sjúkrabílnum á leiðinni á bráðamóttöku. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan drengsins í gærkvöldi. Hætt kominn í sundlaug ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.