Vísir - 16.10.1980, Side 9
HH0f r><ibiio 41 ’UKtíi'íinmil
Fimmtudagur 16. október 1980.
9
„Skyldi til dæmis vera fráleitt aö finna dæmi um tlfaldan launamun milli tveggja Dagsbrúnarmanna
eftir daginn? Og hvernig skyldi það vera innan sjómannastéttarinnar?”
í BUNDGðTU
Hún er býsna einkennileg
staðan i samningamálunum
núna. Samningamálin virðast
komin i algera blindgötu og
reyndir verkalýðsforingjar
verða undarlegir á svipinn og
fara að reyna að telja stjörnurn-
ar um hábjartan daginn, ef á þá
er gengið með spurningar um
hvað raunverulega sé á seyði. I
fyrsta skipti sem ég man eftir
!fara valdamiklir verkalýðsfor-
ingjar að tala um að leysa beri
vinnudeilu með lagasetningu.
Til skamms tima hefur frjáls
samningsréttur verið grund-
vallaratriði i munni verkalýðs-
foringja og þeir hafa af göflun-
um gengið um sinn, þegar laga-
setning hefur bundið enda á
vinnudeilur.
Lög eöa ekki lög?
Að visu hefur það orðið ofan á
i verkalýðshreyfingunni að
biðja ekki um lagasetningu — i
orði að minnsta kosti. En það er
langt i frá að menn séu einhuga
um þá lausn. Margir reyndir
verkalýðsforingjar fara ekkert
dult meö þá skoðun sina að deil-
una nú eigi að leysa með laga-
setningu. Þessir menn eru rót-
tækir, margir gamlir jaxlar, og
finnst timi til kominn að „nota
andskotans völdin” eins og einn
þeirra hreytti út úr sér. um dag-
inn. „Lög hafa ekki svo sjaldan
verið notuð til að klekkja á okk-
ur” bætti hann við, ,,að það
mætti nota þau einu sinni i okk-
ar þágu”.
En hvað á þá að lögfesta og
hvernig? Hætt er við að um það
séu menn hvergi nærri sam-
mála. Sumir tala um BSRB
samkomulagið sem fyrirmynd,
aðrir tillögu sáttanefndar, enn
aðrir vilja blöndu úr þessu. En
til þess að fallast á lögbindingu
verður að fara krókaleiðir,
segja þeir, sem vilja halda i
„prinsippiö” Þá væri t.d. hægt
að láta Reykjavikurborg riða á
vaðið og semja i anda sáttatil-
lögunnar, sem verkalýðs-
heyfingin hefur viðurkennt sem
umræðugrundvöll, svo kæmi
Sambandið á eftir og svo
kannski fleiri kaupstaðir. Þá
væri komið það mikið fordæmi,
að unnt væri að sætta sig við
lagasetningu, segja þessir
menn. „Það er bara hvort
Reykjavík er nógu rauð . . .”
bæta þeir hugsandi við.
En hvers vegna . . .?
Þetta er allt gott og blessað.
En sé gengið á menn og þeir
spuröir hvers vegna að minnsta
kosti hluti verkalýðshreyfingar-
innar gæti sætt sig við að leysa
þessa deilu meö lögum, ja þá
vandast málið. Vinsælasta
skýringin i augnabiikinu er sú
að vinnuveitendur ætli sér alls
ekki að semja, vegna þess að
þeir vilji fella rikisstjórnina.
Það standi verkalýðshreyfing-
unni næst að vernda hana og
hjálpa henni til að koma á ýms-
um félagslegum umbótum og
þvi væri þolandi að vikja einu
sinni frá þeirri meginstefnu að
neita lagasetningu um samn-
inga.
