Vísir - 16.10.1980, Síða 32
vtsm
f t.t * M • ♦
Fimmtudagur 16. október 1980
síminnerdóóll
Veöursoá
dagsíns
Yfir tslandi og hafinu suður-
undan er minnkandi 1036
millibara háþrýstisvæöi, held-
ur mun hlýna i veðri.
Suðurland Faxafldi, suð-
vesturmiö og Faxaflóamiö:
suöaustan gola eða kaldi,
skýjaö og hætt við slydduélj-
um á stöku stað á miöum.
Breiðafjörður, Vestfirðir,
Breiðafjarðarmið og Vest-
fjaröarmið: suðvestan kaldi
og viða él. Strandir og Noröur-
land vestra, Norðuriand
eystra, norðvesturm ið og
norðausturmið : sunnan og
suöaustan kaldi, skýjað en úr-
komulaust að mestu. Austur-
land að Giettingi, austurmið
og Austfjarðarmið: norövest-
an. gola eða kaldi, skýjað og
dálitil él á miðum. Suðaust-
urland og suöausturmiö:
norðaustan gola, skýjað.
VeðríOhér
ogbar
Akureyriskýjaö -r5, Bergen
léttskýjað-r 2,Helsinkiskýjað 8,
Kaupmannahöfn þoka 6, Osló
léttskýjaö 1, Reykjavikskýjaö
1, Stókkhólmurskýjaö 3, Þórs-
höfn léttskýjað 2, Aþena heið-
skirt 20, Berlfn hálfskýjað 9,
Frankfurt þoka 9, Nuukskýj-
að 5, Chicago alskýjað 12,
Feneyjar rigning 12, London
alskýjaö4, Luxemborgþoka 9,
Las Palmas skýjað 22, New
Yorkskýjað 14, Rómskýjaö20
og Vin skýjað 10.
Loki
ASt-menn boöa allsherjar-
verkfali 29. október, sem er
afmælisdagur Þorsteins Páls-
sonar, framkvæmdastjóra
Vinnuveitendasambandsins.
Þettaer sennilega gert til þess
að launþegar geti fjölmennt f
afmælið hans!
Allsherjarverkfall
á afmæii Þorsteinsi
Vlnnuveitendasambandiö undirbýr verkbannsaögerðir
Aðalsam ninganefnd ASt
ákvað á fundi sinum i gær, að
lagt yrðitil viö alildarfélögin, að
þau boði til vinnustöðvunar um
land alit 29. nóvember n.k. og
þrýsti þannig á um samnings-
gerö. Athygli hefur vakið aö
þennan dag á Þorsteinn Páls-
son framkvæmdastjóri VSt af-
mæli. Þá fól nefndin 14 manna
viöræöunefnd ASt að leita eftir
samningum við riki og bæjarfé-
lög, og jafnframt að taka
ákvörðun um frekariaðgerðir ef
þörf krefur.
A fundi 43ja manna nefndar-
innar voru vinnubrögð Vinnu-
veitendasambandsins I fyrir-
standandi samningaviðræðu
harölega fordæmd. Segir m.a. I
ályktun frá fundinum, að neiti
VSl samningum, hljóti að koma
til vinnustöövunar á ábyrgð
þess.
Sambandsstjórn Vinnuveit-
endasambandsins sat einnig á
fundi I gær, og var þar m.a.
itrekuð afstaða VSl til tillögu
sáttanefndar. Varðandi áfram-
haldandi viðræður, kvaöst
stjdrnin reiöubúin til að hefja
þri'hliða viðræöur ásamt ASl og
stjórnvöldum um skattalækk-
anir og fjölskyldubætur. Aöilar
komi sér saman um 4 ára áætl-
un um skipan starfsaldurs-
hækkana i' kjarasamningi,
áfram veröi unniö að samkomu-
lagi um 11-12 mánaöa launa-
greiöslur i veikinda-og slysatil-
fellum og að samningar gildi til
1. nóv. 1982.
Loks segir f ályktun frá VSl,
að i framhaldi af verkfallshót-
unum ASl hafi sambandsstjórn
VSl ákveðiö að skipa 11 manna
nefnd til að gera tillögur um
verkbannsaögerðir i varnar-
skyni, ,,ef nauðsyn krefur”.
— JSS
Umræður ulan
dagskrár um
Flugleiðamállð:
„öboi-
andi
bið"
- segir FriðríK
Sophusson
„Þetta er orðin óþolandi biö
fyrir starfsfólk Flugleiða, sem á
alit sitt undir ákvörðunum rikis-
stjórnarinnar, bæöi er varðar
bein framlög vegna Atiantshafs-
flugsins og eins vegna rikis-
ábyrgðarinnar,” sagöi Friðrik
Sophusson, alþingismaður, f sam-
tali við Visi I morgun.
