Vísir - 16.10.1980, Qupperneq 22
22
Fimmtudagur 16. október 1980.
mcmnlíí
„Dauda-
sveitin”
, frá
íslandi
Þaö muna sjálfsagt
margir eftir Brooke Shields,
sem varð heimsfræg er hún
tólf ára gömul lék gleðikonu
i kvikmyndinni „Pretty
Baby" sem sýnd var hér i
Háskólabiói ekki alls fyrir
löngu. Frami Shieldsá hvita
tjaldinu virðist ætla að
verða skjótur, enda er móöir
hennar talin ein sú alharð-
asta í umboðsbransanum og
unir hún sér engar hvíldar
við að koma dótturinni á
framfæri við framleiðend-
ur.
Shields, sem nú er
fimmtán ára gömul, hefur
nýlega lokið við að leika í
nýrri mynd sem ber heitið
„Bláa lónið" en mótleikari
hennar i myndinni er
sautján ára unglingspiltur,
Christopher Atkins.
Myndin hefst árið 1901 er
skip, sem er á leið milli
Evrópu og Ameríku ferst en
aðeins þrír komast af, mat-
sveinninn og tveir krakkar.
Þau hef ja nýtt lif á eyðieyju
og eftir að matsveinninn
hefur kennt börnunum að
komastaf á eyjunni drukkn-
ar hann.
Börnin verða því að berj-
ast upp á eigin spýtur og
auðvitað fer ekki hjá því, að
ástin kviknar í brjóstum
þeirra og ekki liður á löngu
þar til þeim fæðist sonur.
Lifi þeirra á eyjunni er líkt
við Paradís og þrátt fyrir
ýmsa erfiðleika fær myndin
hinn ákjósanlegasta endi
eins og vera ber. Engum
getum skal að þvi leitt hve-
nær „Bláa lónið" verður
tekin til sýninga hér á landi
en meðfylgjandi Ijósmyndir
eru úr myndinni.
Brooke Shields og Christopher Atk-
ins í hlutverkum sinum sem ung-
lingarnir á eyöieyjunni.
Ást í
Para-
dts
Þeir eru átta saman og
ganga undir nafninu „Dauöa-
sveitin frá Islandi”. Þeir hafa
vakiö mikla athygli i Noregi,
en eru ekki hópur hryðju-
verkamanna eins og jafngiftin
gæti bent til.
Þessir átta tslendingar eru .
mættir til starfa i Noregi þar
sem sláturtiðin stendur sem
hæst eins og hér heima á
Fróni. I sláturhúsinu i Lille-
hammer hafa þeir vakið mikla
athygli fyrir störf sin og þess
vegna ganga þeir undir nafn-
giftinni „Dauöasveitin”.
Þeir þykja meö eindæmum
flinkir viö aö flá skinnin af
Umsjón:
Sveinn
Guöjónsson.
kindaskrokkunum þegar
skrokkarnir koma á færibandi
frá þeim sem bindur enda á lif
þeirra. Þar bíður „Dauöa-
sveitin” meö hnifana á lofti og
skjótar en augu á festir svipta
þeirgærunum af skrokkunum.
Hefur leikni þeirra i þessu
starfi vakiö mikla athygli
Norömanna.
Fóstbræörakonur annast létt skemmtiatriöi svo sem ballettdans...
Fóstbrædur
bregða
Haustskemmtanir karlakórsins
Fóstbræöra eru nú aö hefjast en
þær veröa haldnar föstudags- og
laugardagskvöld nú næstu
vikurnar og veröur sú fyrsta á
laugardagskvöldiö kemur.
Skemmtanir þessar eru haldnar
fyrir styrktarfélaga kórsins og
gesti þeirra og kennir þar ýmissa
grasa.
A skemmtununum syngur kór-
inn nokkur létt lög undir stjórn
Ragnars Björnssonar og einnig
d leik
veröur einsöngur og kvartett-
söngur. Þá munu Fóstbræörakon-
ur hafa I frammi gamanmál og
létt skemmtiatriöi og aö sjálf-
sögöu veröur svo stiginn dans
fram eftir nóttu. Stjórnandi
skemmtananna veröur einn af
félögum kórsins, Þorgeir Ast-
valdsson.
Meöfylgjandi myndir tók Ella
ljósmyndari VIsis á æfingu i Fóst-
bræðraheimilinu viö Langholts-
veg nú i vikunni.
.... og dramatíska harmleiki.
VIsismynd:Ella
Hér sjást tveir félagar „Dauöasveitarinnar” aöstörfum I slátur-
húsinu 1 Lillehammér.
Ekkifór hjá þviaöástin kviknaöi 1 brjóstum unglinganna.