Allt kann þetta að vera rétt,
en ekki man ég eftir þeirri
vinnudeilu, þar sem forkólfar
verkalýðshreyfingarinnar voru
ekki handvissir um að einmitt
nú ætluðu vinnuveitendur alls
ekki að semja. Það er þvi alveg
Magnús Bjarnfreðsson
f jallar að þessu sinni um
samningamálin og segir
meðal annars um Alþýðu-
sambandið/ að það sé orð-
inn hálfgerður óskapnað-
ur, sem hangi að því er
best verði séð helst sam-
an á vananum og óttanum
við breytingar. Það sé
ekki lengur samband lág-
launafólks, heldur vett-
vangur hálaunafólks og
sérréttindastétta, ekkert
siður en verkamanna.
á mörkunum að þessi skýring sé
mér næg. Nokkrir raunsæis-
menn benda á aö þing ASl sé
framundan og það sé útilokað
fyrir forystumennina að mæta
þar eftir að hafa gert samninga
um eitthvert litilræði. Þetta
þing verði fyrst og fremst
valdabaráttuþing milli
stjórnarliða og stjórnarand-
stöðu og reynslan sýni að völd i
Alþýðusambandinu séu svo
mikilvæg pólitiskt að menn geti
ekkert gert sem tefli þeim i tvi-
sýnu. Nú er það að visu óþolandi
að pólitiskt skæklatog verka-
lýösforingja skuli halda efna-
hagsmálum þjóðarinnar i
heljargreipum, en liklega kom-
ast þessir menn þó svolitið ná-
lægt kjarna málsins.
Óskapnaður
Alþýðusamband Islands er
orðið hálfgeröur óskapnaöur,
sem hangir að þvi er best veröur
séð helst saman á vananum og
óttanum við breytingar. ASl er
ekki lengur samband láglauna-
fólks, það er vettvangur há-
launafólks og sérréttindastétta,
ekkert siður en verkamanna.
Lifskjör og hagsmunir þess
fólks sem á aðild að ASl eru svo
gjöróllk, að engu tali tekur.
Launamismunurinn er marg-
faldur. Hann er ekki bara milli
sérsambanda — ég er ekki að
tala um uppmælingaaðalinn
svonefnda — hann er einnig inn-
an stéttarfélaganna. Skyldi til
dæmis vera fráleitt að finna
dæmi um tifaldan launamun
milli tveggja Dagsbrúnar-
manna eftir daginn? Og hvernig
skyldi þaö vera innan sjó-
mannastéttarinnar? Ætli það sé
ekki tilfellið að þeir sem vinna
erfiðustu og hættulegustu störf-
in á litlu bátapungunum, sem
farast einn eða fleiri I illviðrum
á hverju ári, séu með margfalt
minna kaup en þeir sem vinna I
yfirbyggöum skipum, þar sem
slys verða vart nema fyrir
handvömm sjómanna sjálfra?
Allt byggist þetta á samningum
um einhver sérréttindi eða
aukagreiðslur, þvl allt er þetta
fólk láglaunafólk samkvæmt
grunntöxtum. Sum þessara sér-
réttinda eru ný, önnur gömul og
löngu úrelt. En enginn vill
sleppa neinu þvi sem hann hefur
fengið. Þess vegna er engu hægt
að breyta. Með betri atvinnu-
tækjum og aukinni hagræðingu
vex launamunurinn enn, — og
um leið óskapnaðurinn.
Verkalýðshreyfingin er eins
og púðurtunna. óánægjan meö
launamismuninn, sem forystan
ver I líf og blóð I raun, um leið og
hún reynir að breiða yfir hann,
vex sifellt. Þetta vita vinnuveit-
endur og spila auðvitað á það —
þótt þeir þræti lika fyrir það.
Verkalýðshreyfingin er að
verða risi á brauðfótum, svo
notuð sé samliking, sem er vin-
sæl nú til dags I umræðum um
ákveðinn stjórnmálaflokk.
Er á meðan er!
Einhvern tlmann verður
sprenging I þessari púöurtunnu
og menn fara að tala hrein-
skilnislega. En frestur er á illu
bestur og enginn veit hvað slík-
ar breytingar hafa i för með sér.