Friðrik verður málshefjandi
við umræður utan dagskrár, sem
fram fara i Sameinuðu þingi i
dag, að ósk þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins.
Búast má við liflegum umræð-
um um þetta mál á Alþingi í dag
og þarf Friðrik Sophusson liklega
á öllu sinu að halda, þvi að hann
veiktist af umgangspest i gær-
kvöldi og var illa haldinn, er Visir
ræddi við hann i morgun.
— SG
Kvennalang-
elsi opnað!
„Það er stefnt að þvi að
kvennafangelsiö á Akureyri verði
komið i notkun i næstu viku. Eftir
er að ganga frá ráðningu kven-
fangavaröa og verður það gert á
morgun eða um heigina, en 20-30
umsóknir bárust um þessi störf”,
sagði Þorsteinn Jónsson, fuiltrúi I
dómsmálaráðuneytinu, I morgun.
Afplánunardeild hefur verið
starfrækt við lögreglustöðina á
Akureyri i nokkur ár og er það
rúm fýrir fjóra fanga I þremur
klefum. Engin aðstaöa hefur
veriö fyrir hendi til aö láta konur
afplána langa dóma, en tvær kon-
ur eiga nú að taka út afplánun
sem skiptir árum.
Þorsteinn Jónsson sagði, að á
þessari stundu væri rætt um að
reka þama kvennafangelsi i tvö
ár eöa svo, en reynslan yrði aö
skera úr um hvort áframhald yrði
á.
— SG
Þyrla varnariiðsins lendir með sjómanninn rétt fyrir kl. 11 í morgun.
Vfsismynd: BG.
Sðtti slasaðan sjðmann
í morgun kom þyrla varnar-
liðsins með mikið slasaðan mann
til Reykjavikur. Hafði hann fallið
niöur f lest um borð i togaranum
Júni og skaddast mikið á öxi og
baki. Var hinn slasaði fluttur á
Borgarspitalann.
Togarinn var staddur um 57
sjómllur suðvestur af Reykja-
nesi, þegar slysið átti sér stað,
snemma i morgun. Var leitað
eftir aðstoð hjá varnarliðinu, þar
sem hin nýja þyrla Landhelgis-
gæslunnar er ekki tilbúin tii slikr-
ar notkunar ennþá. Len ti þyrlan
með hinn slasaða við Borgarspit-
alann um ellefu-leytið i morgun.
NÝR INNHEIMTUSTJORI UTVARPSINS:
FRÉTTI UNI STÖÐU-
VEITINGUNA FRÁ VÍSII
Theódór S. Georgsson, héraðs-
dómslögmaður, hefurveriö settur
innheimtustjóri rikisdtvarpsins
frá 1. nóvember 1980 að telja.
Tilkynning um þetta barst Vfsi I
gær, 15. október, en hún er dag-
sett hinn 14. þessa mánaðar.
I tilefni af ráðningu Theodórs
hafði Visir strax samband við
hinn nýja innheimtustjóra, sem
hafði þá ekki hugmynd um stöðu-
veitinguna!
Theódór hafði ekki fengiö neina
tilkynningu þess efnis, aö hann
væri ráöinn I stööuna og varö aö
taka orö blaöamanns Vfsis trúan-
leg fyrir ráöningunni.
„Mér þykir nú hæfa, aö ég fái
formlega tilkynningu um þetta
áöur en ég fer aö láta hafa eitt-
hvaö eftir mér f þessu sam-
bandi”, sagöi Theódór og i þvi
voru menn þó hjartanlega sam-
mála.
Visir haföi samband viö Knút
Hallsson, skrifstofustjóra i
menntamálaráöuneytinu. vegna
þessarar sérkennilegu afgreiðslu
á ráöningunni.
Knútur benti á, að bréf hefði
veriö sent til Georgs á þriöjudag,
sem liklega heföi ekki veriö kom-
ið i gær. „Þá hafði menntamála-
ráðherra ætlaö að ná til Georgs i
gær, en hann virðist ekki hafa náð
til hans”, sagði Knútur og ákvað
að kippa málinu I liöinn á stund-
Theódór er þvi væntanlega bú-
inn aö fá ráöninguna staöfesta,
þegar þetta er lesiö.
Tlieódór er fimmtugur lögfræö-
ingur, fæddur og uppalinn I Vest-
mannaeyjum. Eiginkona hans
Asta Þóröardóttir, er einnig frá
Eyjum, en hún heldur upp á
fimmtugsafmæli sitt f dag, svo aö
simhringing ráöherra hefur þvi
margfalt gildi.
—AS