Þær geta gerbreytt valdahlut-
föllum I hreyfingunni og ómögu-
legt er að segja hverjar þær
breytingar verða. Þess vegna
sér samtrygging verkalýðs-
foringjanna um að viðhalda
óbreyttu ástandi eins lengi og
unnt er. Það gæti verið stór-
hættulegt að koma inn á ASI
þing eftir að hafa gert samn-
inga, sem enn hafa aukið launa-
biliö milli taxtanna 600, eða
hvað þeir eru nú margir. Þá er
aö skömminni til skárra að hafa
fengið lög, sem gera kleift að
fresta raunhæfri umræðu i
a.m.k. eitt ár. Stjórnarand-
stæðingar geta þá skammaö
rikisstjórnina að vild, hinir
brosa I kampinn og fá sér I nef-
ið. Magnús Bjarnfreösson.
Eru leiktækja-
sallrnir undan-
fari tívoiís?
Ein er sú grein atvinnurekstr-
ar sem séð hefur dagsins ljós
slðustu ár I höfuðborginni er
kallast „leiktækjasalir”. ls-
lendingum hefur ávallt veriö
gjarnt að draga fólk og jafnvel
fyrirtæki I dilka og flokkast
þessi grein fyrirtækja undir þau (
siöari.
Hver er ástæðan til þess?
Þessu er erfitt aö svara, en
stærstan hlut á þar þröng-
sýni. Þá spilar eigingimi og
öfund llka nokkuö inn i þessa
afstöðu. Imynd margra er, að
eigendur viðkomandi fyrirtækja
„græði” offjár á þessum rekstri
og eins og allir vita er „gróöi”
vltavert fyrirbrigði, alla vega
meðan hann fer I vasa náung-
ans. Leiktæki þessi eru og
„stórvarasöm” fyrir viökom-
andi iðkendur og miklar likur á
að þeir verði háðir þessum
„apparötum” um aldur og ævi.
Maður setur einn eða jafnvel
tvo 50 kr. peninga I rauf og svo
þeytir maður kúlu fram og aftur
eftir fleti og að launum fær
maður stig, mismunandi há
eftirleikni manns með kúluna. I
öðru tæki situr maöur og heldur
um stýri og bifreiö birtist á
skermi fyrir framan mann á
fleygiferð og galdurinn er að
halda henni á götunni gegnum
beygjur og yfir hæðir.
Já, þetta er greinilega hættu-
legt, mannákemmandi og ekk-
ert menningarlegt og maður
getur ekki grætt neitt eins og I
Rauða kross kössunum (þar fer
„gróðinn” til llknarstofnunar
og er þar tvennu óllku saman að
jafna!) en þeir gefa peninga til
baka sé maður heppinn.
Hver er //lýðurinn?"
Svo er nú það alversta. Þessir
staðir laða aö sér urmul ung-
linga, sem flokkast undir lýð I
okkar samfélagi. Þessi „lýður”
er oft að fara I eða koma úr
gagnfræðaskólum, verslunar-
skóla, iðnskóla, menntaskóla,
kvennaskóla og jafnvel vinnu.
Og þvi miður er þetta ekki
samansafn tossanna úr viðkom-
andi skólum heldur er meðal
nemandinn I meirihluta og dúx-
arnir llta einnig inn. Þá væri nú
hollara fyrir þau að hanga inni I
næstu sjoppu eða á hallæris-
planinu, fyrst þau geta ekki set-
ið heima og séð menningarbæt-
andi rússneskan „vestra” I
sjónvarpinu. Og hvað með alla
unglingaskemmtistaðina I borg-
inni, sem allir vita jú að eru á
hverju horni? T.d. Tónabær,
væri ekki skynsamlegra að
safna aurunum saman sem i
leiktækin fara og skreppa i
Tónabæ. Slikt kvöld kostaöi að-
eins eitt par þúsund, ef vinandi
og leigubill eru frátaldir, því is-
lenskir unglingar drekka jú
ekki.
Leiktæki hér og þar
Sem betur fer eru ekki allir
sem horfa þessi fyrirtæki þess-
um augum. Undirritaður, fyrr-
um meðeigandi og stofnandi
eins þessara fyrirtækja (varð að
selja, gróðinn farinn að há mér)
er nú sem stendur búsettur i
Bandarikjunum, nánar tiltekiö
Memphis Tennessee og er þar
viö háskólanám. Hér lltur fólk
svona leiktæki öðrum augum en
heima þ.e.a.s. meötekur þau
sem leiktæki til afþreyingar.
Leiktækin eru bæöi I sérstökum
sölum eða dreyft eitt eða fleiri i
verslunum, matsölustööum,
skemmtistöðum, brautarstöð-
um, kvikmyndahúsum og meira
segja i skólum. Ekki þykir
þetta mannskemmandi hér,
heldur jafn sjálfsagt og sjón-
varpsherbergin og staðsett hér I
kjarna æöstu menningarstofn-
unar borgarinnar.
Draumurinn um tívolí
Nei, tslendingar sem ferðast
hafa erlendis vita hvað um er aö
ræða og vita að tæki þessi eru
eingöngu smæstu leiktækin sem
öll tlvoli og skemmtigaröar
bjóöa upp á. Þarna erum við
komin aö draum okkar er stofn-
uöum leiktækjasal þann er ég
átti aðild aö. Þaö var að byrja
meö smæstu tækin og þróa þetta
með tlmanum upp i lltinn inni-
skemmtigarð, tivoli, með til-
heyrandi hringekjum, spegla-
sal, draugagöngum, bilapalli
o.s.frv. Einhvers staðar verður
aö byrja og betra er smátt en
aldrei!
En varla vorum við búin aö
opna dyrnar er „kerlingarnar”
sáu draugana og byrjuöu að
gráta. „Lokiðþessum hættulegu
fyrirtækjum eöa i þaö minnsta
takmarkið inngöngu við 12-15
ára aldur”. Nokkrir borgarfull-
trúar sáu þarna hugsanleg at-
kvæði, ákváðu aö auka vin-
sældirnar og vörpuöu þessu
fram á fundum. Auðvitaö kem-
ur það málinu ekkert við þó
flokkar þessara „fulltrúa”,
væru búnir að hafa það á stefnu-
skrá (að visu fyrir kosningar)
aö koma upp skemmtigarði,
tivoli I borginni. Við biðum með
öndina i hálsinum. Yröi það
raunverulega tilfellið að ráöa-
neðanmóls
Þorsteinn Fr. Sigurösson,
námsmaöur í Bandaríkj-
unum hefur sent Vísi
meðfylgjandi grein um
leiktækjasali þar sem
hann undrast afstööu ým-
issa aöila, sem hafa horn
i síðu þess konar fyrir-
tækja hérá Islandi og bið-
ur um að þeim verði gef-
inn starfsfriður.
menn settu reglugerð, er I fram-
tiðinni þýddi að skemmtigarður
væri bannaöur börnum og jafn-
vel unglingum? Nú slikt getur
ekki skeð.
Aurar í vél eða hendi
Hverjum datt i hug að
skammast eða rifa niöur fram-
takssemi aðstandenda heimilis-
sýningarinnar, er þeir leigðu
ferðativoli hingáö I haust. I stað
þess að stinga peningunum i
rauf á tækjunum sjálfum, stóð
maður hjá og tók við aurunum
og setti svo I gang. Skyldi hafa
hvarflað að einhverjum borgar-
fulltrúa að setja aldurstakmark
þarna á?
Agætu lesendur, þó undir-
ritaður eigi ekki lengur aðild aö
þessum rekstri er það honum
kappsmál að frjáls rekstur at-
vinnufyrirtækja verði, sem
lengst viö lýði á Islandi.
Það er von min að greinar-
korn þetta hafi aðeins opnaö
augu þeirra er litu leiktækjasali
hornauga. Gefið eigendum
þeirra starfsfrið og von um að i
framtiöinni eigi þeir stóran þátt
I að færa okkur hiö langþráða
tivoli sem hentar okkar erfiðu
aðstæðum þ.e. inmtivoli.
Þorsteinn Fr. Sigurðsson.